Morgunblaðið - 19.09.2016, Síða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2016
✝ ÞorvaldurÓlafsson
fæddist í Stórholti
32 í Reykjavík 11.
ágúst 1944. Hann
lést 11. september
2016 á heimili
sínu Kópavogstúni
5.
Foreldrar hans
voru Ólafur E.
Guðmundsson
húsgagnasmiður,
f. 29. desember 1908, d. 15.
febrúar 1993, og kona hans
Þorbjörg Þorvaldsdóttir hús-
móðir, f. 13. ágúst 1913, d. 17.
ágúst 1993. Þau voru bæði Ön-
firðingar, Ólafur frá Mosvöll-
um en Þorbjörg frá Kropp-
stöðum. Þorvaldur var
næstelstur fimm systkina.
Eldri var Guðmundur raf-
magnsverkfræðingur, f. 1938,
kvæntur Sigurrósu Þorgríms-
dóttur, f. 1947. Yngri voru
Kristín Ágústa, aðjúnkt í leik-
rænni tjáningu við Háskóla Ís-
lands, f. 1949, gift Óskari Guð-
mundssyni, f. 1950, Eggert
tæknifræðingur og rekstrar-
og gæðastjóri hjá Reykjavík-
urborg, f. 1952, kvæntur Sig-
rúnu Þorvarðsdóttur, f. 1960,
og Snjólfur, stærðfræðingur
Þorvaldur lauk stúdents-
prófi 1964 úr stærðfræðideild
Menntaskólans í Reykjavík og
lagði síðan stund á eðlisfræði,
stærðfræði og heimspeki við
Háskólann í Ósló. Þar lauk
hann cand. mag. prófi í þess-
um greinum 1968 og cand.
real. prófi í eðlisfræði 1972.
Frá 1972 til 2009 var Þorvald-
ur kennari við Menntaskólann
við Tjörnina, síðar við Sund,
þar sem kennslugreinar hans
voru eðlisfræði, stærðfræði og
stjörnufræði. Samhliða kennslu
fékkst Þorvaldur við þýðingu
kennslubóka í eðlisfræði og
stjarneðlisfræði handa fram-
haldsskólum og sat í orðanefnd
Eðlisfræðifélags Íslands. Hann
var og prófdómari um árabil
við Háskóla Íslands, Tækni-
skólann og Menntaskólann á
Laugarvatni. Þorvaldur lagði
lengi stund á gönguferðir og
útivist með konu sinni og var
mikill áhugamaður um þjóðleg
fræði. Hann tók saman bók um
ættir og arfsagnir móðurfor-
eldra sinna: „Þorvaldur Þor-
valdson og Kristín Helga Hall-
dórsdóttir á Kroppsstöðum í
Önundarfirði“ sem út kom árið
2012. Þorvaldur bjó mestalla
ævi með fjölskyldu sinni við
Laugateig 39 í Reykjavík. Þor-
valdur greindist með krabba-
mein fyrir rúmu ári og lést á
heimili sínu.
Útför hans verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag, 19. sept-
ember 2016, klukkan 15.
og prófessor við
Háskóla Íslands, f.
1954, kvæntur
Guðrúnu Eyjólfs-
dóttur, f. 1954.
Þorvaldur
kvæntist 30. ágúst
1969 Brynju Jó-
hannsdóttur líf-
eindafræðingi, f.
26. september
1947, og lifir hún
mann sinn. For-
eldrar Brynju voru þau Guð-
rún Jónasdóttir frá Öxney, f.
1914, d. 2007, og Jóhann
Magnús Hallgrímsson, f. 1911,
d. 1982. Börn þeirra Þorvaldar
og Brynju eru þrjú: 1) Þor-
björg myndlistarkennari, f.
1970, dóttir hennar með Ólafi
Guðmundssyni, f.1965, er Ráð-
hildur, f. 2000. 2) Þorgerður
þroskaþjálfi, f. 1972, sambýlis-
maður hennar er Kristján
Ólafur Eðvarðsson, f. 1973, og
börn þeirra Hallgerður, f.
