Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 ✝ Gunnar SvanurHafdal, bóndi, fæddist á Akureyri 24. nóvember 1933. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 11. ágúst 2016. Gunnar var son- ur hjónanna Gunn- ars Sveinssonar Hafdal og Önnu Sigurjónsdóttur Hafdal. Þau hjónin áttu fjögur önnur börn. Gunnar fluttist að heiman kornungur og útskrifaðist sem búfræðingur frá Hólum í Hjalta- dal. Seinna vann hann fyrir sér í Keflavík. Gunnar kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Þóru Kristínu Flosadótt- ur, 25. september 1955. Þau eignuð- ust fimm drengi; Heiðar, Flosa, Rík- harð, Þórarin og Gunnar. Gunnar átti einn son fyrir, Gunnar Svan. Útför Gunnars fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 19. ágúst 2016, klukkan 13.30. Jarð- sett verður frá Þóroddsstaðar- kirkju í Kinn. Húmar í dölum, hljóðnar bær. Blámóðu kvöldið á byggðir slær. Nú er að koma nóttin vær. Blíðvært er lognið; blærinn dó. Kliðurinn þagnar. Kyrrð og ró veitir þreyttum værð og fró. … (Gunnar S. Hafdal.) Hann Gunnar bróðir er dá- inn. Þegar einhver kveður sem hefur fylgt mér allt lífið þá er mikill söknuður og eftirsjá. Orðið sem kemur fyrst upp í hugann er „góður“. Hann Gunnar var góður eiginmaður, góður pabbi, góður afi, bróðir og vinur. Hversu oft heyrði maður ekki einhvern segja „Hann Gunnar er alveg einstakur maður“. Þegar Gunnar og Lóla byrj- uðu búskap á Hrafnsstöðum áttu þau mikinn dugnað og ótrúlega bjartsýni og það allra besta, þau áttu hvort annað og það áttu þau í 60 ár. Fyrstu árin voru erfið og vinnudag- arnir langir og ekki áttu þau tæki og tól sem til eru í dag. Það er margs að minnast úr fjölmörgum heimsóknum til Gunnars og Lólu og við eld- húsborðið voru málin rædd, ákvaðanir teknar, ekki síst í sambandi við alls konar smíða- vinnu og þar var Gunnar ótrú- lega hugmyndaríkur. Það voru engin vandamál í hans huga, bara lausnir. Eftir að þau hættu búskap og fluttu til Akureyrar var alltaf jafn ánægjulegt að koma í Hamratúnið. Og þó Gunnar væri kominn í hjólastól fór hann í tölvuna og borgaði reikninga og annað sem þurfti að gera, það á ekki að geyma til morguns það sem gera má í dag. Nú er Gunnar bóndi laus úr viðjum veikinda og ég sé hann fyrir mér þar sem hann geng- ur léttur í spori á grænum grundum sumarlandsins. Moldin er þín. Moldin er trygg við börnin sín, sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móðurbarm. Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvíldin góð... (Davíð Stefánsson.) Við Haraldur sendum Lólu og ástvinum öllum okkur inni- legustu samúðarkveðjur. Elfa Hafdal. Elsku tengdapabbi og afi, nú er komið að kveðjustund- inni. Við sáumst nú ekki oft eftir að við fluttum til Danmerkur en þær minningar sem við eig- um um þig eru góðar og þín verður saknað. Alltaf tókstu á móti okkur öllum með hlýju og fallegum orðum, þrátt fyrir miklar annir við bústörf. Sigrún man enn þegar hún kom í fyrsta skiptið að Hrafns- stöðum með unnustanum rétt fyrir áramót. Fyrir hefðbundin veisluhöld bað hún um að fá lánaðan hár- bursta, en enginn var til á heimilunum nema forláta rúllu- bursti sem henni