Morgunblaðið - 20.09.2016, Side 17

Morgunblaðið - 20.09.2016, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2016 Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður Sími: 560 4300 | www.saltkaup.is Fjölbreytt vöruúrval Tunnur Fötur Strekki- filmur Plast- og vacuumpokar Sorppokar Einnota vörur í miklu úrvali Salt Kíktu á heimasíðunawww.saltkaup.is Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Kristilegir demókratar, eða CDU, flokkur Angelu Merkel kanslara, misstu mikið fylgi í kosningum í Berlín, höfuðborg Þýskalands, en þar búa 3,5 milljónir manna. Flokkurinn fékk aðeins 17,6% at- kvæða sem er minnsta fylgi sem hann hefur fengið í Berlín. Þetta er annað höggið sem flokk- urinn hefur fengið í kosningum í mánuðinum en nýlega lenti hann í þriðja sæti í Mecklenburg-Vor- pommern, og það var einnig versta útkoma flokksins í sögunni í því sambandslandi, en það er í austur- hluta Þýskalands. AfD í mikilli sókn AfD, eða Alternative für Deutsch- land (Annar kostur fyrir Þýskaland) fékk 14% atkvæða og er talinn vera sá flokkur sem hafi tekið mest fylgi frá CDU. Stjórnmálaskýrendur eru flestir á því að ástæða þess að AfD hafi náð svona góðri kosningu sé innflytjendastefna Merkel sem hef- ur verið mjög umdeild í Þýskalandi. Í fyrra kom rúm milljón flótta- manna til Þýskalands eftir að Ang- ela Merkel opnaði landið fyrir flóttafólki frá Sýrlandi. Þýskir sósíaldemókratar fengu flest atkvæði í Berlín, um 22%, en þeir töpuðu fylgi frá síðustu kosn- ingum þegar þeir fengu 29%. Menn óttast því stjórnarkreppu í Berlín, en þar hafa sósíaldemókratar starf- að með CDU. Þýskir fjölmiðlar hafa talað um sigur sósíaldemókrata sem einhvern slakasta sigur í langan tíma. Í kosningabaráttunni réðst AfD harkalega á innflytjendastefnu CDU með góðum árangri. AfD- flokkurinn er nú kominn með fót- festu í 10 af 16 sambandslöndum í Þýskalandi og er talinn líklegur til að ná fótfestu á þýska þinginu í kosningum á næsta ári. Fulltrúar AfD tala sjálfir um að þeir séu orðn- ir þriðja stærsta aflið í þýskum stjórnmálum núna og ætla sér sigur í þingkosningunum. Fjármálaráðherra Bæjaralands, Markus Söder, sem er úr systur- flokki CDU, CSU, sagði niðurstöðu kosninganna enn eina viðvörun til kristilegra demókrata. Ólíklegt að Merkel verði felld Lítið hefur verið gert úr þeim baráttuanda sem Angela Merkel reyndi að blása þjóð sinni í brjóst þegar ákvörðun var tekin um að taka á móti yfir milljón flóttamönn- um í fyrra. Hún notaði orðin „Wir schaffen das,“ sem þýðir „okkur mun takast þetta“. Núna segist hún ekki vilja nota þessi orð um verk- efnið, því að þetta sé svo mikil ein- földun á flóknu en mikilvægu verk- efni. Hún segist sjá eftir ýmsum hlut- um varðandi innflytjendamálin og talar um að ef hún gæti farið aftur í tímann myndi hún vilja undirbúa Þýskaland miklu betur fyrir þennan innflytjendavanda. Engu að síður er talið ólíklegt að uppreisn verði gerð gegn Angelu Merkel í flokknum enda hefur hún verið óumdeildur leiðtogi og sigur- vegari þangað til í fyrra þegar hún tók þessa ákvörðun í innflytjenda- málum. En í raun hefur enginn komið fram innan flokksins sem leiðtogaefni sem ógnar henni. Eins og dagblaðið Süddeutsche Zeitung skrifar: „Enginn veit hvernig CDU verður án Angelu Merkel.