Morgunblaðið - 06.09.2016, Side 15

Morgunblaðið - 06.09.2016, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2016 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 6 -2 4 9 4 Dagskrá • Ávarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um stöðu verkefnisins og nýtt „Mælaborð“ velferðarráðuneytisins um húsnæðismál. • Breytingar á byggingareglugerð með tilliti til lítilla íbúða og smáhýsa. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. • Áhrif lóðaverðs og lóðaframboðs á íbúðamarkaðinn. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. • Vistvænt, vandað og vel planað. Sigríður Björk Jónsdóttir og Elín Vignisdóttir, Vistbyggðarráði. • Hagkvæmni – stöðugleiki – upplýsingar. Sigurður Jón Björnsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Íbúðalánasjóðs. • „Vandað“ í „Vandað, hagkvæmt og hratt“. Ólafur H. Wallevik, forstöðumaður Rannsóknastofu byggingariðnaðarins við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. • Kostnaðargreining. Hvar er mögulega hægt að lækka íbúðaverð? Hannes Frímann Sigurðsson, verkefnastjóri Íslenska byggingavettvangsins. • Íslenskur hugmyndavettvangur. Ólíkar nálganir og nýjar leiðir við hönnun smáíbúða. Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt hjá Hornsteinum, Oddur Víðisson, arkitekt hjá DAP ehf. og JónMagnússon, verkefnisstjóri hjá Þingvangi. Íslenski byggingavettvangurinn og velferðarráðuneytið boða til málþings um verkefnið VANDAÐ – HAGKVÆMT – HRATT Staðan og næstu skref Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 8. september kl. 9–12 Skráning á www.si.is Hjálmar Bogi Haf- liðason, kennari, varaþingmaður og fyrrverandi bæjar- fulltrúi í Norður- þingi, býður sig fram í 2.-4. sæti á lista Framsóknar- flokksins í Norðausturkjördæmi. Í tilkynningu frá Hjálmari Boga segir að honum séu menntamál hugleikin og að hefja verknám til vegs og virðingar. Þá segist Hjálmar Bogi vilja að Ísland verði í fararbroddi á sviði tækni, hreinnar matvælafram- leiðslu og verndunar lands. Framboð í 2.-4. sæti Stjórnmálaflokkarnir munu á næst- unni velja frambjóðendur á lista fyrir komandi alþingiskosningar. Morgunblaðið mun birta fréttir af þeim sem gefa kost á sér. Prófkjör 2016 Kristín María Thoroddsen, vara- bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, flug- freyja og ferða- málafræðingur, gefur kost á sér í 2.-4. sæti í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvest- urkjördæmi sem haldið verður 10. september næstkomandi. Í tilkynningu frá Kristínu segir að helstu baráttumál hennar séu fjölskyldumál, bætt lífskjör eldri borgara, húsnæðismál ungs fólks, umhverfismál, neytendamál og einkavæðing ríkisstofnana. Framboð í 2.-4. sæti Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Sam- fylkingarinnar í Reykjavík fyrir alþingiskosningar í október. Í tilkynningu segist Jóhanna vilja tryggja að allir eigi jöfn tækifæri og eigi jafnan aðgang að velferðar- og menntakerfinu. Hlúa eigi að grunnatvinnuvegum þjóðarinnar og tryggja jarðveg fyr- ir nýsköpun. Framboð í 3. sæti Líneik Anna Sæv- arsdóttir alþingis- maður býður sig fram í 1.-3. sætið á lista Framsóknar- flokksins í Norð- austurkjördæmi. Líneik hefur lengst af starfað við fræðslumál og hefur setið á þingi frá 2013. „Ég lít þannig á að stærstu og brýnustu málin sé efnahagur ríkis- ins, einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Líneik í tilkynningu. „Jafn- rétti og jafnræði íbúa landsins er afar mikilvægt.“ Framboð í 1.-3. sæti Viðar Snær Sig- urðsson býður sig fram í 3.-6. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Suð- vesturkjördæmi. Í tilkynningu segist Viðar vilja berjast fyrir mannsæmandi kjörum eldri borgara, öryrkja og barnafjöl- skyldna. „Ég þekki þetta mjög vel þar sem ég er öryrki,“ segir Viðar sem hvet- ur til fjölbreytileika á framboðslist- anum. „Förum eftir grunngildum flokksins, stétt fyrir stétt og mann- sæmandi kjör fyrir alla.“ Framboð í 3.-6. sæti Í annað sinn á árinu er auglýst eftir rekstrarað- ilum til að taka við Litlu kaffistofunni við Suðurlands- veg. Stefán Þormar Guðmundsson hafði rekið stað- inn frá árinu 1992 þegar hann hætti í byrjun apríl og systurnar Ásdís og Hallveig Höskuldsdætur tóku við. Þær gerðu fimm ára samning við Ol- ís, sem á staðinn, en reka hann að endingu aðeins í um sex mánuði, eða þar til nýir rekstraðilar taka við, lík- lega í byrjun október. „Forsendurnar fyrir rekstrinum ganga ekki samkvæmt áætlun og við þurfum því að gefa þetta frá okkur. Því miður,“ segir Ásdís sem stóð vaktina í Litlu kaffistofunni í gær. „Þetta er búinn að vera virkilega skemmtilegur og góður tími og það er ekkert út á aðsóknina að setja,“ segir Ásdís og bætir við að kaffistofan sé skemmtilegt vinnuumhverfi og þang- að komi mikið af skemmtilegu fólki. Olís hafa borist yfir tuttugu um- sóknir núna frá fólki sem hefur áhuga á að taka við rekstrinum en í janúar, þegar reksturinn var síðast aug- lýstur, voru umsóknirnar tæplega 100. Þannig að það er ljóst að 56 ára rekstur Litlu kaffistofunnar heldur líklega áfram en það var Ólína Sig- valdadóttir sem setti upp veitinga- staðinn árið 1960. „Það er mikill áhugi fyrir því að taka við rekstrinum. Litla kaffistofan er og verður partur af íslenskri þjóð- vegamenningu og við viljum að hún haldi sínum rekstrareinkennum áfram,“ segir Sigríður Hrefna Hrafn- kelsdóttir, framkvæmdastjóri smá- sölusviðs Olís. ingveldur@mbl.is Mikill áhugi á Litlu kaffistofunni  Aftur auglýst eftir rekstraraðilum Morgunblaðið/Kristinn Litskrúðug Litla kaffistofan er þekktur áfangastaður við þjóðveg 1. Ásdís Höskuldsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.