Morgunblaðið - 20.09.2016, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2016
Orka Kraftmikil stúlka hleypur fyrir ofan Álafosskvosina. Björn Þorláksson, bóndi á Varmá, hóf þar rekstur ullarverksmiðju árið 1896 og notaði vatnsorku úr Álafossi til að knýja vélarnar.
Eggert
Sæmd er hverri
þjóð að búa að heil-
næmri matvælafram-
leiðslu, sem í senn er
hægt að horfa til með
stolti. Ferðaþjónustan
er margslungin og vex
hröðum skrefum hér á
landi. Ferðamenn
kalla eftir því að fá að
kynnast viðfangs-
efnum þeirra sem búa í
dreifðum og þéttum byggðum Ís-
lands. Samhliða stórbrotinni nátt-
úru.
Landbúnaður er ekki aðeins
verkefni og lifibrauð þeirra sem
hafa af honum daglegan starfa.
Landbúnaður skiptir ekki eingöngu
miklu máli fyrir einstök byggðarlög
þar sem hann er stundaður með
blómlegum hætti, svo sem í upp-
sveitum Árnessýlu, í Skagafirði og
miklu víðar. Þessi atvinnugrein hef-
ur mikla þýðingu fyrir alla íbúa
landsins. Hvert bú í landinu skapar
störf í þéttbýlinu. Hér er ekki ein-
göngu átt við framleiðslu á mjólk og
kindakjöti. Búgreinarnar garðyrkja,
eggjaframleiðsla, loðdýrarækt,
framleiðsla á öðru kjöti, svína-,
fugla- og nautakjöti, að ógleymdri
hrossarækt mynda allar í samein-
ingu íslenskan landbúnað. Enn er
það svo að langstærstur hluti land-
búnaðarafurða kemur frá íslenskum
bændum, þó að vissulega hafi inn-
flutningur aukist á þeim. Vel má
vera að það opinbera lanndbún-
aðarkerfi sem er við lýði á íslandi
þarfnist uppstokkunar. Það færi
betur að almennari
sátt væri um það. Ekki
verður nánar farið út í
þá sálma í þessum
pistli.
Bændur og aðrir
landeigendur eru
vörslumenn síns lands
og heyrir til undantek-
inga ef því hlutverki er
ekki sinnt með sóma.
Mörg eru dæmin um
stóra sigra í land-
græðslu fyrir til-
stuðlan bændanna
sjálfra.
Íslenskar sveitir og fólkið sem í
þeim býr eru dýrmætir hlekkir í
uppbyggingu þeirrar atvinnugrein-
ar sem nú vex hraðar en nokkur
önnur grein í þessu landi. Er þar
átt við ferðaþjónustuna. Má líkja
henni við stóriðju. Það er hverjum
Íslendingi hollt að minnast þess að
hin fagra ásýnd sveitanna í landinu
skapast ekki síst af því að búfén-
aður er til staðar og grösin hafa
hlutverk. Yfirbragð margra vin-
sælla ferðamannastaða gæti orðið
snautlegt ef grösin væru líflaus
sina. Ferðaþjónusta og landbúnaður
eru greinar sem styðja hvor við
aðra.
Matarforði þarf að
vera tryggur
Ekki þarf að fjölyrða um að land-
búnaður vigtar meira nokkuð annað
þegar rætt er um matvælafram-
leiðslu landsmanna. Nágrannar
okkar Svíar leggja áherslu á vernd-
un staðbundins landbúnaðar. Þeir
kunna að meta heimaframleidd
matvæli eins og margir Íslendingar.
Auk þess eru þeir meðvitaðir um að
fæðuöryggi er nokkuð sem getur
verið stefnt í voða ef ekki er hlúð að
landbúnaði heima fyrir. Það hefur
sýnt sig undanfarin ár, að það er
ákveðið öryggi í því að framleiða
sem mest af eigin matvælum. Í kjöl-
far hrunsins fundum við fyrir því í
þessu landi að óvissa var með inn-
flutning á ýmsum nauðsynjavörum
og vöntun á öðrum. Komi til verk-
falla getur innflutningur líka stöðv-
ast. Við búum við vá frá náttúrunni,
hún getur farið hamförum fyrir-
varalaust. Komi til náttúruhamfara
eða ófriðar í veröldinni geta skapast
þær aðstæður að ekki verði hægt að
flytja vörur til landsins.
Í ljósi þess er nauðsynlegra en
flest sem brýnt er að eiga lág-
marksbirgðir af matvælum. Skilyrði
til að framleiða íslenskar matvörur
þurfa því að vera skýr svo tryggt sé
að lágmarksbirgðir séu til staðar
hverju sinni.
Öllum þjóðum er nauðsynlegt að
hafa lágmarksbirgðir af nauðsyn-
legustu matvælum og setja sér
skýrar reglur hvað það varðar og
standa skipulega á bak við innlenda
matvælaframleiðslu.
