Morgunblaðið - 20.09.2016, Page 2

Morgunblaðið - 20.09.2016, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2016 FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 AFSLÁTTUR 25% KOMDU NÚNA! TEMPUR-DAGAR TEMPUR® HYBRID HEILSUDÝNAN Frumlegasta hönnun TEMPUR til þessa! QUICKREFRESH™ ÁKLÆÐI Rennilás gerir það afar einfalt er að taka QuickRefresh áklæðið af dýnunni og þvo. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ef það hefur verið óheilnæmt neysluvatn hér í hálfan mánuð höfum við áhyggjur af því. Maður veit ekki hvaða áhrif það hefur, sérstaklega á gamalt fólk og veikt,“ segir Ívar Kristjánsson, formaður hverfisráðs Flateyrar. Sýni sem tekið var 31. ágúst reyndist innihalda bæði E.coli- og kólígerla. Íbúarnir voru ekki látnir vita og ekki gripið til annarra ráð- stafana sem skylt er samkvæmt reglugerð. Annað sýni sem tekið var 12. september sýndi að vatnið hafði mengast enn meira af E.coli- og kólí- gerlum. Bærinn lét íbúana ekki held- ur vita um þá niðurstöðu og hefur enn ekki gert. Í kjölfarið var hins vegar farið í að laga mengunarvarnabúnaðinn og geisla vatnið. Gísli Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar, segir sam- skiptaörðugleika hafa valdið því að ekki var brugðist við menguninni með réttum hætti. „En ég myndi alla vega segja að heppnin hafi verið með okkur þar sem mengunin var eftir allt saman lítil og við getum virkilega dregið lærdóm af þessu og komið hlutunum í lag í framhaldinu,“ segir Gísli. Vilja betri upplýsingar Fulltrúar íbúa á Flateyri birtu op- ið bréf til bæjarstjóra og Heilbrigð- iseftirlits Vestfjarða á bb.is í gær. Þar er meðal annars óskað eftir upp- lýsingum um hvernig sýnatöku er háttað og hversu oft hún fer fram. Einnig hvert ferlið er þegar sýni reynast ekki vera í lagi. Jafnframt er vakin athygli á því að Ísafjarðarbær sem á og rekur vatnsveituna hafi ekki upplýst íbúana um niðurstöðu sýnatökunnar. „Okkur finnst eðlilegt að bæjarbú- ar hafi aðgang að upplýsingum um niðurstöðu sýnatöku, bæði þegar vatnið er í lagi og þegar það er ekki í lagi. Það virðist ganga illa að upplýsa fólk um þetta,“ segir Ívar. Hann segir að sumir íbúar treysti ekki vatninu eftir að þetta kom upp og sjóði neysluvatn, sérstklega aldr- að fólk og veikt. Hann segir að ein- hver magapest hafi verið í þorpinu í mánuðinum en segir ekki hægt að fullyrða að það tengist litlum vatns- gæðum. Nýtt sýni hafi verið tekið í fyrradag og niðurstöður úr því séu væntanlegar í dag. Vonast Ívar til að þær staðfesti að vatnið sé komið í lag. Ekki látin vita um mengun  Ísafjarðarbær upplýsti íbúa ekki um saurgerlamengun sem var í neysluvatni á Flateyri í tvær vikur  Byrjað að geisla vatnið og vonast er til að það sé komið í lag Morgunblaðið/Ómar Flateyri Neysluvatn hefur að mestu verið í lagi í þorpinu frá árinu 2009. Að bílaumboð verði í suðurhluta Mjóddar fer ekki saman við aðra starfsemi sem þar er fyrir, svo sem íþróttaaðstöðu og þjónustu fyrir aldraða, segir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, formaður íbúasamtak- anna Betra Breiðholt. Íbúar í hverf- inu funduðu í gærkvöldi í Selja- kirkju vegna þeirra áforma borgaryfirvalda að úthluta bílaum- boðinu Heklu 24 þúsund fermetra lóð í Mjódd fyrir starfsemi sína, en lóðinni myndi fylgja réttur til bygg- ingar stórhýsis. „Mér finnst þetta út úr kortinu miðað við núverandi skipulag Mjóddar. Mér þætti nær að efla íþróttastarfsemi á svæðinu, til dæmis að fleiri íþróttafélög en ÍR fengju þarna aðstöðu fyrir starf- semi sína. Eins og málið lítur nú út smella tannhjólin ekki saman,“ seg- ir Jóhanna Dýrunn. Fundurinn í gærkvöldi var hald- inn