Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2016 Haustfegurð Blessuð haustsólin á það til að lita allt með hlýjum gylltum tónum og það gerði hún sannarlega með stæl í gær þegar hún var að setjast, eins og sjá má á þessari mynd úr Kópavogi. Ófeigur Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, lét hafa það eftir sér í fréttum ríkisútvarpsins að hann hefði áhyggjur af bágu ástandi grunn- skóla og leikskóla í Reykjavík og sagði að hann vonaðist til þess að borgin forgangsrað- aði með hagsmuni þeirra fyrir brjósti. Hann gaf það líka í skyn að það væri ekkert sem ríkið gæti gert til þess að taka á vandanum. Sér ekki bjálkann Mér finnst þessi innkoma Illuga einkennandi fyrir vesöld íslenskra stjórnmála. Hún er enn eitt dæm- ið um flísina í annarra auga sem sést og bjálkafjöld í eigin sem felst. Jú, það er full ástæða til þess að hafa áhyggjur af vandræðum grunn- skóla og leikskóla í Reykjavík og þau eru óásættanleg. Það virðist líka ganga illa fyrir borgina að setja skólana sem og aðra þætti velferð- arkerfisins í þann forgang sem eðli okkar litla samfélags kallar á. Borgaryfir- völd ættu að skammast sín fyrir það. Það er hins vegar dæmigert fyr- ir pólitíska vesöld sem ríður hér röftum að menntamálaráðherra skuli sjá ástæðu til þess að tjá áhyggjur sínar út af vanda skól- anna sem eru á ábyrgð Reykjavík- ur en hafa engar áhyggjur að tjá út af þeim hluta skólakerfisins sem heyrir beint undir hann og er að berjast í bökkum. Hvað þá að hann skuli tjá áhyggjur út af öðr- um þáttum velferðarkerfisins, sem eru á forsjá ríkisstjórnar sem hann situr í, eins og heilbrigðis- kerfinu. Hann örvæntir greinilega ekki út af því að það lítur út fyrir að ríkisstjórnin ætli að heykjast á því að byrja endurreisn heilbrigð- iskerfisins fyrir kosningar. Barmafullur ríkissjóður Það sem meira er, það væri full ástæða fyrir ríkisstjórnina að bjóðast til að hjálpa Reykjavík við að leysa vanda grunnskólanna og leikskólanna vegna þess að stór hluti þeirra á rætur sínar í afleið- ingum hrunsins og ríkissjóður er fullur af fé sem hann sótti í þrotabú gömlu bankanna sem nokkurs konar bætur fyrir hrunið. Það má meira að segja leiða að því rök að borgin eigi kröfu til hluta þessa fjár til þess að gera við hrunskemmdir sem eru út um allt, beggja vegna lækjarins. Við, fólkið í landinu, berum ábyrgð á því að hafa kosið til valda í ríki og borg þá stjórn- málamenn sem eyða nú orku og tíma í hanaslag hver við annan í stað þess að snúa bökum saman og leysa þau vandamál sem að okkur steðja. Við gætum hins veg- ar bætt fyrir þau mistök okkar með því að nálgast kosningarnar í haust svolítið öðru vísi en hingað til. Stjórnmálaflokkar hafa til- hneigingu til þess að snúast um konur og menn frekar en málefni og við höfum tilhneigingu til þess að binda tryggð okkar við stjórn- málaflokkana frekar en ákveðin málefni. Nú neyðumst við auðvitað til þess að kjósa stjórnmálaflokkana vegna þess að þannig er okkar þingræði byggt upp. Kjósum frekar um málefni Við gætum hins vegar látið tryggð okkar við flokkana lönd og leið og kosið á grundvelli þess hvernig þeir taka á ákveðnum lykilmálum. Ég legg til dæmis til að ef svo heldur fram sem horfir að núverandi ríkisstjórn byrji ekki uppbyggingu heilbrigðiskerfisins á myndarlegan hátt fyrir kosningar þá kjósi þá enginn. Hvern eigum við þá að kjósa spyr ég og á engin svör eins og stendur, alls engin. Eftir Kára Stefánsson »Hvern eigum við þá að kjósa? spyr ég og á engin svör eins og stendur, alls engin. Kári Stefánsson Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Skógrækt í eigin auga Við Íslendingar vilj- um flestir eignast þak yfir höfuðið. Það er skynsamlegur búrekst- ur og virðist sem betur fer hluti af þjóðarsál- inni. Þeir