Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Bóluefni gegn árlegri inflúensu er nú tilbúið til afhendingar að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Landlæknis. Bóluefnið inniheldur vörn gegn svínainflúensunni sem gekk hér árin 2009-2010 og að auki vörn gegn inflúensu af stofni H3N2 og inflúensu B. Frá árinu 2007 hefur sóttvarna- læknir samkvæmt útboði tryggt kaup á 60.000 skömmtum af árlegu inflúensubóluefni. Á þessu ári verða keyptir 60.000 skammtar af Vax- igrip® eins og undanfarin ár. Fram kemur á heimasíðu Land- læknis að eins og undanfarin ár sé ekki nákvæmlega vitað á þessari stundu hvaða tegund inflúensu muni herja á landsmenn veturinn 2016 til 2017. Inflúensan sé enn ekki farin að láta á sér kræla hér á landi en ávallt megi búast við henni í kringum ára- mótin. „Bólusetning gegn inflúensu veitir allt að 60-70% vörn gegn sjúk- dómnum. Jafnvel þótt bólusettur einstaklingur fái inflúensu eru allar líkur á því að sjúkdómurinn verði vægari en ef hann væri óbólusettur,“ segir í fréttinni. Sóttvarnalæknir mælist til að eft- irtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar: Allir ein- staklingar 60 ára og eldri, öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrar- sjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbæl- andi sjúkdómum og þungaðar konur. Almenn bólusetning er í höndum heilsugæslunnar en auk þess er bólusett á sjúkrastofnunum og ýmis fyrirtæki hafa tekið að sér bólusetn- ingu almennings og starfsmanna. Þessir aðilar munu á næstunni auglýsa hvernig bólusetningunni verður háttað á þeirra stofnun, en yfirleitt er byrjað að bólusetja í október,“ segir á heimasíðu Land- læknis. 60 þúsund skammtar af bólu- efni gegn inflúensu tilbúnir  Bólusetning í október  Flensan væntanleg um áramótin Morgunblaðið/ Árni Sæberg Bólusetning Er talin veita allt að 60-70% vörn gegn sjúkdómnum. Bréf, sem Halldór Laxness rithöf- undur skrifaði Dananum Erik Søn- derholm, þýðanda bóka skáldsins, verða boðin upp á netinu hjá danska uppboðsfyrirtækinu Bruun Rasmussen í dag. Um er að ræða þrjú handskrifuð og 17 vélrituð bréf með undirskrift Halldórs frá árunum 1962-1981. Í pakkanum eru einnig bréf frá Erik Sønderholm, fjórar ljósmyndir og nokkur jólakort. Verðmatið er 8.000-10.000 dkr. eða 1.100-1.350 evrur, um 140.000-175.000 kr. Lág- marksboð er 4.000 dkr. Nokkrar fyrirspurnir Opnað var fyrir kynningu á bréf- unum í gær. Í lýsingu segir meðal annars að í einu bréfinu frá 1963 lýsi Halldór yfir ánægju með þýð- ingar Sønderholms og vísað er í til- tekinn texta skáldsins. Lærke Bøgh hjá uppboðshúsinu sagði við Morgunblaðið í gær að nokkrir ein- staklingar í Danmörku hefðu spurst fyrir um bréfin en ekkert tilboð væri komið. steinthor@mbl.is Bréf frá Halldóri Laxness boðin upp Kynning Mynd frá danska uppboðshúsinu af bréfum Laxness.  Metin á 140.000-170.000 krónur Bergþóra Jónsdóttir bj@mbl.is „Samningurinn sem felldur var ígær var að sjálfsögðu byggður á grund- velli hins síðasta og við teljum okkur hafa lagað ýmsa þætti sem óánægja var með í honum,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samnings- nefndar sveitarfélaga. Meirihluti í Félagi grunnskólakennara felldi ný- gerðan kjarasamning í atkvæða- greiðslu en í júní sl. felldu kennarar líka kjarasamning. Að sögn Ingu Rúnar var vinnu- skylda umsjónarkennara minnkuð úr 26 kennslustundum niður í 25 sem var ein krafa þeirra og dregnir voru til baka þættir sem tengjast gæslu í frímínútum sem kennarar voru mjög ósáttir með. Viðveran gæti átt hlut að máli Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að í samn- ingnum sem gerður var árið 2014 hafi verið atriði sem fór fyrir brjóst- ið á kennurum en það varðar gæslu- mál innan skólans. Framkvæmdin á því hafi verið hörmuleg í mörgum sveitarfélögum. Því var sá liður tek- inn út bæði í samningnum sem gerð- ur var í maí og þessum sem felldur var núna. Stórar breytingar voru gerðar á vinnumati og viðveru kennara 2014. Skólar fá meira svigrúm í dag til að ákveða viðverutíma kennara og gæti það verið einn óánægjuþáttur kenn- ara að mati Ólafs. Þeir misstu svig- rúm sem áður var í samningnum um viðverutíma og nú eiga kennarar og stjórnendur að ákveða í sameiningu hvernig þeim málum er háttað. ,,Hver skóli ákveður viðverutíma kennara sem fellur kannski ekki öll- um í geð og gæti sá liður í samn- ingnum valdið óánægju.