Morgunblaðið - 20.09.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.09.2016, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2016 KJARNAGRAUTAR ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA FRÁ 1984 Vegna mikillar sölu vantar okkur fasteignir á höfuðborgarsvæðinu, á söluskrá. Ef þú ert í söluhugleiðingum, endilega hafðu samband sem fyrst, í síma 5334200 eða : arsalir@arsalir.is Ef þú vilt selja, kaupa eða leigja fasteign, hafðu samband í síma 533-4200 eða arsalir@arsalir.is Ágæti fasteigna eigandi ! Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi. Það fór sem vænta mátti að Steingrímur J. Sigfússon hefði ekki kjark til að taka efnis- umræðu um skýrslu Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórð- arsonar sem þau unnu fyrir og í umboði meiri- hluta fjárlaganefndar. Sú vinna var allri nefndinni ljós frá síð- astliðnu vori eftir að verkið fékk sér- stakt málsnúmer í nefndinni og hafa ýmis gögn legið fyrir allri nefndinni síðan. Sum voru birt þá. Í stað efnisumræðu greip Stein- grímur til þess sem hann gerir þegar hann er rökþrota, að þeyta frá sér stóryrðum og óhróðri. Eina haldreip- ið sem hann reyndi að grípa í var skýrsla Brynjars Níelssonar, sem sögð var unnin af honum fyrir Stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Það haldreipi er þó fúið því skýrslan sú dó Drottni sínum í beinni útsend- ingu í bítinu á Bylgjunni á síðasta ári þegar við Brynjar ræddum hana þar. Eftir að ég gekk á hann þar vegna tiltekins orðalags í skýrslunni sem ég sagðist þekkja frá svörum þeirra Jó- hannesar Karls Sveinssonar hrl. og Þorsteins Þorsteinssonar samninga- nefndarmanns við erlendu kröfuhaf- ana viðurkenndi Brynjar í beinni út- sendingu að þeir tveir og reyndar fleiri, meðal annars starfsmenn slita- stjórna gömlu bankanna sem fengu nýju bankana að gjöf, hefðu komið að því að skrifa skýrsluna. Ekki er ólíklegt að sú vinna hafi verið samræmd í fjármálaráðuneytinu. Þar sitja enn þeir embættismenn sem leiddu verkið fyrir Steingrím. Þessi atburðarás varð ekki aðeins til að gildi skýrslunnar fuðr- aði upp í blámann. Hitt gerðist jafnframt að all- ur trúverðugleiki Stjórnskipunar og eftirlitsnefndarinnar undir forystu Ögmundar Jónassonar brann upp samtímis á öldum ljósvakans. Skömm sé þeim sem bera þá ábyrgð. Í maí 2015 svaraði ég með rök- studdum hætti þessari skýrslu Brynjars með bréfi til allra alþingis- manna og læt ég hluta úr því svari fylgja hér að neðan. Í meginatriðum er skýrslan stað- festing á því sem ég hef þegar sett fram. 1. Hún staðfestir að haustið 2008 voru stofnaðir þrír ríkisbankar á grundvelli neyðarlaganna nr. 125/ 2008. Hún staðfestir sömuleiðis að við stofnunina voru fluttar eignir (þ.e. út- lán gömlu bankanna) í nýja banka að undangengnu mati og niðurfærslu lána sem FME framkvæmdi. Skýrsl- an áréttar að í samræmi við neyðar- lögin fékk FME óháðan aðila til að yfirfara sitt mat. Var það Deloitte LLP í London sem skilaði sinni nið- urstöðu í apríl 2009. 2. Í skýrslunni er hins vegar skrautleg tilraun til lögskýringar á neyðarlögum. Skýring sem gengur út á að þar sem neyðarlögin hafi ekki bannað að ríkisstjórnin gæti samið við kröfuhafa bankanna hafi henni verið það heimilt. Sérstaklega þar sem eignarnám hafi farið fram án að- komu eignarnámsþola eins og lesa má í skýrslunni. 