Morgunblaðið - 20.09.2016, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2016
20. september 2016
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 114.95 115.49 115.22
Sterlingspund 150.02 150.74 150.38
Kanadadalur 87.29 87.81 87.55
Dönsk króna 17.211 17.311 17.261
Norsk króna 13.863 13.945 13.904
Sænsk króna 13.401 13.479 13.44
Svissn. franki 117.13 117.79 117.46
Japanskt jen 1.1286 1.1352 1.1319
SDR 160.35 161.31 160.83
Evra 128.24 128.96 128.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 159.3505
Hrávöruverð
Gull 1315.05 ($/únsa)
Ál 1560.0 ($/tonn) LME
Hráolía 46.31 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Íslandsbanki hefur ráðið alþjóðlega
ráðgjafafyrirtækið Corestar Partners,
ásamt fyrirtækjaráðgjöf bankans, til
ráðgjafar í tengslum við mótun fram-
tíðarstefnu um eignarhlut bankans í
Borgun. Íslandsbanki á 63,5% hlut í
Borgun og er félagið flokkað sem dótt-
urfélag bankans.
Corestar Partners sérhæfir sig í fyr-
irtækjaráðgjöf á sviði greiðsluþjónustu
og er með starfsstöðvar í Sviss og
Þýskalandi. Í tilkynningu frá Íslands-
banka segir að möguleg niðurstaða
ráðgjafarvinnunnar verði að bankinn
selji eignarhlut sinn í félaginu. Færi slík
sala þá fram í opnu og gagnsæju sölu-
ferli.
Hreinar rekstrartekjur Borgunar voru
um 4,7 miljarðar króna á síðasta ári og
samsvarar það um 10% af rekstr-
artekjum Íslandsbanka. Hagnaður
Borgunar var um 1,5 milljarðar króna í
fyrra sem nemur rúmlega 7% hagnaðar
bankans.
Íslandsbanki kannar
mögulega sölu á Borgun
STUTT
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Nýjustu spár greiningaraðila benda
til þess að ferðamönnum muni fjölga
gríðarlega á næsta ári og að fjölgunin
verði síst minni en í ár. Liggja nýj-
ustu spár á bilinu 2,2-2,4 milljónir
ferðamanna og gangi þær eftir verða
því allt að 650 þúsund fleiri ferða-
menn sem leggja leið sína til Íslands á
árinu 2017 en í ár.
Í nýrri ferðaþjónustuúttekt Arion
banka, sem kynnt er í dag, veltir
greiningardeild bankans upp sviðs-
mynd af því hvaða áhrif hærra verð
flugfargjalda mun geta haft á fjölda
þeirra ferðamanna sem leggja leið
sína til Íslands. Í grunnspá bankans
er gert ráð fyrir því að fjöldi erlendra
ferðamanna á árinu 2018 muni nema
2,5 milljónum.
250 þúsund færri til 2019
„Í grunnspá okkar tökum við tillit til
framvirkra samninga sem gerðir hafa
verið með olíu. Olíuverð er einn þeirra
þátta sem hafa hvað mest áhrif á flug-
fargjöld,“ segir Konráð S. Guðjónsson
hjá Arion banka. Í fráviksspá bank-
ans, sem birt er hér til hliðar, er skoð-
að hvaða áhrif hækkandi fargjöld á ár-
unum 2017 til 2019 gætu haft. Þannig
gæti 15% hækkun fargjalda á næsta
ári, 7,5% á árinu 2018 og 2% hækkun
2019 leitt til þess að tæplega 715 þús-
und færri ferðamenn sæktu landið
heim en ef fargjaldaverð héldist í takti
við grunnspána.
Þá hefur gengisþróun einnig áhrif
á eftirspurnina til landsins en Konráð
segir að hún komi þó meira fram í því
hversu mikils ferðamenn neyti meðan
á dvöl þeirra stendur.
„Flugfargjöldin hafa vissulega
áhrif á fólk þegar það tekur ákvörð-
un um hvert það ferðast en áhrifin
koma þó frekar fram í neyslunni.
Þetta kemur til dæmis fram í tölum
varðandi norska og rússneska ferða-
menn en efnahagsástandið í þeim
löndum hefur dregið úr ferðum
þeirra hingað og neyslunni meðan á
dvöl stendur. Hins vegar hefur
neysla ferðamanna almennt staðið í
stað í krónum talið síðustu tvö árin,
þrátt fyrir sterkara gengi,“ segir
Konráð.
Konráð bendir á að stóraukið
framboð á flugsætum til og frá Ís-
landi hafi afgerandi áhrif á þróunina.
