Morgunblaðið - 20.09.2016, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2016
Umræður um lista flokks semskotleyfi er á snýst aðeins um
umbúðir. Ekki innihald. Vef-
Þjóðviljinn undirstrikar þetta:
Aldrei veltirneinn fyrir sér
skoðunum einstakra
frambjóðenda. Það
er fyrst og fremst
þetta með kynið.
Enginn veltir fyrir
sér hvort frambjóð-
endur í efstu sætum
séu frekar til hægri
eða vinstri í flokkn-
um. Enginn veltir
fyrir sér hvort fram-
bjóðendurnir séu
stjórnlyndir eða
frjálslyndir, hvort
þeir hafi ákveðnar
skoðanir á skatta-
málum eða sé næstum sama um
þau, hvort þeir hafi ákveðnar skoð-
anir á einstaklingsfrelsi eða sé
næstum sama um það, hvort þeir
vilji fækka boðum og bönnum eða
hvort þeir vilji auka þau. Ekkert af
slíku er talið upp.
En vandlega er sagt frá því að álistanum séu jafn margar kon-
ur og karlar, ungir og gamlir. Ætli
franskir feministar kjósi Marine Le
Pen af því að hún er kona? Eða get-
ur verið að þeir taki sér frí frá
kynjatalningunni rétt á meðan þeir
taka Hollande fram yfir hana?
Þegar kjósendur velja fólk til að
setja sér og sínum lög og reglur
ættu þeir að velta fyrir sér hvað
hver og einn frambjóðandi sé lík-
legur til að gera, nái hann völdum.
Kynferði hans á ekki að skipta þar
neinu máli.
Hvers vegna ætti róttæk vinstri-kona að vilja Þórdísi Kol-
brúnu Reykfjörð Gylfadóttur frek-
ar en Steingrím J. Sigfússon? Hvers
vegna ætti frelsisunnandi hægri-
kona að vilja Katrínu Jakobsdóttur
frekar en Óla Björn Kárason?“
Katrín
Jakobsdóttir
Aldrei ríður hræsni
við einteyming
STAKSTEINAR
Óli Björn
Kárason
Veður víða um heim 19.9., kl. 18.00
Reykjavík 9 skýjað
Bolungarvík 7 rigning
Akureyri 11 léttskýjað
Nuuk 3 heiðskírt
Þórshöfn 11 léttskýjað
Ósló 20 heiðskírt
Kaupmannahöfn 13 heiðskírt
Stokkhólmur 17 léttskýjað
Helsinki 11 heiðskírt
Lúxemborg 16 skýjað
Brussel 17 rigning
Dublin 14 heiðskírt
Glasgow 15 heiðskírt
London 18 alskýjað
París 17 rigning
Amsterdam 18 skýjað
Hamborg 17 heiðskírt
Berlín 19 skýjað
Vín 17 léttskýjað
Moskva 12 rigning
Algarve 23 alskýjað
Madríd 23 léttskýjað
Barcelona 26 heiðskírt
Mallorca 28 heiðskírt
Róm 22 rigning
Aþena 26 rigning
Winnipeg 18 heiðskírt
Montreal 25 rigning
New York 21 rigning
Chicago 26 heiðskírt
Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
20. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:07 19:36
ÍSAFJÖRÐUR 7:11 19:42
SIGLUFJÖRÐUR 6:54 19:25
DJÚPIVOGUR 6:36 19:06
REKJAVÍK: Krókháls 16 | AKUREYRI: Lónsbakka | sími 568-1500 | www.thor.is
Steypuvíbratorar
Steypuvíbrator M2000
1,7 kW, 6,4 kg. 17.500 pr/mín
Steypuvíbrator M3000
2,3 kW, 8,4 kg. 16.500 pr/mín
Fáanlegir hausar
35 mm og 45 mm
Fáanlegir barkar
3, 4 og 5 metrar
WACKER NEUSON umboðið á Íslandi
Birgir Jakobsson landlæknir er
vanhæfur til að fjalla opinberlega
um barkaígræðsluna á Karólínska
sjúkrahúsinu. Þetta segir Tómas
Guðbjartsson, yfirlæknir og pró-
fessor, sem sendi frá sér yfirlýs-
ingu í gær vegna umfjöllunar um
barkaígræðslu-
málið svonefnda
og greinir frá
því að þungbært
sé að vera end-
urtekið borinn
tilhæfulausum
ásökunum.
