Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.09.2016, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2016 Gríptu með úr næstu verslun Þjóðlegt, gómsætt og gottTækni í þína þágu hitataekni.is Bjóðum upp á fjölbreyttan búnað svo sem loftræsingar, hitakerfi, kælikerfi, rakakerfi sem og stjórnbúnað og stýringar. Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is Ungt fólk á Íslandi á að geta fundið sér starf við hæfi að loknu námi. Það á að geta treyst því að þurfa ekki að búa í foreldrahúsum of lengi. Undanfarin ár hefur ungt fólk þurft að búa við styttra fæðing- arorlof, lægri greiðslur úr fæðingarorlofssjóði og skerðingu á barna- bótum – enda hefur ríkisstjórnin markvisst unnið gegn hagsmunum ungs fólks. Þetta er óspennandi veruleiki og fleiri Íslend- ingar flytja frá Íslandi en flytja aftur heim. Spá Hagstofunnar gerir ekki ráð fyrir að þetta muni breytast. Við verðum að taka þessu alvarlega og snúa þessari þróun við. Öflugt at- vinnulíf og sköpun nýrra spennandi starfa er lykilatriði til að koma í veg fyrir fólksflótta. Erindi Samfylkingarinnar í kom- andi þingkosningum er að beita sér fyrir bættum kjörum venjulegs fólks, hlúa betur að börnum, skapa fleiri störf fyrir háskólamenntaða og efla verk- og iðnnám. Kominn er tími á að ráð- ast í kraftmiklar aðgerð- ir gegn brotthvarfi í námi sem er mest hér landi samanborið við önnur OCED-ríki. Löngu tímabærar breytingar á stjórn- arskránni og fiskveiði- stjórnarkerfinu ættu að vera í augsýn ásamt endurreisn heilbrigðis- kerfisins og kraftmiklum aðgerðum í húsnæðismálum. Jöfnum byrðarnar Við þurfum mannvænna samfélag að norrænni fyrirmynd þar sem við styðjum við og tökum utan um hvert annað. Ójöfnuður grefur undan sam- félaginu – þess vegna þarf að jafna byrðarnar, meðal annars með því lækka skatta á venjulegt fólk með þrepaskiptu skattkerfi og sann- gjörnum gjöldum fyrir afnot af sam- eiginlegum auðlindum okkar. Við verðum að byggja samfélag þar sem við höfum öll jöfn tækifæri. Þar sem unga fólkið þarf ekki að kvíða því hvort það geti nokkurn tímann eignast eigið heimili eða fengið vinnu við hæfi. Þar sem eldra fólk getur hlakkað til efri áranna, þar sem fólk hefur aðgang að traustu heilbrigðiskerfi, fjölbreyttri menntun og þéttu öryggisneti vel- ferðar fyrir þá sem höllum fæti standa. Með áherslu á klassísk gildi jafnaðarmanna er Samfylkingunni best treystandi til að koma þessum samfélagsbreytingum í gegn. Eftir Magnús Má Guðmundsson »Með áherslu á klass- ísk gildi jafnaðar- manna er Samfylking- unni best treystandi til að koma þessum sam- félagsbreytingum í gegn. Magnús Már Guðmundsson Höfundur er borgarfulltrúi og fram- bjóðandi í flokksvali Samfylkingar- innar í Reykjavík. Erindi Samfylkingarinnar Hagstjórn snýst um að mynda stöðuleika í efnahagslífinu, að sjá til þess að hagvöxtur sé jafn og að komið sé í veg fyrir kollsteypur. Hagstjórn á að miða að því að halda verðbólgu í skefjum, vöxtum lág- um og atvinnuleysi í lágmarki. Að mínu mati skiptir máli að flestir hagsmunaaðilar séu sammála um stefnuna og sam- staða ríki í samfélaginu um skipt- ingu þjóðartekna. Ísland lifir m.a. á útflutningi og þ.a.l. skiptir það höf- uðmáli að skapa útflutningsfyr- irtækjum sem best skilyrði til starfa. Það þarf að tryggja stöðugra gengi krónunnar, m.a. með því að draga úr vaxtamunarviðskiptum, en til þess þurfa að vera skilyrði til lækkunar stýrivaxta. Það er hægt, m.a. með því að ákveða laun í samræmi