Morgunblaðið - 06.09.2016, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 06.09.2016, Qupperneq 27
dæmi 1968-71, stúdentasambands VÍ 1982-86 og Stúdentafélags Íslands 1969-70, stjórnarformaður samstarfs- nefndar atvinnurekenda í sjávar- útvegi 1989-93, Fransk-íslenska verslunarráðsins 1990-93, formaður Bresk-íslenska verslunarráðsins 1999-2001 og VSÍ 1992-95. Magnús hefur skrifað greinar í blöð og tímarit um þjóðfélags- og sjávarútvegsmál, var ritstjóri Stúd- entablaðsins 1968 og tímaritsins Eimreiðarinnar 1971-76. Magnús var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1992 og var konsúll Belgíu á Íslandi 2004-2011. „Ég kynntist konunni minni í skát- unum og við erum búin að sigla í gegnum lífið í meira en 50 ár en erum búin að vera gift í 48 ár. Ég hef feng- ist við ýmislegt um ævina og hef verið einstaklega lánsamur með fjölskyldu, samstarfsfólk og vini, sem eru marg- ir, búnir að vera í sambandi frá skóla- árunum. Síðustu rúmlega 20 árin hef ég starfað og búið að mestu erlendis við ráðgjöf í tengslum við sölu og leigu á flugvélum, hreyflum og vara- hlutum. Ég á jörðina Urriðaá á Mýrum og fer vonandi að dvelja þar meira en ég hef gert hingað til.“ Fjölskylda Eiginkona Magnúsar er Gunn- hildur Gunnarsdóttir, f. 2.2. 1946, snyrtifræðingur. Foreldrar hennar: Hólmfríður Einarsdóttir húsfreyja og Gunnar Sigurgeirsson verkamað- ur. Fósturforeldrar Hólmfríðar: Aðalheiður Einarsdóttir aðstoðar- sjúkraþjálfari og Ottó Oddsson verkamaður. Börn Magnúsar og Gunnhildar eru Aðalheiður, f. 19.6. 1969, hönnuður í Reykjavík, gift Sigurbirni Þorkels- syni verkfræðingi, og Gunnar Krist- inn, f. 3.11. 1973, framkvæmdastjóri í Kópavogi, kvæntur Kötlu Kristjáns- dóttur tæknifræðingi. Barnabörnin eru átta talsins, Þorkell Sigurbjörns- son, Magnús Gunnar Sigurbjörnsson, Viktor Sigurbjörnsson, Kristján Gunnarsson, Gunnhildur Sigur- björnsdóttir, Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir, Lilja Guðrún Gunn- arsdóttir og Mist Sigurbjörnsdóttir. Systur Magnúsar eru Valdís Lína Viktoría Gunnarsdóttir, f. 12.2. 1948, hjúkrunarfræðingur, og Kristín, f. 8.5. 1953, skrifstofumaður. Foreldrar Magnúsar: Kristín Valdimarsdóttir, f. 21.5. 1925, d. 3.6. 2012, húsfreyja í Reykjavík, og Gunn- ar Magnússon, f. 25.9. 1921, d. 14.1. 2015, skipstjóri í Reykjavík. Hjónin Magnús og Gunnhildur að kvöldlagi í Hong Kong. Úr frændgarði Magnúsar Gunnarssonar Magnús Gunnarsson Hafliði Jónsson b. á Haugi í Flóa, síðar grafari í Rvík, systursonur Guðmundar Einars- sonar í Miðdal, afa Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, föður Erró og langafa Vigdísar Finnbogadóttur fyrrv. forseta Íslands Vilborg Guðnadóttir húsfr. á Haugi í Flóa og í Rvík Kristín Hafliðadóttir saumakona í Rvík Magnús Jóhannsson skipstj. og fórst með bv. Jóni forseta, búsettur í Rvik Gunnar Magnússon skipstj. á Seltjarnarnesi Margrét Björnsdóttir