Morgunblaðið - 19.09.2016, Side 4

Morgunblaðið - 19.09.2016, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2016 PRAG 22. sept í 4 nætur Netverð á mann frá kr. 66.995 m.v. 2 í herbergi. Hotel Vienna House Diplomat Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Frá kr. 66.995 Helgarferð til ÁÐUR KR. 79.900 NÚ KR. 39.950FL UG SÆ TI FY RI R2 1 áflugsæti m/gistingu Bryddað var upp á mörgu skemmtilegu á laug- ardag þegar haldið var upp á 60 ára afmæli verslunarinnar Kjötborgar við Ásvallagötu í Reykjavík. Listamenn komu fram og gestum og gangandi var boðið upp á grillaðar pylsur og fleira. Fjölmargir mættu á svæðið, enda eiga bræðurnir sem versla í Kjötborg, Kristján og Gunnar Jónassynir, marga trygga viðskiptavini sem telja hverfisbúð í gamla stílnum ómissandi. Hátíð í Vesturbænum í tilefni af 60 ára afmæli Kjötborgar Morgunblaðið/Ófeigur Grillað undir garðvegg við Ásvallagötuna Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Til stendur að leggja hornstein að nýju rannsóknarhúsi á bænum Kár- hóli í Reykjadal í Þingeyjarsveit í næsta mánuði. Húsið er byggt á veg- um sjáfseignarstofnunarinnar Auro- ra Observatory, en að baki henni standa atvinnuþróunarfélögin í landshlutanum og fleiri aðilar. Hlut- verk stofnunarinnar er eignarhald og rekstur fasteigna vegna norður- ljósarannsóknarstöðvar sem heim- skautastofnun Kína – Polar Re- search Institute of China – rekur skv. samkomulagi við Rannís. Rannsóknartæki í skel Nú þegar eru steyptir veggir kjallara og 1. hæðar hússins á Kár- hóli komnir upp – og á næstu vikum verður 2. hæðin reist, það er létt stál- grindarbygging en innan skeljar verða rannsóknartæki. „Núna er keppikefli okkar að ljúka við efstu hæðina og loka bygging- unni í haust þannig að unnt sé að koma upp tækjabúnaði stöðvarinnar. Veturinn yrði þá notaður til vinnu innanhúss svo starfsemi geti hafist næsta vor,“ segir Reinhard Reynis- son, framkvæmdastjóri Atvinnuþró- unarfélags Þingeyinga. Rannsókn- arhúsið er um 760 fermetrar að flatarmáli og er skammt norðan og ofan við bæjarhúsin á Kárhóli. Heimskautastofnunin í Kína rekur áþekkar rannsóknarstöðvar í Noregi og á Suðurskautslandinu. Vísinda- menn sem á hennar vegum starfa hafa m.a. það markmið að efla skiln- ing á samspili sólar og jarðar með því til dæmis að kanna norðurljósin, það er rafskautabylgjurnar sem dansa milli norður- og suðurskauts- ins. Þær íslensku stofnanir sem koma að vísindastafinu eru m.a. Rannís, Raunvísindastofun Háskóla Íslands, Veðurstofa Íslands, Norð- urslóðanet Íslands og Háskólinn á Akureyri. Kínverjar greiða allan kostnað Að sögn Reinhards eru fram- kvæmdir á Kárhóli að fullu fjár- magnaðar en heimskautastofnunin kínverska greiðir allan kostnað vegna fjáfestinga og reksturs. Frágangur á jarðhæð þar sem verður gestastofa og aðstaða til fundarhalda og slíks verður kostaður með öðru móti og er undirbúningur þeirrar fjármögnunar hafinn. Norðurljósastöð senn tilbúin  Samspil sólar og jarðar  Horft til himins í Þingeyjarsveit  Heimskautastofn- unin kínverska fjármagnar uppbyggingu vísindaseturs við Kárhól í Reykjadal Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjadalur Rannsóknarstöðin er með skipslagi og stefnið snýr til norðurs. Meirihluti þeirra sem svöruðu í skoðanakönnun Gallup vill að nýr Landspítali rísi á Vífilsstöðum. Samt segist meirihluti þátttakenda hlynntur því að stjórnvöld láti gera nýja greiningu á staðsetningu. Netkönnun var gerð fyrir sam- tökin Betri spítala. 