Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 www.smarativoli.is / Sími 534 1900 / Smáralind SKEMMTUN FYRIR ALLA! ER AFMÆLI FRAMUNDAN? VERÐ FRÁ 1.99 0,- Vef-Þjóðviljinn segir að mót-mælafundur gegn mótmæla- fundi sem áður hafði verið boðað til, sé nýmæli:    Hér verðamenn al- veg að horfa fram hjá áliti sínu á hvorum hópnum um sig. Menn þurfa ekki að vera sam- mála öðru fólki, þó þeir vilji að því sé frjálst að boða til útifunda um skoðanir sín- ar. Og auðvitað er fullkomlega lög- legt í lýðræðisríki að halda fund og hvetja til þess að nýsamþykkt lög verði felld brott. Það er svo ekkert að því að stuðningsmenn nýju lag- anna boði til annars fundar, til að lýsa stuðningi við lögin. Það sem er ekki í lagi, er að menn boði slík- an fund á sama stað og sama tíma og aðrir hafa áður boðað sinn fund. Hvar halda menn að slíkt endi?    Eiga þeir sem vilja frelsi ílífeyrissjóðamálum og að fólk hafi rétt til að semja án þess að vera í verkalýðsfélagi, að boða til fundar um þau mál á Ingólfstorgi 1. maí? Og reyna svo að yfirgnæfa Gylfa Arnbjörnsson með stærra gjallarhorni? Ef stuðningsmenn Palestínumanna boða fund á Lækj- artorgi, eiga stuðningsmenn Ísr- aelsstjórnar þá að boða annan fund þar á sama tíma og henda bláberj- um í Svein Rúnar?    Því veikari sem málstaður and-stæðinganna er, því auðveld- ara ætti að vera að mæta honum með rökum. Því minna sem and- stæðingurinn hefur til síns máls, því minni ástæða ætti að vera til að varna honum máls. En auðvitað er fólki nokkur vorkunn. Það hefur fylgst með íslenskum stjórnmálum undanfarna mánuði og ár og held- ur kannski að landinu sé stjórnað með útifundum.“ Á móti mótmælum STAKSTEINAR Veður víða um heim 18.8., kl. 18.00 Reykjavík 13 skýjað Bolungarvík 13 skýjað Akureyri 18 skýjað Nuuk 5 léttskýjað Þórshöfn 11 alskýjað Ósló 22 skýjað Kaupmannahöfn 17 alskýjað Stokkhólmur 14 rigning Helsinki 15 léttskýjað Lúxemborg 17 rigning Brussel 26 skýjað Dublin 15 heiðskírt Glasgow 22 alskýjað London 23 léttskýjað París 20 rigning Amsterdam 23 heiðskírt Hamborg 20 skýjað Berlín 20 léttskýjað Vín 24 heiðskírt Moskva 25 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 31 heiðskírt Róm 24 rigning Aþena 30 heiðskírt Winnipeg 20 rigning Montreal 19 heiðskírt New York 25 rigning Chicago 27 rigning Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 19. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:34 21:30 ÍSAFJÖRÐUR 5:27 21:47 SIGLUFJÖRÐUR 5:09 21:30 DJÚPIVOGUR 5:00 21:02 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Samband íslenskra sveitarfélaga leggur til í umsögn við frumvarp menntamálaráðherra um námslán og námsstyrki að Lánasjóður ís- lenskra námsmanna fái heimild til að veita námsmönnum sem lokið hafi námi og vilji búa í heimabyggð eða leggja drög að starfsferli úti á landi, ívilnun t.d. með frestun endur- greiðslna eða niðurfellingu á hluta námsláns. 10% námsláns afskrifuð í Nor- egi ef búið er í nyrstu héruðum Sambandið leggur áherslu á að tryggja beri jöfn tækifæri til náms án tillits til efnahags eins og stefnt er að í frumvarpinu og segir að í því fel- ist m.a. að horft sé til búsetu þegar kjör námsaðstoðar eru ákveðin. Í umsögninni er þess saknað að fjallað sé í frumvarpinu um endur- greiðslukjör sem sérstaklega eru ákveðin í þágu þeirra sem ljúka námi og vilja búa í heimabyggð eða leggja drög að starfsferli úti á landi. „Í Nor- egi er þannig hægt að sækja um niðurfellingu á 10% af námsláni (að hámarki 25 þús. norskra króna á ári) ef viðkomandi er búsettur og starf- andi í nyrstu héruðum Noregs,“ seg- ir í umsögninni. Sá stuðningur komi til viðbótar skattaívilnun sem veitt er í Noregi. „Staðan hérlendis er að ýmsu leyti svipuð og í dreifðari byggðum Nor- egs og margvíslegt óhagræði mætir þeim sem ljúka námi og vilja búa áfram í heimabyggð eða leggja drög að starfsferli á landsbyggðinni. Slík íþyngjandi atriði hafa áhrif á ákvarð- anir og námsval og er í því sambandi tekið undir athugasemdir rektors Háskóla Íslands, sem telur endur- greiðslukerfið geta haft áhrif á sókn í einstakar námsgreinar,“ segir þar. Fresta endurgreiðslu eins og lagt er til við fyrstu íbúðarkaup Í nánari umfjöllun er bent á að hér sé mögulegt að fara sömu leið og í Noregi, þ.e. að veita beina peninga- lega ívilnun með niðurfellingu/af- skrift á námslánum. „Líklega er þó nærtækara að heimildin verði hlið- stæð þeirri sem er í 2. mgr. 18. gr. frumvarpsins um frestun endur- greiðslna vegna fyrstu kaupa lán- taka á íbúðarhúsnæði. Miða mætti við sömu mörk og þar eru þ.e. að lán- taki fresti allt að helmingi hverrar endurgreiðslu og að þetta gildi í 5 ár. Þessar heimildir myndu síðan spila þannig saman að ef lántaki flytur út á landsbyggðina og kaupir þar hús- næði þýði það að viðkomandi hefji fyrst endurgreiðslu námslána að liðnum fimm árum,“ segir í umsögn sambandsins. omfr@mbl.is Ívilnun ef búið er úti á landi  Samband íslenskra sveitarfélaga leggur til í umsögn til Alþingis að lántakar LÍN sem flytji út á land fái frestun eða niðurfellingu á hluta námslána sinna Morgunblaðið/Golli Nám Skipta á námsaðstoð í styrk- greiðslur og lán skv. frumvarpinu. Í gær hófst í Laugalækjarskóla í Reykjavík starf í svonefndum rétt- indaskólum sem UNICEF á Íslandi stendur fyrir. Laugalækjaskóli í Reykjavík og Flataskóli í Garðabæ taka einnig þátt. Þátttökuskólarnir leggja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna til grundvallar og byggja upp lýðræðislegt námsumhverfi, efla mannréttindi og fleira. Starf þetta nær einnig til frístundamið- stöðva skólanna og ef vel tekst til verða þetta orðnir formlegir rétt- indaskólar næsta vor. Réttindamál rædd í skóla Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.