„Við höfum, líkt og aðrir, vanspáð
um fjölgunina á síðustu árum. Fram-
boðsaukningin hefur orðið mun
meiri en nokkurn grunaði. Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn hefur reyndar
bent á að framboðið sé lykiláhrifa-
þáttur þegar kemur að þróun á
fjölda ferðamanna til lítilla eyríkja,
líkt og Íslands.“
Hann segir sömuleiðis að það fæli
ekki í sér stórslys þó að hærri far-
gjöld myndu hægja nokkuð á
straumnum til landsins.
„Þetta er mikill fjöldi og það er
ekki sjálfgefið að við getum tekið á
móti áframhaldandi fjölgun ferða-
manna. Við gerum ráð fyrir því að
hægja muni á vextinum á næstu ár-
um en það væri í sjálfu sér ekki stór-
slys þó að þau áhrif kæmu fyrr fram
en síðar.“
Olíuverð gæti haft veruleg
áhrif á fjölgun ferðamanna
Síaukin umsvif
» Allt bendir til að ferðamenn
verði 1.800 þúsund í ár.
» Spár gera ráð fyrir allt að
35% fleiri ferðamönnum á
næsta ári.
» 14 flugfélög munu bjóða upp
á flug til Íslands á komandi
vetri.
» Árið 2010 voru félögin að-
eins þrjú talsins. Umsvif þeirra
hafa aukist samfara komu fleiri
félaga inn á markaðinn.
Sterkara gengi hefur ekki dregið úr neyslu ferðamanna hérlendis á síðustu árum
Möguleg áhrif hærri flugfargjalda á fjölgun ferðamanna
2016 2017 2018 2019
▼
▼
▼
M
ill
jó
ni
rf
er
ða
m
an
na
Heimild: Arionbanki
3
2,5
2
1,5
1
0,5
0
210 þ. færri
ferðamenn en
í grunnspá
255 þ. færri
ferðamenn en
í grunnspá
250 þ. færri
ferðamenn en
í grunnspá
Miklar sveiflur hafa einkennt árið
þegar litið er til íslensks hlutabréfa-
markaðar og lækkaði úrvalsvísitalan
um 8% á fyrstu átta mánuðum þess.
Í nýrri Hagsjá Landsbankans er
hins vegar bent á að þrátt fyrir
rysjótt ár hafa félögin á aðallista
Kauphallar Íslands siglt mjög ólíkan
sjó á árinu. Þannig hafi Icelandair
lækkað um 23,7% og HB Grandi 22%
en á sama tíma hafi bréf í N1 hækkað
um 52,2% og bréf Eimskipafélagsins
hækkað um 33,2%. Þar á eftir komi
fasteignafélagið Eik sem hækkað
hafi um 28,8% og Reginn um 21,9%.
Aukin velta á markaðnum
Á sama tíma og miklar sveiflur
hafa einkennt markaðinn hefur velt-
an einnig aukist til muna. Þannig
hafði veltan í lok ágúst náð svipuðum
hæðum og veltan reyndist allt árið í
fyrra þegar hún nam 390 milljörðum
króna. Er það mikil breyting frá síð-
ustu árum. Borið saman við árið 2014
sést það glögglega en á fyrstu átta
mánuðum þess árs nam veltan á
markaði 180 milljörðum króna og
hefur hún því ríflega tvöfaldast frá
þeim tíma.
Landsbankinn bendir á það í
greiningu sinni að hlutabréfavísitöl-
ur í nágrannaríkjunum hafa ekki
lækkað jafn mikið og hérlendis það
sem af er ári. Reyndar hafi árið farið
illa af stað víðast hvar, ekki síst
vegna ótta við að kínverska hagkerf-
ið væri komið í vanda.
Það sem af er ári hefur breska
FTSE-vísitalan hækkað mest en eft-
ir Brexit-atkvæðagreiðsluna styrkt-
ist staða útflutningsfyrirtækja þar í
landi, í kjölfar þess að breska pundið
gaf verulega eftir.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Viðskipti Ekkert nýtt félag hefur
verið skráð í Kauphöllina í ár.
Lágt ris á íslenskum
hlutabréfamarkaði
Veltan þegar
orðin jafn mikil og
allt árið í fyrra
Íshella 10 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100Mynd: Slökkvistöðin við Skarhólabraut í Mosfellsbæ.
Þeir semgerakröfur
veljaHéðinshurðir
Fáðu tilboð í hurðina
Fylltu út helstu upplýsingar
á hedinn.is og við sendum
þér tilboð um hæl.