Morgunblaðið - 20.09.2016, Side 10

Morgunblaðið - 20.09.2016, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2016 Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 www.kemi.is - kemi@kemi.is Fyrir börn - Fyrir fullorðna - Fyrir fagmenn SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Samkomulagið um samræmt og sveigjanlegra lífeyriskerfi, sem und- irritað var í gær milli samtaka opin- berra starfsmanna, ríkisins og sveit- arfélaganna, er einhver viðamesta breyting í lífeyrismálum sem samið hefur verið um á íslenskum vinnu- markaði. Lífeyrisréttindi verða sam- ræmd og jöfnuð hvort sem launafólk starfar á opinberum eða almennum markaði. Viðamikill hluti samkomu- lagsins kveður svo á um að ríki og sveitarfélög skuldbindi sig til að vinna að því að launamunur á milli opinbera og almenna vinnumarkað- arins verði jafnaður. Tryggt á að vera að núverandi sjóðfélagar haldi óskertum réttind- um þrátt fyrir breytingarnar. Ávinnsla lífeyrisréttinda í opinberu sjóðunum verður aldurstengd eins og gildir á almenna vinnumarkaðin- um en ekki jöfn eins og verið hefur. Þá verður lífeyristökualdurinn hækkaður úr 65 ára aldri í 67 en nú- verandi sjóðfélagar eiga þó að halda óbreyttum réttindum og geta eftir sem áður farið á eftirlaun 65 ára, ef þeir svo kjósa. Halli heyrir sögunni til Sá viðvarandi tugmilljarða halli sem hefur verið um langt árabil á A- deildum bæði Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins og Brúar, lífeyris- sjóðs starfsmanna sveitarfélaga, heyrir sögunni til því hið opinbera greiðir hann upp í samræmi við sam- komulagið sem náðst hefur. Í A- deild LSR er uppsafnaður halli nú um 57 milljarðar, að því er fram kom í máli Bjarna Benediktssonar fjár- málaráðherra eftir undirritunina í gær. Hann sagði það vera „gríðarleg tíðindi og tímamót“ að heildarstaða A-deildar lífeyrissjóðanna kæmist í jafnvægi eftir framlög hins opinbera auk þess sem þeir yrðu sjálfbærir. Bakábyrgð ríkisins og sveitarfé- laganna á réttindum í A-deildum sjóðanna verður afnumin og hið op- inbera leggur til háar fjárhæðir til að tryggja að réttindi sjóðfélaganna verði sambærileg fyrir og eftir breytinguna. Niðurstaðan varð sú að heildarútgjöld ríkis og sveitarfélga munu þegar allt er talið nema um 130 milljörðum króna en þá ber að hafa í huga að samsvarandi upphæð hefði væntanlega að óbreyttu fallið til yfir lengri tíma vegna bakábyrgð- arinnar. Þetta skiptist þannig að rík- ið leggur lífeyrisaukasjóði A-deildar LSR til 91,3 milljarða kr., fara 57 milljarðar í að eyða halla A-deild- arinnar, 10 milljarða framlag kemur til vegna breyttra forsendna um dánarlíkur og 24,4 milljarðar vegna hækkunar á lífeyristökualdri úr 65 í 67 ár. Sveitarfélögin leggja 28 millj- arða í lífeyrisaukasjóð A-deildar Brúar en samkvæmt samningi ríkis og sveitarfélaga felst í framlagi rík- issjóðs yfirtaka á hlut sveitarfélag- anna í skuldbindingum þeirra í A- deild LSR sem nemur 20,1 milljarði. Fram kom við undirritunina í gær að framtíðarskuldbindingar sjóð- anna teljist með þessari aðgerð að fullu fjármagnaðar. Sjóðfélögum í lífeyrissjóðum opinberra starfs- manna verða tryggð sambærileg réttindi og þeir hafa nú með fram- lagi hins opinbera til að mæta ófjár- mögnuðum framtíðarskuldbinding- um eins og fyrr segir. Tryggt á að vera að rekstur sjóðanna verði að fullu sjálfbær til framtíðar. Lykilforsenda vinnu við Salek Inn í samkomulagið er byggður sérstakur varúðarsjóður til þess að auka traust á yfirfærslunni, að sögn Bjarna. Það varð að samkomulagi að hann yrði rétt um 10 milljarðar. ,,Ef forsendur sem við höfum gef- ið okkur vegna lífeyrisaukans reyn- ast ekki réttar, þá er hægt að sækja í sjóðinn,“ sagði hann. Nýja lífeyr- iskerfið á að taka gildi 1. janúar nk. Bjarni segir að samningarnir sem undirritaðir voru í gær séu ásamt Salek-samkomulaginu stærsta fram- lag vinnumarkaðarins á síðari tím- um til stöðugleika til framtíðar litið. ,,Það hefur legið fyrir að þetta væri lykilforsenda þess að hægt væri að halda áfram vinnu á grundvelli Sa- lek-samkomulagins. Nú hefur þessu verið rutt úr vegi.“ Hann sagði að markmið sam- komulagsins væri að lífeyriskerfi landsmanna verði fullfjármagnað og sjálfbært, ,,að við séum með sam- ræmt lífeyriskerfi og af hálfu rík- isins hefur vinnan að verulegu leyti snúist um að sýna fram á að við gæt- um hrint þessu þannig í framkvæmd að réttindi sjóðfélaga í A-deildum LSR og Brúar verði jafn verðmæt fyrir og eftir breytinguna.