2001, Arngunnur, f. 2005, og
Þorvaldur f. 2011. 3) Gunnar,
grafískur hönnuður, f. 1979,
sambýliskona hans er Elín Vig-
dís Guðmundsdóttir, f. 1985,
og börn þeirra Guðrún Lóa, f.
2013, og Guðmundur Jökull, f.
2016.
Elskulegur tengdafaðir minn
hefur kvatt þennan heim. Okkur
kom einstaklega vel saman frá
fyrstu kynnum. Hann var með
blíða og fallega nærveru og blik
í auga.
Þorvaldur var sannkallaður
bókarinnar maður, víðlesinn og
fjölfróður og ævistarf hans, það
að kenna eðlis- og stjörnufræði,
átti því vel við hann. Eftir að
hann hætti kennslu hélt hann
áfram að miðla þekkingu og
skrifaði m.a. sögu afa síns og
ömmu, merkilega sögu sem mun
fræða og gleðja um ókomna tíð.
Fyrir utan það að hafa fundið
sig í kennslustofunni held ég að
hjarta hans hafi slegið í Galt-
arey á Breiðafirði, en þangað
fóru þau Brynja og börnin á
hverju sumri og tóku iðulega
gesti með. Þar undi hver við sitt,
börnin kynntust fuglalífinu,
sjávarföllum og öðru sem teng-
ist fjölskrúðugu lífi á eynni. Ég
veit að hann hafði gaman af
ýmsu bardúsi barnanna, var t.d.
býsna ánægður með flösku-
skeytið með Eyjafréttum sem
ritað var með krækiberjableki
og fjöður. Ég var svo lánsöm að
eiga margar ógleymanlegar
stundir með fjölskyldunni í Galt-
arey, eyjunni góðu.
Ég á líka fallegar minningar
úr matarboðum, ferðalögum og
ekki síst áttum við margar góð-
ar stundir þetta rúma ár sem
liðið er frá því að hann greindist
með krabbamein. Sérstaklega
minnisstætt er þegar sonur okk-
ar fékk nafnið sitt á túninu hjá
Þorvaldi og Brynju í blíðskap-
arveðri og mér þótti mest til
þess koma þegar Þorvaldur
sagði að sér þætti nafnið virki-
lega fallegt. Mér þótti afskap-
lega vænt um hann. Hann var
blíður, ljúfur, þolinmóður og
ræktarsamur við barnabörnin
sín og það er sorglegt að þau
skuli ekki fá að njóta afa síns
lengur en þau gerðu en ég
hugga mig við það að minning
hans lifir.
Það vinnur enginn sitt dauða-
stríð en Þorvaldur tókst á við
þann kafla í lífi sínu af slíkri
auðmýkt, æðruleysi og styrk að
við, sem vorum svo lánsöm að
vera hluti af lífi hans, sitjum eft-
ir djúpt snortin. Brynja stóð
eins og klettur við hlið hans all-
an tímann og sýndi mikinn styrk
og ást fram á síðustu stundu.
Þorvaldur lifir í hjörtum okkar
og ég trúi því að hann sigli nú
áfram á Gelti II með pípuna sína
á vit nýrra ævintýra. Hann var
fallegur og yndislegur maður
sem mun alla tíð standa nálægt
hjarta mínu og ég mun sakna
hans mikið.
Og svo er hverjum manni, hann á sér
óskaland,
og öldur bjartra vona, sem freyða þar
um sand.
En lífið allt er sigling á villtum
vonaröldum
og vindar eða straumar, sem ráða
hvert við höldum.
(Ólafur Björn Guðmundsson)
Elín Vigdís
Guðmundsdóttir.
Við höfum verið þeirrar gæfu
aðnjótandi í langan tíma að vera
í hópi útvalinna sem á sumrin fá
að njóta lífsins á ævintýraeyju
Guðrúnar Jónasdóttur heitinn-
ar í Galtarey og afkomenda
hennar. Þeir sem til þekkja vita
að þetta er einstakur staður.
