Morgunblaðið - 20.09.2016, Síða 21

Morgunblaðið - 20.09.2016, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2016 ✝ Guðni Karls-son fæddist í Efstadal í Laug- ardal 2. október 1933. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð 14. september 2016. Foreldrar hans voru Sigþrúður Guðnadóttir og Karl Jónsson. Systkini Guðna voru átta og var hann sá fimmti í röðinni. Elst var Helga, svo komu Jón, Guðrún, Ingimar, Arnór og Margrét. Eftirlifandi eru tvö yngstu systkinin, þau Gunnar og Ólöf. Guðni var kvæntur Ingu Kristjánsdóttur, f. 1946. Börn þeirra eru þrjú, elst er Vikt- oría, f. 1969, maki hennar er Annemieke Knol. Börn þeirra er Arnar Tindur og Helgi Bjartur. Næstur er Kristján, f. 1973, maki hans er Jurgita Govedaite. Saman eiga þau Elí- as Guðna, en fyrir átti Kristján dótturina Jasmín. Yngst er Sig- þrúður, f. 1978, maki hennar er Grímur Anton. Börn Sigþrúðar eru Viktor Smári, Rakel Anna og Óð- inn. Níu ára flutti Guðni með for- eldrum sínum að Gýgjarhólskoti í Biskupstungum. Hann nam við bændaskólann á Hólum í tvo vetur, en lærði síðar bifvélavirkjun og varð meistari í þeirri grein. Einnig stundaði hann nám í Englandi og Svíþjóð. Guðni var lengst af forstöðumaður Bif- reiðaeftirlits ríkisins og starf- aði síðar í Dómsmálaráðuneyt- inu. Síðustu starfsárin var hann skógar- og sauðfjárbóndi á Gýgjarhóli í Biskupstungum. Eftir Guðna liggja ýmis fræði- rit, til dæmis Ökunámið, kennslubók í bifreiðaakstri og bókin Bíllinn. Útför Guðna fer fram frá Skálholtsdómkirkju í dag, 20. september 2016, og hefst at- höfnin kl. 14. Þá er hann farinn, hann pabbi minn. Ég gæti sagt margt um allt sem hann hefur tekið sér fyrir hendur um æv- ina. En fyrst og fremst var hann pabbi minn sem kenndi mér á lífið, mótaði mig og gerði mig að þeirri persónu sem ég er. Lífsreglurnar fékk ég aldrei í predikunartóni, heldur síuðust þær inn í daglegu amstri enda var hann eiginlega alltaf að gera eitthvað. Og sem krakki skoppaði maður alltaf með. Stundir eins og að fara með í fjárhúsin, að dytta að girðing- um eða bara að gera það sem þyrfti að gera. Einnig voru það ófá skiptin sem ég fór með í Bifreiðaeftirlitið og var eitt- hvað að dunda mér þar meðan pabbi þurfti „aðeins“ að ljúka einhverju. Þegar ég var 16 ára nefndi ég það við pabba hvort ég gæti fengið sumarvinnu í Bifreiðaeftirlitinu. Hann sagði mér nú að ég skyldi bara fara til starfsmannastjórans og sækja um vinnuna, sem ég reyndar fékk. Svona var nefni- lega ein lífsreglan, ef ég vildi eitthvað skyldi ég sýna það sjálfstæði að fara eftir því sjálf, gera hlutina sjálf og ekki láta aðra gera þá fyrir mig. Lýsandi dæmi um það var þegar ég var nýbúin að eignast minn fyrsta bíl og fór á honum í sveitina. Þegar ég ætlaði svo að fara aft- ur í bæinn sá ég að það var sprungið á einu dekkinu. Ég fór niður í eldhús þar sem pabbi sat og drakk kaffi og sagði honum, frekar aumlega, að það væri sprungið dekk á bílnum mínum. Svarið sem ég fékk var: þá skiptirðu bara um dekk. Með það svar fór ég aftur út og fór að skipta um dekk. Auðvitað kom hann stuttu seinna út til að athuga hvort það gengi ekki ágætlega, sem það og gerði. Því þó að við ætt- um að gera hlutina sjálf var hann aldrei langt frá, hafði vak- andi auga yfir öllu og var svo tilbúinn að koma og hjálpa ef á þyrfti að halda. Þó að við börnin hans færum aðrar leiðir í lífinu, veldum okkur önnur starfssvið og önn- ur lönd til að búa í hafði hann fullan skilning á því og bar virðingu fyrir þeim ákvörðun- um sem við tókum. Það var jú mikilvægast að við værum hamingjusöm. Þegar Anne- mieke, konan mín, kom inn í líf mitt var henni tekið opnum örmum og varð hún hluti af fjölskyldunni frá fyrsta degi. Og þrátt fyrir alla tungumála- örðugleika mynduðust strax sterk tengsl á milli þeirra pabba. Hann var orðinn 36 ára þeg- ar ég, fyrsta barnið, fæddist. Og hann sagði mér einu sinni að þá hefði hann verið búinn að hlaupa af sér hornin og verið tilbúinn að stofna fjölskyldu. Enda fundum við fyrir því hvað við vorum honum mikilvæg, börnin og ekki síst barnabörnin þegar þau komu. Hann ljómaði líka alltaf upp þegar hann sá þau. Hans verður sárt saknað. En honum líður örugglega betur núna, líklega ríðandi á eftir ein- hverjum rollum á honum gamla Gráskjóna sínum. Að lokum vil ég og fjölskyld- an öll skila kæru þakklæti til starfs- og hjúkrunarfólks Sunnuhlíðar fyrir einstaka hlýju og góða umönnun. Þar dvaldi pabbi síðasta rúma árið og varla hefði hann getað verið á betri stað. Viktoría