Morgunblaðið - 06.09.2016, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 06.09.2016, Qupperneq 36
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 250. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Lést eftir vinnuslys 2. Selma selur Barmahlíðina 3. „Beið eftir að verða tekið upp“ 4. Rangur fiskur borinn fram »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Camus kvartett leikur á Kex hosteli í kvöld kl. 20.30. Kvartettinn skipa Sölvi Kolbeinsson á saxófón, Rögn- valdur Borgþórsson á gítar, Birgir Steinn Theodórsson á bassa og Ósk- ar Kjartansson á trommur. Á efnis- skránni eru lög eftir m.a. Miles Davis, Herbie Hancock og Thelonious Monk. Aðgangur er ókeypis. Camus kvartett á Kex  Lítil saga úr orgelhúsi eftir Guðnýju Einarsdóttur með tónlist eftir Michael Jón Clarke verður flutt á norrænu kirkjutónlistarmóti sem hefst í Gauta- borg á morgun. Þetta er 21. mótið, en það er haldið á fjögurra ára fresti. Þar koma saman um 1.000 organistar og kirkjutónlistarfólk frá öllum Norður- löndunum. Fulltrúar Íslands í ár eru Lára Bryndís Eggertsdóttir, sem flyt- ur ný íslensk orgelverk, Guðný Einarsdóttir, sem flytur Litla sögu úr orgel- húsi ásamt Bergþóri Pálssyni sögumanni og Barbörukórinn und- ir stjórn Guð- mundar Sigurðs- sonar. 21. mótið að hefjast  Bandaríski víbrafónleikarinn Ted Piltzecker heldur tónleika á Cafe Rosenberg í kvöld kl. 21. Hann var um árabil tón- listarstjóri djasshátíðarinnar í Aspen og hefur leitt eigin sveitir. Með Piltzecker leika á tónleikunum Ólafur Jónsson á saxófón, Guðmundur Pétursson á gít- ar, Gunnar Hrafnsson á bassa og Scott McLemore á trommur. Ted Piltzecker leikur á Rósenberg í kvöld Á miðvikudag Suðaustan 5-10 m/s suðvestanlands, annars hæg- ari vindur. Lítilsháttar rigning eða skúrir. Hiti 8 til 13 stig. Á fimmtudag Austan 5-13 m/s, en norðaustan 8-15 fyrir norðan og austan um kvöldið. Rigning með köflum, hiti breytist lítið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðanátt, víða 8-13 m/s. Dálítil rigning fyr- ir norðan og austan, en léttir til sunnanlands. Hiti 8 til 17 stig. VEÐUR ,,Þegar talið verður upp úr pokanum gæti þetta reynst ansi dýrmætt stig sem við náðum okkur í. Það var líka gott hvernig hinir leikirnir spiluðust. Úkraína á útvelli á ekkert að vera auðveldur leikur en við vitum allir að við getum spilað betur,“ sagði miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson eftir jafntefli Úkraínu og Íslands í Kiev í undankeppni HM karla í knattspyrnu í gærkvöld. » 1 Gæti reynst ansi dýrmætt stig Framarar þurfa á kraftaverki að halda ef þeir ætla að halda sér í Olís-deild karla í handknattleik í vetur. Nýliðar Selfyssinga verða líka í vandræðum og vafasamt er hvort þeir séu nægi- lega sterkir til að halda sér í deildinni. Akureyringar gætu líka lent í botnbar- áttu en Morgunblaðið telur horfur á að þessi þrjú lið hafni í þremur neðstu sætunum. Fyrsti hlutinn af ítar- legri umfjöllun um Íslandsmótið í handbolta er í blaðinu í dag. »4 Erfiður vetur hjá Fröm- urum og Selfyssingum Íslenski hópurinn hefur komið sér fyrir í ólympíuþorpinu í Ríó en í gær fór þar fram athöfn þar sem íslenski hópurinn var boðinn velkominn í þorpið með formlegum hætti eins og tíðkast á Ólympíuleikum og Ólympíu- móti fatlaðra, Paralympics. Mótið verður sett annað kvöld en Kristján Jónsson er í Ríó og skrifar um mótið fyrir Morgunblaðið. »3 Hafa komið sér fyrir í ólympíuþorpinu í Ríó ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Sokkabuxnakonan er komin,“ eru skilaboð sem starfsmenn margra fyrirtækja og stofnana á höfuðborgarsvæðinu fá reglulega send í netpósti og í kjölfarið skoða einkum konur í þessum hópi varninginn sem er í boði hverju sinni. En hver er sokkabuxnakonan? „Ég hef selt konum sokkabuxur í 20 ár og þegar ég byrjaði með mitt eigið fyrirtæki var ég spurð hvað ég kall- aði mig. „Ég er sokkabuxnakonan,“ svaraði ég og benti á að þá vissu allir við hverja væri átt. Þetta er mín vinna og þegar viðskiptavinirnir fara inn á heimasíðuna eða á Facebook sjá þeir mynd af mér og vita að ég er sokkabuxnakonan.