Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Sunnudaginn 21. ágúst verður efnt til hátíðarguðsþjónustu klukkan 14 í Akraneskirkju í tilefni þess að 120 ár eru liðin frá því að kirkjan var vígð og 30 ár frá vígslu safn- aðarheimilisins Vinaminnis. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sig- urðardóttir, prédikar. Prestar Akraneskirkju, þeir sr. Eðvarð Ing- ólfsson og sr. Þráinn Haraldsson, og sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur þjóna. Sóknarnefndar- fólk les ritningarorð og kór Akra- neskirkju syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar org- anista. Kirkjugestum verður boðið til kaffisamsætis í safnaðarheim- ilinu að guðsþjónustu lokinni. Fimm sóknarprestar Eðvarð Ingólfsson er fimmti sóknarpresturinn á Akranesi, hefur verið síðan 1997. Við hlið hans starfar Þráinn Haraldsson, sem ráðinn var í fyrra þegar nýtt stöðu- gildi prests var stofnað. Á undan Eðvarð voru Jón A. Sveinsson (1886-1921), Þorsteinn Briem (1921-1946), Jón M. Guðjónsson (1946-1975) og Björn Jónsson (1975-1997). Eðvarð rifjar upp að byrjað var að grafa fyrir grunni Akra- neskirkju 19. mars 1895, smíðin hófst í september sama ár og kirkj- an var tekin í notkun og vígð 23. ágúst 1896 að viðstöddum um 400 manns, sem var íbúafjöldi presta- kallsins. Guðmundur Jakobsson frá Sauðafelli í Dölum var yfirsmiður og hönnuður kirkjunnar. steinthor@mbl.is Tímamót á Akranesi Morgunblaðið/Styrmir Kári Akraneskirkja Hátíðarguðsþjónusta verður í kirkjunni á sunnudag.  Hátíðarguðsþjónusta og 120 ára afmæli Akraneskirkju Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður gefur kost á sér til þess að leiða Samfylkinguna í Norðvestur- kjördæmi í næstu kosningum. „Sem alþingismaður hef ég þjónað Norðvesturkjördæmi í fimm ár. Þau mál sem brenna á byggðum landsins þekki ég af eigin raun og vil því beita mér fyrir bættum lífs- kjörum og afkomu íbúa lands- byggðarinnar,“ segir m.a. í tilkynn- ingu frá Ólínu. Framboð í 1. sæti Guðjón Brjáns- son, forstjóri Heilbrigðisstofn- unar Vestur- lands, sækist eftir 1. sæti á fram- boðslista Sam- fylkingarinnar í Norðvestur- kjördæmi. Prófkjörið fer fram 8.-10. september. „Núverandi aðstæður brýna mig til aukinnar þátttöku í pólitísku starfi. Stjórnmálamenn hafa glatað mjög trausti og það er kallað eftir réttlæti og sanngirni gagnvart almennu launafólki,“ segir Guðjón í tilkynningu. Framboð í 1. sæti Röng mynd birt- ist með framboðs- tilkynningu Jóns Ragnars Rík- harðssonar, sem sækist eftir 3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík, í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á því og rétt mynd af Jóni Ragnari látin fylgja hér með. Leiðrétting Stjórnmálaflokkarnir munu á næst- unni velja frambjóðendur á lista fyrir komandi alþingiskosningar. Morgunblaðið mun birta fréttir af þeim sem gefa kost á sér. Prófkjör 2016 Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi og varaþingmaður gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Samfylking- arinnar í Suðvestur- kjördæmi. Margrét er 39 ára og hefur setið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar frá árinu 2006. Hún er með BA-próf í uppeldis- og menntunarfræðum og kennsluréttindi og stundar MA- nám í uppeldis- og menntunar- sálfræði með áherslu á borgaravit- und og lífssýn ungs fólks. Framboð í 2. sæti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.