Morgunblaðið - 06.09.2016, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 06.09.2016, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2016 Vertu upplýstur! blattafram.is ÞÚ ERT LÍKLEGRI TIL AÐ GRÍPA INNÍ EF ÞÚ HEFUR ÞEKKINGU Á ÓÆSKILEGRI HEGÐUN SMÁRALIND www.skornirthinir.is Stærðir 28-35 Rennilás að innanverðu Loðfóðraður Verð 6.995 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Rúllukraga- bolir Str. S-XXL 4 litir Kr. 5.900 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Birgitta Jónsdóttir fékk 160 atkvæði í 1. sæti í prófkjöri Pírata á höfuðborg- arsvæðinu. Í heild fékk hún 672 at- kvæði í prófjöri flokksins en eins og fram hefur komið voru greidd at- kvæði með svokallaðri Schulze-að- ferð. Geta þátttakendur í prófkjörinu valið eins marga á lista og þeir vilja. Kosningin var rafræn og 1.034 kusu í prófkjörinu sem náði til Reykjavíkurkjördæmis suður og norður auk Suðvesturkjördæmis. Niðurstöður um atkvæðaskipti úr prófkjörinu hafa verið birtar á kosn- ingavef Pírata. Birgitta fékk 160 at- kvæði í 1. sæti, 127 atkvæði í 2. sæti og 96 atkvæði í þriðja sæti. Til sam- anburðar fékk Jón Þór Ólafsson, sem lenti í öðru sæti í prófkjörinu, 124 at- kvæði í 1. sæti, 113 atkvæði í 2. sæti og 113 atkvæði í 3. sæti. Ásta Helga- dóttir fékk 65 atkvæði í 1. sæti en 97 atkvæði í 2. og 3. sæti. Schulze-aðferð leiðir til þess að sá sem er oftast valinn fram yfir alla aðra frambjóðendur er líklegastur til þess að lenda í efsta sæti. 105 manns buðu sig fram. Sá sem kýs í prófkjöri velur lengd listans. Nokkra athygli vekur að algeng- asta lengd kjörseðla innihélt einn frambjóðanda og sú var raunin á 81 kjörseðli eða á 7,8% kjörseðla. Allir kjósa í NV-kjördæmi Eins og fram hefur komið felldu Pí- ratar á landsvísu lista Pírata í Norð- vesturkjördæmi. 153 höfnuðu listan- um en 119 samþykktu hann. Samkvæmt lögum Pírata verður því að endurtaka kosningu í prófkjöri flokksins. Prófkjörið nú er með öðr- um hætti. Í stað þess að Píratar í Norðvesturkjördæmi velji á listann munu allir Píratar á landsvísu geta valið frambjóðendur í prófkjörinu. Prófkjörinu lýkur 7. september. Birgitta fékk 160 atkvæði í 1. sæti listans  Allir Píratar kjósa í prófkjöri í NV Morgunblaðið/Styrmir Kári Leiðir Birtar hafa verið tölur úr prófkjörinu á höfuðborgarsvæðinu. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Tveir danskir farkennarar koma hingað til lands á hverju ári til að að- stoða íslenska dönskukennara í starfi sínu. Um er að ræða danskt-íslenskt samstarfsverkefni um stuðning við dönskukennslu á Íslandi. Verkefnið hefur verið í gangi frá árinu 2000 og er mark- mið þess að styðja við dönsku- kennslu með sér- stöku tilliti til munnlegrar færni, miðla danskri menn- ingu í íslensku menntakerfi og auka áhuga á dönsku og vitund um mik- ilvægi málskilnings fyrir Íslendinga. Verkefnið er fjármagnað af menntamálaráðuneyti Danmerkur og Íslands og setja Danir um 3 milljónir danskra króna í það árlega, eða um 52 milljónir ísl. kr., og Íslendingar setja 6 milljónir í það árlega. Fjárframlag Dana fer í ráðningu sendikennara við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem er fyrst og fremst í talþjálfun kennaranema til að auka færni þeirra í dönsku talmáli, í námsferðir ís- lenskra dönskunema til Danmerkur og til ráðningar tveggja danskra far- kennara á hverju skólaári til að starfa við grunnskóla og framhaldsskóla landsins. Annar þeirra sér um lands- byggðina en hinn er alfarið í Reykja- vík. Nýtist dönskukennurum vel Brynhildur Anna Ragnarsdóttir hjá Tungumálaveri hefur frá upphafi séð um farkennarana sem koma til Reykjavíkur. „Kennarinn er fjórar vikur í hverjum skóla hér í Reykjavík