Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 ✝ Jónína Olsenfæddist í Kefla- vík 23. júlí 1952. Hún lést á lungna- deild Landspítalans í Fossvogi 14. ágúst 2016. Foreldrar henn- ar voru Þóra Gísla- dóttir, húsmóðir í Keflavík, frá Eski- firði, f. 21.7. 1916, d. 12.6. 1995, og Ole Olsen, sjómaður í Keflavík, frá Toftum í Færeyjum, f. 8.3. 1908, d. 13.6. 1979. Systkini hennar eru Ragnar Olsen, f. 10.12. 1940, Rakel Ol- sen, f. 17.1. 1942, og Stella Ol- sen, f. 21.2. 1946, d. 9.2. 2010. Fyrsti sambýlismaður Jónínu var Guðmundur Agnarsson, f. 3.3. 1952. Sonur þeirra er 1) þeirra eru 3) Álfhildur, hjúkr- unarnemi í Danmörku, f. 9.12. 1983. Sambýlismaður Álfhildar er Magnús Þór Ómarsson, flug- virki, f. 1980. Börn þeirra eru Elmar Þór, f. 2002, Emil Þór, f. 2007, og Telma, f. 2013. 4) Óli Þór, hagfræðingur, f. 29.9. 1989. Jónína starfaði lengst af á Sjúkrahúsinu í Keflavík, fyrst við umönnun og síðar sem rönt- gentæknir, en því starfi gegndi hún einnig á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði. Þá vann hún einnig við umönnunarstörf á Suðurnesjum, blómaskreytingar og margs konar þjónustustörf auk þess sem hún var heima- vinnandi um hríð. Jónína nam blómaskreyt- ingar við skóla Ingvars Strandh í Malmö og lauk þaðan námi árið 2005. Jónína verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag, 19. ágúst 2016, klukkan 13. Agnar, tölvunar- fræðingur, f. 29.7. 1970. Eiginkona Agnars er Soffía Heiða Hafsteins- dóttir, sjúkraliði, f. 1968. Börn þeirra Berglind Líf, f. 1994, Grétar Ágúst, f. 1997, og Erna Rós, f. 2002. Annar sambýlismaður Jónínu var Einar Valur Kristjánsson, f. 1957. Dóttir þeirra er 2) Hanna Lísa, grunnskólakennari, f. 13.11. 1979. Sambýlismaður Hönnu Lísu er Þorgils Jónsson, sagn- fræðingur, f. 1978. Börn þeirra Kári, f. 2005, Jón Kristján, f. 2010, og Helga, f. 2013. Jónína giftist árið 1984 Ásgeiri E. Þórð- arsyni, f. 1950. Þau skildu. Börn Fátækleg orð okkar munu aldrei ná að lýsa hinum marg- brotna persónuleika sem bjó í mömmu. Þó má segja að lífs- kraftur, lífsgleði og umhyggja fyrir þeim sem áttu um sárt að binda hafi einkennt hana um- fram annað. Hvað okkur varðar var hún hvetjandi, umhyggju- söm og alltaf til staðar. Þessir persónukostir gáfu af sér marga vini sem hún eign- aðist á mismunandi lífsskeiðum en hún hélt sambandi við alla tíð. Hún ræktaði vinasamböndin sín ekki ólíkt blómunum sem hún lagði sig fram við að hlúa að. Hennar vinir urðu með tíð og tíma vinir okkar og skilur hún þá eftir okkur til gæfu. Síðustu tvær vikur voru henni afar erfiðar þar sem hún dvaldi á Lungnadeild LSH í Fossvogi. Hún bar sig vel þrátt fyrir al- varleika veikinda sinna og stutt var í kaldhæðinn húmor, og skipti þá engu hvort hún var að ræða alvarlega hluti við starfs- fólk LSH, prestinn eða aðstand- endur. Umhyggja starfsfólks Lungnadeildarinnar á meðan hún lá þar er okkur ómetanleg og var algjörlega einstök og hlý- leg og kunnum við starfsfólki miklar þakkir fyrir. Elsku mamma, þetta ljóð fundum við handskrifað heima hjá þér nokkrum dögum eftir andlát þitt og við erum örugg um að það hafi verið ætlað okk- ur. Gef mér aðeins augnablik af ævi þinnar tíma á tölvuvæddri tækniöld en talaðu ekki