við getu hagkerfisins. Það skiptir máli fyrir efnahagslífið að búa við stöðugt skattaumhverfi, þannig að hægt sé að gera lang- tímaáætlanir. Því er mikilvægt að skattar á atvinnulíf verði í samræmi við réttláta skattheimtu. Lækka ætti tryggingagjald á fyrirtæki og launa- skattar ættu að taka mið af vexti efnahagslífsins. Ríkisvaldið ætti að berjast gegn skattsvikum, draga úr undanþágum frá skatti og með lögum koma í veg fyrir sk. kennitö- luflakk sem skekkir samkeppni á markaði. Hið opinbera á að setja fram markmið um vöxt og þróun, um skiptingu útgjalda og fjárlagaramma til lengri tíma. Að sama skapi verði sett mark- mið um lækkun ríkis- skulda, þannig að þær verði aldrei hærri en 60% af vergri lands- framleiðslu. Ávallt skal sú regla höfð að leiðarljósi að rekstur ríkissjóðs sé í jafnvægi yfir þriggja ára tímabil. Þeir aðilar sem nýta sér auðlindir þjóðarinnar sem ekki eru skil- greindar í einkaeigu eiga að greiða réttlátt gjald fyrir afnotin. Að mínu mati á að skoða innköllun kvóta á fiskveiðiheimildum á 25 árum og þær aflaheimildir sem losnar um á hverju ári á að bjóða upp (færeyska leiðin). Afgjald af gjaldi vegna fisk- veiðiheimilda sem og annarra auð- linda ætti að renna í ríkissjóð. Taka ætti gjald af ferðamönnum, þannig að þeir greiði meira til sam- félagsins sem getur þá mætt þeirra þörfum með fjárfestingum í inn- viðum. Tryggja þarf með lögum að samkeppni ríki á Íslandi og að í nauðsynlegum sviðum samfélagsins megi ekki starfa einokunarfyrirtæki. Tryggja þarf eðlilegan rekstur bankakerfisins og að flestir lands- menn hafi aðgengi að beinni þjón- ustu við banka. Aðskilja ætti fjár- festingahluta banka frá viðskipta- starfsemi þeirra.Ríkið á að leggja fram atvinnustefnu byggða á tækni og hugviti í samstarfi við samtök fyrirtækja, verkalýðsfélög og há- skólasamfélagið. Atvinnustefnan taki mið af því hvernig hægt er að laga samfélagið og skilyrði fyrir- tækja til að starfa eftir því sem best gerist í löndum í N-Evrópu. Þannig gerð efnahags- og at- vinnustefna ber merki um skyn- sama hagstjórn sem getur fært Ís- land ofar í lífsgæðum. Því er til mikils að vinna. Myndum sátt um skynsamlega hagstjórnarstefnu. Hagstjórn í anda ofangreindra at- riða er forsenda fyrir því að skapa rétt skilyrði fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hagstjórn 21. aldar Eftir Gunnar Alex- ander Ólafsson »Hagstjórn snýst um að mynda stöðug- leika í efnahagslífinu, að sjá til þess að hagvöxtur sé jafn og að komið sé í veg fyrir kollsteypur. Gunnar Alexander Ólafsson Höfundur er hagfræðingur og stefnir á 3.-4. sæti í prófkjöri Samfylkingar í Reykjavík 8.-10. september nk. Nú syngja krat- arnir enn eina ferðina um aldraða og ör- yrkja, mikið kannast ég við þennan söng þeirra, samanber Ólínu Þorvarðar og Ástu Ragnheiði, sem sungu nákvæmlega þetta stef er þær voru að koma sér á þing. Ég vona að fólk hafi ekki gleymt hverjir fóru í og skertu heilagan grunnlífeyri fólks, jú, flokkur VG og Jóhönnu Sig., en sú kona gaspraði í 35 ár og ekkert kom út úr því. Ég veit ekki til þess að á sama tíma og farið var í grunnlíf- eyrinn, að þessir flokkar hafi þá skert listamannalaun né ævilaun sem flottræflarnir þiggja. Katrín Jakobs bætti bara á listann, og fólk sett í nám, eins og það hafi ekki kostað fjármuni. Vilji fólk borga hærri skatta þá kýs það auðvitað VG, fólk þar þjáist af heilkenninu að taka skuli af þeim sem meira eiga, og til hvers? Jú, til að aumingjavæða þjóðina