tókst að flækja allverulega í lubbanum. Unnustinn grenjaði af hlátri en þú leystir úr flækjunni á þinn rólega og yfirvegaða hátt eftir nokkurn tíma. Kannski hefur þú hugsað þitt um borgarbarnið sem kom í sveitina, en Sigrún fann það aldrei. Erlingur og Sólrún muna eftir ógleymanlegum stundum á sumrin fyrir norðan hjá ömmu og afa þar sem var stjanað við þau. Alltaf svo mikið og gott að borða og þú varst óþreytandi við að keyra og sækja þau að Hrafnsstöðum eftir að þú lést af bústörfum þar. Þau muna líka eftir því hversu vel var um þau hugsað og hversu gott var að skríða í fangið á þér og sitja og spjalla um alla heima og geima yfir kvöldkaffinu. Sólrún man sérstaklega vel eftir því hversu laghentur þú varst. Hún var pínulítil stelpu- skotta þegar hún kom heim úr einni Íslandsförinni og lýsti því fyrir okkur hversu flinkur afi hennar var að smíða og sýndi okkur litla hvíta vöggu með bleikum blómum sem þú smíð- aðir af nærgætni fyrir dúkkuna hennar. Erlingur var svo lánssamur að vera með þér og ömmu í sumar og taka þátt í umönnun. Honum fannst gott að geta hjálpað og stutt við bakið á þér og ömmu sinni. Þó söknuðurinn sé mikill, er það huggun harmi gegn að löngu og erfiðu veikindastríði er lokið. Þín verður sárt sakn- að. Sigrún Erlingsdóttir, Erlingur Þór Hafdal, Sólrún Sif Hafdal, Sigurður Flosi Hafdal. Nú sölna grös, og sumri halla tekur. Svipdökkt haustið gistir dalabyggð. Jökla-stormur éljavagni ekur. Jarðarblómin lúta dauðans sigð. (G.S. Hafdal.) Í dag er borinn til hinstu hvílu Gunnar frændi okkar. Hugurinn leitar í gamlar og hlýjar minningar frá Hrafns- stöðum en þangað voru heim- sóknir okkar tíðar í æsku og ávallt var vel tekið á móti okk- ur. Mikill er missir Lólu en sú væntumþykja og virðing sem þau Gunnar báru hvort fyrir öðru var yndisleg og sendum við henni og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Heiðrún, Anna Björk, Sigurbjörg og Sighvatur. Gunnar S. Hafdal ✝ KristjanaMagnúsdóttir fæddist á Ísafirði 15. febrúar 1926. Hún lést í Reykja- vík 9. ágúst 2016. Foreldrar hennar voru hjónin Hans- ína Kristín Guð- mundsdóttir, f. 189, d. 1981, og Torfi Magnús Jó- hannesson, f. 1889, d. 1979. Kristjana giftist árið 1945 Guðmundi Karlssyni, forstjóra á Ísafirði, f. á Ísafirði 22. nóv- ember 1908, d. í Reykjavík 25. desember 1983. Foreldrar hans voru hjónin Elín Guðmundsdótt- ir húsfreyja, f. 1885, d. 1911, og Karl Olgeirsson kaupmaður, f. 1867, d. 1956. Börn Kristjönu og Guðmund- ar eru: 1) Elín, f. 12. september 1945, gift Jóni Þ. Þór, f. 1944, ín, f. 1968. 4) Geir, f. 15. mars 1948. Eiginkona hans var Þur- íður Þorbjörg Káradóttir, f. 1947, d. 2010. Börn þeirra eru Halla Kristín, f. 1967, Guð- mundur Karl, f. 1973, og Kári, f. 1976. Sambýliskona Geirs er Sigríður Harðardóttir, f. 1954. Kristjana gekk í barna- og unglingaskóla á Ísafirði og lauk síðan verslunarprófi frá Verzl- unarskóla Íslands. Þau Guð- mundur og Kristjana bjuggu á Ísafirði til ársins 1982 er þau fluttust til Reykjavíkur. Auk húsmóðurstarfa gegndi Krist- jana ýmsum störfum utan heim- ilis, lengst af á sýsluskrifstof- unni og hjá Landssíma Íslands