Þessi aðgangur að eynni hefur
fengið enn dýpri merkingu í
seinni tíð eftir að börnin okkar
komu í heiminn þar sem þau
hafa notið saman yndisstunda
með frændsystkinum sínum og
bestu vinum. Þorgerður þekkir
þessa eyju betur en við hin.
Hún veit hvar hægt er að finna
hreiður og hvar best er að
krafla í fjörunni eftir spriklandi
lífi. Svo passar hún vandlega
upp á eitt og annað og líkist
pabba sínum.
Það er alltaf sérstök tilhlökk-
un hjá okkur að gægjast í gesta-
bókina í Galtarey og lesa fallega
handskrift Þorvaldar, sem með
einstakri nákvæmni og natni
hefur skráð athugasemdir um
veðurfar og sjávarföll jafnt sem
unnin verk. Í fyrrasumar hittum
við þau Brynju á fagurgerðri
bryggjunni í Galtarey og við
skiptumst á að dásama þennan
stað, sem að sögn Þorvaldar var
jú einstök gæfa að fá að njóta.
Enda þakkaði hann fyrir hversu
vel hann var giftur. Og svo hló
hann þessum fallega smitandi
hlátri með öllu andlitinu, sem
dóttir hans hefur erft.
Handskriftin í gestabókinni
kallar jafnan fram minningar
um þennan vandvirka, vinnu-
sama mann sem var einhvern
veginn alltaf að grúska heima á
Laugateig. Ef ekki við þýðingar,
þá að undirbúa kennslu eða
kennslugögn, eða að grúska í
bókum og ættfræði. Sú iðja skil-
aði sér fyrir nokkrum árum í fal-
legri bók um ættina og stórfjöl-
skylduna sem við nú búum öll
að. Og það var gott að geta leit-
að til hans um hjálp í námi í
gamla daga – þótt stundum
fyndist honum aðeins vera kast-
að til hendinni þegar kom að
skipulagi og vinnusemi hjá okk-
ur sem leituðum hjálpar á síð-
ustu stundu. Það var sömuleiðis
drjúgur skóli í sjálfu sér að fá að
leita í ritgerðir hans og vinnu-
bækur úr menntaskóla, skrifað-
ar með fullkominni rithönd á
fágaðri íslensku um Laxness og
Íslendingasögur.
Þau Brynja voru samheldin
hjón og það var gott að koma á
menningarlegt heimili þeirra á
Laugateignum. Þau stunduðu
útivist saman, fóru á Horn-
strandir áður en það komst í
tísku og einhverri sinni fóru þau
á dansnámskeið og voru viljug
að sýna okkur vinunum árangur
erfiðisins við góðan róm.
Við hittum síðast Þorvald á
nýju heimili þeirra Brynju í
Kópavoginum nú í sumar. Við
gengum með þeim í þessu fal-
lega umhverfi við sjávarsíðuna.
Hann sagði okkur með bros á
vör frá nýafstaðinni ferð í Reyk-
holt þar sem hann gat hitt fólkið
sitt á góðri stund. Okkur var
hins vegar ljóst að líkami hans
var farinn að láta á sjá eftir
þungbær veikindi á síðasta ári.
En hann var líkur sér – frásagn-
arfagur að vanda og áhugasam-
ur um lífið. Við skynjuðum djúpt
þá nærgætni og fallegu um-
hyggju sem umlukti hann í
faðmi fjölskyldunnar sem var
honum svo dýrmæt; lítill nafni á
hlaupum um túnið og nýfætt
barnabarn í fangi.
Elsku Brynja, Þorbjörg, Þor-
gerður, Gunnar og fjölskyldur,
við vottum okkar dýpstu samúð.
Minning um góðan dreng lifir.
Steinunn,
Lilja og börn.