að frumkvæði Sveins Hjartar Guðfinnssonar, sem er fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í hverfisráði Breiðholts. „Við vildum að fólk í hverfinu ræddi þetta mál en við erum mjög ósátt. ÍR-ingum var samkvæmt okkar upplýsingum nánast stillt upp við vegg, svo mikil- vægt þótti að Hekla fengi lóðina. Þetta mál er ekki fullrætt og við viljum frekari skýringar frá þeim sem stjórna málum hjá Reykjavík- urborg. Heklureiturinn ætti að vera grænt svæði,“ segir Sveinn Hjörtur. Lóðaúthlutun til Heklu var til umfjöllunar á fundi borgarráðs sl. fimmtudag. Viljayfirlýsing liggur fyrir en afgreiðslu málsins var frestað. Við þetta tilefni lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins svo fram þá tillögu að áður en málið yrði til lykta leitt yrði leitað um- sagnar þeirra sem hagsmuna eiga að gæta í hverfinu, svo sem íþrótta- félaga, íbúasamtaka, fulltrúa hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar og annarra. sbs@mbl.is Mótmæla Heklu í Mjódd Fundur Breiðholtsbúar á fundi um Mjóddarmál í gærkvöldi.  Fundur í Breið- holti  Íbúar eru ósáttir með áformin Heitar umræður fóru fram á Al- þingi í gær um skýrslu meiri- hluta fjárlaga- nefndar um endurreisn bankakerfisins. Umræðurnar byrjuðu með því að Einar K. Guð- finnsson, forseti Alþingis, ávarpaði þingheim við upp- haf þingfundar og sagði það álit sitt að skýrslan teldist ekki skýrsla í skilningi þingskapa. Vísaði Einar þar til þess að skýrsl- an hefði ekki verið tekin til hefð- bundinnar umfjöllunar í fjárlaga- nefnd. Sagðist hann því líta svo á að málið væri enn til umfjöllunar í nefndinni. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu afgreiðslu Einars harð- lega undir liðnum fundarstjórn for- seta og sögðu hana ódýra. Skýrslan hefði verið kynnt sérstaklega á blaðamannafundi sem skýrsla á veg- um fjárlaganefndar. Nefndin og þingið hefðu þannig verið misnotuð. Ólína Þorvarðardóttir, Samfylk- ingu, kallaði á frekari viðbrögð for- seta Alþingis. Katrín Júlíusdóttir, samflokksmaður hennar, sagðist ekki geta skilið Einar öðruvísi en svo að hann væri sammála gagnrýni stjórnarandstöðunnar. Bjarkey Ol- sen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, fór fram á að skýrsl- an yrði dregin til baka. Skýrslan ekki talin skýrsla Einar K. Guðfinnsson  Sala bankanna enn til umfjöllunar á þingi Lögreglan á Blönduósi stöðvaði í gær sjö ökumenn sem voru á yfir 120 km hraða. Sá þeirra sem hrað- ast ók var á 141 km hraða. Að sögn lögreglunnar var sá ökumaður er- lendur ferðamaður og fékk hann 90 þúsund króna sekt fyrir hraðakst- urinn. Þá var einn ökumaður með aftanívagn stöðvaður á 123 km hraða og fékk sá væna sekt fyrir, en hámarkshraði fyrir bíla með aftaní- vagn er 80 km. Á höfuðborgarsvæðinu urðu nokkrar umferðartafir síðdegis í gær þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum í Ártúnsbrekkunni. Sjö yfir 120 km hraða „Krafturinn í merinni var alveg ótrúlegur,“ seg- ir myndasmiðurinn Haraldur Hjálmarsson í Grindavík. Hann var í Skrapatungurétt í Austur- Húnavatnssýslu um helgina þegar bændur í Lax- árdal réttuðu stóð sitt. Meri ein hafði verið dreg- in úr almenningi í dilk en leiddist þar. Spyrnti því fótum og stökk yfir vegg og komst þannig til annarra hrossa. Þessi tilþrif myndaði Haraldur sem var á réttum tíma, stað og stund. Merin náð- ist fljótt aftur svo að þetta brambolt var til lítils. Að öðru leyti gengu réttarstörf vel, veður var gott og fólkið kátt og glatt. Merin spyrnti fótum og stökk yfir vegg Kraftur þegar hrossið var rekið í Skrapatungurétt Ljósmyndir/Haraldur Hjálmarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.