861 svar barst af 1416 manna úrtaki fólks af öllu landinu og var svarhlutfall 61%. Af þeim sem afstöðu tóku vildu 51,8% þátttakenda að nýr Landspít- ali risi á Vífilsstöðum, 38,5% vildu að hann yrði byggður við Hring- braut. Einnig var spurt hvort fólk væri hlynnt því eða andvígt að stjórnvöld létu gera nýja greiningu á staðsetn- ingu fyrir spítalann. 53,9% þátttak- enda voru hlynnt og 27,7% andvíg. Samtökin Betri spítali segja í til- kynningu að æskilegast væri að þjóðin tæki endanlega ákvörðun, með vandaðri könnun eða þjóðarat- kvæðagreiðslu. „Það er von okkar að þetta mál fái athygli í aðdrag- anda kosninga og að nýtt Alþingi taki málið upp.“ Meirihlutinn vill að nýr spítali rísi á Vífilsstöðum  Skoðanakönnun fyrir samtökin Betri spítala Morgunblaðið/ÞÖK Vífilsstaðir Meirihlutinn vill flytja Landspítalann til Vífilsstaða en jafn- framt að ný greining verði gerð á staðarvali. Kínverskur maður á fimmtugsaldri lést þegar hann varð fyrir bíl á þjóð- veginum á Sólheimasandi í Mýrdal seint á laugardagskvöldið. Maðurinn var í hópi fólks sem var á tveimur bílum sem var lagt í vegkanti skammt frá þeim stað þar sem ekið er að flugvélarflaki á sandinum. Maðurinn gekk út á veginn þar sem bíll kom úr austurátt og varð fyrir honum. Slysið og aðrir málavextir eru í rannsókn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Sendiráð Kína á Íslandi annast samskipti við aðstandendur hins láta í heimalandinu. Kínverskur maður lést í umferðarslysi á Sólheimasandi Að Kárhóli verða gerðar langtíma- mælingar á áhrifum sól- ar á háloftin. „Hver lota í sólvirkninni, þar sem sól- blettafjöldi og gos á yf- irborði sólar eru mismikil, varir í ellefu ár. Vísindamennirnir kínversku vilja ná nokkrum svona lotum svo stöðin fyrir norðan verður þá starfrækt í kannski 30-50 ár,“ segir Gunnlaugur Björns- son, vísindamaður hjá HÍ. Norðurljósabeltið svonefnda liggur þvert yfir Ísland og því hafa stjarnvísindamenn mikinn áhuga á að gera rannsóknir sín- ar hér á landi. 11 ára lotur BELTIÐ YFIR ÍSLANDI Gunnlaugur Björnsson Íslendingur, maður um fertugt, lést þegar bíll valt við bæinn Hamra- enda í Breiðuvík á utanverðu Snæ- fellsnesi aðfaranótt sunnudags. Til- kynning barst lögreglunni fljótlega eftir miðnætti og fóru lögregla og sjúkralið þá þegar á vettvang. Þá var þyrla frá Landhelgisgæslunni kölluð til og flutti hún konu sem var í sama bíl alvarlega slasaða á gjör- gæsludeild á Landspítalanum í Reykjavík. Lögreglan á Vestur- landi er með málið í rannsókn. Eftir slys helgarinnar, það er í Mýrdal og á Snæfellsnesi, hafa nú tólf látist í umferðinni á þessu ári. Í fyrra létust 16. Lést í bílslysi í Breiðuvík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.