“ Mikill ósigur Merkel í Berlín  AfD orðið stórt afl í þýskum stjórnmálum  Kristilegir demókratar aldrei fengið jafn fá atkvæði í kosningum í Berlín  SPD fékk flest atkvæði en tapaði samt sjö prósentustigum frá síðustu kosningum AFP Umdeild Eftir annan kosningaósigurinn í röð eru kristilegir demókratar í Þýskalandi orðnir uggandi. Ahmad Khan Rahami, sem er grun- aður um sprengjuárásirnar í New York um helgina, var handtekinn eftir skotbardaga við lögreglu í gær. Var hann handtekinn í bænum Lind- en í New Jersey. Að sögn BBC er maðurinn 28 ára Bandaríkjamaður sem fæddist í Afg- anistan. Linden er skammt suðvestan við bæinn Elizabeth í New Jersey, heimabæ Rahami, þar sem fulltrúar alríkislögreglunnar FBI fundu og gerðu óvirkan fjölda sprengja sem komið hafði verið fyrir á lestarstöð. Lýst var eftir Rahami vegna gruns um aðild að sprengingunum í Chelsea-hverfinu í New York þar sem 29 manns særðust og rör- sprengjuárás við Jersey-ströndina sem olli ekki mannskaða. Var Rahami handtekinn aðeins fjórum klukkustundum eftir að FBI hafði gefið út mynd af honum þar sem hann var sagður vopnaður og hættulegur. Hryðjuverkamaðurinn handtekinn í New York  Bandaríkjamaður af afgönskum uppruna grunaður AFP Skotbardagi Lögreglumaður á ferð í Linden rétt eftir handtökuna. Tveimur Ítölum var rænt í Líbíu í gær að sögn ítalska utanríkis- ráðuneytisins. Fjölmiðlar á Ítalíu höfðu þetta eftir embættismönnum í ráðuneyt- inu í gær. Hermt er að mennirnir hafi verið á ferð í suðurhluta borgarinnar Ghat ásamt kan- adískum manni. Allir þrír voru í vinnu hjá fyrirtæki sem sér um við- hald á flugvelli borgarinnar, að því er haft var eftir heimildarmönnum í Líbíu. Nokkur ítölsk fyrirtæki starfa í Líbíu sem er fyrrverandi nýlenda Ítalíu. Glundroði hefur ver- ið í Líbíu frá því að Mummar Gad- dafi einræðisherra var steypt af stóli eftir innrás NATO árið 2011. Tveimur Ítölum rænt í suðurhluta Líbíu LÍBÍA Tölvunarfræðingur frá Cambridge- háskólanum í Bretlandi hefur náð að brjóta sér leið inn í iPhone. Hann fann leið til að geta reynt endalaust við leyniorðaleit inn í gemsann. Stjórnendur Apple eru mjög harðir á því að leyfa ekki stjórn- völdum að komast inn í gemsa sem þeir hafa framleitt og gáfu ekki einu sinni leyfi þegar FBI vildi komast inn í gemsa Farook- hjónanna sem frömdu fjöldamorð í fyrra í Kaliforníu. FBI keypti á endanum þjónustu frá hökkurum fyrir eina milljón dollara til að komast inn í síma fjöldamorðingjanna. Að sögn tölvunarfræðingsins frá Cambridge, sem er doktor og heitir Sergei Skorobogatov, þá þarf hann um það bil 40 klukkustundir til að komast inn í iPhone með fjögurra stafa leyniorði en hann gæti þurft hundruð klukkustunda til að kom- ast inn í gemsa með sex stafa leyni- orði. BANDARÍKIN Tölvunarfræðingi tókst að brjóta sér leið inn í iPhone-síma Blóð Farook-hjónin myrtu fjölda manns.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.