Morgunblaðið - 06.09.2016, Síða 14

Morgunblaðið - 06.09.2016, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2016 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verð á sauðfjárafurðum til bænda lækkar í haust um rúmar 590 millj- ónir, miðað við að innleggið verði í svipuðum hlutföllum og á síðasta ári. Landssamtök sauðfjárbænda benda á að bændur hafi þegar lagt út fyrir nánast öllum framleiðslukostnaði og innt af hendi vinnuna sem til þarf. Því sé ljóst að þessi lækkun af- urðaverðs verði að öllu eða mestu leyti tekin af launum sauð- fjárbænda. Nú hafa allir sláturleyfishafar birt verðskrár sínar. Þær eru nokkuð mismunandi, allt frá 5,3% lækkun á verði fyrir dilka að meðaltali hjá Sláturfélagi Suðurlands og upp í 13,2% verðlækkun hjá Kjarnafæði sem á sláturhúsið á Blönduósi. Með- altalið yfir landið er 9,8% verðlækk- un fyrir dilka og 33,7% verðlækkun fyrir annað sauðfjárinnlegg. Fundir sauðfjárbænda hafa skor- að á sláturleyfishafa að endurskoða þessar ákvarðanir sínar. Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjöt- afurðastöðvar KS, segir að ef betur takist til með útflutning en horfur séu á núna, muni fyrirtækið endur- skoða greiðslur til bænda við upp- gjör. Ekki standi til að endurskoða verðskrána núna. Allt fellur á móti sláturhúsum Ágúst segir að aðalástæðan fyrir erfiðri stöðu sláturleyfishafa og lækkun á afurðaverði til bænda séu erfiðleikar í útflutningi. Hann nefnir að styrking krónunnar og lækkun breska pundsins og norsku krón- unnar lækki tekjur af útfluttum af- urðum. Þá setji verðfall á hliðaraf- urðum strik í reikninginn. Þetta séu ódýrar afurðir og lítið þurfi út af að bregða til að ekki borgi sig að nýta þær. Nefnir hann að erfitt sé að selja hausa, lappir og bein. Verð á vömb- um og görnum hafi fallið verulega. Verð á gærum hafi fallið fyrir tveim- ur árum og lítið gangi að selja þær. Það segir Ágúst að sé meðal annars vegna erfiðleika í viðskiptum við Rússland. Þetta telji allt saman og hafi áhrif enda komi 43% af heild- arverðmæti sauðfjárafurða hjá KS af útflutningi. Ágúst segir að allt falli á móti slát- urleyfishöfum í haust en tekur fram að líkur séu á að hlutirnir leiti jafn- vægis þegar frá líður. Nefnir að möguleikar skapist þegar fríversl- unarsamningur við Kína tekur gildi varðandi landbúnaðarafurðir og það losnar um hömlur í viðskiptum við Rússland. Þá muni breska pundið einhvern tímann rétta úr kútnum. Ein stétt skilin eftir „Það er allt á fljúgandi ferð og kaupmáttaraukning í landinu. Við erum þegnar í þessu sama landi og gerum kröfu um að fá það sama og aðrir. Ekki gengur að ein sétt sé skilin eftir,“ segir Þórarinn Ingi Pét- ursson, bóndi á Grund og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Hann segir að forystumenn bænda séu ekki hættir að berjast gegn þessari öfugþróun. Þeir taki undir kröfur bænda um að slát- urleyfishafar endurskoði verðskrár sínar. „Við höfum verið að draga fram allskyns staðreyndir og koma á framfæri. Bændur láta líka í sér heyra. Það er sú aðferð sem við get- um beitt. Við megum hins vegar ekki semja um verð fyrir okkar afurðir,“ segir Þórarinn. Sauðfjárinnlegg lækkar um 600 milljónir