Morgunblaðið - 06.09.2016, Page 24

Morgunblaðið - 06.09.2016, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2016 ✝ Kristjana Arn-ardóttir fædd- ist í Reykjavik 28. apríl 1958. Hún lést á líknardeild LSP í Kópavogi 29. ágúst 2016 eftir erfiða baráttu við krabba- mein. Foreldrar henn- ar eru Örn Sævar Eyjólfsson og Vikt- oría Jóhannsdóttir. Kristjana var elst fjögura systk- ina. Systkini hennar eru: Íris Arnardóttir; Jóhann Örn Arn- arson, eiginkona hans er Hjör- dís Blöndal; Vignir Arnarson, eiginkona hans er Dagný Magn- úsdóttir. Eiginmaður Kristjönu er Jakob Örn Haraldsson. Sonur Kristjönu er Örn Sævar Hilm- arsson og sambýlis- kona hans er María Björk Sverrisdótt- ir. Kristjana ólst upp í Kópavogi og bjó þar lengst af ævinnar en bjó síð- ustu ár sín í Þorlákshöfn. Kristjana var matsveinn að mennt og starfaði sem matráður í Kársnesskóla í yfir 20 ár. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 6. sept- ember 2016, klukkan 15. Elsku frænka, „fína frænka“. Ég er búin að setja á mig bleikt naglalakk og er með bolla í hönd. Því manstu, dömur drekka úr bolla. Helst með varalit líka. Gott að einhver kenndi mér, truntu- sólinni, að vera dama. Í hófi þó. Að sitja og hugsa um allt sem við höfum gert og sagt er dásamlegt en um leið líka erfitt. Hugurinn reikar að öllu því sem var eftir. En allir segja að maður eigi að njóta þess sem var. Ég geri það. Mig langaði bara í aðeins meiri tíma, bara smá. Við vorum að kynnast upp á nýtt sem tvær konur, vinkonur. Mér finnst ákveðin tímamót hafa átt sér stað eftir að við fluttum frá Danmörku árið 2012. Kannski er það af því að stuttu seinna fengum við þær fréttir að krabbinn hefði krækt í þig. En ég held að það hafi líka verið aldur og þroski sem leiddi okkur sam- an, nánari en áður. Eftir að þið Kobbi fluttuð til Þorlákshafnar urðu heimsóknirnar fleiri. Ekki að það hafi verið langt yfir fjallið áður. Það var gott að fá ykkur í höfnina. Heimilið ykkar var og er svo fallegt. Öllu sem þú áttir unn- ir þú svo vel, varst stolt og talaðir um það. Mér finnst það svo frá- bært við þig. Þú varst alltaf svo fín og vel til höfð sama hvaða tími dags, krabbi eða enginn krabbi. Hugarfarið þitt í veikindunum var aðdáunarvert. Æðruleysið í fari þínu var ótrúlegt. Jákvæðnin ofar öllu því þú ætlaðir að sigra. Þrautseigjan var mikil. Þú sigr- aðir að vissu leyti því þú barðist af miklum krafti og gafst okkur meiri tíma með þér, til að njóta. Á ákveðnum tímapunkti í ágúst sá ég í fyrsta skipti hvernig þig langaði að berjast meir en bar- áttan var til einskis. Þá var komið að okkur að sýna æðruleysi, hug- rekki og jákvæðni. Að grípa í góðar minningar sem og að búa til nýjar til að safna í bankann okkar. Bankann sem ég ætla aldrei að tæma. Ég hlakka til að segja Dagmar meira frá þér og kenna henni dömutrixin okkar. Baltasar veltir þessu aðeins fyrir sér og við ræðum fallega saman um þig. Nú ertu til í hjarta okkar og huga. Takk fyrir að kenna mér svo ótalmargt á lífið og dauðann, elsku frænka. Ég er þakklát fyrir allar okkar stundir og þakklát fyrir þig. Vonandi ertu búin að skella á þig bleikum varalit á nýj- um stað, lakka neglurnar og sötra einn kaffibolla. Ég drekk þér til samlætis, samt bara te. Við áttum eftir