Morgunblaðið - 19.09.2016, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 19.09.2016, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Trúir þú á álfasögur? Ef svo er þá eru þeir að stríða þér þessa dagana. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Af einhverri ástæðu langar þig að gera eitthvað öðruvísi í dag, eitthvað sem er frá- brugðið þínum hversdagslegu venjum. Við er- um öll mannleg. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú er kjörið tækifæri til þess að kynna nána vini þína hvorn fyrir öðrum. Farðu vel með það og mundu að hugsa áður en þú talar. Kinkaðu kolli fullur áhuga. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hugsun krabbans er að sumu leyti snilldarleg, en ofhugsun leiðir hins vegar til sljóleika. Láttu það eftir þér að njóta hring- iðunnar á þessum tímamótum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ættir að taka meira tillit til annarra því þú græðir ekkert á því að gera hlutina upp á þitt eindæmi. Líttu á þetta sem hrós og þakklætisvott en haltu þínu striki. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Eitthvað veldur þér áhyggjum í dag og óróleiki gerir vart við sig. Sýndu því öðrum það sama og taktu þátt í þeirra hamingju. Sláðu hvergi af kröfum þínum því þinn tími mun koma. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að sýna vilja til að vera hluti af einhverju. Hugsaðu líka vel um þína eigin vel- ferð. Er hún rétt núna? Hún er tækifæri til að láta dýrmætustu draumana rætast. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sumu fólki finnst mjög gaman að vera á skjön við aðra, en ekki þér. Leitaðu leiða til að bæta aðstæður fjölskyldu þinnar með einhverjum hætti. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Einhver þér náinn virðist á suðu- punkti. Njóttu vinnu þinnar. Ef þú ert hreinn og beinn þarftu ekki að fara á milli staða með kólgubakka yfir höfðinu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú býrð yfir óvenjumiklum styrk þessa dagana. Varastu að láta tilfinningarnar hlaupa með þig í gönur. Allir sem þú talar við munu taka vel í hugmyndir þínar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Sjálfsmynd þín flækist í það sem ástvinirnir eru að fást við. Láttu daginn þinn ganga fyrir öllu öðru. Taktu þinn tíma í skipu- lagningu hans og þér verður alls staðar vel tekið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft að gefa þér tíma til einveru í dag. Leggðu þig fram í þínu litla horni verald- arinnar, fyrr en varir verður þér þakkað fyrir að setja allan heiminn saman. Inn á milli birtast góð ljóð ogskemmtileg á Leirnum. – Sig- urlín Hermannsdóttir skrifaði, eftir að sumri var verulega tekið að halla, að hugur sinn væri væri allur hjá fíflunum núna, einhverra hluta vegna. „Af ljóðafífli,“ kallar hún ljóð sitt: Hugsanir mínar hörfa frá mér inn í kolli ekki tolla fjúka burtu og flögra stjórnlaust sem blásin væri biðukolla. Jarðveg sumar jafnvel finna svolgrar fræin svörðurinn brúni rætur þau festa og renna svo upp sem sólgulur fífill á flötu túni. Samt er eins og sumum finnist að ljóðafífli lítill þarfi þótt bjartur sé og brosi við sólu er skömmin litlu skárri en arfi. Á fimmtudaginn heyrði Hjörleif- ur Hjartarson af bráðaöldrunar- lækningadeild Landspítalans í tíu- fréttunum: Eldra fólki fjölgar allt of geyst menn furða sig – það stappar nærri göldrum En núna virðist gátan loksins leyst: Um landið geisar stjórnlaus bráðaöldrun „Haustlimra með útundansér- hlaupnu innihaldi“ skrifar Páll Ims- land á Leirinn upp úr miðnættinu. „Fjandi yrkið þið flott um haustið. Hér