Morgunblaðið - 06.09.2016, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 06.09.2016, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2016 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Sumarið hefur verið mjög hlýtt það sem af er. Þetta er niðurstaða Trausta Jónssonar veðurfræðings sem tekið hefur saman yfirlit yfir mánuðina júní til ágúst. Til sumar- mánaðanna telst einnig september og hann hefur einnig farið vel af stað. Þó lítur út fyrir að heldur kólni í veðri þegar líða tekur að næstu helgi. Meðalhiti í Reykjavík í mán- uðunum júní til ágúst á þessu ári var 11,7 stig og hefur aðeins þrisv- ar verið hærri frá upphafi sam- felldra mælinga árið 1871 segir Trausti. Það var 2010, 2003 og 2012. Af 10 hlýjustu sumrum í Reykjavík eru átta frá þessari öld, aðeins 1880 og 1939 skjótast inn á þann topplista. Hlýtt í Stykkishólmi Á Hveravöllum er sumarið í þriðja hlýjasta sæti, því fimmta hlýjasta í uppsveitum Suðurlands, áttunda hlýjasta í Stykkishólmi og sama sæti á Teigarhorni í Beru- firði. Þess má geta að þetta er 171. sumar hitamælinga í Stykkishólmi. Sumarið er í ellefta hlýjasta sæti á Egilsstöðum en hefur staðið sig einna síst að tiltölu á Akureyri þar sem það er í 21. sæti, meðalhitinn þar í sumar var þó 11,0 stig. Sumarið nú kemur vel út í sam- anburði við sumarið í fyrra, 2015. Meðalhiti í Reykjavík mánuðina júní til ágúst það ár var 10,4 stig. Á Akureyri var meðalhiti mán- aðanna þriggja 9,1 stig og höfðu þessir mánuðir ekki verið kaldari á Akureyri síðan 1993. Sumarið 2016 hefur verið í þurr- ara lagi um landið sunnan- og vestanvert; í Reykjavík er úrkom- an um 76 prósent af meðallagi og 72 prósent í Stykkishólmi. Úr- komudagar eru einnig færri en í meðalári. Norðanlands hefur úr- koma víða verið í ríflegu meðallagi, 24 prósent umfram meðallag á Akureyri. Þó sumarið hafi verið fremur þurrt syðra, sker það sig þó ekki sérstaklega úr miðað við það sem algengt hefur verið á síðari árum. Frá 2009 til 2015 var úrkoma í Reykjavík í júní til ágúst t.d. fimm sinnum jafnlítil eða minni en nú, en aðeins tvisvar meiri, segir Trausti. Í Reykjavík mældust 564 sól- skinsstundir í sumar; það eru tæp- lega 80 stundir umfram meðallag sömu mánaða 1961 til 1990, en 14 færri en að meðaltali síðustu tíu ára. Á Akureyri mældust sólskins- stundir þessara þriggja mánaða 449 stundir og er það um 50 stund- um færra en að jafnaði í sömu mánuðum síðustu tíu ára. Sumarið í fyrra var einnig sólríkt í Reykja- vík en að sama skapi sólarlítið á Akureyri. Á landsvísu var sumarið það hægviðrasamasta frá 2003 að telja, segir Trausti. Sumarið hefur verið í fremstu röð  Af 10 hlýjustu sumrum sem mælst hafa í Reykjavík eru 8 frá þessari öld Morgunblaðið/Ómar Sólardagur á Austurvelli Sumarið hefur verið afar hagstætt til útivistar í höfuðborginni og fólk hefur nýtt sér það.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.