Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 VINNINGASKRÁ 16. útdráttur 18. ágúst 2016 149 10955 22724 35337 43440 52014 60571 68465 206 11177 22914 36009 43481 52167 60707 69826 289 11310 23087 36032 43485 52332 60802 70214 511 12419 23253 36069 43528 52391 60835 70257 709 12534 23391 36273 43941 52453 61193 70311 1024 12782 23913 36351 44030 52501 61206 70541 1148 12827 25168 36399 44059 52513 61278 71734 1276 13046 25682 36809 44477 53325 61360 71923 1557 14063 26456 37408 45011 53349 61431 72321 1736 14072 26484 37721 45088 53379 61545 72767 2048 14132 26642 38489 45165 53420 62419 73290 2081 14203 26714 38662 45411 54183 62543 73938 3147 14642 27087 38813 45431 54752 63284 73969 3164 14921 27475 39158 45857 55073 63517 74831 3717 15009 27810 39271 46001 55082 63519 75852 3853 15070 28207 39669 46023 55145 63574 76004 4664 15209 28648 39828 46743 55358 63684 76150 5140 15404 29598 39837 46843 55593 63707 76899 5191 15483 29683 39994 47262 55815 63714 77068 6630 15650 29725 40358 47387 56094 63801 77166 6822 16279 30387 40396 47445 56887 63914 77190 7202 16483 30946 40464 47576 57634 64510 77213 7220 17403 31145 41023 47597 57796 64871 77290 7742 17779 31215 41297 47754 58092 65088 77357 7777 17994 32198 41352 48110 58152 65309 77847 8447 18340 32298 41595 48267 58173 65554 77903 8859 18452 32734 41698 48509 58264 65801 78002 8928 18906 33043 41707 48514 58279 66157 78405 9133 19055 33244 41773 48520 58468 66293 78876 9725 21120 33408 41917 48920 58723 66370 79508 9726 21472 33881 42135 48932 58937 66546 79643 9933 21554 34077 42139 49292 59039 66592 10101 21609 34563 42806 49431 59728 67002 10248 21755 34639 42862 50066 59844 67460 10386 22042 34663 43147 51084 59855 67567 10827 22299 35289 43197 51122 59891 67601 10840 22645 35318 43203 51890 60002 68189 304 17129 28255 37546 46960 53256 63433 75335 2860 17293 28941 37920 47280 54104 64608 76883 4234 17320 29190 38911 47970 54319 65916 77933 6032 18098 29861 39538 48009 56462 66893 78786 6574 18954 30338 39723 49296 57416 67130 78953 6674 20096 31344 40337 50581 57532 67725 79341 8559 21533 31400 41214 50882 57734 68111 79355 9772 21835 31979 43097 51009 59984 68270 79438 11369 23523 32858 44452 51203 60085 68637 79755 12398 24743 35251 44756 52399 60606 68945 13509 25477 35351 45105 52697 61070 70321 14851 26312 37055 45689 52790 62873 72245 17046 26661 37468 46828 52890 63210 75054 Næstu útdrættir fara fram 25. ág. & 1. sept. 2016 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 28637 54726 57172 75934 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 2526 12901 35276 43635 58793 63086 6818 18144 39409 44307 59073 71255 7684 21683 39674 49167 60097 75760 8489 27182 39691 50815 60235 77092 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 3 5 6 5 8 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Hersveitir Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, og flugher Rússlands héldu í gær áfram loftárásum í Sýr- landi. Var megináhersla lögð á skot- mörk í námunda við Aleppo, stærstu borg landsins. Er vonast til þess að árásirnar dragi úr straumi vopnaðra uppreisnarmanna inn í borgina. Fréttaveita AFP greinir frá því að rússneskar og sýrlenskar herþotur hafi sleppt sprengjum á borgina Idlib, sem er um 60 km suðvestur af Aleppo. Talið er að um 25 manns hafi fallið í árásinni, þeirra á meðal 15 al- mennir borgarar. „Orrustuþotur stjórnarhersins og Rússlands gera fjölmargar loftárásir hvern einasta dag í héraðinu Idlib og í vesturhluta Aleppo til að koma í veg fyrir að liðsauki berist sveitum upp- reisnarmanna,“ hefur AFP eftir Rami Abdel Rahman, sem fer fyrir mannréttindasamtökum í Sýrlandi. Í Aleppo og Idlib má finna sömu hópa af uppreisnarmönnum og ísl- amistum. Er einkum um að ræða hópa á borð við íslamistahreyfinguna Jabhat Fateh al-Sham og aðra víga- menn sem áður voru hliðhollir sam- tökum al-Kaída í Sýrlandi. Fáir sigrar í orrustunni Aleppo hefur frá árinu 2012 verið skipt upp í tvo helminga, þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum í austurhluta borgarinnar og stjórnarhermenn í