er antiklímax í því samhengi“: Á greinum er laufið allt laust og loptvindar hefja upp raust, hvína og emja á eikunum lemja. Sveimérþá sé ekki haust. Pétur Stefánsson ber sig vel: Þó mig kvelji stundum stress, stríð og allur fjárinn, brölti ég lífið býsna hress og brosi gegnum tárin. Hreinn Þorkelsson gerði þessa athugasemd: Nýkomið haustið mér neitar um frið svo nenn’ ekk’ í kojunni dorma, brosandi legg ég því lag mitt enn við lystuga votviðrisstorma Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af ljóðafífli og stjórnlausri bráðaöldrun Í klípu ÚTFÖR Í KVIKMYNDAGEIRANUM. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÁTTU BORÐ FYRIR TVO NÁLÆGT ÚTGANGINUM?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera óumdeild drottning hjarta hans. ÉG GLEYMI ÞVÍ ALDREI ÞEGAR ÉG RAK HAUSINN UTAN Í. ÉG GLEYMI ÞVÍ ALDREI ÞEGAR ÉG RAK HAUSINN UTAN Í. ÉG GLEYMI ÞVÍ ALDREI ÞEGAR ÉG RAK HAUSINN UTAN Í. REYNDU! HELGA, ÞETTA NÝJA RÚMTEPPI ER KUNNUGLEGT... ÞETTA ER BORÐDÚKURINN! ...OG AÐ SÍLÍKONI SKALTU AFTUR VERÐA. Að fara í barnaafmæli var þaðskemmtilegasta sem Víkverji gerði nú um helgina. Lítill frændi varð níu ára og bauð sínum bestu vin- um og frændfólki í heimsókn. Mamma hans hafði bakað og á borð- um var kakó, kók og kaffi. Hressir peyjar fullir af ómótstæðilegum lífs- krafti léku á als oddi og gáfu sér lít- inn tíma til að vera meðal annarra gesta. Sporðrenndu í sig afmæliskök- unni og hlupu síðan út í fótbolta. Dásamlegt. Svona eiga krakkar að vera! x x x Vinur Víkverja er í 10. bekk grunn-skóla þar sem norræn goðafræði er þema í íslenskunámi vetrarins. Áhugi hans á þessu efni var sann- arlega ekki mikill en svo kviknaði ljós hjá forvitnum strák sem hefur eðlis- lægan áhuga á umhverfi sínu og fer víða um. Honum var bent á að götur á Skólavörðuholti í Reykjavík væru nefndar eftir goðunum; svo sem Fjölnisvegur, Lokastígur, Bald- ursgata og svo framvegis. Nöfn á öðrum götum ekki þarna langt frá væru dregin af sögupersónum Njálu og að í Norðurmýri hefðu stígar og stræti skírskotun til Laxdælu, sem strákurinn las í 9. bekk. Og viti menn; nú eru goðafræði og fornsögurnar orðnar skemmtilegar að mati stráksa. x x x Fyrir nokkrum dögum, seint umkvöld, barst Víkverja, sem var kominn á koddann, kveðja í gegnum símann á Facebook frá góðum félaga og var skipst á skoðunum og spjallað um daginn og veginn. Þetta varði ekki lengi og svo kom að vinurinn vildi fella talið því nú væri flugfreyjan að koma með bakkana og reykinn af réttunum slægi fyrir vit. Víkverji hváði en var til útskýringar svarað því til að línurnar væru skrifaðar í 33 þúsund fetum um borð í þotu Ice- landair á leið til Íslands frá Lund- únum. Þvílíkir tímar og tæki, sagði Víkverji sem lagði frá sér símann og slökkti ljósið á náttborðinu. Lét sig svo svífa inn í draumalandið, en í þeirri vídd tilverunnar hefur hann þó aldrei upplifað eða kynnst tækni eða möguleikum líkum þessum. Einna helst minnir þetta á vísindaskáldsögu en auðvitað toppar veruleikinn alla fantasíu. víkverji@mbl.is Víkverji Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. (Sl. 119.105) HÁGÆÐA FAGVÖRUR Í FÍNA ELDHÚSIÐ ÞITT Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is Verið velkomin í verslun okkar og skoðið úrvalið af áhöldum sem fagmenn, jafnt sem áhugamenn geta ekki án verið í góðu eldhúsi. Í nýrri vefverslun fastus.is er m.a. mikið úrval af alls kyns eldhúsvörum, sem unun er að vinna með! YAXELL HNÍFAR FYRIR KRÖFUHARÐA KOKKA MAUVIEL POTTAR OG PÖNNUR BALLARINI GRANIT POTTAR OG PÖNNUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.