auk þess sem hún kenndi um hríð sem stundakennari við Barnaskóla Ísafjarðar. Hún var lengi virk í starfi Sjálfstæðis- flokksins á Ísafirði, var vara- bæjarfulltrúi um skeið og sat í nefndum bæjarstjórnar. Eftir að hún fluttist til Reykjavíkur starfaði hún í innheimtudeild Landssímans uns hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Kristjana verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 19. ágúst 2016, klukkan 13. og eru börn þeirra: Guðmundur Sverr- ir, f. 1975, Ingi Björn, f. 1977, og Edda Sólrún, f. 1978. 2) Magnús, f. 25. mars 1947. Eiginkona hans (skildu) var Guðrún Ástdís Ólafsdóttir, f. 1947. Börn þeirra eru Rut, f. 1966, Eggert, f. 1968, d. 1977, Ragnhildur, f. 1972, d. 1973, og Kristjana, f. 1975. Sonur Magnúsar og Eddu Axelsdóttur er Magnús Torfi, f. 1984. Sambýliskona Magnúsar er Kristjana Heiður Gunnars- dóttir, f. 1947. 3) Gylfi, f. 15. mars 1948. Eiginkona hans er Gígja Harðardóttir og börn þeirra Hildur Jóna, f. 1969, Hjalti, f. 1978, og Helga Rún, f. 1981. Dóttir Gylfa og Hjördísar Karlsdóttur er Ásgerður Krist- Kristjana Magnúsdóttir, tengdamóðir mín, lést í hárri elli að kvöldi 9. ágúst. Andlát henn- ar kom nánustu aðstandendum ekki á óvart og hefðu þó fæstir átt von á því í ársbyrjun að svo skammt væri að bíða endalok- anna. Hún hafði verið heilsu- hraust langa ævi að því und- anskildu að hún missti sjónina að mestu um áttrætt. Því tók hún með aðdáunarverðu jafnað- argeði, bjó áfram í íbúð sinni í Austurbrún 4, fór lengi vel allra sinna ferða og sá að mestu um sig sjálf fram undir það síðasta. Hinn 15. febrúar síðastliðinn fagnaði hún níræðisafmæli sínu og hélt af því tilefni fjölskyld- unni veglega veislu. Þar lék hún á als oddi og í minningunni lifir afmælisfagnað- urinn sem minnisvarði um rausn hennar, meðfædda glaðværð og styrk. Engum gat að vísu dulist að hún var tekin að fella fjaðrir en þegar hún sagði við okkur Elínu, dóttur sína, á leiðinni heim úr veislunni að nú væri komið nóg tókum við því sem hálfgildings gamansemi. Hún reyndist hins vegar sannspá og hefur ef til vill fundið að hverju fór. Í dymbilviku veiktist hún al- varlega og lá alllengi á sjúkra- húsi. Eftir það hallaði hratt und- an fæti og síðustu vikurnar voru henni þungbærar. Veikindum sínum tók hún af æðruleysi, vissi sig eiga góða heimvon og að nær kallið kemur kaupir sig enginn frí. Fundum okkar Jönu, eins og hún var jafnan nefnd, bar fyrst saman skömmu eftir að ég trú- lofaðist dóttur hennar fyrir lið- lega fjörutíu árum. Okkur varð fljótt vel til vina og alltaf var gaman að heimsækja þau Mumma, fyrst á Ísafirði og svo í Reykjavík. Þau voru höfðingjar heim að sækja, samhent og glað- vær og fögnuðu gestum og gangandi vel og innilega. Heim- ili þeirra var fallegt, sannkallað menningarheimili, prýtt falleg- um listaverkum og húsgögnum sem mörg báru hagleik ísfirskra iðnaðarmanna fyrri tíma fagurt vitni. Jana var vel gefin kona til munns og handa, víðlesin og margfróð. Alltaf var gaman að spjalla við hana um alla heima og geima. Hún hafði mikinn áhuga á þjóðmálum jafnt sem heimsmál- um, fylgdist vel með og mátti helst ekki