Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 ✝ Steinunn Jóns-dóttir fæddist á fæðingarheimili Reykjavíkur við Þorfinnsgötu 19. ágúst 1961. Hún lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans 11. ágúst 2016. Foreldrar Stein- unnar eru Jón Haukur Stef- ánsson, f. 1930, og Katrín Krist- ín Guðjónsdóttir, f. 1938. Systir Steinunnar er Helga Lísa Jónsdóttir, f. 1963, maki Egill Kristján Björnsson, f. 1965. Börn Steinunnar eru: 1) Kristín, f. 1985, maki Einar B. Árnason, f. 1984. 2) Ómar al Lahham, f. 1988. 3) Sara Steinunnardóttir, f. 1994. Fyrstu tvö árin bjó Steinunn með foreldrum sínum í Stóragerði en síðan flutti fjölskyldan á Rauðalæk. Þegar Steinunn var 11 ára flutti fjölskyldan í Unufell í Breiðholti og var Steinunn á meðal fyrstu nem- enda Fellaskóla. Steinunn lauk stúd- entsprófi frá Fjölbraut í Breið- holti árið 1980. Hún útskrifaðist sem íslenskufræðingur frá Há- skóla Íslands og bætti síðar við sig kennararéttindum. Síðast- liðin 22 ár starfaði Steinunn sem kennari við Selásskóla. Útför Steinunnar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 19. ágúst 2016, klukkan 13. Elsku mamma, takk fyrir allar samverustundirnar og minning- arnar sem þú skapaðir. Ég á enn erfitt með að átta mig á því að þú sért í alvörunni farin frá okkur. Þó að maður hafi vitað hvað framund- an væri vegna veikindanna þá er svo sárt að þurfa að kveðja þig strax. Við áttum enn eftir að upp- lifa svo ótal margt saman. Það er svo skrýtið að hugsa til þess að ég muni aldrei aftur njóta samverustundar með þér eða geta leitað ráða hjá þér. Þú komst alltaf með lausnir við öllu og varst alltaf tilbúin til að hjálpa. Óeigingjarnari manneskju er ekki hægt að finna. Þú vildir alltaf allt fyrir alla gera og settir sjálfa þig alltaf í síðasta sæti. Í gegnum veikindin vildirðu aldrei láta vorkenna þér. Sama hvað bjátaði á, þú varst með meiri áhyggjur af því að við börnin þín værum sorgmædd heldur en þú. Þú varst alltaf að passa upp á okk- ur. Við eigum þér svo margt að þakka. Takk fyrir að hafa verið heims- ins besta mamma og takk fyrir að hafa alltaf verið til staðar. Það var svo sárt að horfa á þig fara. Nú þarftu samt ekki að kvelj- ast meira, elsku mamma. Þú varst svo ótrúlega friðsæl þegar þú kvaddir okkur. Ég er svo ótrúlega heppin að hafa átt þig sem móður. Bless, elsku besta mamma. Þú munt ætíð lifa í hjarta mínu. Ég elska þig. Kristín Steinunnardóttir. Stundum er lífið ósanngjarnt og fólkið sem er okkur kærast tekið frá okkur of snemma, svoleiðis var það með mömmu. Steinunn var frá- bær móðir, bæði ástkær og hlý. Það sem mér finnst svo dýrmætt er hvað mamma var góð vinkona mín. Ég gat sagt henni allt og hún dæmdi aldrei. Það var alltaf hægt að leita til mömmu og hún hafði lausn á nánast öllu. Hún studdi okkur systkinin ávallt í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Þó svo að síðustu árin hafi verið erfið vegna veikindanna skapaði mamma yndislegar minningar. Í stað þess að sitja heima í þunglyndi og vorkenna sjálfri sér ákvað hún að nýta tímann sinn vel og reyna að njóta lífsins eins og hægt væri með fólkinu sem var henni kærast. Hún kunni að meta litlu hlutina í lífinu. Þegar mamma greindist með krabbamein, bæði 2011 og aftur 2015, datt hún