vesturhlutanum. Hafa miklir bardagar geisað í borg- inni frá því að stórsókn hersins hófst 31. júlí sl., en markmiðið er að sam- eina Aleppo að fullu og brjóta sveitir uppreisnarmanna á bak aftur. Hersveitum Assads forseta tókst að leggja undir sig Ramussa, hverfi í suðurhluta borgarinnar, 6. ágúst, en hvorug fylking hefur, þrátt fyrir mikið mannfall, unnið mikla sigra í þessari orrustu. Þrátt fyrir að herflugvélar reyni hvað þær geta til að aðstoða her- menn á jörðu niðri gengur hernum nokkuð erfiðlega í bardögum sínum við uppreisnarmenn og íslamista. „Á meðan uppreisnarsveitir hrúga inn mönnum í orrustuna er stjórnarher- inn orðinn örmagna,“ segir Rahman. Talið er að minnst 146 almennir borgarar hafi fallið í átökum frá því að stórsókn hersins hófst í lok júlí. Meðal hinna látnu eru 22 börn. Engin aðstoð berst Ástandið í Aleppo er sagt skelfi- legt. Er þar mikill skortur á nauð- synjavörum, rafmagni, rennandi vatni og matvælum. AFP greinir frá því að hjálparbílar Sameinuðu þjóð- anna hafi ekki komist til borgarinnar í rúmlega mánuð. AFP Hryllingur Karlmaður í Aleppo hleypur í átt að ljósmyndara AFP skömmu eftir að hafa sloppið úr húsarústum. Leggja megináherslu á loftárásir við Aleppo  Mikið mannfall er nú í röðum almennra borgara Bandaríkjastjórn viðurkenndi í gær að 400 milljónir dollara í reiðufé, sem sendar voru til Írans í janúar, hefðu verið notaðar til þess að liðka fyrir því að bandarískir fangar yrðu leystir úr haldi. Áður höfðu bandarískir ráða- menn þvertekið fyrir að tengsl væru þar á milli. Stjórn Baracks Obama Bandaríkjaforseta hefur verið harðlega gagnrýnd vegna málsins. Þeir sem gagnrýna greiðslurnar segja að þær jafngildi lausnargjaldi og verði hvatn- ing fyrir írönsk stjórnvöld til að handtaka fleiri bandaríska ríkisborgara. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna staðfesti að stjórnin hefði ekki sent féð til Írans fyrr en flugvél með föngunum hefði farið þaðan. GREIÐSLUR BANDARÍKJASTJÓRNAR TIL ÍRANS GAGNRÝNDAR Sendi fé til að liðka fyrir frelsun fanga Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Tyrkneska lögreglan hefur hafið umfangsmiklar aðgerðir gegn fyr- irtækjum sem talin eru hafa styrkt prédikarann Fethullah Gulen og fylgismenn hans fjárhagslega. En Recep Tayyip Erdogan Tyrklands- forseti segir Gulen bera ábyrgð á hinni misheppnuðu valdaránstilraun sem gerð var í landinu í júlí sl. Búið er að gefa út handtökuskipun á hendur 187 manns í Istanbúl, en að sögn fréttaveitu AFP eru nokkrir forstjórar fyrirtækja í þeim hópi. Þá eru um 1.000 lögreglumenn sagðir hafa tekið þátt í aðgerðinni sem fram fór á yfir 100 stöðum í borginni, í 18 hverfum og í 204 byggingum. Voru húsleitirnar allar gerðar sam- tímis, að sögn AFP. Bendlaðir við vígasamtök Húsleitir lögreglunnar tóku til stórra tyrkneskra fyrirtækja á borð við Aydinli Group, Eroglu Holding og Gulluoglu Baklava. Tyrkneskir fréttamiðlar greina frá því að Rizanur Meral, fram- kvæmdastjóri samtaka viðskipta- manna og iðnjöfra í Tyrklandi (Tus- kon), sé á meðal þeirra sem handteknir voru í aðgerðinni. Tuskon var stofnað árið 2005 og eru meðlimir samtakanna um 55.000 talsins. Ríkisstjórn Erdogans for- seta hefur sakað samtökin um að styrkja starfsemi Gulens og fylg- ismanna hans fjárhagslega. Tyrkneska fréttastofan Dogan segir meðlimi Tuskon vera sakaða um að vera „liðsmenn hryðjuverka- samtaka“ og að þeir „fjármagni starfsemi“ Gulens. Áður farið í svipaða aðgerð Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tyrkneska lögreglan framkvæmir húsleitir og handtökur eftir valda- ránstilraunina. Var síðastliðinn þriðjudag einnig gerð húsleit í fjöl- mörgum fyrirtækjum í Istanbúl og voru þá um 100 manns settir í varð- hald. Sumir þeirra gegna stöðu for- stjóra og framkvæmdastjóra. Stjórnvöld hafa nú handtekið alls 40.029 ríkisstarfsmenn í tengslum við rannsóknina á valdaráninu. Af þeim eru um 20.400 enn í haldi yfir- valda. Með viðskipta- menn í sigtinu  Húsleitir og handtökur í Istanbúl AFP Valdamikill Recep Tayyip Erdogan forseti sakar Gulen um tilraunina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.