Morgunblaðið - 19.09.2016, Page 21

Morgunblaðið - 19.09.2016, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2016 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9. Félagsvist, útskurður 1 og frjáls tími í myndlist kl. 13. Árskógar 4 Botsía með Þóreyju kl. 9.30. Zumba gold leiðbeinandi Tanya kl. 10.30. Ganga um nágrennið ef veður leyfir kl. 11-11.40, handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Félagsvist með stjórnanda kl. 13. Bútasaumur Ljósbrotsins kl. 13-16. Myndlist með Elsu kl. 16. Boðinn Bingó kl. 13 og myndlist kl. 13þ Bólstaðarhlíð 43 Leikfimi kl. 10.30 og prjónaklúbbur kl. 13. Bústaðakirkja Samvera í safnaðarheimilinu milli kl.13-16 á miðviku- dögum. Jónas Þórir kemur og spilar fyrir okkur, myndasýning, hug- leiðing og bæn og kaffið góða hjá Sigubjörgu. Allir hjartanlega vel- komnir. Hólmfríður djákni. Dalbraut 18-20 Brids kl. 13. Garðabær Opið og heitt á könnunni í Jónshúsi frá kl. 9.30-16. Með- læti selt með síðdegiskaffinu frá kl. 14-15.45. Vatnsleikfimi kl. 8 og 14. Kvennaleikfimi í Sjálandsskóla kl. 9, stólaleikfimi í Sjálandsskóla kl. 10 og kvennaleikfimi í Ásgarði kl. 11. Brids í Jónshúsi kl. 13. Haustlita- og sælkeraferð FEBG, farið verður frá Jónshúsi kl. 13 og 10 mínútum síðar frá Garðatorgi. Gerðuberg Kl. 9-16 opin handavinnustofa, kl. 9-16 útskurður með leiðbeinanda, kl. 13-14 línudans, kl. 14.30-16.30 kóræfing (áhugasamir velkomnir á æfingu). Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 gler og postulíns- málun, kl. 10.50 jóga, kl. 13 lomber, kl. 13.15 kanasta. Gullsmári Postulínshópur kl. 9, jóga kl. 9.30, ganga kl.10, handavinna og brids kl. 13, félagsvist kl. 20. Hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum. Allir velkomnir! Hraunbær 105 Kaffiklúbburinn, allir velkomnir í kaffi kl. 9. Opin handavinna, leiðbeinandi kl. 9–14. Bænastund kl. 9.30–10. Göngu- hópur kl. 10.30 þegar veður leyfir. Dóra djákni í heimsókn kl. 10–12. Hádegismatur kl. 11.30. Prjónaklúbbur kl. 14. Kaffi kl. 14.30. Hvassaleiti 56–58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8–16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi. Zumbadans og erobik kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30, baðþjónusta fyrir hádegi. Spilað brids kl. 13, mömmuhópur kl. 13, kaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Qigong kl. 6.30. Við hringborðið kl. 8.50, glerlist kl. 9. Myndlist hjá Margréti Zóphoníasd. kl. 12.30, handavinnuhornið kl. 13, félagsvist kl. 13.15, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir í Hæðar- garð óháð aldri og búsetu. Nánar í síma 411-2790. Korpúlfar Hugleiðsla kl. 9 í Borgum, ganga kl. 10 frá Borgum og Grafarvogskirkju, línudans kl. 11, skartgripagerð kl. 13 í Borgum. Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13. Félagsvist kl. 13 í Borgum, en Qigong fellur niður í dag en verður næsta miðvikudag 21. september. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplest- ur kl.11, trésmiðja kl. 13–16, bíó á 2. hæð kl.15.30. Uppl. í s. 4112760. Selið, Sléttuvegi Húsið er opið frá kl. 10–14 en starfsemi verður þó fram til 16. Upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi, gott að koma í spjall og kíkja í blöðin. Hádegismatur kl. 11.30–12.30, félagsvist er kl. 13.15 í umsjón Sesselju og Erlu. Molasopinn er frammi eftir hádegi og vest- ursalurinn opinn kl. 14–16. Allir hjartanlega velkomnir. Skráning í leik- fimi hjá Guðnýju stendur yfir. Seltjarnarnes Gler Valhúsaskóla kl. 9 og 13. Leir á Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga, salnum Skólabraut kl. 11.30. Handavinna , opinn salur Skólabraut kl. 13. Vatns- leikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Ath. Námskeið í bókbandi hefst fimmtudaginn 22. september ef næg þáttaka fæst. Skráning í síma 8939800. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Zumba Gold námskeið kl. 10.30. í Félagsmiðstöðinni Árskógum 4. LeiðbeinandiTanya. Ipad-námskeið kl. 13.30, leiðbeinandi Baldur Magnússon. Danskennsla samkvæmis- dansar kl. 17, línudans kl. 18 og samkvæmisdansar framhald kl. 19, kennari Lizy Steinsdóttir. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Óska eftir Staðgreiðum og lánum út á: gull, demanta, vönduð úr og málverk! Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kost- naðar-lausu! www.kaupumgull.is Opið mán.– fös. 11–16. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 782 8800 Þjónusta Háþrýstiþvottur, sandblástur og veggjaslípun. Öflug tæki - Gott verð S.860 2130 Ýmislegt Vandaðir herraskór úr leðri frá JOMOS Teg: 208204 Herraskór úr leðri, skinnfóðraðir með góðum sóla. Litir: cognac, mokka og svart. Stærðir: 40 - 48. Verð 15.500 Teg: 420408 Einstaklega mjúkir og góðir herraskór úr leðri, skinn- fóðraðir og með góðum sóla. Stærðir: 40 - 48. Verð 19.885.- Laugavegi 178 Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, opið 10–14 laugardaga. Sendum um allt land Erum á Facebook. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Húsviðhald Ríf ryð af þökum og ryðbletta Hreinsa þakrennur fyrir veturinn o.fl. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Til leigu Til leigu nýlegt 285 - 1.000 fm atvinnuhúsnæði í Reykjavík 285 fm bil með allt að 9 m lofthæð, stórar innkeyrsludyr, góð malbikuð lóð, og greið aðkoma. Nánari upplýsingar veitir Sverrir í s. 661 7000 Magnús Ólafsson fæddist í Reykja- vík 12. mars árið 1950. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 11. sept- ember 2016. Foreldrar Magnúsar voru Ólafur Magnússon frá Mosfelli, f. 1. janúar 1910, d. 25. febrúar 1991, og Rósa Sigurborg Jakobsdóttir, f. á Bessastöðum 22. október 1911, d. 18. mars 2001. Systk- ini Magnúsar eru Skúli Þór Kjartansson, sammæðra, f. 1933, d. 2006, Valgerður Ólafsdóttir, f. 1944, og Einar Ólafsson f. 1945. Magnús kvæntist Þórunni Sigurðardóttur, f. 18. ágúst 1955, árið 1979. Börn þeirra eru: 1. Sigurður Jarl, f. 1982, kerfisstjóri hjá Reiknistofnun Háskólans. 2. Lóa Bára, f. 1984, vörumerkjastjóri hjá Cloetta Norge, maki Freyr Pálsson, f. 1984. Börn þeirra eru: a) Magnús Egill, f. 2012, og b) Hildur Sól- ey, f. 2013. 3. Katrín Þyri, f. 1988, sérfræð- ingur hjá Zenter rannsóknum, sam- býlismaður Dennis Lindkvist Ped- ersen, f. 1988. 4. Vala Sif, f. 1992, viðskipta- fræðinemi í BI Norwegian Bus- iness School. Magnús fæddist á fæðing- arheimilinu við Eiríksgötu í Reykjavík. Lengst af bjó hann við Tjarnargötu í Reykjavík ásamt eiginkonu og börnum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1971 og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Há- skóla Íslands árið 1977. Hann sinnti lengst af versl- unarrekstri og rak ásamt eig- inkonu sinni barnavöruversl- unina Fífu í 21 ár. Minningarathöfn um Magn- ús fer fram í Iðnó í dag, 19. september 2016, klukkan 15. Elsku pabbi er látinn. Ég gæti skrifað bók um þennan einstaka mann en verð hér að láta nægja litla grein. Pabbi var enginn venjulegur maður, hann lifði hratt, hann lifði stórt og hafði alltaf mörg járn í eld- inum. Það gerði hann líka undir lokin þegar hann fékk þetta miskunnarlausa krabbamein sem át hann upp á örfáum mán- uðum. Samt hélt hann áfram að dytta að húsinu enda sérlega ósérhlífinn og gat ekki verið þekktur fyrir lélegt viðhald húsa. Hann stóð sig eins og hetja og sýndi einstakt æðru- leysi í veikindunum og virðing- arverða jákvæðni sem mun seint gleymast. Pabbi var einstaklega hjálp- samur maður og hafði tak- markalausa umhyggju að gefa. Hann mátti ekki frétta af nein- um sem vantaði aðstoð við hvers konar verkefni, þá var hann mættur. Í hvert sinn sem við hjónin höfum flutt, heims- horna á milli, hefur pabbi verið snöggur að mæta á staðinn og gera allt spikk og span fyrir okkur. Þessa miklu hjálpsemi var stundum hægt að túlka sem afskiptasemi, en þarna bjó sannarlega undir hrein um- hyggja og velvilji. Hann þjáðist af miklum próf- kvíða á námsferlinum sem við systkinin nutum góðs af, því hann dekraði okkur ótakmark- að þegar við vorum í prófum. Hann bar í okkur allar þær veitingar sem við gátum hugsað okkur og snerist í kringum okk- ur þannig að ég hlakkaði alltaf til prófatarnarinnar. Allt þetta gerði hann á með- an hann ól upp fjögur börn og rak umfangsmikið fyrirtæki. Við pabbi unnum lengi saman í Fífu. Þar ól hann upp sölukonu og prentaði í mig viðskiptavit frá blautu barnsbeini. Foreldr- ar mínir gáfu mér fljótt ábyrgð og krefjandi verkefni sem hafa mótað mig bæði í lífi og starfi. Við áttum margar