í síma. Ég þrái aðeins handtak hlýtt því hjarta slær í barmi. Ég leiddi þig sem lítið barn, þú ljúft mig vafðir armi. (Guðrún V. Gísladóttir.) Þín börn, Agnar, Hanna Lísa og Álfhildur. Ég var svo lánsamur að eiga yndislegu móður mína, sem hét því fallega nafni Jónína Olsen, hana mömmu. Það er frekar óraunverulegt að þú sért ekki hérna ennþá, elsku móðir mín. Þú ólst mig mig upp með von í hjarta og stóðst ávallt eins og klettur við hlið mér alla tíð og hvattir mig áfram til dáða, sama hvað á dundi í lífi mínu. Öllum samtölunum sem við áttum saman um allt á milli him- ins og jarðar mun ég aldrei gleyma. Þú varst yndislegur leiðbeinandi minn í lífinu og kenndir mér allt á milli himins og jarðar. Allar okkar samveru- stundir rifjast nú upp fyrir mér. Tíminn okkar í Svíþjóð er mér sérstaklega minnisstæður ásamt kvöldstundunum okkar þegar við horfðum á True Movies sam- an og ræddum um lífið og til- veruna á meðan myndirnar stóðu yfir og eftir þær. Einnig áttum við margar aðrar góðar stundir enda var nærvera þín einstök. Oft og tíðum er því fleygt fram að trúin flytji fjöll en í þínu tilviki tókst það með því að ná að blása trú á sjálfum mér í hjarta mér, að ég gæti hvað sem er. Án þíns einstaka stuðnings, sem þú hefur veitt mér í gegnum allt líf mitt, er ég alveg viss um að ég hefði aldrei náð að ljúka hagfræðináminu. Eitt af síðustu skiptunum sem þú fórst út úr húsi, vegna veikinda, komstu í útskriftina mína. Það gladdi mig einstaklega mikið að hafa náð þessum árangri í lífinu, sérstak- lega í ljósi þess hversu mikið þú lagðir á þig við að hvetja mig áfram. Ég mun halda áfram að leggja hart að mér í lífinu líkt og þú kenndir mér. Ég mun einnig fylgja þeim gildum sem þú kenndir mér og hafðir í lífinu og þinni einstöku réttlætiskennd. Enginn texti né orð mun nokkurn tíma geta lýst því hversu mikið ég á þér að þakka í lífinu, elsku móðir mín, þú varst mér allt. Með einstaklega sárum sökn- uði kveð ég þig nú, móðir mín. Mér fannst þessi tvö ljóð eiga best við hjá okkur. Sem ungu barni þú ruggaðir mér í svefninn, með söng á vörum þér. Svaf ég þá vel og svaf ég fast því ég vissi, alla þína ást mér gafst. Er erfitt ég átti þú studdir mig, kenndir mér hvernig á að virða sjálfan sig. Vera góð og heiðarleg, muna það, virða hvar sem ég dvel. Ólst mig upp með von í hjarta mér til handa um framtíð bjarta. Hamingjusöm ég á að vera, elskuleg móðir sem allt vill gera. Með þessum orðum vil ég þakka þér alla þá ást og umhyggju sem gafst þú mér. Ég elska þig, mamma, og mun ávallt gera, vil ég þú vitir það hvar sem ég mun vera. (Höf. ók.) Ó, mamma mín, hve sárt ég sakna þín, sál mín fyllist angurværum trega. Öll þú bættir bernskuárin mín, blessuð sé þín minning ævinlega. Oft ég lá við mjúka móðurkinn, þá mildar hendur struku tár af hvarmi. Oft sofnaði ég sætt við vanga þinn, þá svaf ég vært á hlýjum móðurarmi. Ó, móðir kær, ég man þig enn svo vel, mikill var þinn hlýi trúarkraftur. Þig blessun Guðs í bæninni ég fel á bak við lífið kem ég til þín aftur. (Jón Gunnlaugsson.) Far þú í friði. Þinn sonur, Óli Þór Olsen. Henni var aldeilis ekki fisjað saman henni tengdamóður minni. Jónína var kjörkuð og áræðin, skarpgreind, glettin, félagslynd