Morgunblaðið - 20.09.2016, Side 13

Morgunblaðið - 20.09.2016, Side 13
Morgunblaðið/Ófeigur Listakona „Ef ég væri yngri væri ég vís með að byrja aftur,“ segir Aðalbjörg Jónsdóttir prjónalistakona. tókst og var afskaplega skemmtilegt,“ segir hún dreymin á svip. Þegar þarna er komið sögu var hún orðin 64 ára og að komast á ellilíf- eyrisaldur. Á sýningunni, sem fékk lof- samlega dóma voru um 40 kjólar, allir frábrugðnir hver öðrum bæði í formi og litavali. Í heildina voru kjólarnir sem hún skapaði yfir 100 talsins. „Ef ég væri yngri væri ég vís með að byrja aftur en nú er ég orðin svolítið gömul,“ segir hún hress í bragði og viðurkennir að Elli kerling sé aðeins farin að klípa í sig. Hún klípur létt í hægri öxl sína til að leggja áherslu á mál sitt. „Ég hugsa stundum hvað ég eigi að gera núna þegar þetta ár er liðið og ég byrja á nýrri öld. Það verður að vera eitthvað létt og skemmtilegt. Ætli ég fái nokkuð einhverja dellu úr þessu,“ svarar hún sposk spurð hvort hún sé með eitthvað á prjónunum. Hún nefnir skírnarkjóla, pils og sjöl svo fátt eitt sé nefnt sem hún hefur prjónað síðasta áratuginn. Í miðju spjalli snar- ar hún sér fram og nær í pils og sjal sem hún prjónaði fyrir nokkrum árum. Fjólublátt að lit og að sjálfsögðu fór hún ekki eftir uppskrift heldur reikn- aði allt út í huganum. Aðalbjörg er list- ræn og skapandi. Hún söng lengi í kór og hefur alla tíð málað töluvert og haldið myndlistasýningar víða. Dugnaðarforkur sem gefst ekki upp „Á svona löngum tíma kemur margt fyrir sem er sorglegt og allt það. Ég sagði við sjálfan mig einn daginn að ef ég ætlaði að gefast upp gæti ég hvorki hjálpað sjálfri mér né öðrum. Það er bara þannig. Ég hef verið dug- leg. Ég held að það hafi hjálpað mér í lífinu. Svo er ég líka léttlynd, þú veist að við sem erum í bogmannsmerkinu erum það,“ segir hún og brosir eins og sólin til blaðamanns, sem getur ekki annað en jánkað því hann er líka bogmaður. Aðalbjörg lifir eiginmann sinn og þrjú börn sín en þau eignuðust sjö börn og eru fjögur á lífi. Ættboginn er orðinn stór; 17 barnabörn og yfir 40 langömmubörn og barnabarna- barnabörnin eru líka orðin nokk- ur. „Mér þykir svo vænt um þessa bók, annars hefðu kjólarnir mínir aldrei komist á blað,“ segir hún einlæg að lokum. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2016 Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. | Eiðistorgi 17 | 170 Seltjarnarnesi | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100 Missið ekki af áhugaverðum þætti um starfsemi Securitas og viðtali við stjórnendur 3ja dótturfyrirtækja Securitas hf. Hringbraut næst á rásum 7 (Síminn) og 25 (Vodafone) ATVINNULÍFIÐ ÁdagskráHringbrautar í kvöld kl. 22.00 Heimsókn til Securitas – síðari hluti í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 22.00 í kvöld. • Servio: Eðalbílaþjónustan sem þjónar stórstjörnum sem heimsækja Ísland Ökuferð í lúxusbifreið af gerðinni Mercedes Benz S-350 L Geymslur hf.: Þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga í tæp 15 ár Arctic Track: Flotastjórnun með háþróuðum ökuritum semmæla aksturshegðan „Mér fannst svo sárt að ekkert hafði verið gert við þessa sögu. Hún hefði fallið í gleymskunnar dá ef þetta hefði ekki verið tek- ið saman. Sagan hennar er of merkileg til þess en þáttur Að- albjargar er mikilvægur í menn- ingar- og tóvinnusögu okkar. Tilgangurinn með bókinni er líka að sýna hvernig hún vann úr ullinni svo aðrir geti fengið hug- myndir og haldið áfram að skapa nýtt úr íslensku ullinni,“ segir Kristín Schmidhauser Jónsdóttir um tilurð bókarinnar. Leiðir Kristínar og Aðalbjargar lágu saman um tíma í Íslensk- um heimilisiðnaði, en Kristín hefur sjálf haldið sýningar á handverki sínum. „Ég dáðist alltaf að kjólunum hennar, forminu og snitt- inu á þeim. Það var ekki auð- velt að ná því.“ Einstakt form og snitti DÝRMÆT SAGA Kristín Schmid- hauser Jóns- dóttir Juan Pablo Mora, prófessor í málvís- indum við Háskólann í Sevilla á Spáni, heldur fyrirlestur í Háskóla Ís- lands á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungu- málum. Fyrirlesturinn fer fram í dag, þriðjudaginn 20. september, kl. 16-17 í stofu 102 í Gimli í Háskóla Íslands og ber yfirskriftina „Teaching Intro- duction to Linguistics using active learning methodologies: an experi- ence from the University of Sevilla“. Juan Pablo Mora er þekktur fyrir nýstárlega kennslufræði í tungu- málakennslu þar sem nemendur sjálfir eru meiri þátttakendur í nám- inu sínu og leysa fjölbreytt verkefni. Þessi kennsluaðferð hefur gefið góða raun og vert er að kynna sér aðferðir hans í tungumálakennslu. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Reynsla frá Spáni Morgunblaðið/Kristinn Nám Tungumálanám er dýrmætt. Kennslufræði málvísinda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.