“ Mismunurinn á gildandi réttind- um og réttindum í nýju kerfi skal bættur árlega og kom fram í máli Bjarna að munurinn yrði reiknaður jafnt og þétt þannig að þess yrði gætt fyrir hvern starfsmann að hann verði jafnsettur fyrir og eftir breyt- inguna. ,,Jafnvel svo að menn fari í að reikna það á mánaðarlegum grunni og svo erum við með var- úðarsjóðinn þarna til hliðar, sem hefur 20 ára líftíma.“ „Gríðarleg tíðindi og tímamót“  Víðtækt samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda  Sjálfbært kerfi  Bakábyrgð heyri sögunni til  Ríkissjóður leggur A-deild LSR til 91,3 milljarða  57 milljarðar fara í að eyða uppsöfnuðum halla Morgunblaðið/Eggert Undirritun Forystumenn Sambands íslenskra sveitarfélaga, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og for- menn BSRB, BHM og KÍ skrifuðu undir samkomulagið um breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna. Athöfnin fór fram í Hannesarholti í gær. Forystumenn BSRB, BHM og Kennarasambands Íslands undir- rituðu samkomulagið við ríkið og sveitarfélögin í gær en um 35.000 manns greiða í lífeyrissjóðina sem það tekur til. Samtökin hafa lagt áherslu á að tryggt sé að sjóð- félagar halda óskertum réttindum með breytingunum í lífeyrismálum sem samið var um. Þá leggja for- svarsmenn opinberu samtakanna mikla áherslu á þann hluta sam- komulagsins sem fjallar um að launamunur á milli opinbera og al- menna vinnumarkaðarins verði jafnaður. „Það er sameiginleg stefna full- trúa launagreiðenda og bandalaga opinberra starfsmanna að laun og önnur kjör á opinberum vinnu- markaði séu samkeppnisfær. Þetta gildir einnig um laun og kjör fé- lagsmanna sem hefja störf í nýju aldurstengdu kerfi,“ segir í um- fjöllun BHM og í ályktun trún- aðarmannaráðs SFR er því fagnað að nú sé loks, eftir margra ára við- ræður, komið samkomulag um breytingar á lífeyrismálum á vinnumarkaðinum. „Við þessar breytingar tekst nú loks að tryggja opinberum starfs- mönnum launaskriðstrygginguna sem við höfum lengi barist fyrir. Það þýðir að ef launaskrið verður á hinum almenna markaði, þá mun það einnig skila sér til opinberra starfsmanna. Í samkomulaginu var einnig samið um að á næstu árum mun eiga sér stað jöfnun launa á milli opinberra markaðarins og þess almenna. Þessi tvö ákvæði sem varða launaþáttinn eru op- inberum starfsmönnum mjög dýr- mæt […],“ segir þar m.a. Lýsa sig óbundna Stjórn Landssambands lög- reglumanna gagnrýnir hins vegar samkomulagið harðlega í ályktun í gær. „Stjórnin lýsir vanþóknun sinni á þessum vinnubrögðum og telur sig óbundna af undirritun- inni. Málið er enda langt í frá að vera tilbúið til undirritunar þar sem margir endar eru óhnýttir í þessari vinnu,“ segir í ályktuninni. Fullyrt er að framtíðar-lífeyris- réttindi nýrra starfsmanna verði skert, starfsævin lengd og ábyrgð vinnuveitenda á LSR afnumin „án þess að niðurstaða hafi fengist í það hvað komi í staðinn og á hvern hátt laun milli opinbera og al- menna vinnumarkaðarins verði jöfnuð“. Launamunurinn verður leiðréttur  LL mótmælir samkomulagi harðlega Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vék að fjár- mögnun framlaga ríkis og sveitarfélaga vegna sam- komulagsins um lífeyrismálin í gær. Ekki væri þörf á að auka skuldir ríkissjóðs í teljandi mæli vegna þessara ráðstafana. Fjármögnun ríkisins verður með þrennu móti: Framselja á eignir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, ríkið mun láta af hendi reiðufé og loks verður staðið að framlögunum með útgáfu ríkisskuldabréfa. Fjármögnun sveitarfélaga felst í skuldayfirlýsingu til langs tíma. ,,Við höfum lagt upp með það að lágmarka nýjar lán- tökur og á einföldu máli þá er ríkið að fjármagna framlögin með þrenns konar hætti, nokkurn veginn í jöfnum hlutföllum á milli þess að framselja eignir til LSR, nánar verður greint frá síðar hverjar þær verða. Ríkið ætlar líka að lækka sjóðsstöðu sína hjá Seðlabankanum sem er mjög rífleg og þannig láta af hendi reiðufé, en um það bil að einum þriðja hluta verður ráðist í útgáfu ríkisverðbréfa,“ sagði Bjarni. Framselja eignir til LSR FJÁRMAGNA Á FRAMLÖG RÍKISINS MEÐ ÞRENNU MÓTI Bjarni Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.