húsfr. á Borðeyri Jóhann Jón Magnússon húsm. á Borðeyri Auðbjörg Árna- dóttir húsfr. í Rvík og á Ísafirði Árni Ingimund- arson klæðskeri, húsasmiður og bæjarfulltr. á Akranesi Valdimar Jörgensson bifvélavirki Guðrún Hafliðadóttir húsfr. í Rvík Vilborg G. Kristjáns- dóttir fyrrv. ritari hjá forseta Íslands Kristján Jóhannsson rekstrarhagfr. í Rvík Jóhann Magnússon skipstjóri seinna yfirhafnsögumaður í Reykjavík Sverrir Magnússon skipasmiður Ólafur K. Magnússon ljósmyndari á Morgunblaðinu Hafliði Magnússon kjötiðnaðarmaður Jóhanna María Guðmundsdóttir húsfr. í Tjarnarkoti Guðmundur Vigfússon b. í Tjarnarkoti á Stokkseyri Viktoria Guðmundsdóttir saumakona í Rvík Valdimar Árnason vélstj. fórst með bv. Leifi heppna, búsettur í Rvík Kristín Valdimarsdóttir húsfr. í Rvík Oddbjörg Pálsdóttir húsfr. í Auðstungu Árni Þórðarson b. í Auðstungu í Biskupst. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2016 Erla Stefánsdóttir fæddist 6.9.1935 og ólst upp í Reykjavík.Hún var einkadóttir og kjör- dóttir foreldra sinna, Salome Pálma- dóttur, hjúkrunarkonu frá Skálavík og Stefáns Jónssonar, prentsmiðju- stjóra frá Kambi í Reykhólasveit. Árið 1960 giftist Erla Erni Guð- mundssyni tannlækni en þau skildu síðar. Börn Erlu og Arnar eru Sal- óme Ásta, Sigþrúður Erla og Stefán Örn. Erla stundaði nám í Tónlistarskól- anum í Reykjavík og Kennaraskóla Íslands og lauk söngkennaraprófi. Hún starfaði lengst af sem píanó- kennari heima við, í Tónmenntaskól- anum í Reykjavík og við Tónlistar- skólann í Kópavogi. Erla varð þekkt fyrir að sjá heim- inn og náttúruna í alveg sérstöku ljósi, allt frá barnæsku. Hún var virk- ur þátttakandi í Guðspekifélaginu og Sálarrannsóknarfélaginu og hóf að segja frá skynjunum sínum þar, eftir að fjölskyldan flutti heim frá Bergen í Noregi 1976, eftir þriggja ára dvöl þar. Frásagnir Erlu af sýnum hennar af álfum og öðrum duldum náttúru- verum urðu að námskeiðum árið 1982 sem síðan varð kveikjan að félags- skapnum Lífssýn. Á námskeiðunum var farið yfir gerð og þroskabraut mannsins og umhverfi hans í öllum sínum víddum. Hundruð Íslendinga sóttu námskeið hennar og fór hún einnig með hópa til Norðurlandanna. Árið 1993 kom út fyrsta álfakortið af byggðum huliðsheima í Hafnar- firði. Síðar komu út kort af álfa- byggðum á Ísafirði og Akureyri, álfa- kort af Elliðaárdalnum, í umsjá Kolbrúnar Oddsdóttur landslags- arkitekts eftir leiðbeiningum Erlu, og í fyrra kom út kort af orkustöðv- um Íslands. Kortin voru unnin til að auka næmi fólks fyrir náttúrunni, umhverfi, dýrum og duldum vættum. Fyrir áratug kom út bók Erlu, Lífs- sýn mín, þar sem hún segir frá skynj- un sinni af árum fólks og annarri dulrænni reynslu sinni. Erla lést 5.10. 