Morgunblaðið - 06.09.2016, Page 30

Morgunblaðið - 06.09.2016, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2016 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Ég er með söngvara í langflestum tilvikum og reyni þá alltaf að fá ein- hverja sem eru þekktir og góðir og leyfa fólkinu að hlusta á þetta yndislega fólk ókeypis,“ segir Antó- nía Hevesi píanóleikari en hún stendur að hádegistónleikaröð í Hafnarborg, Strandgötu 34 í Hafn- arfjarðarbæ. Er þetta í fimmtánda sinn sem tónleikaröðin fer fram í Hafnarfirði og Antónía hefur staðið að skipulagningu hennar frá upp- hafi. Hún spilar einnig undantekn- ingalaust undir með þeim lista- mönnum sem koma fram. Tónleikarnir eru fyrsta þriðjudag í mánuði og hefjast kl. 12. Þeir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru opnir öllum á meðan húsrúm leyfir. Húsið verður opnað kl. 11.30. Fyrstu tónleikarnir að þessu sinni fara fram í hádeginu í dag kl. 12 en þar ríður Elsa Waage, messó- sópran, á vaðið og stígur á stokk ásamt Antóníu sem spilar undir á píanó. Yfirskrift tónleikanna er La Diva-la donna eða Dívan - Konan. Byrjendur og Hafnfirðingar „Ég hef það að markmiði að hafa einhvern á hverju ári sem er að stíga sín fyrstu skref í atvinnu- mennsku – mér finnst mjög gaman að sjá seinna að fyrstu opinberu tónleikarnir þeirra hafi verið í Hafnarborg,“ segir Antónía en hún velur klassíska söngvara til að koma fram á hverju ári. „Það er mjög sjaldan sem ég fæ hljóðfæraleikara – mér finnst líka klassískir söngv- arar fá sem minnsta möguleika og svo þróaðist þetta þannig að Hafn- firðingar elska óperur. Ég hef ein- staka sinnum reynt við ljóð en það féll ekki eins vel í kramið,“ segir Antónía en hana grunar að sög- urnar að baki aríunum eigi helst upp á pallborðið hjá tónleikagest- unum. Það er fjölbreyttur hópur söngv- ara sem kemur fram í ár en Bjarni Þór Kristjánsson bassi er næstur og stígur á svið hinn 4. október. Svo kemur Jóhann Smári Sævarsson baritón fram í nóvember og Alda Ingibergsdóttir, sópran og Hafn- firðingur, stígur á stokk í desember. „Ég lít á það sem hálfgerða skyldu og hef gaman að því að koma Hafnfirðingum að – þau eru stolt bæjarbúa á þessu sviði og gaman að vinna með þeim,“ segir hún en markmiðið sé að reyna að auka veg þeirra. Eftir áramót er svo von á Kristjáni Jóhannessyni baritón, Hrólfi Sæmundssyni baritón og Guðbjörgu Tryggvadóttur sópran. Meira en húsrúm leyfir Aðsóknin á tónleikana hefur verið afar góð í gegnum árin. „Ég hef sjaldan fengið undir hundrað manns á tónleikana og oftar en einu sinni á ári kemur það fyrir að aðsóknin er svo mikil að við þurfum að læsa húsinu,“ segir Antónía. Aðspurð af- hverju hún telji áhugann vera svo afgerandi segir hún íslenska tónlist- armenn fyrst og fremst vera fram- úrskarandi. „Það er í fyrsta lagi söngvararnir og í öðru lagi er það Hafnarborg, staðurinn er svo yndislegur og góð- ur andi að fólk finnur að það sé vel- komið – og ég vona að ég spilli ekki fyrir heldur,“ segir hún létt í bragði. „Við Elsa vinnum nú að því að safna saman efni en við erum að undirbúa sýningu í Hörpu í vor – þetta eru fyrstu skrefin hjá okkur,“ segir Antónía en þær hefja tón- leikana í dag á þremur aríum, einni óperettuaríu og tveimur óperu- aríum. Á efnisskránni eru verk á borð við Vilja-Lied úr Kátu ekkjunni eft- ir F. Lehár, Habanera úr óperunni Carmen eftir Bizet og La vie en rose eftir frönsku söngkonuna Edit Piaf. „Það eru allskonar konur sem elska öðruvísi en hinar. Sumar hugsa bara um sjálfar sig á meðan sumar fórna sér og enn aðrar leita að eilífri ást allan tímann — þetta er flóra, hvernig konur elska og okkur fannst mjög spennandi að fara víða í ástarmálum kvenna, á stuttum tónleikum.“ Klassískar óperur í hádegishléinu  Hádegistónleikaröð í Hafnarborg hefst í dag kl. 12 á Strandgötu 34 Morgunblaðið/Þórður Hádegistónleikar Elsa Waage og Antónía Hevesi bjóða upp á tónleikana La Diva-la donna eða Dívan-Konan í dag. Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Við viljum vekja fólk til umhugs- unar um það hvað er í nærsamfélag- inu sem þú getur nýtt þér og átt notalega stund með börnunum þín- um og nýtt laugardagana í stresslausa stund í menningarlegu umhverfi,“ segir Ólöf Breiðfjörð, kynningarstjóri Menningarhús- anna í Kópavogi, en hauststarfi Menningarhús- anna var ýtt úr vör um liðna helgi en boðið verður upp á fjölskyldustundir á laugar- dögum í allan vetur ýmist í Gerð- arsafni, Bókasafni Kópavogs, Hér- aðsskjalasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs eða Salnum. Dagskráin verður fjöl- breytt og sniðin að mismunandi ald- urshópum að sögn Ólafar en allir viðburðir verða gestum algerlega að kostnaðarlausu. „Þetta er það sem vakir fyrir bæjarstjórninni með því að leggja meiri peninga í að efla þetta starf.“ Fyrir fjölbreytta aldurshópa „Þetta gekk vonum framar og mjög áhugasamir gestir sem komu á öllum aldri,“ segir Ólöf en bærinn ákvað að boða til hausthátíðar síð- astliðinn laugardag til að gefa Kópavogsbúum og öðrum smjörþef- inn af því sem væri í vændum í vet- ur. Nú strax í lok september verður boðið upp á dagskrá í Salnum sem hefur yfirskriftina Vísnagull. „Þetta verður stílað inn á börn á aldrinum eins til þriggja ára en tveir tónlistarmenn leiða söng og hljóð- færaleik og gestirnir eru hvattir til þátttöku – krakkarnir fá hristur og trommur í hendurnar og við reyn- um að skapa notalega stemningu,“ segir Ólöf og hvetur alla foreldra, forráðamenn og ömmur og afa til að fjölmenna með krakkana á staðinn. Þá verður einnig boðið upp á upp- lestur á bókasafninu en þegar fer að líða nær jólum verður áherslan á nýjar bækur. „Ævar vísindamaður ætlar til dæmis að vera með upp- lestur úr eigin bók,“ bætir hún við. Stelpum á aldrinum 13-16 ára verður boðið upp á rappnámskeið undir yfirskriftinni „Girl Power“ en það er Tinna Sverrisdóttir, ein Reykjavíkudætra, sem sér um nám- skeiðið. „Hún verður bæði með textaskrif, sviðsframkomu og sjálf- styrkingu,“ segir Ólöf en verið sé að reyna að ná til sem flestra aldurs- hópa. Tenging listar og vísinda Í Tónlistarsafni Íslands verður Bjarki Sveinbjörnsson, for- stöðumaður safnsins, með erindi í byrjun október sem inniheldur tón- dæmi og hljóðupptökur í tímans rás. „Þetta er frekar fræðilegt og því ætlað 10 ára krökkum og eldri en hann hefur áður verið með svona erindi fyrir stálpaða krakka og kemur með alveg rosalega skemmti- leg dæmi af upptökum í gegnum tíð- ina,“ segir Ólöf en hann reyni að sýna krökkunum hvernig upptökur hafa þróast og hve einföld tæknin var í upphafi. „Þetta verður mjög líflegt hjá honum.“ Fjölbreyttar listasmiðjur verða á boðstólum í Gerðarsafni í vetur fyr- ir mismunandi aldurshópa. Þá verð- ur ein tilraunasmiðja í nóvember þar sem tengt verður á milli Nátt- úrufræðistofu og Gerðarsafns. „Það verður listasýning í Gerðarsafni sem heitir Cycle sem tengd verður við þessa flottu sýningu sem er vís- indamiðuð. Það verður tilrauna- smiðja og farið út í Náttúru- fræðistofu til að opna augu krakka fyrir því hvað það er mikil tenging á milli listsköpunar og vísinda.“ Stresslaus menningarstund  Haustdagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi farin á fullt  Ókeypis fjölskyldustund á hverjum laugardegi í vetur Ljósmynd/Þórdís Erla Fjölskyldustund Kópavogsbær stendur fyrir viðamikilli haustdagskrá í menningarhúsum bæjarins í vetur en henni var ýtt úr vör á laugardag. Ólöf Breiðfjörð Varahlutir í flestar tegundir dráttarvéla New Holland, Fiat, Ford, Case, Steyr, Zetor og Fendt Eigum fyrirliggjandi síur í flestar gerðir þessara véla og mikið úrval varahluta. Einnig sérpantanir. Eigum einnig mikið úrval varahluta í gömlu dráttarvélarnar Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður Sími 560 4300 | www.saltkaup.is | saltkaup@saltkaup.is Jólin nálgast, ekki falla á tíma Kíktu á heimasíðunawww.saltkaup.is Auglýstu fyrirtækið á ódýran hátt ... Áprentaðir burðarpokar fyrir fyrirtæki Hafðu samband við sölumann fyrir frekari upplýsingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.