og smekkmanneskja með afbrigð- um. Það sem einkenndi hana þó fyrst og fremst í mínum augum var gleðin sem stafaði af henni og umhyggja fyrir öðrum. Hvar sem fólk kom saman var hún hrókur alls fagnaðar og þeg- ar hún hitti einhverja manneskju í fyrsta skiptið lagði hún sig fram um að kynnast henni í þaula. Þeir sem kynntust Jónsý gleymdu henni seint. Þessa útgeislun nýtti hún sér svo líka til að létta öðrum lífið með spjalli og nærveru, sérstak- lega þeim sem áttu um sárt að binda. Allt frá fyrsta degi kom okkur vel saman og ég mat samband okkar afar mikils. Hún fylgdist vel með atburðum líðandi stundar og við ræddum oft um pólitík og ástand mála í heiminum. Ég á eftir að sakna hennar mikið, ekki síst vegna barnanna okkar Hönnu Lísu sem missa nú einstaka og ástríka ömmu sem var óendanlega stolt af þeim, eins og öllum afkomendum sínum. Elsku Jónsý, það er sárt að sjá á eftir þér og eins og segir í ljóð- inu: „Sumarið líður allt of fljótt“ (Vilhjálmur Vilhjálmsson). Sökn- uðurinn er mikill, en það sem er mér þó efst í huga er þakklæti. Takk fyrir tímann sem við átt- um saman. Takk fyrir Hönnu. Takk fyrir stuðninginn og hvatn- inguna. Takk fyrir þennan dýr- mæta tíma sem við fjölskyldan fengum saman hjá þér síðustu dagana, en umfram allt: Takk fyrir að vera þú. Þinn tengdasonur, Þorgils Jónsson. Elsku Jónsý mín, ekki er hægt að lýsa því með orðum hversu mikið við eigum eftir að sakna þín. Það verður skrítið að koma heim frá Danmörku og geta ekki komið við hjá þér með snúða og vínarbrauð frá Valgeirsbakaríi, enda var það orðin hefð fyrir því hjá mér og alltaf varstu glöð. Við eigum einnig eftir að sakna þess að fá ekki símahringingu um miðja nótt frá þér. Þú varst voða lítið að pæla í tímamismuni á milli landa og fannst það bara sjálfsagt að við gætum spjallað saman á öllum tímum sólarhringsins. Ég mun alltaf hugsa til þín þegar þrumuveður er hjá mér. Ég man þá tíma á Mallorca þegar ég rauk inn í herbergið þitt og vakti þig um miðja nótt til þess að setjast við gluggann og horfa á þrumurnar skella niður í garðinn. Það hafði enginn áhuga á að vakna með mér nema þú, enda varstu alltaf til staðar fyrir okk- ur. Þú tókst við mér sem tengda- syni frá fyrsta degi, varst alltaf að spá í fötunum sem ég var í til að fá hugmynd fyrir Óla þinn og hrósaðir mér fyrir fataval í hvert skipti sem við hittumst. Mér fannst ég bara í venjulegum föt- um en það var alltaf eitthvað sem þú sást. Ég vil þakka þér fyrir öll þessi ár sem við þekktumst. Ég hefði viljað vera meira til staðar fyrir þig en stundum er það erfitt þeg- ar maður býr erlendis. Hvíldu í friði, Jónsý mín. Þinn tengdasonur, Magnús. Ég kynntist Jónínu, eða Jónsý eins og hún var oftast kölluð, árið 1987. Þessi glaðværa og káta kona var yngsta systir tengda- pabba míns. Hún var ein af þeim sem auðvelt var að tala við og henni fannst allir vera jafnir. Hláturinn hennar var bráðsmit- andi og þegar hún hló hristi hún höfuðið alltaf örlítið svo hárið dansaði og bláu augun geisluðu af kátínu. Við Óli komum oft til hennar á Birkiteiginn og í Fífumóann eftir að hún fluttist þangað. Hún tók alltaf vel á móti okkur og maður fann hvað henni fannst gaman að við skyldum koma og spjalla. Hún