króna  Lækkun á launum bænda  Skora á sláturhúsin að endurskoða verðskrár Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Eiginfjárstaðan er orðin ansi sterk til að takast á við verkefnin fram- undan,“ segir Shiran Þórisson, fjár- málastjóri Arctic Fish sem elur regnbogasilung í sjókvíum í Dýra- firði og er að undirbúa umfangsmik- ið laxeldi á Vestfjörðum. Norska fiskeldisfyrirtækið Norway Royal Salmon, NRS, gekk nýlega til liðs við Arctic Fish. Hlutafé er aukið um 29 milljónir evra, að því er fram hefur komið í er- lendum fjölmiðlum, en eldri hluthaf- ar halda sínum hlut og eiga helming á móti NRS. Öll hlutafjáraukningin, sem svarar til 3,7 milljarða króna, nýtist því til uppbyggingar fyrirtæk- isins. Fá aðgang að þekkingu „Við horfum mest til þess að NRS býr yfir mikilli þekkingu á sjókvía- eldi og laxeldi á norðlægum slóðum,“ segir Shiran og tekur fram að þegar sé byrjað að færa þekkingu frá Nor- egi inn í starfsemina á Vestfjörðum. Það séu fyrstu áhrifin af þessu sam- starfi austur um haf. Með því að fá aukið fjármagn inn í fyrirtækið sé hægt að byggja starf- semina upp hraðar og á öruggari hátt en ella. Það taki á að vera stöð- ugt að leita að fjármagni í einstök verkefni. Mikill stofnkostnaður er í sjókví- um og þeim búnaði sem nauðsynlegt er að hafa til reksturs laxeldisins. Fjárfrekasta verkefni Arctic Fish nú um stundir er þó uppbygging seiðaeldisstöðvar í Tálknafirði. Fullbúin verður hún stærsta og fullkomnasta seiðaeldisstöð landsins og þótt víðar væri leitað. Arctic Fish er aðeins byrjað á laxeldi. Það er með 50 þúsund laxa í sjónum. Á næstu vikum verður stórt skref stigið í uppbyggingunni með því að sett verða 400 þúsund seiði í sjóinn í Dýrafirði. Það gæti skilað allt að þúsund tonnum af afurðum, í fyllingu tímans. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stórverkefni Arctic Fish er að stækka og tæknivæða seiðaeldisstöð sína í Norðurbotni í Tálknafirði. Fram- kvæmdum miðar vel áfram. Verður þetta stærsta og tæknivæddasta seiðaeldisstöð landsins. Setja út 400 þúsund laxaseiði í haust  Arctic Fish snýr sér að laxeldi  Nýtt hlutafé frá NRS skapar grunn fyrir hraðari uppbyggingu á Vestfjörðum Arctic Fish hefur rekið laxafisk- vinnslu á Flateyri. Hlé hefur ver- ið gert á slátrun þar á meðan verið er að taka í notkun nýja laxafiskvinnslu og pökkunar- stöð á Ísafirði. Slátrað verður í gömlu frystihúsi, Íshúsfélagi Ís- firðinga, sem er í eigu Hrað- frystihússins - Gunnvarar. HG mun einnig slátra þar regn- bogasilungi úr sjókvíum í Ísa- fjarðardjúpi. Tækin úr sláturhúsinu á Flateyri verða nýtt í nýju laxafiskvinnslunni, fyrst um sinn, og nýjum bætt við eftir þörfum. „Þessi aðstaða annar þörfum okkar næstu tvö árin. Við höfum þá svigrúm til að huga að framtíðar- lausn,“ segir Shiran. Slátrun flutt á Ísafjörð LAXAFISKVINNSLA Shiran Þórisson Alþingi hafa borist nokkrar umsagnir um frumvarp til laga um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum, en um er að ræða lið í áætlun stjórnvalda um los- un fjármagnshafta. Með frumvarpinu eru lagðar til ýmsar breytingar sem miða að því að losa fjármagnshöft á heimili og fyrirtæki í áföngum. Lagðar eru til breytingar