og er til stuðnings kennurum, þá að- allega í töluðu máli. Þeir hjálpa þeim við að endurskipuleggja kennsluna með tilliti til þess að auka talað mál í kennslunni, eru með þeim í tímum og aðstoða eins og óskað er eftir. Margir kennarar vilja fá einhverjar aðrar áherslur, prófa eitthvað nýtt, og þeir hjálpa þeim við það,“ segir Brynhild- ur. Ekki hefur verið gerð nein úttekt á verkefninu í þau 16 ár sem það hefur verið í gangi og því ekki vitað hvað það skilur eftir sig. „Það eru miklir peningar settir í verkefnið og kannski kominn tími á að endurskoða það og breyta til. Ég veit að þetta nýtist mjög vel kennurunum sem hafa þá stöðu innan skólans að vera dönsku- kennarar, en í yngri bekkjum þar sem danskan er hluti af bekkj- arkennslunni er spurning hvað þetta skilur eftir sig,“ segir Brynhildur. Farkennararnir eru grunnskóla- kennarar í Danmörku og sækja þeir um að komast í þetta verkefni. Skól- arnir sækja sjálfir um að fá til sín far- kennarann og er reynt að láta þá rúlla á milli skóla svo flestir njóti þess. Þeir fara í 8 til 9 skóla í borginni yfir veturinn ef dagskráin er mjög þétt. Í lok síðasta árs höfðu 36 skólar í Reykjavík fengið til sín farkennara á þeim 15 árum sem verkefnið hafði þá verið við lýði. Farkennarar fengnir til að efla dönskukennsluna  Hjálpa til við munnlega færni kennara  Dýrt verkefni Morgunblaðið/Ómar Kaupmannahöfn Íslendingar sækja mikið til Danmerkur sem ferðamenn. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir Ísland er í 2. sæti í sínum riðli eftir sex umferðir af 17 í undankeppni heimsleikanna í brids, opnum flokki, sem nú fer fram í Worclaw í Póllandi. Í kvennaflokki hefur Íslandi ekki gengið eins vel og er í 14. sæti af 17. í sínum riðli eftir 6 umferðir. Þrír riðlar eru í opna flokknum og komast fimm efstu sveitirnar úr tveimur riðlum og sex úr einum áfram í 16 liða úrslit, sem hefjast á sunnudag. Í opna flokknum spilar Ísland m.a. í dag við Hong Kong og Eng- land og verða þessir leikir sýndir beint á vefnum bridgebase.com. Leikurinn við Hong Kong hefst klukkan 8:30 að íslenskum tíma en leikurinn við Englendinga kl. 14:50. Gengur vel á bridsmóti Framtíð dönskukennslunnar hér á landi er ekki björt að mati Brynhildar, sérstaklega í framhaldsskólum þar sem hún er orðin nánast engin. Erfitt getur líka reynst að fá dönskukennara innan fárra ára því lítil endurnýjun hefur orðið í stéttinni. „Þeir dönskukennarar sem hafa verið hvað öflugastir þeir eldast, það eru ansi margir farnir að nálgast eftir- launaaldurinn. Við fáum ekki kennara og það er bara mjög alvarlegt mál,“ segir Brynhildur. Aðeins fjórir eru skráðir á dönskukjörsvið í B.Ed-námi á mennta- vísindasviði Háskóla Íslands núna og þrír af fimm sem skráðir eru í nám- skeið á meistarastigi munu væntanlega útskrifast með meistaragráðu í grunnskólakennarafræðum með erlend mál / dönsku sem kjörsvið. Fáir dönskukennarar útskrifast LÍTIL ENDURNÝJUN Í STÉTT TUNGUMÁLAKENNARA Píratar eru með söfnun á Karo- lina fund fyrir komandi kosn- ingar. Síðdegis í gær hafði safn- ast rúmlega 1,1 milljón kr. frá 182 aðilum. Reglur um fjár- mögnun stjórnmálaflokka kveða á um að framlag megi ekki fara yfir 400 þúsund kr. og að fjármagn megi ekki berast frá útlöndum. „Við erum með handvirkt eftirlit. Þannig að ef framlag yfir 400 þúsund krón- um berst þá er það stoppað af. Eins er ekki tekið við greiðslum frá útlöndum,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Pírata. Til þessa hafa stuðningsmenn flokksins getað veitt fé með nafnleynd. Að sögn Sigríðar hefur sá val- kostur nú verið tekinn út. Safna fé á Karolina fund HANDVIRKT EFTIRLIT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.