hafði einlægan áhuga á því sem maður var að gera, hún hvatti og hrósaði og vildi að öllum gengi vel. Hún fylgdist líka með börnunum okkar þegar þau komu í heiminn og fannst gaman að hitta þau og heyra hvað þau tóku sér fyrir hendur í lífinu. Ég man af einhverri ástæðu alltaf eftir fertugsafmælinu hennar, þá hélt hún veislu heima hjá sér og þar lék hún á als oddi. Geislandi fal- leg og í rosalega flottum kjól. Þá voru sagðar sögur og mikið hleg- ið. Hún var líka veislustjóri í brúðkaupinu okkar Óla. Minning- in um hana þann dag er ljóslif- andi í huga mér og fær mig til að brosa. Hún hafði næmt auga fyrir fallegum hlutum og blómaskreyt- ingar og allt sem viðkom blómum var hennar líf og yndi. Eftir að sjúkdómurinn fór að taka meiri toll var hún lítið á ferðinni en fylgdist grannt með okkur gegnum fésbókina. Hún heilsaði mér með innilegri gleði þegar ég kom til hennar á spít- alann í síðustu viku og það er ómetanlegt að hafa átt þessa síð- ustu daga með henni og öllum þeim sem henni þótti svo vænt um. Góða ferð, elsku Jónsý mín, og takk fyrir allt. Þú skilar góðri kveðju til Stellu og ömmu Þóru, ég veit þær taka vel á móti þér og hjá ykkur verður glatt á hjalla. Elsku Aggi, Soffía, Hanna Lísa, Gilsi, Álfhildur, Maggi, Óli Þór og börn, megi hlátur og gleði liðinna ára lýsa upp minningarn- ar og veita ykkur styrk í sorginni. Sigrún J. Baldursdóttir. Jónína Olsen  Fleiri minningargreinar um Jónína Olsen bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ingólfur Jó-hannesson fæddist í Reykja- vík 19. maí 1928. Hann lést 7. ágúst 2016. Hann var sonur hjónanna Jóhann- esar Björnssonar veggfóðrara- meistara, fæddur 14. júní 1905, dá- inn 4. janúar 1990, og Guðbjargar Lilju Árnadótt- ur, fædd 4. september 1909, dá- in 2. nóvember 1987. Ingólfur lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands 1948. Hann starfaði sem skrif- stofumaður og lengst af hjá Agnari Ludvigssyni hf. Ingólfur kvænt- ist eftirlifandi eiginkonu sinni Þórunni Benný Finnbogadóttur 1. nóvember 1952. Hún er fædd í Bol- ungarvík 27. maí 1923. Foreldrar hennar voru Finn- bogi Bernódusson sjómaður, fæddur 26. júlí 1892, dáinn 9. nóvember 1980, og Sesselja Sturludóttir, fædd 14. sept- ember 1893, dáin 21. janúar 1963. Ingólfi og Þórunni varð ekki barna auðið. Útför Ingólfs fer fram frá Áskirkju í dag, 19. ágúst 2016, og hefst athöfnin klukkan 14. Pípulykt, snyrtilega brotið Morgunblað, hreinn öskubakki. Ingi kominn heim úr vinnunni, sestur í stólinn og lítill drengur laumast í kring og reynir að fanga athygli hans. Það má ekki trufla Inga, þetta er hans stund heima. Stofan er vistleg, hrein og snyrti- leg, falleg málverk og myndir og fín húsgögn. Samt enginn íburður en allt ekta. Benný frænka kallar á drenginn inn í eldhús, hann á að láta Ingólf í friði rétt þessa stuttu stund. Þar spjallar Benný við drenginn, stingur að honum góð- gæti og klappar honum ástúðlega. Þetta er ein fallegasta og besta æskuminningin. Sem lítill strákur átti Ingólfur heima að Hverfisgötu 43. Rétt neðar, eða á Hverfisgötu 35, bjuggu Sigurlaug Pétursdóttir og Björn Rósenkranz kaupmaður. Einhvern daginn gekk Björn fram á lítinn grátandi dreng sem stóru strákarnir höfðu