Aðstæður og framleiðni
í landbúnaði
Tækniframfarir hafa verið býsna
miklar í landbúnaði á síðustu ára-
tugum. Ef litið er til kúabænda má
vera ljóst að þar jaðrar við bylt-
ingu. Sífellt fleiri nýta sér mjalta-
þjóna og gjafakerfi sem létta vinn-
una til muna. Auk þess hefur
heyskapartækni fleygt mjög fram.
Að sama skapi eru gæði heyjanna
tryggari og hefur það ásamt aukn-
um kynbótum aukið afurðir búanna.
Meðalbúið í landinu framleiðir um
200.000 lítra um þessar mundir. Það
nær jafnvel ein manneskja að sinna
því og þaðan af meiru stóran hluta
úr árinu þar sem aðstæður eru hag-
stæðar. Framundir síðustu aldamót
voru á mörgum búum tvær mann-
eskjur gengnar upp að hnjám fyrir
aldur fram við að framleiða 60-70
þúsund lítra mjólkur. Ætla má að
sama skapi að fjárbinding og skuld-
setning búanna sé heilt yfir umtals-
vert meiri nú en áður. Ekki er þró-
un óáþekk í garðyrkju. Þar eru
framleiðslueiningarnar stærri en
áður gerðist. Raflýsing er víðast
hvar notuð við ræktun allt árið um
kring. Það eitt og sér hefur aukið
framleiðslumagn á fermetra mjög
mikið. Í kjötframleiðslu og loð-
dýrarækt hefur tæknin einnig gert
störfin léttari. Hér er á engan hátt
verið að dást að verksmiðjubúskap.
Engu að síður þurfa rekstrarein-
ingar að ná lágmarksstærð til að
hægt sé að horfa til framtíðar í bú-
rekstri hér á landi. Vel rekin fjöl-
skyldubú hafa í gegnum árin verið
farsælt form búrekstrar.
Nútímabændur eru almennt vel í
stakk búnir til að takast á við aukna
framleiðslu. Sumir kunna að sakna
gamla tímans þar sem fjöldi fólks
var á hverjum bæ og flest unnið
með handaflinu. En sá tími heyrir
fortíðinni til, þótt viss menning-
arverðmæti geti falist í að varðveita
þau vinnubrögð sem áður tíðkuðust.
Geta þau verðmæti gagnast ferða-
þjónustu eins og dæmin sýna.
Horft fram á veginn
Stór hluti Íslendinga á rætur í
dreifbýli landsins. Það er mislangt í
þær. Landbúnaður stendur nálægt
okkar hjarta sem höfum lifað og
hrærst í landbúnaði um lengri eða
skemmri tíma. Almennt hygg ég að
þjóðin sé hlynnt bændum og öðrum
dreifbýlisbúum. Ég vona að sú gjá
sem stundum hefur borið á milli
þéttbýlis og deifbýlisfólks sé á und-
anhaldi. Sá sem þetta ritar upplifði
fyrir aldarfjórðungi eða svo að mun
stærri orð féllu í garð bænda af
vörum dómharðra einstaklinga en
nú tíðkast. Átti það ekki síst við um
fjölmiðla. Á hinn bóginn mátti einn-
ig finna dæmi um dómhörku dreif-
býlisfólks í garð borgarbúa. En það
hygg ég vera fáheyrðara nú til
dags, en svo bregður engu að síður
við að maður heyri menn vera stór-
yrta í þessum efnum, ekki held að
samt að sá kór sé fjölmennur.
Ekki er að mínu mati ástæða til
að gera mikið úr því að gjá sé til
staðar milli þéttbýlis- og dreif-
býlisbúa. Þéttbýlisbúinn er ber að
baki ef ekki væri líf í dreifbýlinu.
Að sama skapi er dreifbýlisbúinn
illa staddur án lífs í þéttbýli.
Eftir Kristófer
Tómasson »Rekstrareiningar
þurfa að ná lág-
marksstærð til að hægt
sé að horfa til framtíðar í
búrekstri hér á landi. Vel
rekin fjölskyldubú hafa í
gegnum árin verið far-
sælt form búrekstrar.
Höfundur er sveitarstjóri.
