Morgunblaðið - 19.09.2016, Side 22

Morgunblaðið - 19.09.2016, Side 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2016 Elísabet Eyþórsdóttir er á síðasta ári í Tónlistarskóla FÍH ídjasssöngnámi og verður með burtfarartóneika í vor, en áðurhafði hún útskrifast úr kennaradeild skólans. „Á síðasta árinu er fókusinn á að koma upp sínu eigin bandi, vinna efni, útsetja það og skrifa fyrir bandið og vera svo með flotta tónleika um vorið. Ég er að vinna með ótrúlega mörgu frábæru fólki og það er gott að hafa svona gulrót svo maður fari að vinna hlutina en sitji ekki heima og bíði eftir að hlutirnir gerist fyrir mann. Ég er að læra á for- ritið Logic. Svo er pabbi minn að kenna mér á píanó,“ en faðir Elísabetar, eða Betu eins og hún er kölluð, er Eyþór Gunnarsson og móðir hennar er Ellen Kristjánsdóttir svo að Beta á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana. Beta á tvær systur sem eru líka tónlistarkonur og starfrækja þær þrjár hljómsveitina Sísý Ey ásamt raftónlistarmanninum Oculus. Hljómsveitin var að gera plötusamning við breskt útgáfufyrirtæki og fer út að spila í London í nóvember til að kynna efnið. „Það verða gef- in út þrjú lög til að byrja með en svo erum við systurnar líka að taka upp akústískt efni.“ Beta var ekki búin að ákveða hvað hún ætlaði að gera í tilefni dags- ins þegar blaðamaður spjallaði við hana fyrir helgi. „Það er ekki al- veg ákveðið hvað ég geri en ég geri eitthvað skemmtilegt með yndis- legu fjölskyldunni minni og vinum. Ég var að flytja í frábæra íbúð í miðbænum með konunni minni, Önnu Margréti Jónasdóttur, og átta ára syni mínum, Jóhannesi. Það er nóg að gera og lífið er dásamlegt!“ Tónlistarkonan Beta er ásamt systrum sínum og Oculus í hljómsveit- inni Sísý Ey sem var að gera plötusamning við breskt útgáfufyrirtæki. Á fullu í tónlistinni Elísabet Eyþórsdóttir er þrítug í dag S Sigurður Pálsson fæddist í Reykjavík 19.9. 1936 og ólst þar upp. Hann lauk kennaraprófi frá KÍ 1957, söngkenn- araprófi frá KÍ 1957, BA-prófi í kristnum fræðum og uppeldisfræði ásamt kennsluréttindum á fram- haldsskólastigi frá HÍ 1978, emb- ættisprófi í guðfræði frá HÍ 1986 og doktorsprófi í menntunarfræði frá KHÍ 2008. Ritgerðin, Kirkja og skóli, var um stöðu og þróun kennslu í kristnum fræðum og trúarbragðafræðum á Íslandi á 20. öld í samanburði við Danmörku, Noreg og Svíþjóð. Sigurður var kennari við Breiða- gerðisskóla í Reykjavík 1957-69, lögregluþjónn í Reykjavík sumrin 1961-68, skrifstofustjóri hjá Ríkis- útgáfu námsbóka 1969-77, stunda- kennari við MR 1979-82, við KHÍ 1979-2010 og við guðfræðideild HÍ 1994-2010, námstjóri í kristnum fræðum og fíknivörnum við skóla- rannsóknadeild menntamálaráðu- neytisins 1977-84, deildarstjóri námsefnisgerðar hjá Námsgagna- stofnun 1984-86, forstöðumaður námsefnissviðs hjá Námsgagna- stofnun 1987-90, vígðist prestur 1988, var settur sóknarprestur í Hallgrímssókn í tæpt ár og aftur um skeið 1993, framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags 1990-97 og sóknarpestur í Hallgrímskirkju 1997-2006. Sigurður hafði umsjón með endurmenntunarnámskeiðum í kristnum fræðum á vegum KHÍ 1980, 1983 og 1995 og hefur setið í nefndum á vegum menntamála- ráðuneytisins við gerð námskrár í kristnum fræðum og trúarbragða- fræðum og um opinberar aðgerðir gegn ávana- og fíknilyfjum. Hann sat í stjórn Listvinafélags Hall- grímskirkju 1992-97, í stjórn Hins íslenska Biblíufélags 1998-2012 og átti sæti í þýðingarnefnd Gamla testamentisins 1990-2007. Sigurður var kjörinn heiðursfélagi í Hinu ís- lenska biblíufélagi í tilefni af 200 ára afmæli þess 2015. Hann sat í stjórn KFUM í Reykjavík 1974-86 og var formaður 1978-84 og 1985- 86, í samstarfsnefnd kristinna trú- félaga sem fulltrúi þjóðkirkjunnar 1979-84, í stjórn Kristilegu skóla- hreyfingarinnar 1979-82, fulltrúi KFUM, KFUK og Kristilegs stúd- entafélags í stjórn Kristilegra skólasamtaka 1964-78, stjórnandi Æskulýðskórs KFUM og KFUK 1972-78, safnaðarfulltrúi í Nessókn í Reykjavík 1972-77, virkur þátt- takandi í barna- og unglingastarfi KFUM í Reykjavík 1951-72, for- Sigurður Pálsson, fyrrv. sóknarprestur í Hallgrímskirkju – 80 ára Sinnti kirkju og skóla Stórfjölskyldan Sigurður og Jóhanna með börnum, barnabörnum, barnabarnabörnum og tengdabörnum sínum. Akranes Ylfa Orradóttir fæddist 4. janúar 2016 kl. 14.21. Hún vó 3.410 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Telma B. Helgadóttir og Orri Jónsson. Nýir borgarar Sigrún Björk Björnsdóttir og María Sigurðardóttir héldu tombólu á Selfossi. Þær gáfu Rauða krossinum á Íslandi andvirðið, alls 30.154 kr. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Ný sending af Kolibri penslum Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum Vorum aðtaka innfullan gám afSara&Almastrigum WorkPlus Strigar frá kr. 195

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.