Eins og fram
hefur komið í
fjölmiðlum hefur
síðastliðið ár
staðið yfir rann-
sókn á fjórum plastbarkaíg-
ræðslum sem læknirinn Paolo
Macchiarini framkvæmdi á Karól-
ínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi.
Fyrsti sjúklingurinn sem fékk
ígræðslu var sendur til meðferðar
á Karólínska frá Íslandi, en sá
hafði sjaldgæfa tegund krabba-
meins sem ekki var hægt að með-
höndla frekar á Íslandi. Á Karól-
ínska komust læknar að þeirri
niðurstöðu að plastbarki væri eini
möguleikinn til lækningar, að öðr-
um kosti væri líknandi meðferð
eina úrræðið. Ákvörðun um
ígræðslu hefði verið tekin af
sænskum læknum í samráði við
sjúklinginn þar sem hann lá á Kar-
ólínska. Það segir Tómas hafa ver-
ið gert án þess að haft væri sam-
band við sig eða aðra lækna hér
heima.
Forstjóri Karólínska þegar
ítalski læknirinn var ráðinn
Nýlega var Birgir Jakobsson
landlæknir í viðtali við Fréttatím-
ann um þetta mál og þar telur
Tómas Guðbjartsson réttu máli
hallað. Það hafi til dæmis verið
krabbameinslæknar á Landspítala,
sem fyrst höfðu milligöngu um að
sjúklingnum yrði vísað á Karól-
ínska þegar þá þraut ráð. Birgir
varpi einnig fram þeirri spurningu
hvað læknar sjúklingsins, þar með
talinn Tómas, hafi vitað um árang-
ur þegar haldið var málþing í Há-
skóla Íslands ári frá aðgerðinni.
Birgir láti jafnframt að því liggja
að ákvarðanir um næstu aðgerðir
hafi verið teknar vegna framburð-
ar lækna um að sjúklingnum hefði
liðið vel. Á málþinginu hafi komið
skýrt fram að ýmis vandkvæði
hefðu fylgt aðgerðinni, svo sem
endurteknar sýkingar. Þetta hafi
ekki verið neitt leyndarmál.
Tómas segir það gera Birgi van-
hæfan í þessu máli að hann var
forstjóri Karólínska sjúkrahússins
í Stokkhólmi þegar læknirinn
Macchiarini var ráðinn þangað til
starfa og þegar fyrstu barka-
ígræðsluaðgerðirnar voru gerðar.
Greinir Tómas í yfirlýsingunni frá
því að fyrir aðgerðina á manninum
sem kom frá Íslandi hafi Birgir
beðið sína menn að yfirfara mála-
vexti, enda höfðu forsvarsmenn
Sjúkratrygginga Íslands þá tjáð
Birgi að stofnuninni væri óheimilt
að greiða fyrir tilraunameðferð.
Því hafi Birgir skrifað undir
samning um að Karólínska greiddi
fyrir tilraunahlutann.
Vangaveltur úr
lausu lofti gripnar
„Á sama tíma lá sjúklingurinn
inni á Karolinska og því hefði ver-
ið auðvelt fyrir lækna þar að
skoða sjúklinginn og meta alvar-
legt ástand hans. Vangaveltur um
að við, íslenskir læknar, höfum
sagt ósatt um ástand sjúklingsins
fyrir aðgerðina, eða eftir hana, eru
því algjörlega úr lausu lofti gripn-
ar,“ segir Tómas og bendir á að
Birgir gangist við því í viðtalinu
við Fréttatímann að vera vanhæf-
ur til að stýra íslenskri rannsókn-
arnefnd í málinu. Á sama tíma fari
hann í fjölmiðlum frjálslega með
staðreyndir sem flæki rannsókn
málsins.
Telur landlækni
vera vanhæfan
Tómas sendi frá sér yfirlýsingu
Tómas
Guðbjartsson