aldrei í neina vor- kunn eða þann hugsunarhátt að nú væri lífið búið. Hún leit alltaf á veikindin sem verkefni og hún ætl- aði bara að takast á við þau. Það var ekki í boði að vera neikvæð og sorgmædd lengi, jákvæðnin var lykilatriði. Og það er ótrúlegt hvað hún var jákvæð allan tímann. Pol- lýannan okkar. Tvær af síðustu setningunum sem mamma sagði voru „ekkert væl“ – þegar hún leit á Ómar bróð- ur sem var með tárin í augunum uppi á spítala – og „þetta verður allt í lagi“. Ég ætla mér að lifa eftir því. Ég veit að hún fylgist með mér hvar sem hún er og ég ætla mér að gera hana stolta. Það er svo mikið sem þú kenndir mér, elsku mamma. Hvað það er mikilvægt að njóta lífsins núna. Ekki seinna. Að taka hlutunum með ró og horfast í augu við þá, sama hversu erfitt það er. Það þýðir ekkert að pirra sig, jákvæðni er allt. Takk fyrir allt sem þú hefur gef- ið og kennt mér. Takk fyrir að hafa tekið mér allt- af með opnum örmum þegar ég þurfti á því að halda. Takk fyrir að kenna mér að meta lífið. Takk fyrir að hafa hlustað á mig og verið mín öxl. Takk fyrir að vera mín stærsta fyrirmynd. Takk fyrir að vera þú. Mamma hefði orðið 55 ára í dag, 19. ágúst. Planið var að eyða deg- inum með fjölskyldunni og vera með smá veislu. Hún var búin að panta að fá marsípantertu sem af- mælisköku, en hún var í uppáhaldi hjá henni. Því miður náði hún ekki þeim áfanga að verða 55 ára. Mamma mun lifa í hjarta mínu það sem eftir er. Sama hvað, þetta verður allt í lagi. Guð þig leiði sérhvert sinn sólarvegi alla. Verndarengill varstu minn vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer finn ég návist þína. Aldrei skal úr minni mér mamma, ég þér týna. (Jón Sigfinnsson.) Sara Steinunnardóttir. Vinskapurinn er eldri en hugur okkar man. Fallegasta vinátta sem til er, átakalaus, saklaus og einlæg. Tilfinning sem alltaf hefur verið til staðar og dofnar aldrei. Minningin eins og leikrit. Leikararnir eru tíu stelpuhnátur frá fyrri hluta sjö- unda áratugar síðustu aldar, dætur frumbýlinga sem byggðu nýja og langa götu sem lá allt til hjara ver- aldar. Þær minnstu þremur árum yngri en þær elstu og allar eiga enn stað í hjarta og huga hver annarr- ar. Sviðið nær til sex efstu húsa Rauðalækjar, heimurinn var nú ekki stærri en það. Í minningunni gerðist allt þar; við fórum í kisa segir mjá mjá, saumuðum á dúkkurnar, renndum okkur á hólnum, héldum tombólu í bílskúr og leiksýningar í kjallara. Mæður og feður órjúfanlegur hluti af minningunni. Steina var ein okkar. Hláturmild og glettin með krullurnar dansandi um höfuðið og smitandi hlátur. Samt á stundum alvarleg og djúp- hugul. Eins og uppáhaldspersóna úr barnabók, persóna sem átti sér jafnríkt innra líf og hið ytra. Per- sóna sem hægt er að skrifa um og minnast. Skemmtileg og lífleg. Þriggja ára aldursmunur þykir fullorðnum ekki mikill en á ung- lingsaldri var hann okkur himinn og haf. Steina og Lísa fluttu fyrstar úr hverfinu og smátt og smátt fór- um við hver í sína áttina. En þessi fallegi, sterki strengur á milli okk- ar átti eftir að toga í, á fullorðins- aldri fórum við að hittast á ný. Mörg ár gátu liðið á milli funda en einlægnin alltaf söm. Síðast hitt- umst við á liðnu vori. Í dag kveðj- um við Steinu – þá fyrstu okkar sem