lagst á. Björn fór með hann heim til að hugga og huga að. Þar með var Lauga, Sig- urlaug Rósenkranz, orðin hluti af lífi Ingólfs og fylgdi honum í um 40 ár. Þau hjón áttu ekki börn saman og varð Ingi litli eftirlæti Laugu og ég erfði hluta af þessu eftirlæti. Ingólfur var Reykvíkingur með fámenna fjölskyldu. Þegar hann tók saman við Benný móðursystur mína eignaðist hann vestfirskan frændgarð, æði fjölmennan. Þeirra hjónaband stóð í nær sjötíu ár. Þau voru barnlaus. En heimili þeirra stóð okkur öllum opið og við vorum mörg systkinabörn Ben- nýjar sem nutum velvildar þeirra hjóna. Þessi velvild hefur svo skil- að sér í því að þau Ingólfur og Benný eiga stóra fjölskyldu. Ingólfur var heimsmaður, ein- stakur séntilmaður og talaði er- lend tungumál. Hann hafði gaman af ferðalögum, jafnt innanlands sem utan. Hann var margfróður og vel að sér. Hann safnaði frí- merkjum og spilaði bridge. Hann átti myndavél og fangaði augna- blik í lífi tengdafólksins. Til eru ljósmyndir frá fyrri tíð sem eru ómetanleg tenging okkar sem ól- umst upp í Reykjavík við vest- firskan tíma fjölskyldunnar. Ingi skipulagði ferðir þeirra hjóna til útlanda mjög vel. Hann las kort og fróðleik ýmsan og þegar komið var á staðinn vissi hann hvert átti að fara og hvernig. Nær öll starfsævi Ingólfs var í heildverslun Agnars Ludvigsson- ar hf. sem þá var að Nýlendugötu 21. Þar voru framleiddir meðal annars pakkabúðingar, Royal. Ingólfur var sveipaður ævintýra- ljóma því hann hafði aðgang að uppskriftunum sem geymdar voru í læstum peningaskáp. Það er aðfangadagur jóla á átt- unda áratugnum. Tveir bræður bíða í rökkrinu uppi í Árbæjar- hverfi eftir því að hringd séu inn jól. Þá er drepið á dyr og inn koma Benný og Ingi með stórt fótbolta- spil óinnpakkað. Stóra jólagjöfin sem lýsti þeirra höfðingsskap og hugulsemi svo vel. Síðustu árin hafa þau hjón búið á Hrafnistu í Reykjavík. Minni Ingólfs fór þverrandi en þrátt fyr- ir það þekkti hann mig, glampinn sem kom í augun sýndi það. Ing- ólfur var okkur mörgum verðug fyrirmynd, sambúð og heimilis- hald þeirra hjóna eins og við vild- um að okkar yrði. Elsku Þórunn Benný frænka, ég og fjölskylda mín vottum þér hluttekningu okkar í sorginni. Guð geymi þinn góða eiginmann og ævifélaga. Kær kveðja, Bjarni Guðmundsson. Ingólfur Jóhannesson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Undirskrift | Minning- argreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerf- inu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minning- argreina vita. Minningargreinar • Skattaleg ráðgjöf • Skattauppgjör dánarbús og erfingja • Erfðafjárskýrslugerð • Önnur þjónusta Spekt ehf. • S. 587 7600 • Borgartúni 3 jon@spekt.is • petur@spekt.is Þjónusta við dánarbússkipti Þökkum fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýju vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU AUÐAR GUÐNADÓTTUR frá Botni í Súgandafirði, Lækjasmára 8, Kópavogi. . Sólveig Leifsdóttir Gísli Blöndal Halla Leifsdóttir Jón Pétur Guðbjörnsson María Auður Steingrímsd. Oddur Hafsteinsson Leifur Blöndal Petra Dröfn Karvel Eiríkur Gísli Johansson Fanný M. Bjarnardóttir Guðbjörn Jónsson og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.