2015. Merkir Íslendingar Erla Stefánsdóttir 95 ára Böðvar Gíslason 90 ára Jóhanna M. Þorgeirsdóttir Ólína Tómasdóttir 85 ára Guðlaug K. Runólfsdóttir Jónas Hallgrímsson Margrét P. Baldvinsdóttir 80 ára Árni Þorsteinn Árnason Grétar Kjartansson Jón Böðvarsson Sigurlín Sesselja Óskarsd. Örn Ingólfsson 75 ára Ása Aðalsteinsdóttir Bolli Magnússon Borghildur H. Florentsd. Elínborg Jónsdóttir Guðm. H. Guðmundsson Sigurbjörn Stefánsson Skafti Þórisson Þórunn Jónsdóttir 70 ára Árni Sigurðsson Björgvin Jónasson Gísla Vigfúsdóttir Guðný M. Guðmundsdóttir Guðrún Ásgeirsdóttir Gunnar Þór Gunnarsson Hjördís Jónsdóttir Jóhann Salómon Gunnarss. Magnús Gunnarsson Rannveig Bjarnadóttir Sesselja Guðjónsdóttir Svana Aðalbjörnsdóttir 60 ára Björn Lúðvík Magnússon Guðjón Sveinn Valgeirsson Guðríður Anna Eyjólfsdóttir Gyða Kristinsdóttir Hilda Gerd Birgisdóttir Hjörtur Márus Sveinsson Margrét Óskarsdóttir Sigrún Hulda Steingrímsd. 50 ára Birtna Björnsdóttir Eiríkur Björn Björgvinsson Elma Vagnsdóttir Helga Bára Magnúsdóttir Hulda Gísladóttir Jorge H.F. Toledano Jónas Jónmundsson Kristín Bogadóttir Kristófer Jacobson Reyes Matthías Skúlason Oddur Kr. Guðmundsson Ólafur Guðlaugsson Sif Þórsdóttir Sigríður Brynja Hilmarsd. Soffía Reynisdóttir Valgeir Harðarson 40 ára Eggert Sæmundsson Elías Árni Jónsson Gísli Steinar Ingólfsson Guðjón Ármann Halldórss. Kristín Andrea Þórðardóttir Lilja Jakobsdóttir Margrét Kolbrún Jónsdóttir Ragnar Hilmarsson Sigurjón Jónsson Valgerður Birgisdóttir Vilhjálmur Þór Arnarsson 30 ára Andrés Garðar Andrésson Aneta Spiewak Ágústa Ýr Hafsteinsdóttir Bryndís Erlingsdóttir Guðmundur Karl Gautason Ingibjörg E. Sigurðardóttir Jón Ágúst Þorsteinsson Sif Jónsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Elías er frá Höfn í Hornafirði en býr í Vest- mannaeyjum. Hann er fjármálastjóri hjá fisk- þurrkuninni Löngu ehf. Maki: Ingibjörg Jóns- dóttir, f. 1969, aðstoð- arskólastjóri í Eyjum. Börn: Hannes Hólm, f. 1995, Jón Kristinn, f. 2001, og Elísa, f. 2004. Foreldrar: Jón Halldór Bjarnason, f. 1949, gull- smiður, og Elísabet Elías- dóttir, f. 1949, d. 2013. Elías Árni Jónsson 40 ára Gísli er Reykvík- ingur, er með MSc.-gráðu í félagsfræði frá London School of Economics og starfar við markaðs- rannsóknir hjá Gallup. Maki: Sesselja Sigurð- ardóttir, f. 1980, lögfr. í utanríkisráðuneytinu. Sonur: Sindri Desay, f. 2003. Foreldrar: Áslaug Gísla- dóttir, f. 1956, og stjúp- faðir er Guðmundur Æ. Jóhannsson, f. 1951. Gísli Steinar Ingólfsson 40 ára Ragnar býr í Reykjavík og er kerfis- fræðingur hjá Annata. Maki: Rósa Kristín Stef- ánsdóttir, f. 1974, bókari hjá Virtus. Börn: Alex Viktor, f. 1994, og Birta Steinunn, f. 1999. Foreldrar: Hilmar Sig- urðsson, f. 1947, við- skiptafræðingur, og Hall- gunnur Skaptason, f. 1948, vinnur í móttökunni í turninum í Smáranum. Ragnar Hilmarsson Eilíft ljósbrot, sígild fegurð Sérfræðingar í demöntum Íslensk hönnun og smíði Laugavegur 61 ︲ Kringlan ︲ Smáralind ︲ Sími 552 4910 PIPA R\TBW A • SÍA jonogoskar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.