hverfur á vit hins ókunna – á þeim sama degi og við fögnuðum með henni í sólinni í æsku. Í dag gefur hún okkur minninguna að gjöf. Innilegar samúðarkveðjur til Helgu Lísu, foreldra og fjölskyldu Steinu. Æskuvinkonur á Rauðalæk, Lilja, Kristín, Guðrún, María, Jakobína, Brynja, Sólveig og Ásta Vala. Steinunn Jónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Steinunn Jónsdóttir bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Anna H. Longfæddist í Vest- mannaeyjum 2. október 1923. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Grund í Reykjavík 9. ágúst 2016. Foreldrar henn- ar voru Bergþóra Ástrós Árnadóttir, f. 13. september 1898, d. 17. október 1969, og Jóhannes Hróðnýr Jó- hannsson, f. 18. ágúst 1894, d. 7. mars 1948. Anna var næstelst fimm systkina. Elstur var Árni Theodór, f. 13. apríl 1920, d. 4. október 1979, Ólafur, f. 19. febr- úar 1926, d. 23. október 1996, Jóhanna Dóra, f. 19. júní 1928, og Lárus Garðar, f. 22. mars 1931, d. 13. maí 1999. Anna eign- aðist eina dóttur, Jóhönnu Long, f. 19. apríl 1948, gift Jónasi H. Óskars- syni. Synir þeirra eru: 1) Hilmar Örn Jónasson, maki Björg Garðars- dóttir, og eiga þau eina dóttur. 2) Jón- as H. Jónasson, maki Ingibjörg V. Ottósdóttir og á hún tvær dætur. 3) Stefán H. Jónasson og 4) Bergþór H. Jónasson, maki Dagný Geirdal og eiga þau tvö börn. Útför Önnu fer fram frá Langholtskirkju í dag 19. ágúst 2016, og hefst athöfnin kl. 13. Fallin er hjartans fögur rós og föl er kalda bráin. Hún sem var mitt lífsins ljós, ljúfust allra, er dáin. Drjúpa hljóðlát tregatárin og tómið fyllir allt. Ekkert sefar hjartasárin, í sálu andar kalt. Þögul sorg í sál mér næðir, sár og vonarmyrk en Drottinn ætíð af gæsku græðir og gefur trúarstyrk. Þú alltaf verður einstök rós, elsku vinan góða. Í krafti trúar kveiki ljós og kveðju sendi hljóða. (Jóna Rúna Kvaran.) Elsku mamma, takk fyrir allt. Ég á eftir að sakna þín mikið. Kveðja frá dóttur. Jóhanna. Ég minnist ömmu minnar með hlýhug og þakka henni langar og góðar samverustundir. Það var alltaf gott að koma til hennar í Gnoðarvoginn og þá var dekrað við mann og eldaður góður matur sem ég fékk að taka fullan þátt í enda amma afbragðskokkur. Amma vann stóran part ævi sinn- ar við matseld, þ. á m á Hressó og í mötuneyti Búnaðarbankans við Hlemm. Amma var ósérhlífin, dugleg og gjafmild og alltaf til taks ef eitthvað bjátaði á. Hún ferðaðist töluvert um æv- ina og fór meðal annars utan með MS Gullfossi á sínum yngri árum. Ég minnist ferða til Akureyrar, Danmerkur og Vestmannaeyja með hlýhug auk allra bæjarferð- anna niður í miðbæ Reykjavíkur á mínum yngri árum þar sem borð- að var á góðum veitingastöðum í boði hennar ömmu. Amma var í takt við tímann og var ekkert um- ræðuefni henni óviðkomandi. Ég læt að lokum fylgja með bæn sem hún kenndi mér þegar ég var barn. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þín verður sárt saknað, amma mín. Þinn Jónas (Jonni). Fyrir um tuttugu og fjórum ár- um fór ég í fyrsta boðið til Önnu Long á Gnoðarvoginum. Ég bæði kveið fyrir og hlakkaði til að hitta þessa konu sem Hilmar talaði svona mikið um. Áhyggjurnar voru óþarfar, það var vel tekið á móti mér, með frábærum veiting- um að hætti Önnu, og það var mikið talað og hlegið. Á næstu árum kom ég ótal sinnum í heimsókn á Gnoðarvog- inn, það tilheyrði að koma við hjá henni ef maður skrapp í bæinn. Við Hilmar fórum oft með henni út að borða, hvort sem var skyndi- biti eða fínir staðir, villirétta- eða jólahlaðborð. Þegar við fórum að búa þá gaf hún okkur ýmsa hluti sem að hennar mati var alveg nauðsyn- legt að eiga í eldhúsi. Flestir þess- ara hluta eru enn í notkun. Ef okkur vantaði leiðsögn þá var hringt í hana, hún var alltaf tilbú- in að hjálpa. Það var mikið talað um mat enda var eldamennska og bakstur hennar ástríða og var hún listakokkur og bakari. Hún var sí- fellt að prófa nýjar uppskriftir og bjóða í mat. Hún var svo heppin að vinna við fagið alla sína starfs- ævi. Það var henni mikið áfall þegar sjónin tók að versna, hún reyndi fram eftir öllu að baka og elda en að lokum varð hún að hætta því. Anna átti falleg og notalegt heimili, fullt af fallegum hlutum sem hún hafði föndrað. Ótal fal- legir hlutir frá henni eru til hjá okkur, sérstaklega jólaföndur sem ég varðveiti mjög. Henni fannst rosalega gaman að gefa gjafir og hún spáði mikið í notagildi gjafanna. Eins var mjög gaman að gefa henni gjafir, henni fannst gaman að setja á sig fal- lega skartgripi, slæður og góða lykt. Anna var mjög ung í anda, fylgdist vel með og það var gaman að ræða við hana. Hún fylgdist einstaklega vel með öllu sem ömmustrákarnir hennar tóku sér fyrir hendur og hún var mjög stolt af þeim öllum. Birna mín var fyrsta langömmubarnið hennar og hún fylgdist vel með öllu henn- ar. Þegar Jóhanna og Jónas fluttu í Reykjavík þá flutti Anna á neðri hæðina hjá þeim og þar leið henni vel. Anna var yndisleg kona, heið- arleg, stolt og hreinskilin. Hún var hörkudugleg allt sitt líf og uppskar eftir því. Hvíl í friði. Þín Björg. Nú hefur Anna frænka „lagt inn árarnar“ og sagt „farvel“. Hún var stóra systir mömmu úr fjölskyldunni frá Vestmanna- eyjum hjá Bergþóru Árnadóttur og Jóhannesi Karli Jóhannssyni. Man fyrst eftir Önnu á Hress- ingarskálanum. Þegar mamma átti frí í miðri viku, tókum við Kópavogsstrætó í bæinn. Áttum heima á Kópavogs- braut á þeim tíma. Ferðinni var heitið í Hressingarskálann. Þar „þjónaði“ Anna bæði minni- og meirimáttar. Mamma fékk svo vinnu á Hressingarskálanum með aðstoð Önnu. Þarna kynntist mamma Gunnu frænku sem lengi bjó á Hrísateigi 33 og rak blómabúð við Hlemm, Kötu systur hennar sem seinna eldaði mat fyrir borgarstjórann í Pósthússtræti. Stundum fékk ég „sjeik“ eða mjólkurhristing frá Önnu í þess- um heimsóknum á „Hressó“. Ég man enn hvað mér fannst hann ljúffengur. Rjómaterturnar voru næstum eins góðar og „á Lauga- vegi 28“ en þangað fórum við mamma á útborgunardögum. Anna átti þá heima á Lang- holtsveginum í afskaplega nota- legri íbúð. Jóhanna, dóttir Önnu – og yngri frænkur mínar – voru oft að klæða mig í alls konar föt svona eins og ég væri dúkka. Seinna fluttu mæðgurnar í Gnoðarvog. Lífsstarf Önnu var að galdra fram mat. Það var mjög gaman að koma í veislur hjá Önnu. Hún var afbragðskokkur og sérstaklega góð í því að gera eftirrétti, kökur, tertur og svoleiðis. Hún fór að vinna í Búnaðar- bankanum á Hlemmi í mötuneyti Búnaðarbankans eftir Hressóár- in. Þar var hennar ævistarf. Þangað var gott að koma í spjall og kaffi. Seinna