að fara betur yfir kaffidrykkjuna. Elsku Kobbi, Össi, fjölskylda og vinir, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minningin lifa. Krabbinn kom og hulunni svipti Gaf okkur smá von eftir þó nokkur skipti Kampakát Krissa sem ætlaði að vinna Það dugði ekki til, hann hélt áfram að spinna. Um líkamann festist og dró úr þér mátt Hvers þurftirðu eiginlega að gjalda? Á endanum kvaddirðu, vonandi sátt Með hjartað heitt en höndina kalda. Það birti og hann kom eins og hver annar dagur En þessi var í raun þinn síðasti slagur Baráttan búin og brynjan burt Svo ótalmargt sem ég vildi hafa spurt. Ég sakna þín sárt og aldrei þér gleymi Og þakka þér dýrmætar stundir. Passa mun alltaf að í hjarta þig geymi Og minningar þínar verði ávallt á sveimi. (Hugrún Vignisdóttir) Þín Hugrún. Nú þegar sumri er að ljúka og náttúran skartar sinni fegurstu litadýrð kveð ég með sorg í hjarta Krissu vinkonu mína til 55 ára en hún lést að kvöldi 29. ágúst sl. Aldrei bar skugga á vináttu okkar en frá fjögurra ára aldri ól- umst við upp hlið við hlið. Ótal myndir koma upp í hugann um samveru okkar vinkvennanna í gleði og sorg öll þessi ár. Við höf- um síðustu misseri rifjað upp okkar góðu stundir og það sem við upplifðum saman á lífsleið- inni. Trygglynda og hláturmilda Krissa mín, hvað ég á eftir að sakna nærveru þinnar og elsku. Ég læt þessi orð, sem Krissa sendi mér á fertugsafmælinu mínu, segja það sem mun lifa í hjarta mínu. Ég þekki gildi vináttunnar, hver vildi lifa án hennar? Hún er ágæt í meðbyr, ómetanleg í mótbyr. Elsku fjölskylda, við fjölskyld- an vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Halldóra vinkona. Það var eitt kvöld mér heyrðist hálfvegis barið ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið, ég kallað fram og kvöldgolan veitti mér svarð hér kvaddi lifið sér dyra en nú er það farið. (Jón Helgason.) Nú hefur hún Krissa mágkona mín kvatt lífið og er farin og kúrir sig nú blómabrekkunni í Sumar- landinu með bleikt gloss, laus við þann óvelkomna gest sem knúði dyra fyrir rúmum fjórum árum. Krissa var ansi stór partur af minni tilveru síðustu 40 ára og er vont til þess að hugsa nú haldi bara allt áfram án hennar það er næstum óhugsandi. Í auðmýkt og þakklæti hugsa ég til baráttunnar, bjartsýninnar, vonbrigðanna, hlátursins, bros- anna, hlýjunnar, faðmlagsins, umhyggjunnar, matarástarinnar, prjónastundanna, slúðursamtal- anna, rifrildis, sáttar, partíanna, alvörunnar, gleðinnar, draumanna, vináttunnar, og alls annars sem gerði böndin svo mikil, sterk og góð. Já, hér kvaddi lífið dyra en nú er það far- ið. Allt það besta styrki og styðji þá sem áttu í Krissu tryggan og góðan vin og kærkomið skjól. Takk. Hjördís Blöndal. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Guð blessi engilinn okkar hana Krissu og alla hennar ástvini. Dillandi hlátur hennar, kraftur, bjartsýni og lífsgleði mun lifa áfram með okkur. Hvíli í friði, elsku vinkona. Fyrir hönd Skvetta, Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir. Höggvið er skarð í vinkvenna- hópinn. Ein okkar hefur ýtt úr vör fleyi sínu og róið á önnur mið. Með trega í hjörtum okkar stöndum við andspænis sorginni sem hefur hellst yfir okkur. Söknuðurinn er mikill og minn- ingar