Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 Framundan er 100. listmunauppboð Gallerís Foldar sem verður með hátíðarbrag. Viltu selja listaverk? Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Við leitum að úrvalsverkum á þetta tveggja daga uppboð. Nánari upplýsingar í síma 551-0400 og hjá fold@myndlist.is Við óskum meðal annars eftir verkum eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónsdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson,Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur, Georg Guðna, Kristján Davíðsson, Gunnlaug Blöndal og Gunnlaug Scheving. Ennfremur er eftirspurn eftir verkum eftir Eggert Pétursson, Karólínu Lárusdóttur og Erró. Þetta eru fyrstu ól-ympíuleikarnir semég dæmi á og vænt- anlega ekki þeir síðustu,“ segir Anton Gylfi Pálsson handboltadómari, sem er staddur ásamt félaga sín- um, Jónasi Elíassyni, úti í Brasilíu að dæma á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro. „Við erum búnir að dæma þrjá leiki en svo vit- um við ekki hvað gerist meir,“ sagði Anton þegar blaðamaður ræddi við hann í gær. „Það eru leikir á morgun [í dag] en við fáum ekki að vita fyrr en um kvöldið þegar við erum komnir inn á hótelherbergi hvort við eigum að dæma daginn eftir. Ætli ég eyði ekki afmælisdeginum í íþróttahúsinu. Þegar ég varð þrítugur var ég að dæma í Austurríki á Evrópumóti undir 20 ára landsliða en það er ekki það að ég sé að reyna að vera fjarverandi. Þetta hittist þannig á. Ég ætla að reyna að gera samt vel við mig í tilefni dagsins og fá mér brasilískan kaffi- bolla. Við höfum verið hérna í tvær og hálfa viku og það hefur verið gaman að taka þátt í havaríinu. Við höfum farið á alla viðburði, horft á sundið, körfuna, dýfingar, bara nefndu það, en höfum líka reynt að gera meira en að vera á íþróttasvæðinu og skoðað áhuga- verða staði hérna eins og Jesústyttuna.“ Anton er sölustjóri hjá Íslensk-ameríska. „Þeir fá kærar þakkir fyrir að styðja mig í þessu og gefa mér frí frá vinnunni. Það er ekki sjálfsagður hlutur. Eins gæti ég aldrei gert þetta án stuðnings að heiman þar sem konan og börnin styðja mig 100% í þessu,“ en Anton er kvæntur Hönnu Andrésdóttur, sem vinnur hjá Capacent, og eru börn þeirra Emilíana Guðrún átta ára og Jakob Jarl fjögurra ára. „Handboltinn tekur allan tíma sem ég hef,“ segir Anton spurður um áhugamál. „Ef maður ætlar sér að ná langt þarf maður að eyða tíma í þetta. Golfkylfan þarf að bíða betri tíma.“ Athygli vakti þegar Anton og Jónas voru sendir heim af HM kvenna í fyrra eftir mistök eftirlitsdómarans, en nú eru þeir mættir á ólympíuleikana til að dæma. „Það má því segja að við höfum unnið fullnaðarsigur í þessu máli.“ Á Tenerife Anton með krökkunum í sumar. Dæmir á Ólympíu- leikunum í Ríó Anton Gylfi Pálsson er fertugur í dag T víburasystkinin Arndís og Jón Sigurður fædd- ust 19.8. 1956 á Litlu- eyri í Bíldudal og ólust þar upp í stórum systk- inahópi. Systkinin fengu að taka þátt í bústörfunum og fengu verk- efni við hæfi á hverjum tíma. Eftir unglingapróf í Barnaskólanum á Bíldudal lá leiðin í Héraðsskólann á Núpi. Eftir það skildu leiðir Jóns og Arndísar og Arndís fór í Fósturskólann. Leikskólastjóri í Björtuhlíð Eftir nám í Fósturskólanum tók við vinna í leikskóla, fyrst í Austur- borg, síðan Sólbakka. Arndís sem oft er kölluð Addý, tók þátt í opn- un leikskólans Marbakka í Kópa- vogi. Árið 1988 flutti fjölskyldan til Tálknafjarðar og bjó þar í átta ár. Þar fór Arndís að kenna í grunn- skólanum og menntaði sig sem grunnskólakennari og sérkennari. Eftir að fjölskyldan flutti aftur til Reykjavíkur var aftur sest á skóla- bekk og Arndís fór í framhaldsnám í stjórnun. Síðan þá hefur hún starfað sem leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg. Fyrst sem leik- skólastjóri í Múlaborg í fimm ár en þar nýttist sérmenntun í sér- kennslu einkar vel. Árið 2006 réð Arndís sig sem leikskólastjóra í leikskólann Sól- bakka. Fimm árum síðar voru leik- skólarnir Sólbakki og Hamraborg sameinaðir og heitir hinn samein- aði leikskóli Bjartahlíð. „Að starfa sem stjórnandi í leikskóla er skemmtilegt og krefjandi. Hver dagur er ný upplifun. Mér finnst að varla nokkuð geti verið meira gefandi og skemmtilegra en þetta starf. Ég hef verið afar lánsöm, unnið með góðu fólki, kynnst fjöl- mörgum börnum og foreldrum.“ Framkvæmdastjóri Láss Jón Sigurður fór í Iðnskólann á Patreksfirði og lærði húsasmíði og öðlaðist sveinspróf, meistara- og byggingastjóraréttindi. Síðar sótti Jón sér réttindi til meiraprófs og vinnuvélaréttindi.Eftir iðnskólanám hóf Jón störf í byggingariðnaði hjá bróður sínum Hannesi og starfaði hjá honum allt til ársins 1993. Þá keypti hann vélsmiðjuna á Bíldudal og hóf sjálfstæðan rekstur í járn- smíði og byggingariðnaði. Hann stofnaði þá sitt eigið fyrirtæki, Lás ehf. á Bíldudal sem hann hefur rekið síðan ásamt eiginkonu sinni. Jón starfar sem framkvæmda- stjóri fyrir Lás ehf og vinnur öll störf sem til falla hjá fyrirtækinu. Fljótlega tók starfsemin breyt- ingum á þann veg að í dag starfar Jón mest við jarðvegsframkvæmdir og byggingariðnað ásamt því að reka steypustöð. Jón hefur verið farsæll í starfi og rekið sitt fyr- irtæki ásamt góðu starfsfólki sem unnið hefur hjá honum í gegnum tíðina. Jón hefur staðið fyrir mörg- um stórum verkefnum, byggingu íþróttahúsa og iðnaðarhúsnæðis. „Undanfarin ár hef ég tekið þátt í mörgum spennandi jarðvegs- framkvæmdum og að mestu unnið við plægingu jarðkapla víða um land og haft mjög gaman af.“ Arndís og Jón ætla að halda upp á daginn með nánustu skyldmenn- um. Arndís Bjarnadóttir og Jón Bjarnason – 60 ára Systkinin og móðirin Á 90 ára afmæli Vigdísar fyrir fjórum árum. Systkinin eru í aldursröð, frá vinstri til hægri. Tvíburarnir Addý og Jón Kópavogur Eva Þórkatla Jónasdóttir fæddist 24. september 2015 kl. 2.32. Hún vó 3.250 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Engilráð Ósk Einarsdóttir og Jónas Þorkelsson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.