“ Hún heitir annars Svava Guðjónsdóttir, hóf störf í heildsölu fyrir 20 árum og vann við það að þjónusta konur og ráðleggja þeim við kaup á sokkabuxum. Hún segir að þegar hún byrjaði í þessu starfi hafi verið lögð áhersla á það að konur væru í starfsmannafötum í ýmsum fyrirtækjum eins og í bönkum og í fluginu og hún hafi komið á beinum samskiptum. Henni hafi boðist að kaupa fyrirtækið fyrir um tveimur árum en þegar ákveð- ið hafi verið að halda því áfram innan fjölskyld- unnar hafi hún stofnað heildverslunina DEN ehf. og haldið áfram á sömu braut. Heimsækir vinnustaði á morgnana og er í búðinni eftir hádegi Svava heimsækir vinnustaði á morgnana og er svo með verslunina í Súðarvogi opna eftir hádegi. „Ég hef myndað góð persónuleg tengsl við við- skiptavini mína, er með stórt tengslanet og með því að heimsækja konurnar reglulega verður þjónustan persónulegri og betri en til dæmis í stórmörkuðum þar sem undir hælinn er lagt hvort hægt sé að fá þjónustu á þessu sviði.“ Svava segir að konurnar komi líka í verslunina og alltaf fjölgi í hópnum. „Öllum konum þykir gott að fá ráðlegg- ingu um kaup á sokkabuxum, liti og fleira. Svona bein þjónusta er almennt ekki í boði í stórmörk- uðum.“ Svava segist leggja áherslu á að bjóða aðeins upp á hágæða vöru á besta verði sem völ er á, á heildsöluverði í beinni sölu. Hún er með sokka- buxur frá Ori, Immagie, Omero, Ibici og Franzoni á Ítalíu og leggur áherslu á að Ítalir séu fremstu sokkabuxnaframleiðendur heims og mjög fram- arlega í tísku og gæðum. „Þetta eru rótgrónir framleiðendur sem hafa bryddað upp á nýjungum eins og því að setja teygjuefni í sokkabuxur.“ Greinilegt er að konur kunna vel að meta þessa þjónustu og þær fá ráðleggingar og svör við öllum spurningum. Fjöldi kvenna á vinnustað hefur mikið að segja með tíðni heimsókna en Svava seg- ist fara allt að fjórum sinnum á ári á sömu staðina. „Þær vita hvað þær fá og geta treyst verðinu,“ segir hún. „Það er allt á hreinu.“ Viðskiptavinirnir eru á öllum aldri, að sögn Svövu. Vöruflokkarnir eru margir og litaúrvalið mikið. Hún segir mikilvægt að fylgjast vel með öllum nýjungum og miklu skipti að láta tísku- strauma ekki fram hjá sér fara. „Ég er alltaf á tánum, en að sjálfsögðu í sokkum,“ segir hún. Sokkabuxnakonan er komin og þá bregðast konurnar við Morgunblaðið/RAX Sokkabuxnakonan Svava Guðjónsdóttir hefur selt konum sokkabuxur í 20 ár.  Svava Guðjónsdóttir hefur selt konum sokkabuxur í tvo áratugi og er með stórt net „Hún er komin,“ segir ein og þá vita allar kon- ur við hverja er átt. Sumar eru greinilega al- veg með á nótunum. „Þetta er svolítið þú,“ segir ein við aðra sem handleikur nýja línu. „Já, ég er ekki fyrir glans, þessir henta mér betur.“ Sokkabuxnakonan bendir þeim á að sportsokkatíska sé í farvatninu. „Ég nenni ekki endilega að vera í tísku,“ segir þá ein gamalreynd og tekur upp einar svartar. „Þessar eru fínar, það losnar um fyrir rass- kinnarnar og þær strekkja á bumbunni.“ Hugsað fyrir rass- kinnum og bumbu SOKKABUXUR VIÐ ALLRA HÆFI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.