um góða vinkonu hlaðast upp í hugskotum okkar. Krissa vinkona okkar var ynd- isleg bleik blúnda sem afar auð- velt var að láta sér þykja vænt um. Krissa var fagurkeri – elskaði falleg föt – fallega hluti og góðan mat enda var hún snillingur í eld- húsinu. Það var gott að koma og borða hjá þessari elsku en hún vildi auðvitað að matseldin og undirbúningurinn væri gerður eftir hennar eigin eldhúsreglum og pössuðum við vinkonurnar alltaf vel upp á að fara eftir þeim reglum. Kótelettur í raspi með öllu til- heyrandi var algjör dásemd í eld- húsinu hennar Krissu. Krissa var sannur og góður vinur og ekkert var henni dýr- mætara en að „kíkja“ í heimsókn og spjalla um allt milli himins og jarðar. Ekki fannst Krissu verra ef borin var fram góð kaka og eða súkkulaði með kaffisopanum. Krissa hafði ótrúlega smitandi og dillandi hlátur og ef Krissa byrjaði að hlæja þá gat þessi blúnda ekki hætt. Í minningu okkar stendur þó upp úr að það þurfti hreinlega að stoppa sýn- ingu á Stone Free af því að Krissa byrjaði að hlæja – gat ekki hætt, svo fór allur salurinn að hlæja og að lokum leikarar sýningarinnar. Frábærlega skemmtileg minning. Krissa okkar stóð sig eins og hetja í veikindum sínum. Með bjartsýni, umburðalyndi og ekki síst æðruleysi sigraði Krissa hverja orrustuna á fætur ann- arri. Að lokum höfðu veikindin bet- ur. Fyrir okkur var Krissa sann- kölluð kraftaverkakona. Við sendum Kobba, Össa og fjölskyldum þeirra, foreldrum, systkinum og öðrum ástvinum Krissu, okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Megi minning Krissu fallegu bleiku blúndunnar okkar lifa. Kristjana Arnardóttir Betra er seint en aldrei, kæri vinur. Mig langar að minn- ast þín með örfáum orðum. Kynni okkar hófust á hlaðinu á Skútustöðum fyrir margt löngu. Það var þegar Þorsteinn Kristjánsson var með glímunámskeið fyrir norðan og ég var hans sérlegi fylgdarsveinn. Þá hittumst við í fyrsta sinn og þið tvíburarnir fóruð að sýna mér nýjustu smíði ykkar. Það var fall- byssa sem var svo mikilfengleg að mér leist engan veginn á. Samt ákváðuð þið að hleypa af græj- unni, mér til mikillar skelfingar. Skotið tókst og við lifðum allir af. Síðan leið tíminn og við hitt- umst af og til. Aðallega í keppni eða heimsóknum okkar Víkverja til ykkar norðanmanna. Kafla- skipti urðu í kynnum okkar árið 1972 þegar þú hófst nám í Vél- skólanum í Reykjavík og gekkst í raðir okkar Víkverja. Eins og ég sagði við þig á þinni fyrstu æfingu hjá Víkverja: „Nú ert þú loks kominn til manna!“ Næstu fjögur, fimm árin þar á eftir voru bara snilld, gleði og gaman og oft var þessi tími rifjaður upp. Manstu þegar við félagarnir flugumst á eins og hundar milli glímuviður- eigna? Ekki var nú afleitt að geta minnt þig á búsetu þína á Há- teigsveginum, rósarunna og ann- að fínerí. Þú fluttir aftur norður en komst til borgarinnar af og til þeirra erinda að sópa gólf með glímumönnum. Símtöl okkar á milli voru fjölmörg í kjölfar þess að þú fórst norður. Ýmislegt var ákveðið og margt var brallað. Pétur Vignir Yngvason ✝ Pétur VignirYngvason fæddist 8. apríl 1952. Hann lést 28. júlí 2016. Útför Péturs fór fram 5. ágúst 2016. Hittingur á Dalvík og mögnuð samvera. Á Bakkaflöt þar sem í framhaldinu var farið í laxveiði