Þorvaldur
Ólafsson
Fleiri minningargreinar
um Þorvald Ólafsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝ Halldór SteinnHalldórsson
fæddist 23. febr-
úar 1983 í Lundi í
Svíþjóð. Hann lést
á deild B-5, Land-
spítalanum í Foss-
vogi, 11. sept-
ember 2016.
Móðir hans er
Anna Björg Hall-
dórsdóttir, læknir,
f. 3. maí 1948.
Móðursystir hans er Halla Sól-
veig Halldórsdóttir, f. 15. júní,
1953. Eiginmaður Höllu er
Sigurjón Högnason, f. 2. mars
1954. Börn þeirra eru Karl, f.
20. desember 1980, og Freyja,
f. 21. október 1988. Eiginkona
Karls er Ines Willerslev Jörg-
ensen, f. 7. júlí 1987. Börn
þeirra eru Baldur, f. 16. mars
2013, og Katla, f. 29. mars
2015. Móðurbróðir Halldórs
var Magnús Ólafur Hall-
dórsson, f. 18. júní 1956, d. 16.
október 2012. Móðuramma
Halldórs var Steinunn Magn-
úsdóttir, f. 13. nóvember 1916,
d. 5. október 1999, og móð-
urafi hans Halldór G. Ólafs-
ingar og sinfóníutónleika
ásamt sýningum Íslensku óp-
erunnar. Hann var meðlimur í
Tjarnarleikhópnum og bjöllu-
kór Tónstofu Valgerðar. Hjá
Valgerði hafði hann verið í
músíkterapíu og píanónámi
frá fjögurra ára aldri. Hann
hafði einnig mikið yndi af
ferðalögum og var góður
ferðafélagi. Með Tjarn-
arleikhópnum fór hann til
Danmerkur á námskeið og
einnig til Brighton síðasta vor,
þá kominn í hjólastól. Með
bjöllukórnum fór hann í tón-
leikaferð til Finnlands. Með
félaga sínum var hann þrjár
vikur á sumarnámskeiði í Mal-
vern, Englandi, á vegum Hins
hússins. Hann ferðaðist til ým-
issa landa með móður sinni,
ýmist ásamt móðurforeldrum
sínum eða vinum móður sinn-
ar. Hann naut þess einnig að
ferðast um Ísland og dvelja í
sumarbústöðum með fjöl-
skyldu sinni og frændfólki.
Hann var mikið hjá afa sínum
og ömmu meðan þau lifðu.
Síðan hefur Halla móðursystir
hans verið honum mikill
stuðningur og einnig vinir
móður hans. Einnig var Eðna
Huldarsdóttir, liðsmaður hans,
góður félagi og vinur.
Útför fer fram frá Hafnar-
fjarðarkirkju í dag, 19. sept-
ember 2016, kl. 13.
son, f. 3. febrúar
1921, d. 28. mars
2001.
Halldór fluttist
heim til Íslands
með móður sinni
haustið 1986 og
bjó hjá henni til
æviloka, lengst af
í Blönduhlíð 6.
Hann gekk í
Öskjuhlíðarskóla
og síðan í sér-
námsbraut Borgarholtsskóla
þaðan sem hann útskrifaðist
2003. Hann lauk 2 ára diplom-
anámi frá KHÍ 2009. Halldór
starfaði nokkur ár sem
aðstoðarmaður í eldhúsi Borg-
arleikhússins, en síðustu ár
var hann starfsmaður í Ási
vinnustofu.
Halldór Steinn var lík-
amlega fatlaður vegna arf-
gengs vöðvasjúkdóms og einn-
ig þroskaheftur af völdum
hans. Líkamlega fötlunin fór
vaxandi, sérstaklega síðustu
ár. Hann naut þó lífsins þrátt
fyrir fötlun sína. Hann hafði
mikinn áhuga á leiklist og tón-
list og sótti reglulega leiksýn-
Dóri er dáinn. Nei, nei, nei.
