Morgunblaðið - 20.09.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2016
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Ámeðan ég var að prjóna komeitthvað yfir mig. Mig lang-aði til að gera samkvæmis-kjóla úr íslensku ullinni,“
segir Aðalbjörg Jónsdóttir prjónalista-
kona þegar hún rifjar upp hugmyndina
að fyrsta prjónakjólnum sem hún
hannaði og prjónaði og varð hátísku-
vara á áttunda og níunda áratug síð-
ustu aldar. Aðalbjörg á ekki í erfið-
leikum með að rifja upp ferilinn þrátt
fyrir árin 99 ára en hún verður 100 ára
15. desember enda er hún eldhress,
stálminnug og stórglæsileg í þokkabót.
Aðalbjörg prjónaði af fingrum
fram undurfína samkvæmiskjóla, út-
prjónaða í fjölbreyttum mynstrum, og
eru þeir orðnir á annað hundrað. Þeir
voru hátískuvara og sýndir á tískusýn-
ingum hér heima og víða erlendis.
Vígdís Finnbogadóttir, forseti Íslands,
er á meðal þeirra kvenna sem skörtuðu
kjólum Aðalbjargar á opinberum vett-
vangi en í þeim hópi voru einnig þekkt-
ar óperusöngkonur.
Saga Aðalbjargar er nú komin á
bók og nefnist Prjónað af fingrum
fram: undurfínir handprjónaðir við-
hafnarkjólar úr íslenskri ull. Höfundur
hennar er sagnfræðingurinn Kristín
Schmidhauser Jónsdóttir. Í bókinni er
greint frá fáguðu handverki og list-
sköpun Aðalbjargar sem er samofin
lífshlaupi hennar og minningum.
Listrænt handbragð
Prjónakjólana hannaði Aðalbjörg
alla sjálf og einnig prjónaði hún hvern
einasta kjól sjálf enda treysti hún
sjálfri sér best til verksins. Það tók
hana mánuð að prjóna einn kjól sem
var úr eingirni. Flestir kjólanna voru í
sauðalitunum eins og voru þá í tísku.
Ferill Aðalbjargar sem prjóna-
listakonu hófst á áttunda áratug síð-
ustu aldar þegar hún prjónaði peysur
úr eingirni fyrir verslunina Íslenskan
heimilisiðnað. Aðalbjörg fór fljótlega
að breyta peysunum, prjóna öðruvísi
hálsmál og víkka ermarnar eftir eigin
höfði. Gerður Hjörleifsdóttir versl-
unarstjóri var ekki lengi að koma auga
á fágað og listrænt handbragð Aðal-
bjargar og unnu þær náið saman í ára-
tugi.
Fyrsti kjóllinn sem Aðalbjörg
prjónaði var sauðsvartur að lit með síð-
um ermum og var sýndur á Norrænu
heimilisiðnaðarþingi í Reykjavík árið
1977. Kjóllinn var sýndur víða og
markar hann upphaf á ferli hennar
sem prjónalistakonu. Þessi Norrænu
heimilisiðnaðarþing voru alla
jafna vel sótt og voru merkur
viðburður. Á þessum tíma
störfuðu í Norræna heimilis-
iðnaðarsambandinu samtök
Íslands, Danmerkur, Nor-
egs, Finnlands og Svíþjóðar
og seinna Færeyja og hald-
in voru þing á þriggja ára
fresti til skiptis í lönd-
unum.
Viðþolslaus að
prjóna brúðarkjól
Hugmyndaauðgi
og mikil sköpunarþörf
hefur alla tíð einkennt
Aðalbjörgu. Áður en
hún sneri sér að því að
prjóna undurfína við-
hafnarkjóla rak hún
eigin saumastofu og
saumaði fallega sam-
kvæmiskjóla skreytt-
um perlum og pallíett-
um. Hún var þekkt
fyrir fallega kjóla og vandaðan frá-
gang. Aðalbjörg hefur alla tíð haft
gaman af kjólum. „Ég fletti aldrei
tískublaði svo ég sé ekki spennt að
skoða kjóla,“ segir hún og brosir. Fljót-
lega eftir að hún var búin að skapa
fyrsta prjónakjólinn var hún staðráðin
í að prjóna brúðarkjól. Hugmyndin
kom til hennar um hvítasunnuhelgi og
því var ekki hægt að komast í búð og
útvega garn í fljótheitum. „Ég var svo
spennt. Það var ekkert eðlilegt. Ég var
búin að reikna þetta allt út,“ segir Að-
albjörg og ljómar við tilhugsunina.
Hún var viðþolslaus og fannst tíminn
lengi að líða þessa helgi því hún gat
ekki hafist strax handa. Á þessum tíma
þurfti hún fyrst að bera hugmyndina
upp við Gerði en sýningarnefnd ákvað
hvaða munir skyldu vera á sýningu Ís-
lensks heimilisiðnaðar.
„Ég var gallhörð á því að mig
langaði að gera þetta. En samt fannst
mér þetta vitleysa. Ég sagði við Gerði
þegar ég hringdi í hana og bar upp
hugmyndina að mig langaði að biðja
hana um að segja nei við því sem ég
ætlaði að segja,“ segir hún og hlær í
senn að kappi og efasemdum sem
bærðust innra með henni á þessum
tíma.
Brúðarkjóllinn varð að veru-
leika og er stórglæsilegur með
slóða. Hann er í eigu Íslensks
heimilisiðnaðar og vakti mikla athygli
á sýningu.
