Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is SKÚTAN AF ÖLLUM STÆRÐUM, HVORT SEM ER Í VEISLUSAL OKKAR, Í AÐRA SALI EÐA Í HEIMAHÚSI Veitingar af öllum stærðum, hvort sem er í veislusal okkar, í aðra sali eða í heimahúsi. Nánar á veislulist.is Erfidrykkja Veislusalur okkar er bjartur og fallegur salur á jarðhæð, gott aðgengi. Öll þjónusta, kaffi og gos eru innifalin í verði þegar erfidrykkja er í sal. 19. ágúst 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 117.1 117.66 117.38 Sterlingspund 152.43 153.17 152.8 Kanadadalur 90.71 91.25 90.98 Dönsk króna 17.724 17.828 17.776 Norsk króna 14.198 14.282 14.24 Sænsk króna 13.903 13.985 13.944 Svissn. franki 121.57 122.25 121.91 Japanskt jen 1.1612 1.168 1.1646 SDR 163.99 164.97 164.48 Evra 131.91 132.65 132.28 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 164.3059 Hrávöruverð Gull 1347.1 ($/únsa) Ál 1685.5 ($/tonn) LME Hráolía 48.88 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Afli í júlí síðast- liðnum reyndist fjórðungi minni en á sama tíma í fyrra. Sé afli metinn á föstu verðlagi var hann 19,2% minni í júlí en í sama mán- uði í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Mest munar um samdrátt í upp- sjávarafla, en alls veiddist 25 þúsund tonnum minna af uppsjávartegundum í síðasta mánuði en í júlí í fyrra. Mestu ræður þar 38% samdráttur í makrílafla, en alls veiddust rúmlega 36 þúsund tonn af makríl í júlí síðastliðnum samanborið við rúmlega 58 þúsund tonna afla í sama mánuði í fyrra. Botnfiskafli jókst um ríflega eitt þús- und tonn miðað við júlí í fyrra. Á 12 mánaða tímabili hefur heildarafli dregist saman um nær 300 þúsund tonn, sem er 22% samdráttur. Fjórðungssamdráttur í fiskafla íslenskra skipa Makríll Veiðist um- talsvert minna. STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra segir tækifæri í íslensku heilbrigðiskerfi til að lækka lyfja- kostnað. Tekur hann í því tilliti undir sjónarmið Sigurðar Óla Ólafssonar, forstjóra Teva Pharmaceuticals, sem sagði í viðtali í ViðskiptaMogganum í gær að tækifæri væri til að lækka lyfjakostnað með því að auka hlut- deild samheitalyfja á markaðnum. Hún er um þessar mundir í kringum 60%. „Það eru tækifæri í þessum efnum. Þetta er reglulega rætt en það hefur mætt mótstöðu bæði hags- munaaðila og í mörgum tilvikum lækna einnig. Þetta kann þó að vera að breytast því að Landspítalinn hvatti í umsögn um Lyfjastefnuna að þetta yrði skoðað frekar. Núna ligg- ur fyrir Alþingi tillaga að Lyfja- stefnu og nýjum lyfjalögum sem opnar á að við fikrum okkur í þessa átt. Það er mikilvægt að fá fram af- stöðu þingsins til þessa og taka málið áfram í kjölfar þess,“ segir Kristján. Tugmilljarða markaður Samkvæmt tölum frá Lyfjastofn- un nam heildarsala lyfja á Íslandi á síðasta ári frá heildsölum á lyfja- verðskrárverði 24,4 milljörðum króna. Eru þær tölur reiknaðar með virðisaukaskatti og inni í þeim eru einnig kaup á dýralyfjum sem kost- uðu ríflega 1,4 milljarða króna. Þannig keyptu lyfjabúðir lyf fyrir 14,5 milljarða og stofnanir fyrir 8,3 milljarða. Kristján Þór segir að auka þurfi samkeppni á lyfjamarkaði og að stjórnvöld þurfi að gera sitt í því efni. „Þá þarf að auka samkeppni á mark- aðnum og opna hann frekar. Það gerist með því að ryðja ýmsum tæknilegum hindrunum úr veginum og eitt skref í þá átt er frumvarp um opinber fjármál sem fjármálaráð- herra hefur lagt fram. Þetta er hins vegar ekki nýtt af nálinni því að með þessum aðgerðum erum við að bregðast við endurteknum athuga- semdum Ríkisendurskoðunar sem segir að samkeppnin sé ekki næg á þessu sviði.