3. Þessar nýstárlegu lögskýringar ganga gegn grundvelli lögmætis- reglunnar að stjórnvaldsákvarðanir þurfi að styðjast við heimildir í lög- um. Ef þessari lögskýringu væri léð loft undir vængi má segja að hún snúi lögmætisreglunni á hvolf með því að segja að allt sem ekki er bannað með beinum hætti í lögum sé fram- kvæmdavaldinu heimilt. Með því að fallast á slíka lögskýringu væri grundvöllurinn farinn undan okkar stjórnskipan. Ráðherrar og fram- kvæmdavaldið gætu þá leikið lausum hala að hentugleikum. Afdráttarlausar tæmandi heimildir Neyðarlögin voru tæmandi um það hvernig standa skyldi að málum við stofnun nýrra banka haustið 2008 og hvaða heimildir voru færðar hverj- um. Með neyðarlögunum var Fjár- málaeftirlitinu fært mikið vald og minna má á að Steingrímur J. Sigfús- son setti út á það í umræðum um setningu laganna og taldi það vera of víðtækt. Hann vildi ef rétt er skilið aðkomu stjórnmálamanna að málinu en Alþingi varð ekki við þeirri ósk hans. Eina valdið sem fjármálaráðherra fékk skv. neyðarlögunum var að ráð- stafa fjármagni úr ríkissjóði til eigin- fjármögnunar hinna nýju ríkisbanka. Það er því hafið yfir allan vafa að rík- isstjórnin 2009 hafði engar lagaheim- ildir til að taka fram fyrir hendurnar á Fjármálaeftirlitinu og stöðva það lögmæta ferli sem Fjármálaeftirlitið hóf haustið 2008. Þegar ríkisstjórnin ákvað að hefja samninga við kröfuhafa var það í heimildarleysi, brot á lögmætisregl- unni. Með því afturkallaði hún lög- mætar ákvarðanir FME, braut gegn stjórnsýslulögum og almennum hegningarlögum. Að öðru leyti hef ég óskað eftir því við blaðið að svarið verði birt í heild með hlekk á mbl.is. Flestir þingmenn hafa hins vegar þagað þunnu hljóði um málið utan öt- uls hóps meirihluta fjárlaganefndar sem hefur reynt að sinna sínu eftir- litshlutverki með því að krefja opin- berar stofnanir svo sem Seðlabanka Íslands, Ríkisendurskoðun, Fjár- málaeftirlitið, Fjársýslu Ríkisins og fjármálaráðuneytið svara. Svarbréf þessara aðila bera með sér að enn er reynt að halda undan gögnum svo að fjárlaganefnd fær ekki heildarsýn á málið. Vonandi skipast málum svo að nýr ráðherra í fjármálaráðuneyti að af- loknum kosningum taki öll þau mál upp úr skúffunum og opinberi okkur kjósendum. Tregða núverandi fjár- málaráðherra til þess að gera það hefur vakið athygli. Kjósendur eiga gjarnan að hafa í huga í næstu kosn- ingum hvað þingmenn hafa gengið fram fyrir skjöldu í þessum efnum, ekki síst ef þeim er alvara með það að kalla eftir opinni, gagnsærri og heið- arlegri stjórnsýslu. Það bættist síðan við undir lok vikunnar að þeir Þor- steinn Þorsteinsson og Jóhannes Karl Sveinsson hrl. tóku undir stór- yrðaflauminn með Steingrími. Það er ekki að undra þar sem það er jafnerf- itt fyrir þá eins og Steingrím að út- skýra þær löglausu aðgerðir og með- gjafir sem gefnar voru kröfuhöfunum með þessari dæmalausu aðgerðum. Það er óskandi að þeir þremenn- ingar sýni kjark til efnisumræðu um málin í stað þess að reyna það eitt sem þeir hafa gert hingað til, að reyna að þagga og breiða yfir þessi verk sem ollu tugþúsundum Íslend- inga stórfelldu tjóni. Slíkan kjark mættu ýmsir fjölmiðlar jafnframt sýna en framganga sumra þeirra til þöggunar er skrítin. Sama má segja um ýmsa í háskólasamfélaginu; þar virðast sumir hverjir tilbúnir í um- ræðuna án þess að lesa gögnin. Ekki eru slík vinnubrögð prófess- ora, kennara og fræðinga á kvarða akademíunnar! Steingrímur reynir að blása lífi í Brynjar Eftir Víglund Þorsteinsson »Þegar ríkisstjórnin ákvað að hefja samn- inga við kröfuhafa var það í heimildarleysi, brot á lögmætisreglunni. Víglundur Þorsteinsson Höfundur er lögfræðingur og fyrrver- andi stjórnarformaður BM Vallár. Ég bý ekki á höf- uðborgarsvæðinu en er reyndar borinn og barnfæddur Reykvík- ingur og bjó þar á háskólaárunum. Reykjavík er mín höfuðborg ekki síður en þeirra sem þar búa. Ég á í Reykjavík og ber taugar til hennar. Það sama á við um borgarfjallið Esju. Að öðru í umhverfi höfuðstaðarins ólöstuðu er Esjan það langmikilvægasta sem gefur borginni svip. Mann- gerð einkenni borgarinnar eins og Hallgrímskirkja eða Harpa og náttúrutengdari einkenni eins og Tjörnin eða