missa af einum ein- asta fréttatíma. Við ræddum oft um gang mála í stjórnmálum hér heima og erlendis, vorum ekki alltaf sammála en aldrei minnist ég þess að við höfum þráttað, enn síður rifist. Við höfðum hvort sína sannfæringu og sannfæringu fólks ber að virða. Nokkrum sinnum fórum við hjónin með henni í utanlands- ferðir og þá kynntist ég nýrri hlið á tengdamóður minni. Hún var forvitin um flesta hluti, hafði einlægan áhuga á listum, eink- um tónlist og myndlist, og hafði sjálf fengist við að mála myndir með góðum árangri á meðan hún hafði sjón. Hún hafði ánægju af því að skoða listasöfn og mér er minnisstætt hve vel hún naut sín í Versölum og Lo- uvre-safninu í París þótt sjónin væri þá reyndar tekin að bila nokkuð. Jana var röggsöm og mikil fjölskyldumanneskja. Hún lét sér afar annt um barna- og barnabarnabörnin, fylgdist náið með líðan og þroska hvers og eins og afmælisdögum gleymdi hún aldrei. Til að tryggja að ekkert færi úrskeiðis í þeim efnum bjó hún til lista sem hún uppfærði eftir þörfum og geymdi í heimilis- biblíunni. Öruggari stað vissi hún engan. Ég kveð tengdamóður mína með virðingu og þökk og votta öllum aðstandendum dýpstu samúð. Jón Þ. Þór. Elsku amma, þá ert þú farin þína hinstu för og án efa búin að hitta hann Mumma þinn. Það eru forréttindi að hafa átt þig sem ömmu. Ást, hlýja, hvatning og hrós var það sem þú gafst mér svo ómælt af og verð ég þér ævinlega þakklát fyrir það. Hugurinn reikar til æskuáranna á Urðarveginn til ykkar afa. Þar sem ég var að byggja hús úr spilum á stofugólfinu, í bílaleik undir skemmtilegasta borði sem til er, klippti út tískumyndir úr Quelle og Freemans vörulistun- um og ilmandi steikarlykt úr eldhúsinu sem afi eldaði á sunnudögum. Já, það er margs að minnast. Seinni árin þegar við bjugg- um báðar fyrir sunnan hittumst við ósjaldan í kaffi eða mat, fór- um á kaffihús eða út að borða. Þú varst alltaf svo ánægð með matarboðin okkar Hildar systur og taldir okkur listakokka sem var nú ekki leiðinlegt. Það var mikið spjallað um allt milli him- ins og jarðar. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki kíkt við hjá þér í Aust- urbrúninni eða slegið á þráðinn og spjallað við þig. Þú varst svo vel að þér í öllum sköpuðum hlutum, fylgdist vel með fólkinu þínu, þjóðmálaumræðunni og ekki leiddist þér að ræða pólitík. Sérstaklega eftir að ég fór að vasast í sveitarstjórnarmálun- um. En þó þú sért farin á annan stað mun ég spjalla við þig. Því eins og þú vissir að þú gætir spjallað við hann afa þó hann væri farinn, þá veit ég að þú verður nærri þegar ég þarf á að halda. Takk fyrir allt, elsku amma. Þú varst yndisleg manneskja, glæsileg og vel gerð, hjartahlý og góð fyrirmynd. Ég mun gera mitt besta til að koma arfleifð þinni áfram til minna afkomenda og halda minningu þinni á lofti. Hvíl í friði, elsku amma Jana. Ásgerður Kristín Gylfadóttir. Amma er dáin. Einhvern veg- inn er erfitt að sætta sig við að þessi greinda og glæsilega kona sé horfin á braut en það er samt gott til þess að vita að nú er hún komin til afa, sem hún saknaði alltaf mikið, og barnabarnanna sem hún hafði misst, og