þegar ég gifti mig þá hjálpaði Anna mikið til í eldhúsinu og að ég bara held allar frænk- urnar. Anna lærði dönsku og keypti dönsku vikublöðin sem voru alltaf auglýst í útvarpinu. Hún keypti danskar bækur frá Lademann bókaklúbbinum en ég á margar bækur frá þeim útgefanda, sem Anna gaukaði reglulega að mér. Skemmtilegasta bókin var A-1, risastór fjölfræðibók. Þegar ég las til stúdentsprófs þá fékk ég íbúðina hjá Önnu lán- aða. Ég var ekki sá fyrsti eða seinasti sem fékk þann greiða. Get deilt því hér að Anna átti eitt flottasta útvarp í heimi. Það fór víst talsveður tími að hlusta á út- lenskt útvarp – frekar en að lesa. Þegar ég bjó í Kanada kom mamma alltaf með árlegu versl- unarflugi. Eitt árið koma Anna með henni og þær bjuggu hjá okkur í nokkra daga. Ég man sér- staklega þegar Anna og ég fórum í Walmart. Hún var farin að sjá illa og fékk lánuð augun mín til að skoða sig um og kanna varning. Góðir dagar. Einstakt var þegar Anna og mamma fengu hláturskrampa þegar þær töluðu saman í síma. Hláturinn smitaði þær báðar og þær voru alveg ósjálfbjarga. Leist stundum ekki á blikuna. Man að einu sinni var gestur heima þegar mamma talaði við Önnu í síma. „Hún er bara að tala við Önnu,“ sagði ég við gestinn. Litla systir biður að heilsa og við vottum Jóhönnu og fjölskyldu samúð okkar. Jóhanna Dóra og Jóhann Valbjörn Long Ólafsson. Ég kynntist Önnu Long á spít- alanum. Hún var í herbergi með Bergljótu vinkonu minni. Ég var bara sex ára og Anna var alveg að verða 90 ára, við vorum góðar vin- konur. Hún gaf mér fallegar gjaf- ir sem ég ætla að geyma vel. Anna var mjög góð kona og mér fannst alltaf svo gaman að heimsækja hana og tala við hana. Ég mun sakna hennar og gleymi henni aldrei. Við mamma sendum fjöl- skyldu Önnu innilegar samúðar- kveðjur. Henný Lind. Með söknuði kveð ég þig, elsku amma mín. Ég á margar góðar minningar af okkur að gera stór- skemmtilega hluti þegar ég gisti hjá þér í Gnoðarvoginum. Í minn- ingunni eru þetta margar helgar og alltaf var nóg að gera hjá okk- ur að föndra, ferðast um borgina, versla, elda, baka og borða. Það var frábær skóli að umgangast þig og þú studdir okkur bræður í leik, námi og starfi. Þú fylgdist vel með okkur og vildir allt fyrir okk- ur gera. Það er ómetanlegt að eiga svona góða ömmu, alger for- réttindi, og þakka ég þér fyrir allt. Ef dimmir í lífi mínu um hríð eru bros þín og hlýja svo blíð / Og hvert sem þú ferð og hvar sem ég verð þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig (Rúnar Júlíusson.) Minning þín lifir. Bergþór. Anna H. Long ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og tengdasonur, STEFÁN SIGURÐSSON framkvæmdastjóri, Þinghólsbraut 53b, Kópavogi, sem lést laugardaginn 13. ágúst, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 23. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd eða Krabbameinsfélagið. . Elín Friðbertsdóttir, Stefán Elí Stefánsson, Natalía Stefánsson, Lára Karítas, Viktor Berg og Anna Margrét, Sigurður Helgi Stefánsson, Auður Lilja Harðardóttir, Breki Már og Róbert Darri, Bjarki Már Stefánsson, Hrafnhildur Jónasdóttir, Óliver Hrafn, Gyða Stefánsdóttir, Lilja Guðrún Eiríksdóttir, systkini hins látna og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.