Viðey hverfa gjör- samlega í skugga Esju við að skapa ásýnd Reykjavíkur og höf- uðborgarsvæðisins alls. Esjan er það sem borgarbúar horfa til á hverjum degi til að átta sig, til að stað- festa vindátt og fyrir suma til staðfestingar á því að þrátt fyrir allt séu sumir hlutir óháð- ir ysi og þysi hvers- dagsins. Esjan gefur okkur svo margt sem er miklu meira virði en peningar. Nú eru uppi hug- myndir um að skaða ásýnd borg- arfjalls Íslendinga. Til stendur að reisa stóra og mikla kláfferju upp á Esju á mjög áberandi stað. Því fylgja gríðarstór möstur, vegagerð langleiðina upp á topp, stórar hús- byggingar í miðjum hlíðum og uppi á brún, þrálátar umferð- arteppur á Vesturlandsveginum og landfrek bílastæði. Þetta verður mikið rask og mikið lýti í landslag- inu, ör á fegursta stað í hlíðum Esju. Og til hvers? Jú, af því að ein- hverjir sjá gróðavon í að flytja ferðamenn upp á Esju. Kláfferj- unni er vel að merkja ætlað að standa á sama svæði og þar sem mest er gengið á Esjuna og mun því eyðileggja upplifun göngufólks, en það finnst ríki, borg og fjár- festum ekki mikilvægt. Þetta mun auk þess raska þjóðskóginum á Mógilsá, útivistarsvæði sem marg- ir notfæra sér, en það finnst þess- um aðilum ekki heldur mikilvægt. Mikilvægast er að staðsetja þetta á landi í ríkiseigu sem hægt er að ráðstafa til borgarinnar án útboðs- ferlis og síðan áfram til fjárfesta fyrir lítið fé. Auk þess er mik- ilvægt að þetta sé í alfaraleið við þjóðveginn í botni Kollafjarðar til að spara vegagerð og veiða sem flesta í ferðamannagildruna. Íslendingar þurftu á sínum tíma að heyja þorskastríð við Breta til að ná yfirráðum yfir auðlindum hafsins umhverfis landið. Síðan þurftum við að bjarga fiskistofn- unum frá okkur sjálfum og sett var upp kvótakerfi. Sama hvað mönnum finnst um réttlæti þess kerfis, þá var það nauðsynlegt til að stöðva rányrkju. Sjálfbær auð- lindanotkun snýst einmitt um það að stjórna nýtingu í þágu al- mannahagsmuna til langs tíma, m.a. með því að koma í veg fyrir eyðileggingu þeirra vegna stund- argróðahyggju og skorts á lang- tímasýn sem því miður er landlæg hér. Hún olli m.a. hruninu 2008, eða erum við búin að gleyma því? Nú ganga Íslendingar nærri annars konar auðlindum með stundargróðahyggju að leiðarljósi. Allar helstu náttúruperlur landsins liggja undir skemmdum til þess eins að ferðaþjónustan geti grætt. Jú jú, það er „bönsj ov monní“ í boði fyrir suma og stjórnvöld kóa með af því að þetta lítur vel út þegar skoðaður er viðskiptajöfn- uður við útlönd. Við sýnum enn og aftur sömu hegðun og þegar við útrýmdum síldinni og þegar öllum peningunum var mokað út úr Seðlabankanum: við erum að drita í vort eigið hreiður. Nú erum við að eyðileggja náttúruperlur lands- ins af einbeittum vilja og ásettu ráði með því að siga á þær erlend- um ferðamönnum í milljónavís. Af ókunnum ástæðum virðist sú mengandi og umhverfisspillandi stóriðja sem felst í hömlulausum massatúrisma ávallt hafin yfir alla gagnrýni félagasamtaka og stofn- ana sem þó vilja kenna sig við náttúru- og umhverfisvernd. Það eru ekki ferðamennirnir sem bera hér ábyrgð heldur ferðaþjónustan, stjórnvöld og þegar upp er staðið íslenska þjóðin. Mál er að linni. Koma þarf á reglum og eðlilegri skattheimtu á ferðaþjónustuna til þess bæði að hemja rányrkjuna og bæta fyrir skemmdirnar sem þegar eru orðn- ar og eiga bara eftir að aukast. Gott fyrsta skref væri fyrir ríki og Reykjavíkurborg að bjarga Esj- unni með því að hafna þessari vondu hugmynd um kláfferju. Esjan gefur Eftir Þröst Eysteinsson Þröstur Eysteinsson » Allar helstu nátt- úruperlur landsins liggja undir skemmdum til þess eins að ferða- þjónustan geti grætt. Höfundur er skógræktarstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.