“ Hug- myndafræðin að þessu fyrir- komulagi að sögn Ólafs kom inn í samninginn 2014 og átti að gefa kennurum og öðru starfsfólki skól- ans tækifæri til að sinna sameig- inlegum verkefnum og auka líkurn- ar á betri samvinnu og árangri innan skólans. Það er hinsvegar talsverð óánægja með þetta fyrir- komulag því margir vilja eiga þess kost að vinna hluta vinnutímans heima, eins og áður var í staðinn fyrir að vera bundnir í skólanum. Ný starfsheiti komu inn í nýjasta samninginn, þ.e. sérgreinakennari, faggreinakennari og skólasafns- kennari, og telur Ólafur það já- kvæða breytingu frá því í vor. ,,Um- sjónarkennarar lækkuðu í kennsluskyldu og faggreinakennar- ar fengu launaflokksbreytingu. Það var verið að mæta báðum þessum hópum en á sitthvorn háttinn. Það hefur lengi verið barist fyrir þessum breytingum og því hefði þetta verið skref í rétta átt ef samningurinn hefði verið samþykktur.“ Mikil óánægja kennara  Viðverutími kennara gæti átt hlut að máli að kjarasamn- ingurinn var felldur að sögn Ólafs Loftssonar, formanns FG Listmunauppboð fór fram í Galleríi Fold í gær- kvöldi. Að sögn Jóhanns Ágústar Hanssonar, fram- kvæmdastjóra Gallerís Foldar, voru um 100 verk boðin upp og um 85 prósent þeirra seldust. Það já- kvæðasta að sögn hans er að verk eftir Jón Engil- berts seldist á 1,5 miljónir. Uppboðið heldur áfram í kvöld og þá verða stór verk í boði; verk eftir Louisu Matthíasdóttur sem metið er á 7-8 milljónir og einn- ig stór verk eftir Þórarin B. Þorláksson og Karólínu Lárusdóttur. „Svo er það Kjarvalsmynd sem verður boðin upp sem er sérstök að því leyti að hún er af Bessastöðum,“ segir Jóhann. 100 verk voru í boði á listmunauppboði Foldar í gærkvöldi Morgunblaðið/Ófeigur Lýðsson Flest verkin seldust Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Það lá bara þarna og beið eftir að verða tekið upp,“ segir Rúnar Stanley Sighvatsson um sverðið sem hann fann ásamt veiðifélögum sínum á gæsaveiðum í Skaftár- tungu um helgina. Sverðið er talið vera frá 10. öld og óneitanlega óvæntur fundur fyrir menn á skyttiríi. Forstöðumaður Minjastofnunar, Kristín Huld Sigurðardóttir, segir fundinn vera afar sjaldgæfan og merkilegan enda hafa ekki fundist fleiri en rétt rúmlega 20 sverð frá víkingaöld. Hún segir að nú verði svæðið kannað. Brot af öðrum hlut fannst ná- lægt, það gæti verið af sigð. Bóndinn á svæðinu, Halldór Magnússon í Ytri-Ásum í Skaft- ártungu, segir að þetta hafi verið skemmtileg tíðindi. Sverð inn á heimilið Ertu búinn að sjá sverðið? „Já, já, strákarnir sem fundu það voru í gæs hjá mér. Þetta kom inn á heimilið mitt.“ Til fróðleiks eru Ytri-Ásar á svæði Oddaverja eða Svínfellinga? „Frekar Svínfellinga.“ Þetta hefur verið fallegt sverð? „Já, þetta var mjög verklegt sverð. En nú er það farið á Minja- stofnun? „Já, en kannski á þetta gamla dót sem finnst í héraði alveg eins heima hér þegar búið er að aldurs- greina og skoða. En þetta er allt borið í burtu til Reykjavíkur eða til Skóga. Það færi betur að skipta þessu upp og koma með hluta af söfn- unum heim í hérað aftur. Á þess- um tímum mikillar þenslu í ferða- mannaþjónustu á svæðinu.“ Þannig að þú hafðir hugmyndir um hvernig þú gætir notað sverð- ið? „Nei, nei, nei, ég ætla ekki að nota sverðið á neinn hátt. En mér finnst ágætt að hugleiða þetta. Það eru allar fornminjar farnar út í Rangárvallarsýslu. Það er ekki á færi nokkurs manns að skoða allt safnið þar nema menn hafi heilan dag í það. Hús og munir, þetta er mestallt farið úr héraði. En á sínum tíma vann Þórður Tómasson stórvirki við byggingu þessa safns á Skógum.“ En hvaðan ætli þetta sverð sé komið, það eru einhver kuml þarna á svæðinu? „Já, það eru kuml inni í Grana- gili, það er talið að þar hafi brennumenn verið felldir. En þetta sverð hefur verið grafið.“ Ætli það muni finnast eitthvað meira á svæðinu? „Maður veit svo sem ekki hvort það finnist eitthvað meira. Það getur líka verið að hlaupið í haust hafi tekið hitt, þannig að það sé ekkert annað að finna þarna lengur.“ Hvernig er annars þarna hjá ykkur, er ennþá búsældarlegt? „Búsældarlegt? Jú, jú. Ef það væri sæmilegur bóndi sem byggi hér í Ásum.“ Heimilisvarnir Hér sést hið forna sverð sem ekki hefur verið aldursgreint. Skytturnar fundu ævafornt sverð  Talið vera frá víkingatíma Íslandssögunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.