Landbúnaður allra landsmanna
Kristófer Tómasson
Á fréttavefnum
„Vísir.is“ birtist hinn
17. september sl. frétt
þess efnis að nefnd um
dómarastörf, sem starf-
að hefur eftir lögum um
dómstóla nr. 15/1998,
hafi vorið 2014 skilað
tillögum til innanrík-
isráðherra um að sér-
stök heimild yrði sett í
dómstólalög um að
haldin yrði opinber
skrá um eignarhluti dómara í fé-
lögum og atvinnufyrirtækjum. Er
sagt að í svari ráðuneytisins, þar sem
þessu var hafnað, hafi verið sagt að
þegar tekin sé afstaða til þess hvaða
upplýsingar um eignarhluti séu birtar
í skrá vegist á sjónarmið um friðhelgi
einkalífs og almannahagsmuni. Síðan
er tekið orðrétt úr svari ráðuneyt-
isins: „Hins vegar þótti ekki rétt, að
undangengnu sama hagsmunamati,
að opinberlega yrðu birtar upplýs-
ingar um eignarhald á
hlut dómara í félagi eða
atvinnufyrirtæki. Er þá
sérstaklega litið til þess
að starfsemi slíkra fé-
laga og fyrirtækja er af-
ar mismunandi og kann
að vera þess eðlis að litl-
ar eða engar líkur eru á
að til hagsmuna-
árekstra stofnist. Þá
getur eignarhlutur
dómara að sami skapi
verið mjög óverulegur.“
Í fréttinni kemur
óbeint fram að dómarar
hafi beitt sér gegn því að ákvæði með
þessu efni yrði sett í lögin. Ekki er
samt gerð grein fyrir hvaða dómarar
hafi þar átt hlut að máli.
Þetta mál er allt hið undarlegasta.
Allir sjá hversu sjálfsagt það er að
fyrir liggi upplýsingar opinberlega
um hagsmunatengsl dómara við félög
og atvinnufyrirtæki. Þetta eru þeir
handhafar opinbers valds í landinu
sem sífellt taka ákvarðanir í málum
sem skipta einstaklinga og aðra aðila
dómsmálanna meira máli en önnur
mál þar sem ríkisvaldi er beitt. Það er
auðvitað alveg sjálfsagt að aðilar
dómsmálanna eigi á hverjum tíma að-
gang að upplýsingum sem varða
hagsmunatengsl handhafa þessa að-
gangsfreka valds, svo þeir eigi þess
kost að krefjast þess að einstakir
dómarar víki sæti í málum þeirra.
Ofangreint svar ráðuneytisins, þar
sem þessu var hafnað, er einfaldlega
út í hött. Það er einna líkast því að
verið sé að vernda eitthvað sem ekki
þolir dagsljósið.
Í nýjum lögum nr. 50/2016 um
dómstóla er að finna nýmæli þar sem
mælt er fyrir um að birta skuli op-
inberlega skrá um aukastörf dómara,
sjá 2. mgr. 10. gr. Svo er að sjá sem
þessi skylda til birtingar sé bundin
við aukastörf dómaranna en eigi ekki
við um eignarhluti þeirra í félögum
eða atvinnufyrirtækjum, sem samt er
gert ráð fyrir að reglur verði settar
um, sjá 1. mgr. sömu lagagreinar.
Þetta er frekar skrítið svo ekki sé
meira sagt. Auðvitað er ekki síður
nauðsynlegt að birta upplýsingar um
eignarhald dómara í félögum en um
aukastörf þeirra. Raunar má telja að
aðilar dómsmálanna eigi beinlínis
kröfu um að fá upplýsingar um allt
sem viðkemur hagsmunatengslum
dómara við félög og fólk, hvort sem
þetta er sérstaklega heimilað í settum
lögum eða ekki. Menn verða að fá að
gæta sjálfir hagsmuna sinna af því að
ekki sitji í málum þeirra dómarar sem
eru vanhæfir vegna tengsla sinna við
sakarefni eða gagnaðila. Þeir hags-
munir taka leyndarhagsmunum dóm-
ara fram svo um munar.
Á undanförnum árum hafa verið
kveðnir upp fjölmargir dómar, þar
sem fyrirsvarsmenn fyrirtækja hafa
verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir
stjórntök sín á bönkum og öðrum fyr-
irtækjum með dreifðri eignaraðild áð-
ur en efnahagsáföllin dundu yfir 2008.
Í mörgum þessara dóma hafa birst
úrlausnir sem telja verður afar hæpn-
ar svo sem fram hefur komið með
rökstuddum hætti á opinberum vett-
vangi. Þar er margt metið sakborn-
ingum í óhag, án þess að viðhlítandi
röksemdir hafi fylgt. Mér finnst eðli-
legt að þeir menn sem hafa orðið að
sæta þessari meðferð dómstóla und-
anfarin ár eigi kröfu til þess að fá
vitneskju um hvers kyns hugsanleg
hagsmunatengsl dómara í málum
þeirra við sakarefni málanna. Hvort
dómararnir hafi ef til vill sjálfir orðið
fyrir fjárhagsskaða sem rekja megi
til ætlaðra mistaka við stjórn banka.
Fyrrgreind frétt gefur tilefni til tor-
tryggni um að hér hafi ekki allt verið
með felldu og ættu þeir sem hags-
muni kunna að hafa að gera nú kröfur
um slíkar upplýsingar. Vonandi geta
dómararnir sýnt fram á að þeir hafi
haft hreinan skjöld þegar þeir kváðu
upp dóma sína.
Hreinn skjöldur
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson
Jón Steinar
Gunnlaugsson
» Fyrrgreind frétt
gefur tilefni til
tortryggni um að hér
hafi ekki allt verið með
felldu.
Höfundur er fyrrverandi hæsta-
réttardómari.