góðar stund- ir saman í Fífu, mönuðum hvort annað í að panta sterkustu rétt- ina á Núðluhúsinu og það var alltaf stutt í grínið. Enda var hann pabbi minn ótrúlega skemmtilegur maður með ein- staka kímnigáfu. Í mennta- skólapartíunum á Tjarnargötu í gamla daga linntu vinir mínir ekki látunum fyrr en búið að var að sækja mömmu og pabba í partíið, hróka alls fagnaðar. Ég mun ávallt vera þakklát fyrir að hafa fengið þennan frá- bæra pabba, hann hefur verið stoð mín og stytta í blíðu og stríðu, fyrirmynd og góður fé- lagi. Það var ekki spurning að sonur minn skyldi fá nafn þessa merka manns og það er harm- leikur að börnin fái ekki að kynnast afa sínum betur. Nú tekur við líf án pabbaknúsa og tásunuddsins sem gat læknað öll mein. Ósk pabba var að við skyldum njóta lífsins og halda áfram og það munum við gera með trega. Ég tek með mér all- an lærdóminn sem pabbi hefur gefið mér og geymi minninguna um pabbalíus í hjarta mér. Deyr fé deyja frændur, deyr sjálfur ið sama en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. (Úr Hávamálum) Lóa Bára Magnúsdóttir. Við vorum ung og lífið lék við okkur, allt var svo skemmtilegt og spennandi. Við Guðni vorum nýbyrjuð að búa og vorum að halda eitt af okkar fyrstu mat- arboðum. Þórunn systir hafði boðið einhverjum strák með og hún ljómaði af gleði. Við hin vorum spennt að sjá gæjann. Svo birtist hann þegar aðeins var liðið á borðhaldið, fíngerð- ur, með ljóst hrokkið hár og ótrúlega fallegt bros. Hann lék á als oddi, hnyttinn og orðhepp- inn og ekki fór á milli mála að þarna var kominn maðurinn í lífi Þórunnar systur. Þetta voru okkar fyrstu kynni af Magnúsi Ólafssyni sem síðar varð ekki bara mágur okkar og svili held- ur líka okkar besti vinur. Maggi og Þórunn bjuggu sér fallegt heimili að Tjarnargötu 30 í Reykjavík þar sem þau bjuggu lengst af sinn búskap og þar ólu þau upp börnin sín fjög- ur. Mikill samgangur var á milli okkar, við Guðni líka með fjög- ur börn öll á sama aldri og því oft kátt í höllinni. Eftir að við Guðni fluttum til Húsavíkur þurftum við oft að koma í bæ- inn og þá stóð ekki á þeim hjónum að bjóða okkur gistingu eða passa fyrir okkar börnin þegar því var að skipta. Ógleymanlegar eru allar sólar- landaferðirnar sem við fórum saman með öll börnin og úr þeim ferðum eigum við ynd- islegar minningar. Síðar keyptu þau hjónin sér hús í Þýskalandi og dvöldu þar hluta af árinu. Þangað voru allir velkomnir og þau hjón einstaklega góðir gestgjafar. Maggi lá ekki á liði sínu við að keyra okkur um héraðið og sýna okkur fallega staði og segja okkur sögur. Hann hafði mikla næmni fyrir tungumáli og menningu og naut þess að kynnast nýjum siðum. Maggi var mikill hjólagarpur og þau hjón hjóluðu víða um Þýskaland. Við Guðni nutum þess að fá að fara með þeim í slíkar ferðir og auðvitað voru það Maggi og Þórunn sem skipulögðu ferðirnar. Magnús var ekki hár maður vexti en hann var hamhleypa til allra verka. Hann var laghentur og hafði mikið verkvit. Hann sá vel um heimilið og lá ekki á liði sínu við að hjálpa vinum og vandamönnum ef þess þurfti með. Hann hafði yndi af tónlist og hafði fallega söngrödd. Einnig var hann listakokkur og mikill smekkmaður á mat og vín. Maggi var einstaklega skemmtilegur maður og það var gaman að vera í návist hans. Hann átti það til að henda gaman að samferða- mönnum sínum en mest gerði hann þó grín að sjálfum sér. Svo var hann algjör bíladellu- karl, vissi allt um bíla og þá sérstaklega sjaldgæfa gamla bíla enda átti hann nokkra slíka og ekki er hægt að hafa tölu á hversu mörg og skrítin mót- orhjól hann átti um ævina. Maggi var mikill fjölskyldu- maður og hugsaði vel um hag fjölskyldunnar. Hann var ein- staklega góður og umhyggju- samur faðir og góður vinur vina sinna. Eftir óvenju bjart og fagurt sumar tekur að hausta og sunnudagsmorguninn 11. sept- ember kvaddi Magnús þetta líf eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Að þessu sinni varð Maggi að lúta í lægra haldi fyr- ir ofjarli sínum. Eftir sitja Þór- unn og börnin og missir þeirra er mikill og sendum við þeim okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Við söknum góðs vinar. Þyri og Guðni. Magnús Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.