Það getur ekki verið satt, má
ekki hafa gerst. En jú, þetta er
napur raunveruleikinn og engr-
ar undankomu auðið. Hvernig
gat þetta gerst? Dóri, systur-
sonur minn, sem var á góðum
batavegi eftir vel heppnaða að-
gerð á fæti. Dáinn í svefni sól-
arhring eftir aðgerðina. Hjarta-
stopp. Hann sem var svo hress
daginn áður og hafði það gott
miðað við aðstæður, þegar við
móðir hans heimsóttum hann.
Við spjölluðum m.a. um nýju
íbúðina sem þau mæðginin voru
að fara að flytja í eftir nokkrar
vikur. Þar er aðgengi allt betra
en á núverandi heimili, engar
erfiðar tröppur að ganga. Dóri
velti fyrir sér í hvaða lit hann
vildi hafa nýja herbergið sitt,
komst ekki að niðurstöðu og
mamma hans ætlaði að færa
honum litaspjald daginn eftir.
Það síðasta, sem hann sagði við
mig var að biðja fyrir kveðju til
sonar míns og fjölskyldu hans,
sem búa í Danmörku. Ég ósk-
aði honum góðs bata og átti
ekki von á öðru en að hitta
hann bráðlega aftur; á lífi.
Dóra voru ásköpuð þau örlög
að fæðast með arfgengan sjúk-
dóm sem hafði mikil áhrif á líf
hans, líkamlegan og andlegan
þroska. Hann bjó með móður
sinni allt sitt líf. Hún gerði allt
sem hægt var til að hann öðl-
aðist ánægjulegt og innihalds-
ríkt líf, þroskaðist og gæti notið
sín. Það tókst. Dóri átti gott líf.
Hann naut margs og lærði
margt. Hann var alla tíð bók-
elskur og las sér til gagns og
gamans. Dóri var mjög tónelsk-
ur og voru óperur í miklu uppá-
haldi. Einnig unni hann leiklist
og átti mjög gott með að læra
texta á íslensku og lög. Hann
samdi sjálfur stutt leikrit og
lög. Hann var svo lánsamur að
hafa um tíma vinnu í Borg-
arleikhúsinu. Það átti nú ald-
eilis vel við hann að hitta leik-
ara og sjá leikæfingar. Hann
hafði yndi af að rifja upp það
sem hann hafði lesið, séð og
hlustað á og fylgdu því oft
spurningar um efni verkanna
og hverjir komu að þeim. Dóri
var prúður, viðræðugóður og
oftast ljúfur í skapi.
Með árunum olli sjúkdómur-
inn Dóra sífellt meiri erfiðleik-
um við gang og aðrar hreyf-
ingar. Hann var yfirleitt
æðrulaus yfir hlutskipti sínu,
þrautseigur og vildi svo gjarn-
an geta gert betur. Hann leið
þó fyrir fötlun sína og fann
stundum sárt til vanmáttar og
vangetu.
Dóri var trúaður og heim-
spekilega þenkjandi. Hann velti
iðulega fyrir sér tilvist mann-
anna hér á jörð og hvað tæki
við eftir dauðann. Hann trúði
að líkaminn væri hulstur um
ódauðlega sál sem vonandi lifði
áfram eftir dauðann sem engill
á himnum. Jarðnesku lífi Dóra
er nú lokið. Mikill er missir og
sár er sorg. Minningin um
elsku Dóra frænda lifir í huga
mér. Ég finn sárt til með syst-
ur minni sem nú hefur misst
svo mikið. Einkason sinn og
augastein.
Halla Sólveig.
Það er vonlaust að ætla sér
að fanga Dóra í fáeinum línum;
það vita þeir sem fengu að
kynnast þessum dáðadreng.
Það þýðir til dæmis ekkert að
segja að hann hafi verið ein-
stakur því að það erum við öll.
Hann Dóri var einstaklega ein-
stakur. En hann var líka ein-
staklega heppinn að lenda í
fanginu á henni Önnu Björgu.