með 12. gr. frumvarpsins, sem samið var í fjármála- og efnahagsráðuneyti í samvinnu við forsætisráðuneyti og Seðlabanka Íslands (SÍ), á 14. gr. nú- gildandi laga um gjaldeyrismál þann- ig að heimildir SÍ til upplýsingaöfl- unar verði rýmkaðar. Fram kemur í athugasemdum frumvarpsins að áð- urnefnd rýmkun sé mikilvæg til að tryggja að SÍ sé unnt að rækja það meginhlutverk að stuðla að verðlags- og fjármálastöðugleika. Þagnarskyldan afnumin Í umsögn laganefndar Lögmanna- félags Íslands kemur fram að um sé að ræða verulega rýmkun á heimild- um til upplýsingaöflunar. „Ákvæðið, sér í lagi b-liður 12. gr. frumvarpsins, er orðað með afar víð- tækum hætti. Með því er SÍ í raun selt sjálfdæmi um það hvaða upplýs- inga og gagna hann kann að óska eft- ir undir merkjum lögbundins hlut- verks bankans, þ.á m. til þess að stuðla að verðlags- og fjármálastöð- ugleika. Þá er með breytingunum gert ráð fyrir almennu afnámi lög- bundinnar þagnarskyldu, þ.á m. þagnarskyldu fagstétta,“ segir í um sögn laganefndar. Ekki rökstutt sérstaklega Þá bendir laganefnd einnig á að fyrirhugaðar breytingar 12. gr. frum- varpsins samrýmast ekki eðli lög- mannsstarfsins. Vísar nefndin í því samhengi til laga um lögmenn nr. 77/ 1998 þar sem mælt er fyrir um trún- aðarskyldu lögmanna og að lögmaður beri þagnarskyldu um hvaðeina sem honum er trúað fyrir í starfi sínu. „[N]auðsyn almenns afnáms lög- bundinnar þagnarskyldu, sem tekur þannig einnig til þagnarskyldu lög- manna, [er] ekki rökstudd sérstak- lega, svo sem eðlilegt hlýtur að telj- ast,“ segir í umsögn. khj@mbl.is Myndi veita SÍ víðtækar heimildir Morgunblaðið/Ómar Seðlabanki Unnið er að losun fjármagnshafta innan stjórnsýslunnar.  Umsagnir hafa borist Alþingi vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um gjaldeyrismál Í umsögn Persónuverndar, sem birt er á heimasíðu Alþingis, er bent á að ekki eigi að auka eftirlitsheimildir stjórnvalda gagnvart einstaklingum um- fram það sem nauðsynlegt er og að undangengnu hags- munamati. „Við slíkt hagsmunamat þarf að vega og meta hvort nauðsyn- legt sé að skerða stjórnarskrár- bundinn rétt einstaklinga til friðhelgi einkalífs í þágu fjár- málastöðugleika og þá hversu mikið,“ segir í umsögninni. Ekki úr hófi PERSÓNUVERND Fram hefur komið í umræðum meðal bænda að margir ætla ekki að senda fullorðið fé í slát- urhús, vegna þess hversu lágt verð fæst fyrir kjötið. Sumir ætla að reyna að koma kjötinu sjálfir í verð eða grafa skepnurnar ella. Þórarinn Ingi segist heyra að margir ætli að reyna nýta full- orðna féð til heimabrúks. Hann bendir á að menn geti tekið kjöt- ið heim úr sláturhúsi og komið því í verð. Þeir geti líka slátrað heima til eigin nota en ekki selt eða látið það kjöt frá sér. Þá sé ætlast til að skepnur séu afhent- ar til urðunar á viðurkenndum stöðum. „Það er ljóst að bændur munu leita ýmssa ráða til að rétta sinn hlut. En þeir verða að fara að settum leikreglum í land- inu, í þessu sem öðru.“ Slátra meira heima HALDA FULLORÐNA FÉNU Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Verðmæti Laxi er slátrað og honum pakkað í laxafiskvinnslum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.