sem allsstaðar á að fá styrki frá ríkinu. Fólk sem misnotar ræðustól Al- þingis til þess að níða niður annað fólk, samanber konurnar hjá þess- um flokkum, og þeim sem það hugnast, kjósa þá þessa tvo flokka. Píratar, vilji fólk áframhaldandi niðurbrot á siðum okkar og menn- ingu og vilji falskt lýðræði, þá kýs það Pírata, sem kunna ekki al- menna kurteisi og vanþekking þeirra á þingstörfum er algjör, enda vilja þeir og ætla að breyta þinghaldi sér í hag. Ásta Guðrún, sem bað Alþingi um hjálp til að skipta sér af laga- setningu pólska þingsins á fóstur- eyðingum, eða þá Birgitta Jóns sem vildi að menntamálaráðherra skipti sér af dómi Ítala yfir mosk- ugjörningnum, þar sem við rudd- umst inn með mosku til fólks, sem engan veginn vildi þetta og sem hefur lagt sig fram um að Fen- eyjar væru moskulausar. Þetta ásamt fleiru segir mér að hér sé á ferðinni vanhæft fólk til að taka ákvarðanir fyrir þjóðina. RÚV hef- ur svo passað upp á að reglulega og oft sé rætt við Birgittu Jóns, sem talar um hugmyndafræði en ekki um raunveruleikann, öllu á að breyta en ekki minnst einu orði á, hvað á að koma í staðinn, og Pí- ratar ásamt vinstra liðinu munu eyðileggja sjávarútveg og land- búnað. Hvenær ætlar Pírötum að skiljast að þjóðin vill ekki nýja stjórnarskrá, eða er þjóðin þessi gargandi 5.000 manna lýður á Austurvelli? Þeir sem vilja í ESB og fá pen- ingafólkið yfir sig kjósa auðvitað Viðreisn og Þor- gerði Katrínu, gefi hún kost á sér. Fékk hún, eða þau hjónin ekki af- skrifað kúlulán? Ég skil ekki Styrmi Gunnarsson sem telur að hún yrði styrkur fyrir Viðreisn, að mínu mati fer hún fram með of mikilli frekju. Já, margt hefur gleymst. Björt framtíð, nei takk, aftur fólk sem vill í ESB og alfarið að opna landið, þau hafa ekki vit á aðgát og efa. Núverandi stjórnarflokkar, því létuð þið undan stjórnarandstöð- unni og þeim sem öskruðu á Aust- urvelli með að hafa kosningar í haust? Hvað varð af lýðræði þeirra sem kusu ykkur, það vantar allan styrk og allt þor. Ekki hugnast mér Eygló Harðar né heldur Unn- ur Brá, en að öðru leyti nokkuð góðir flokkar, nema að hugrekkið vantar. Ég vonast eftir hópi fólks, sem stofna muni flokk sem vill varðveita land og þjóð, sem á að vera fyrsta og síðasta skylda stjórnmálafólks, en ekki hleypa inn á okkur, svona fámenn, alls- konar fólki og gera okkur að þræl- um við að halda uppi stórum hluta þessa aðkomufólks. Til núverandi stjórnarandstöðu, – því skyldi ég bera virðingu fyrir ykkur, þar sem þið misnotið ræðu- stól Alþingis til að niðurníða annað fólk og blaðrið flest mál út af borð- inu, því að þið þykist vita og geta allt betur en allir aðrir, það er lítið um stjórnmál hjá ykkur. Þið eruð fólkið sem dró Geir H. Haarde fyr- ir landsdóm, en tók ekki ábyrgð á eigin afglöpum. En ykkur þótti sjálfsagt að einn maður tæki á sig alla ábyrgð, og á ég svo að treysta ykkur, nei takk. Það er of margs að minnast um svikin loforð og söngur ykkar er svo falskur að ekki er hlustandi á. En kannski vill fólk að landi og þjóð verði stjórnað eins og Reykjavíkurborg, – og aftur segi ég nei takk. Hefur það gleymst? Eftir Stefaníu Jónasdóttur Stefanía Jónasdóttir »Ég vonast eftir hópi fólks, sem stofna muni flokk sem vill varðveita land og þjóð. Höfundur býr á Sauðárkróki. Móttaka að- sendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Nán- ari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins. mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.