sem það kjósa geta auðvitað leigt húsnæði en það breytir ekki því að efst á lista hjá flestu ungu fólki er að eignast sína eigin íbúð. Það tryggir öryggi og festu fyrir fjölskylduna. Ýmislegt hefur unnið gegn ungu fólki á síðustu árum í þessum efn- um. Við foreldrar þekkjum þennan gang og viljum veg barna okkar sem bestan. Húsnæðismál ungs fólks eru því oft fjölskyldumál, eins og vera ber. Eftir hrun hefur greiðslumatið verið mun strangara en áður, byggingarreglugerðir eru einnig íþyngjandi og hamla fram- boði á fjölbreyttara húsnæði. Lóðir eru seldar dýru verði, sem kemur beint fram í dýrum íbúðum, og markaðsáhrif í tengslum við ferða- mannastrauminn koma líka fram í hærra verði á íbúðum, bæði við leigu og kaup, sér- staklega í miðbæj- arkjörnunum hér á suðvesturhorninu. Þetta og fleira hefur gert ungu fólki erf- iðara að eignast sína fyrstu íbúð. Auðveldar útborgun Núverandi ríkisstjórn steig mjög gott skref í tengslum við skuldaleið- réttinguna og samfara henni var opnuð leið til að nota séreign- arsparnað skattfrjálst til að greiða niður höfuðstól fasteignalána. Með nýju frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi er gengið enn lengra í að koma til móts við ungt fólk og auð- velda því að safna fyrir útborgun í fasteign. Samkvæmt hinni nýju leið getur hver og einn nýtt séreignar- sparnaðinn skattfrjálst í tíu ár og safnað sér skattfrjálst allt að fimm milljónum fyrir einstakling og tíu milljónum fyrir par. Leiðin er ígildi umtalsverðrar skattalækkunar, eða launahækkunar, eftir því hvernig á er litið. Séreignarsparnaðarleiðin stendur öllum til boða sem greiða eða munu greiða í séreignarsparnað og hafa ekki átt íbúð áður. Mikilvægt er að muna að þeir sem keyptu íbúð eftir að séreignarsparnaðarleiðin var lög- fest (í eldra kerfinu) færast yfir í þessa leið og njóta einnig hagræðis- ins. Stuðningur samkvæmt eldri leið er framlengdur um tvö ár fyrir þá sem eru að greiða niður lán en áttu íbúð fyrir. Þeir sem keyptu fyrstu eign í þeirri leið geta farið yfir í hina og notið samanlagt tíu ára heimildar úr báðum leiðum. Leiðirnar tryggja valfrelsi sem er lykilatriði þar sem hver og einn vel- ur hvað hentar honum best. Í grunninn er um að ræða val á milli sparnaðar til að eiga fyrir útborgun eða höfuðstólsleið til að lækka skuldir og þar með greiðslubyrði. Stór framfaraskref Mikilvægt er fyrir ungt fólk sem velur þessa nýju leið til að fjár- magna húsnæðiskaup að skilja sam- spilið við eftirlaunin, sem minnka með því að nota séreignarsparnað- inn núna og á næstu árum. Hjá ein- staklingi sem byrjar snemma að safna í séreign geta eftirlaun orðið hærri en laun við starfslok. Þess vegna getur verið skynsamlegt að nýta hluta af séreignarsparnaðinum fyrr og draga úr húsnæðisút- gjöldum yfir starfsævina. Ungt fólk sem greiðir í séreign og fullnýtir úr- ræðið til að spara frá 25 til 34 ára aldurs fær þrátt fyrir það mjög hátt hlutfall af launum við starfslok. Þó má ekki gleyma því að séreignar- sparnaðurinn hverfur ekki þrátt fyrir að hann sé nýttur til fjármögn- unar húsnæðis. Hann verður ein- ungis að annarri eign í húsnæði. Ávöxtun hans með skattfrelsinu skilar sér í lægri skuldum og lægri vaxtabyrði af húsnæði en ella. En hver og einn verður að meta kostina fyrir sig. Ég tel þetta stórt fram- faraskref fyrir ungt fólk sér- staklega og í anda sjálfstæðisstefn- unnar. Ungt fólk og fyrstu íbúðarkaup Eftir Elínu Hirst Elín Hirst »Með nýju frumvarpi sem liggur fyrir Al- þingi er gengið enn lengra í að koma til móts við ungt fólk og auðvelda því að safna fyrir útborgun í fast- eign. Höfundur er þingmaður og sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Suðvesturkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.