Morgunblaðið - 06.09.2016, Side 13

Morgunblaðið - 06.09.2016, Side 13
DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2016 FORGANGSMÁL Í VERKEFNAÁÆTLUN 2016-2017 DAGSKRÁ 8.00-08.30 MORGUNKAFFI 8.30-08.40 ÁVARP Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála 8.40-08.50 STJÓRNSTÖÐ FERÐAMÁLA, HLUTVERK OG TILGANGUR Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF 8.50-09.50 HÆFNI OG GÆÐI Í FERÐAÞJÓNUSTU Guðfinna S. Bjarnadóttir Ph.D., ráðgjafi hjá LC Ráðgjöf 9.50-10.10 KAFFIHLÉ 10.10-11.10 FRAMTÍÐ FERÐAÞJÓNUSTUNNAR Á ÍSLANDI – SVIÐSMYNDIR OG ÁHÆTTUGREINING Sævar Kristinsson, KPMG ráðgjafi Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri Menningar og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar Gunnar Haraldsson, hagfræðingur og stofnandi Intellecon 11.10-11.30 STAÐA VERKEFNA Á VEGUM STJÓRNSTÖÐVAR FERÐAMÁLA Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála 11.30-11.45 LOKAORÐ Halldór Halldórsson, formaður Samband íslenskra sveitarfélaga Fundarstjóri Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Kynningarfundur 7. september 2016 Klukkan 8.00 Grand Hótel Reykjavík Skráning á vefsíðu Stjórnstöðvar ferðamála www.stjornstodin.is STJÓRNSTÖÐ FERÐAMÁLA MENNTUN OG HÆFNI SVIÐSMYNDIR OG ÁHÆTTA STJÓRNSTÖÐ FERÐAMÁLA FUNDURINN VERÐUR SENDUR ÚT BEINT Á VEF FERÐAMÁLASTOFU WWW.FERDAMALASTOFA.IS Bretinn Brett Smitheram varð um helgina heimsmeistari í Skrafli með því að leggja landa sinn Mark Nym- an. Taktík Smitheram þótti frábær í úrslitaviðureigninni en hann lét út orðið Braconid, sem er vesputegund. Fyrir orðið fékk hann 176 stig en Nyman mótmælti orðinu en tapaði úrskurðinum og því fékk Smither- man fimm aukastig og endaði með 181 stig sem er ótrúlegur stigafjöldi miðað við hve fáir ofurstafir eru í orðinu. En eins og Skraflarar vita þá er betra að spila á borðið en nota orðið. Heimsmeistarakeppnin fór fram í Lille í Frakklandi í ár og voru þátt- takendur frá 30 löndum. Fékk Smit- herman, sem er 37 ára, 7.000 evrur í sigurlaun eða um 900 þúsund krónur. Hann er ekki óvanur að standa sig á stóra sviðinu því hann varð enskur meistari árið 2000 og komst í undanúrslit á Heimsmeist- aramótinu árið 2014. Í samtali við AFP fréttaveituna sagði Smitheram að draumur hans hefði ræst með því að vinna Heims- meistaramótið. Þeir félagar hafa þekkst í um 20 ár eða síðan Nyman vildi fá Smitheram í þáttinn sem hann framleiddi, hinn vinsæla Countdown sem hefur verið á dag- skrá síðan 1982. „Nyman er einn af bestu Skrafl-leikmönnum heims og að vinna hann í úrslitum er eitthvað sem ég varla trúi enn. Þegar við hittumst í fyrsta sinn spurði hann mig hvert væri mark- miðið í framtíðinni. Ég svaraði að draumurinn væri að verða heims- meistari í Skrafli.“ Heimsmeistaramótinu í Skrafli lauk um helgina AFP Orðaflaumur Mikið fjör var í Lille. Spilaði á borðið en ekki orðið þarna undir og við erum að gera í lík- ingu við það sem við erum vanir. Að lemja fast og hafa hátt, við slökum ekkert á því. Við Biggi setjum grunn- inn og hin smyrja sínu ofan á það.“ Snýst um að leysa hlutina Áður en Guðmundur kom í hljómsveitina var Örn Eldjárn til að byrja með. Hann sagði sig frá verk- efninu vegna anna. „Hann er auðvit- að í annarri hverri hljómsveit,“ segir Snæbjörn sem sjálfur er í fjölmörg- um hljómsveitum og vinnur hjá aug- lýsingastofunni Pipar auk þess að eiga fjölskyldu. „Við Agnes höfum vilja til að leysa hlutina. Þetta snýst svolítið um það, held ég. Hún er auð- vitað að gera alveg fullt af spennandi hlutum og auðvitað stingur maður ekki af frá skyldum og kvöðum en viljinn að leysa hlutina er svarið. Ég er líka svínlukkulegur með vinnu- veitendur hjá Pipar og þar er fullur skilningur á því að stundum get ég ekki verið í vinnunni. En þar er það sama. Ekkert vesen og hlutirnir leystir í sameiningu. Ég sagði einhvern tímann að ég gæti verið í Ljótu Hálfvitunum og Skálmöld því ég ætti ekki barn og gæti verið á æfingum eða að spila þegar Skálmeldingar væru að knúsa börnin sín og öfugt. En það er farið og ég er ekki að fara að hætta að spila tónlist og þá þarf að leysa hlut- ina.“ Vildu spila fyrir Íslendinga Skálmöld gefur út sína fjórðu plötu, Vögguvísur Yggdrasils, þann 30. september en Skálmeldingar spiluðu þrjú lög á mögnuðum tón- leikum á Nasa ekki alls fyrir löngu. Eins og venja er var fyrsta lag af nýrri plötu kynnt í Víðsjá á Rás 1 og var það lagið Niðavellir. Hljóm- sveitin heldur svo til útlanda í langan túr í október. „Þegar við spiluðum á Nasa áttuðum við okkur á því að það væri varla tími til að spila meira á Ís- landi fyrr en á næsta ári. Öllum í hljómsveitinni fannst það ömurlegt þannig að við rusluðum öllum plön- um og höldum tvenna tónleika 14-15 október á Gauknum og Græna hatt- inum. Þar hita ég upp fyrir sjálfan mig,“ segir Snæbjörn. Morgunblaðið/Ófeigur Kronika F.v. Snæbjörn Ragnarsson bassaleikari, Guðmundur Þorvalds- son gítarleikari,Tinna Sverrisdóttir söngkona og Birgir Jónsson trommari. Morgunblaðið/Eggert Skálmöld Fjórða plata Skálmaldar nefnist Vögguvísur Yggdrasils. Skálmöld spilar á tvennum tónleikum áður en þeir halda í túr erlendis. Eitt ríkasta og verðmætasta íþróttafélag heims, Manchester United, þarf að spara eftir að hafa keypt rándýra leik- menn í sumar. Meðal þeirra var Paul Pogba sem varð í sumar einn dýrasti leikmaður heims. Samkvæmt fréttum í Bretlandi hefur leikmönnum liðsins verið bannað að skipta um treyjur í leikslok eins og venj- an er. Leikmenn fengu fyrir leiktíðina fjórar treyjur frá Adidas, tvær stutterma og tvær langerma. Eiga þeir að passa vel upp á þær allt til loka leiktíðarinnar. Nú er sagt að það þurfi að spara í herbúðum Manchester United AFP Stuð Leikmenn Manchester United fagna marki Marcus Rashford. Engin treyju- skipti við lokaflaut

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.