norð- an Akureyrar og þú kenndir dóttur minni að veiða fyrsta laxinn sinn en hún vildi ekki bíta af honum veiðiuggann þrátt fyrir mikla hvatningu. Þá var farið með skepnuna rakleitt til Gylfa bró á Skútustöðum og þar sem hann var svipaður púki og þú sjálfur fenguð þið stelpuna til að bíta veiðiuggann af því annars yrði laxinn ekki reyktur. Eftir er að minnast nokkurra utanlandsferða er við fórum sam- an. Nokkrar ferðir fórum við til Glasgow og Edinborgar á kelt- nesku keppnismótin. Minnisstæð eru samtöl þín við íslenskar kaupakonur í flughöfnum við- komandi staða eða á götum þess- ara borga. Ekki má gleyma eft- irminnilegri ferð til Trier og sameiginlegri afmælisgjöf til Jóns M. frá okkur. Samvera okk- ar á Bretaníuskaga í Frakklandi er ógleymanleg og frammistaða þín í keppninni sem og heimferð- in. Hægt væri að halda áfram dögum saman að rifja upp sam- verustundir okkar og skrá þær á blað og þá væru samt ónefndar ýmsar frásagnir þínar eins og af norðlenskri gimbrarstíu svo eitt- hvað sé nefnt. Ekki hefði ég trúað því að sunnudaginn 24. júlí síðastliðinn eftir hádegi yrði okkar síðasta samverustund og handartak að lokum þar sem við sátum að spjalli í góða tvo tíma. Kæri fé- lagi, börnum þínum sem og öðr- um aðstandendum sendi ég sam- úðarkveðjur. Hvíl í friði, kæri vinur. Sigurður Jónsson (Siggi Jóns.) FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is KYNNINGAR VERÐ Verið velkomin Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR DANÍELSDÓTTUR frá Bergsstöðum á Vatnsnesi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki sjúkrahússins á Hvammstanga fyrir frábæra umönnun Ingibjargar. . Hjálmar Pálmason, Guðlaug Sigurðardóttir, Gylfi Pálmason, Hólmgeir Pálmason, Ingibjörg Þorláksdóttir, Bergþór Pálmason, Sigrún Marinósdóttir, Ásgerður Pálmadóttir, Svanhildur Pálmadóttir, Sigurður Ámundason, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til vina og vandamanna og allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför AÐALBERGS PÉTURSSONAR sem lést á Dalbæ 15. ágúst. Bestu þakkir til starfsfólks Dalbæjar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, . Sigurlaug Friðgeirsdóttir. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir okkar, HALLDÓR HARTMANNSSON, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 31. ágúst. Útförin fer fram frá Selfosskirkju 10. september klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda, . María K. Jacobsen. Elskaður eiginmaður minn, SVANUR PÁLSSON tölvunarfræðingur, Staðarhvammi 3, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju klukkan 13 föstudaginn 9. september. . Guðný Þorsteinsdóttir og fjölskyldur. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL LÁRUSSON RIST bóndi og fyrrum lögregluþjónn, Litla-Hóli, Eyjafjarðarsveit, lést á heimili sínu þriðjudaginn 30. ágúst. Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 14. september klukkan 13.30. . Kristín Þorgeirsdóttir, Þórður Rist, Lára Jósefína Jónsdóttir, Jóhann Pálsson Rist, Brynhildur Pétursdóttir, Þorgeir Jóhannesson, Ragnheiður Sigfúsdóttir, Margrét Rist, Björgvin Tómasson, Vilhjálmur Rist, Jane Victoria Appleton, Ólöf Rist, Stéphane Aubergy, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.