saknaði líka alltaf mikið. Sömuleiðis er það huggun harmi gegn að hún þurfti ekki að þjást lengi. Sjúk- dómurinn var tiltölulega skammvinnur en hann var mjög illvígur. Hún var sterk kona og lét áföll í lífinu aldrei buga sig en þegar aldurinn færðist yfir varð hún veikburða og þegar kallið kom gat hún ekki frekar en aðrir spyrnt við fótum. Minningarnar eru margar. Allt frá minningarbrotum frá því þegar við vorum lítil og fjöl- skyldan fór til ömmu og afa á Ísó á sumrin og við lékum okkur á Urðarveginum, til þess að amma heyrði í ýlurakettu á ný- ársdag í Engjaselinu og sagði Sverri að hætta að pína Eddu. Enn síðar til þess þegar hún kom til Alingsås og eyddi jól- unum með okkur, svo ekki sé minnst á langar kvöldstundir í Austurbrúninni með djúpum samræðum og hakki og spaghettíi. Svona má lengi telja en allar eiga þessar minningar það sameiginlegt að vera góðar minningar. Amma reiddist okk- ur aldrei og hún skammaði okk- ur aldrei enda gáfum við henni svo sem aldrei ástæðu til þess. Hún var eina amman sem við þekktum og hún var okkur alltaf einstaklega góð amma. Amma fylgdist alltaf vel með því sem gerðist í heiminum. Hún var vel lesin, listhneigð og marg- fróð og talaði mjög góða ensku og hefði hún verið ung kona í dag hefði hún getað náð mjög langt. Hún var einstaklega vel gefin og mikill pælari og auk þess ósérhlífin og vinnusöm og með þá eiginleika í farteskinu hefðu allar dyr staðið henni opn- ar. Hún var alltaf glöð og skraf- hreifin og það er erfitt að ímynda sér að hún hafi nokkurn tíma verið döpur en það var hún auðvitað. Amma var bara 18 ára þegar hún kynntist afa, sem var 18 árum eldri en hún. Hann dó um jólin 1983, 38 árum síðar, og amma var því ekkja í 33 ár. Aldrei nefndi hún möguleikann á að kynnast nýjum manni og sennilega kom henni það aldrei til hugar. Hún elskaði afa alltaf heitt og saknaði hans mikið. Sömuleiðis saknaði hún barna- barnanna sinna, Eggerts og Ragnhildar, sem bæði dóu ung, og áttu alltaf stóran sess í hjarta hennar. Hún átti líka tvo eldri bræður. Annar þeirra dó áður en hún fæddist og hinn þegar hún var á öðru ári og stundum hafði hún á orði að hún hefði viljað kynnast þeim. Þess vegna voru eftirfarandi ljóðlínur Ein- ars H. Kvaran í miklu uppáhaldi hjá henni: Ég veit um systkin svo sæl og góð, og syngja vil um þau lítinn óð en ekkert þekkjast þau þó. Um húsið hún leikur sér út og inn, hann einnig sér leikur um himininn, drengurinn litli sem dó. Hún veit hann var barn, svo blessað og gott, hann bróðir hennar sem hrifinn var brott, hún þráir hann ekkert þó. Sér barnung mær tekur missirinn létt, en mamma hennar hugsar jafnt og þétt um litla drenginn sem dó. Amma er dáin en minning- arnar lifa og við munum aldrei gleyma henni. Hvíl í friði, elsku amma. Við söknum þín mikið. Sverrir, Ingi og Edda. Kristjana Magnúsdóttir Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Lögfræðiþjónusta Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag? Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is. Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti. Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.