Morgunblaðið - 19.09.2016, Síða 11
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Formaður Óttarr Proppé var einn í
kjöri til embættis formanns.
Eva Einarsdóttir varaborgarfulltrúi
var kjörin stjórnarformaður Bjartrar
framtíðar í rafrænni kosningu á árs-
fundi flokksins, sem haldinn var í
Gufunesi sl. laugardag. Hún bar sig-
urorð af Björt Ólafsdóttur sem einnig
bauð fram krafta sína. Óttarr Proppé
var endurkjörinn formaður flokksins.
Þá taka 43 nýir stjórnarmenn sæti í
80 manna stjórn flokksins.
Aukið lýðræði
Nokkrar ályktanir voru sam-
þykktar á ársfundinum, meðal annars
um lýðræði. Það megi til dæmis efla
með reglulegum þjóðfundum.
Í ályktun um landbúnaðarmál
kemur fram sú skoðun að þau kerfi
sem íslenskur landbúnaður býr við
séu bændum hamlandi hvað varðar
framfærslu, frumkvæði og nýsköpun.
Nýgerðir búvörusamningar séu
samningar um gamla Ísland, eins og
tekið er til orða, í andstöðu við sam-
keppni og mikilvæga sátt hags-
munaaðila.
Eva kjörin
nýr stjórn-
arformaður
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2016
Vertu upplýstur!
blattafram.is
VANDINN LIGGUR
OFT HJÁ OKKUR
SJÁLFUM.
SAMÞYKKIR ÞÚ
KYNFERÐISOFBELDI?
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
HB Grandi hf. hefur sent Faxa-
flóahöfnum erindi þess efnis að
fyrirtækið verði eigandi og rekstr-
araðili veitukerfa fyrir skip á at-
hafnasvæði sínu á Norðurgarði á
Granda.
Hafnarstjórn tók málið fyrir á
fundi sínum á föstudag og getur
fyrir sitt leyti fallist á að HB
Grandi hf. eigi og reki veitulagnir
á Norðurgarði að hluta eða öllu
leyti, enda markmið fyrirtækisins
að auka verulega rafmagnsnotkun
og heitt vatn vegna landtengingar
skipa. Gísla Gíslasyni hafnarstjóra
var heimilað að ganga til viðræðna
við fyrirtækið um gerð samnings
um verkefnið.
Í minnisblaði Jóns Þorvaldsson-
ar aðstoðarhafnarstjóra kemur
fram að raforkudreifing til skipa
yrði um lágspennukerfi. Skipin
yrðu hituð með hitaveitu í höfn og
þá yrði gerlegt að útvega nægjan-
lega raforku til þeirra um lág-
spennukerfi. „Fullur vilji og mikill
metnaður er fyrir hendi hjá fyr-
irtækinu í að koma þessu á og lík-
lega yrði verð á raforku og kostn-
aður þeirra við þetta lægri en ef
raforkusalan yrði á vegum hafnar.
Notkun á rafmagni yrði markviss-
ari og hvati til staðar til viðhalds
og endurbóta á kerfinu,“ segir í
minnisblaðinu.
Jón segir í minnisblaðinu að fyrir
liggi að HB Grandi sé að endurnýja
sinn skipastól og hafinn sé undir-
búningur og hönnun á nýjum hafn-
arbakka við Norðurgarð fyrir ís-
fisktogara HB Granda.
Útboð eru hafin
Útboð á stálþili og stagefni fyrir
bakkagerð stendur yfir og miðað er
við að útboð á byggingu hafnar-
bakkans verði um næstu áramót.
Framkvæmdir við bakkagerð, bún-
að og ýmsan frágang standa yfir á
árinu 2017 og fram á árið 2018.
Þessu fylgi að skoða þurfi öll veit-
umál fyrir hafnaraðstöðu og hanna
ný veitukerfi sem uppfylla þarfir
þessara nýju skipa sem nýta munu
hafnaraðstöðuna næstu áratugina.
Jón bendir á að fyrir liggi ný
samantekt um aukna notkun á end-
urnýjanlegum orkugjöfum til skipa
hjá Faxaflóahöfnum. Þar sé bent á
og hvatt til aukinnar notkunar á
innlendum orkugjöfum til þjónustu
við skip í höfnum og ávinning af því
að dregið verði úr útblæstri meng-
unarefna sem fylgja brennslu olíu
við keyrslu ljósavéla skipa.
HB Grandi vill fá heimild til
að reka veitukerfi fyrir skip
Endurnýja skipastólinn Vilja tengja skipin við rafmagn og heitt vatn
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Góð viðbrögð Hafnarstjórn getur fyrir sitt leyti fallist á að HB Grandi hf. eigi og reki veitulagnir á Norðurgarði.
„Við höfum ekki tekið upp svona
könnunarpróf,“ segir Sigurborg
Matthíasdóttir, konrektor Mennta-
skólans í Hamrahlíð, en eins og
Morgunblaðið sagði frá í síðustu
viku er Verslunarskólinn byrjaður
að vera með könnunarpróf í ís-
lensku og stærðfræði. Stjórnendur
skólans byrjuðu á þessu fyrir
þremur árum þegar grunnskól-
arnir hættu samræmdu prófunum
en að mati margra auðvelduðu
samræmdu prófin inntöku nem-
enda í framhaldsskólana.
„Við í Menntaskólanum í
Hamrahlíð ákváðum að vera ekki
með svona könnunarpróf. Við
sjáum svo til þegar nýja nám-
skráin verður tekin upp hvort við
komum könnunarprófum á,“ segir
Sigurborg.
Nú hefur verið talað um ein-
kunnaverðbólgu eftir að sam-
ræmdu prófin voru aflögð, en þið
treystið grunnskólunum? „Við höf-
um ekki reynt annað en að þessum
grunnskólaprófum sé treystandi.
Auðvitað getur komið eitthvað
misræmi upp.
Okkar reynsla er að það er allt-
af einhver munur á milli grunn-
skóla en við sjáum engin skýr
dæmi um að það sé ekki hægt að
treysta námsmati grunnskóla. Við
höfum gert könnun á þessu og í
þeirri könnun virtist vera góð
fylgni á milli grunnskólaeinkunnar
og einkunnar í fyrsta áfanga hjá
okkur.“
Rektor MR vill samræmd próf
„Við myndum vilja sjá samræmd
próf,“ segir Yngvi Pétursson, rekt-
or Menntaskólans í Reykjavík.
„Við höfum ekki tekið upp formleg
könnunarpróf. En við fylgjumst
með nemendum okkar. Höfum ver-
ið að bjóða þeim sem gengur illa
upp á stoðkennslu,“ segir Yngvi.
„Það eru samræmd próf í
grunnskólunum, en ekki með þeim
hætti sem var, þar sem þetta voru
nokkurskonar inntökupróf inn í
framhaldsskólana,“ segir Skúli
Pétursson, sérfræðingur í prófa-
gerð hjá Menntamálastofnun.
„Prófin verða með rafrænum hætti
og eru hugsuð til notkunar innan
grunnskólanna en ekki fyrir fram-
haldsskólana. Þeir mega ekki taka
tillit til þessara prófa við inntöku
nemenda.“ borkur@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Könnunarpróf MH ætlar ekki að
fara að dæmi Verslunarskólans.
Samræmdu prófin
eru með öðrum hætti