“ Í dag eru innan við 10 fyrirtæki á samheitalyfjamarkaðnum sem keppa sín í milli hérlendis. Til samanburðar eru fyrirtækin 207 talsins í Bandaríkjunum. Einar Magnússon lyfjamálastjóri segir að fjölga megi samheitalyfjum og lækka kostnað. Vísi á samheiti lyfja „Áhrifaríkast væri að fá lækna til að ávísa almennt á almennt heiti lyfja í stað sérheita. Þetta er kallað á ensku „generic prescribing“og er eitt af því sem WHO ráðleggur til að ná niður kostnaði. Þetta er sums staðar gert með góðum árangri, sér- staklega á þeim mörkuðum þar sem er gott framboð af samheitalyfjum og virk samkeppni, t.d. í Bretlandi.“ Þá vísar Einar einnig til þess að mögulegt væri að fara sömu leið og Svíar hafa farið, en hún felst í því að láta niðurgreiðslu lyfja fara í gegn- um þjónustuaðila á borð við heilsu- gæslustöðvar sem niðurgreiða lyf eftir ákveðnum leikreglum. Þar í landi eru gefnir út ráðgefandi listar yfir lyfjaval og læknum sent yfirlit yfir lyfjaútskriftir og hversu vel þeir fylgja fyrrnefndum listum. Þannig skapast aðhald í lyfjanotkun og sá sparnaður sem getur hlotist af því er nýttur í aðra þjónustu. Einar bendir þó á að nú þegar hafi verið gripið til aðgerða sem auki notkun samheitalyfja. „Apótek hafa verið skylduð til að upplýsa sjúklinga um ódýrari sam- heitalyf. Þá hefur svokölluð skilyrt greiðsluþátttaka haft sambærilega verkun, en hún var tekin upp til að bregðast við hruninu. Þá hefur greiðsluþátttökukerfi lyfja sem tekið var upp í maí 2013 haft sömu áhrif,“ segir Einar. Ráðherra sér tækifæri til lækkunar lyfjakostnaðar Morgunblaðið/Friðrik Lyf Lyfseðilsskyld lyf eru seld fyrir á þriðja tug milljarða á ári hérlendis en leiða er leitað til að lækka þann kostnað.  Ríkið kaupir lyf fyrir 20 milljarða á ári  Auka þarf samkeppni á markaðnum Hagnaður fasteignafélagsins Reita var 715 milljónir króna á fyrri helm- ingi ársins, en hann var 2,9 milljarð- ar króna á sama tímabili í fyrra. Munar þar mestu að matsbreyting fjárfestingareigna nam 109 milljón- um króna til lækkunar í ár, en nam tæplega 2,8 milljörðum króna til hækkunar í fyrra. Leigutekjur Reita uxu um 11,1% á milli ára og námu 4,8 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Rekstrarhagnaður (NOI) var liðlega 3,3 milljarðar króna á tímabilinu, en hann var rúmlega 3,0 milljarðar á fyrri helmingi síðasta árs. Virði fjárfestingareigna Reita var 126,8 milljarðar króna í lok júnímán- aðar en það var 110,9 milljarðar um síðustu áramót. Stærstan hluta aukningarinnar má rekja til kaupa á eignum sem áður voru í rekstri Stefnis. Eigið fé félagsins var 45 milljarðar í lok júní og eiginfjárhlutfall var 34,5%. Vaxtaberandi skuldir í lok fjórðungsins námu 74,5 milljörðum króna. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir í tilkynningu til Kaup- hallar að afkoma Reita sé í takti við væntingar stjórnenda félagsins. „Undanfarið hefur eignasafnið tekið nokkrum breytingum með innkomu nýrra eigna en tekjur af óbreyttu safni halda áfram að vaxa umfram verðlag ásamt því sem nýting eigna félagsins heldur áfram að batna,“ segir Guðjón. „Rekstur félagsins er því áfram í góðum farvegi og nam arðsemi eigna þess tæpum 6% á fyrri helmingi ársins.“ Hagnaður Reita minni en í fyrra  Þriggja millj- arða sveifla mats- breytinga milli ára Morgunblaðið/Styrmir Kári Fasteignir Guðjón segir að nýting eigna Reita haldi áfram að batna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.