„Það er aldrei hægt að tala
við þig þú ert alltaf að telja“
Allar teikningar af kjólunum
rissaði Aðalbjörg upp og reiknaði
út sjálf og engu mátti skeika, en
þess má geta að lykkjurnar í
hverjum kjól eru um 500. Hún
skoðaði ýmsar prjónaupp-
skriftir en bjó til sitt munstur
á kjólana eftir eigin höfði. „Þegar ég
var búin að ákveða hvaða munstur ég
ætlaði að hafa þurfti að reikna út
hversu margar lykkjur færu í hvert
mynstur. Ég var aldrei með neinar
uppskriftir. Ég var með sentímetra-
málið, kunni margföldunartöfluna og
það dugði mér,“ segir hún.
Kjólarnir, mynstur og form áttu
hug hennar allan. „Mamma sagði
stundum við mig; „Það er aldrei hægt
að tala við þig, þú ert alltaf að telja.“
Þetta er sannleikur og hluti af lífi mínu
eftir að ég byrjaði að prjóna kjólana,“
segir hún og hlær og bætir við: „Það
var svo skrýtið að klukkan fimm á
nóttunni þegar ég vaknaði var heilinn
alveg á fullu að skapa næsta kjól. Þá
var ég best vakandi.“
Frágangurinn á prjónakjólunum
var ekki síður mikilvægur. Þegar Aðal-
björg hafði lokið við að prjóna kjólinn
þvoði hún hann úr mildu sápuvatni,
skolaði vel og strekkti á blauta frauð-
gínu en með því fékk hún endanlegt
lag á kjólinn. Þá kom léttleiki íslensku
ullarinnar í ljós. Kjóllinn varð fjaður-
magnaður og léttur en spennan hélst
samt í ullinni.
Einkasýning á Kjarvalsstöðum
Aðalbjörg hélt áfram að prjóna
kjóla og á árunum 1977-1987 tók hún
þátt í fjölmörgum sýningum. Árið 1982
var hún með einkasýningu á kjólunum
á Kjarvalsstöðum. „Einar Hákonarson
listmálari sagði við mig að ég þyrfti að
koma með kjólana á Kjarvalsstaði.
Mér datt ekki í hug að það tækist
nokkurn tíma. Það mátti búast við því
að það yrði ekki gert því yfirleitt var
ekki verið með prjónlesi þar. Þetta
„Ég var svo spennt,
það var ekkert eðlilegt“
Fallegir samkvæmiskjólar úr íslenskri ull voru hátískuvara á 8. og 9. áratug síðustu
aldar sem Aðalbjörg Jónsdóttir prjónalistakona hannaði og prjónaði sjálf. Bók um
líf og list Aðalbjargar er nýkomin út. Hún á ekki í erfiðleikum með að rifja upp fer-
ilinn þrátt fyrir árin 99 sem verða brátt 100 enda eldhress og ern með eindæmum.
Samkvæmiskjólar Einkasýning Aðalbjargar á Kjarvalsstöðum árið 1982.
Forseti Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, klæddist kjól Aðal-
bjargar í opinberri heimsókn til Danmerkur og hitti Margréti drottningu.
Svefn og svefnvenjur ungra barna
verða til umræðu í menningarhúsinu
Spönginni í dag, þriðjudaginn 20.
september, kl. 14-15.
Fátt er mikilvægara foreldum með
ung börn en að þau nái að sofa vel.
Hluti af góðum svefni er að skapa
heilbrigðar svefnvenjur og er reglu-
festa mikilvæg í því sambandi.
Ingibjörg Leifsdóttir, svefnráðgjafi
á Barnaspítala Hringsins, fræðir um
svefn ungra barna og segir frá því
hvaða svefnvenjur hafa reynst for-
eldum bestar í gegnum tíðina. Ingi-
björg situr í teymi um svefnvanda
barna og hefur því mikla reynslu af
ráðgjöf við fjölskyldur á því sviði.
Foreldrar með ung börn eru
hvattir til að mæta og spyrja Ingi-
björgu um allt sem þeim liggur á
hjarta varðandi svefn og svefnvenjur
barna sinna.
Svefnráðgjafi ræðir við fólk í Spönginni
Svefnvenjur ungra barna
Morgunblaðið/Ernir
Svefn Fátt er mikilvægara en góður
og reglulegur svefn ungra barna.
Gunnar Hersveinn, rithöfundur og
heimspekingur, og Birta Björnsdóttir
blaðamaður verða í heimspekikaffi í
menningarhúsinu Gerðubergi í Breið-
holti miðvikudaginn 21. september
kl. 20 þar sem rætt verður um Friðar-
menningu og fréttir.
Vald fjölmiðla er víðtækt, efni
þeirra og framsetning hefur óumdeil-
anleg áhrif á skoðanir fólks og hegð-
un stjórnvalda. Gunnar segir m.a. frá
muninum á hefðbundnu vopnahléi
sem oft er talin lausn og friðarmenn-
ingu og Birta Björnsdóttir blaðamað-
ur veitir innsýn í aðferðir fréttamiðla,
ábyrgð þeirra og gerir grein fyrir
reynslu sinni af fréttaskrifum um
átök sem standa yfir um þessar
mundir.
Heimspekikaffi í Gerðubergi
Friðarmenning
og fréttir
Heimspekikaffi Gunnar Hersveinn
og Birta Björnsdóttir ræða við gesti.