Það væri svo auðvelt að
missa sig í lofrullu um móð-
urina sem fórnaði öllu fyrir
fatlaða drenginn sinn en það
gengur bara ekki upp. Hún leit
einfaldlega ekki þannig á málið.
„Ertu ekki þreytt, verðurðu
ekki brjáluð í þessum hávaða
og hvernig geturðu eldað
kvöldmatinn þegar hann er bú-
inn að leggja undir sig alla
pottana og pönnurnar?“ átti
maður til að spyrja þegar ekki
heyrðist mannsins mál. Svarið
var stutt og laggott: „Hvað
meinarðu?“ Svona var þetta út
í gegn – þau voru fullkomið par
til síðustu stundar og öfugt við
venjulegan þankagang freistast
maður til að hugsa að auðvitað
sé það dásamlegt að móðirin fái
að breiða sængina yfir dreng-
inn sinn í síðasta sinn en ekki
öfugt.
Eitt sinn gerði Dóri, sem
alltaf hafði dreymt um að verða
leikari, svakalega uppgötvun:
„Veistu, Gunnar, að þeir taka
ekki þroskahefta inn í Leiklist-
arskólann?“ Hvað gera Danir
þá? „Ætli maður verði ekki
bara að fara í lækninn,“ sagði
okkar maður. Þá heyrðist fram-
an úr eldhúsi þar sem móðirin,
læknirinn, var að skræla kart-
öflur: „Dóri minn, ég er búin að
segja þér að þeir taka ekki
heldur þroskahefta inn í lækna-
deildina.“
Svona var þeirra líf; svo blátt
áfram og sjálfsagt á eigin for-
sendum. Hverjir aðrir en þau
mæðgin hefðu boðið okkur –
eða beðið – að koma endilega á
hjólastóladiskóball í Hafnar-
húsinu á Menningarnótt um
daginn með Pál Óskar í broddi
fylkingar? Hvílík hamingja
þrátt fyrir allt vesenið sem
slíku getur fylgt!
Maður getur næstum grátið
af gleði yfir því að hann Dóri
skuli hafa dáið í svefni en um
leið getur maður orðið verulega
reiður út í almættið sem bauð
honum ekki upp á að flytja með
henni móður sinni í frábæru
nýju íbúðina sem beið þeirra
við lygnan vog og allt svo þén-
ugt fyrir fatlaða.
Já, svona er þetta og áfram
örkum við hin vorn æviveg en
sum okkar eru svo heppin að
hafa kynnst stórkostlegu fólki
eins og Dóra og móður hans.
Og þær voru fleiri konurnar í
lífi Dóra. Það er hún Valgerður
sem hefur séð um tónlistarupp-
eldi drengsins nánast frá vöggu
til grafar með dásamlega
bjöllukórinn þeirra í broddi
fylkingar. Og svo er það hún
Guðlaug María sem hefur ára-
tugum saman látið draumana
rætast í leiklistinni.
Að lokum síðasta minningin
frá því fyrir fáeinum dögum:
Við vorum tvö að horfa á og
syngja hástöfum með Dýrunum
í Hálsaskógi. Skyndilega segir
Dóri: „Er það ekki akkúrat
núna sem þú þarft að fara nið-
ur í þvottahús og taka úr vél-
inni?“ Jú, það var einmitt akk-
úrat og þá sagði þessi elska:
„Ég set bara á pásu því að þú
mátt ómögulega missa af af-
mælissöngnum.“
Já, svona var hann Dóri;
engum líkur og verður enda-
laust saknað. En áfram eigum
við að hans frábæru móður sem
er heldur engum lík og á nú
alla okkar samúð.
Hildur og Gunnar.
Halldór Steinn
Halldórsson
HINSTA KVEÐJA
Útí hvítt fjallið
blámi guðs og augna þinna
og útí hvítt fjallið
og ljós hárs þíns.
(Steinunn Sigurðardóttir)
Með óendanlegum sökn-
uði.
Mamma.
Fleiri minningargreinar
um Halldór Stein Hall-
dórsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.