Guðnadóttir. Guðni Karlsson var föður- bróðir minn. Ég kynntist hon- um fyrst þegar hann byggði hús við Nýbýlaveginn í Kópa- vogi með foreldrum mínum. Þá var ég smápatti en þarna bjuggum við öll mín barna- skólaár. Við vorum á neðri hæðinni og Guðni frændi, eins og við kölluðum hann alltaf, bjó á efri hæðinni. Á neðstu hæð- inni voru tveir bílskúrar og op- ið á milli þeirra. Ég efast ekki um, svona eftir á að hyggja, að við bræðurnir höfum oft verið frekar fyrirferðarmiklir á lóð- inni og í bílskúrunum þar sem við smíðuðum fjöldann allan af kassabílum og gátum hjólað í stóra hringi þegar kalt var úti. Guðni frændi var þó alltaf góð- ur við okkur og sýndi bröltinu í okkur oftast mikla þolinmæði. Einu skiptin sem ég man eftir að hann fann að við okkur var þegar við vorum búnir að skrapa kassabílunum svo mikið utan í húsið að það var komið djúpt far í nýju pússninguna og svo var dálítil fyrirferð og óþrif af dúfunum okkar sem virtust kunna best við sig á svölunum á efri hæðinni. Guðni frændi gerðist snemma bifreiðaeftir- litsmaður og í þá daga gengu þeir um í einkennisfatnaði. Ég man alltaf hvað mér fannst ljósbrúnu einkennisfötin flott og hvað við vorum öll stolt af frænda. Guðni frændi skrifaði líka vandaða kennslubók um bíla, sem hét einfaldlega „Bíll- inn“. Á þessum árum vorum við reyndar spenntari fyrir ritvél- inni sem hann notaði við verkið heldur en viðfangsefninu, ann- að eins forláta tæki hafði ekki sést. Það var mikill fengur þeg- ar Guðni frændi lánaði okkur hana eitt sinn og við vélrituðum sem mest við máttum. Ég vona enn að ritvélin hafi sloppið ósködduð frá þeim ósköpum. Eitthvað rámar mig í fleiri prakkarastrik sem ég efa ekki að Guðni frændi mundi líka en það varpaði þó ekki skugga á góð samskipti þegar við bræður komumst til vits og ára. Þegar kom að bílprófsaldrinum reynd- ist Guðni okkur vel með alla sína þekkingu og áhuga á bíl- um. Gott var að leita til hans með ýmis úrlausnarefni og hann hvatti okkur til dáða. Enda var hann á þeirri skoðun að uppbyggilegra væri að ungir menn fengju tækifæri við bíla- smíðar en að þeir héngju í at- hafnaleysi niðri í bæ á kvöldin. Minningar okkar um Guðna frænda eru því ljúfar og enn er bókin Bíllinn dregin fram þeg- ar útskýra þarf leyndardóma bíltækninnar fyrir næstu kyn- slóð á eftir okkur. Ég færi kveðju frá ættlegg Ingimars Karlssonar og við vottum fjöl- skyldu Guðna samúð okkar. Snorri Ingimarsson. Guðni Karlsson átti þátt í einni stærstu byltingu í sam- göngutækni síðustu áratuga. Við í Ferðaklúbbnum 4x4 átt- um góð kynni við Guðna og okkur þykir við hæfi að minn- ast á hans þátt sem byggðist á áræðni hans og framsýni sem forstöðumanns Bifreiðaeftirlits- ins. Þannig var að lögreglan hafði ítrekað með fulltingi Bif- reiðaeftirlitsmanna klippt skráningarnúmer af jeppum á stórum hjólum í umferðinni og sent þá til skoðunar. Í þessu ástandi var Ferðaklúbburinn 4x4 stofnaður með tvö málefni að leiðarljósi, náttúruvernd og að löglegt yrði að aka á breytt- um jeppum á vegum landsins. Breytingar vegna stærri og flotmikilla hjóla voru að færast í vöxt og því var mikilvægt að ná samkomulagi við yfirvöld um þetta. Strax eftir stofnun Ferðaklúbbsins var tækninefnd sett á laggirnar og hennar hlut- verk var að ná samtali við yf- irvöld um jeppabreytingar. Þegar tækninefnd F4x4 fór þess á leit við Bifreiðaeftirlitið að hefja viðræður um jeppa- breytingar þá tók Guðni mjög vel í það strax í upphafi. Hann tilnefndi fulltrúa í nefnd og kom á formlegum viðræðum milli Ferðaklúbbsins og yfir- valda. Áhugi hans á að koma þessum málum í góðan farveg leyndi sér ekki og sat hann sjálfur alla fundi sem haldnir voru. Þessar viðræður leiddu til þess að Ferðaklúbburinn gerði drög að reglum um breytingar á jeppum og Bifreiðaeftirlitið lagði til tæknifræðing á móti í þessa vinnu. Þessar reglur tóku gildi 1. febrúar 1986 og eru nú hluti af reglum um gerð og búnað ökutækja. Þær mörkuðu upphafið að því að hér eru jeppabreytingar löglegar og náðu að þróast á jákvæðan hátt. Guðni Karlsson sýndi kjark þegar hann féllst á að hlusta á hugmyndir sem ungir menn höfðu um framtíðarfyr- irkomulag á eftirliti með jeppa- breytingum. Framsýni Guðna gerði þessa byltingu mögulega. Við viljum því minnast Guðna með þökkum fyrir hans mik- ilvæga þátt í því að nú má víða sjá breytta bíla í umferðinni. Mest ber á breyttum ferðaþjón- ustubílum sem sækja verðmæti fyrir þjóðarbúið og nú er boðið upp á ýmsar jeppa- og ævin- týraferðir allan ársins hring á breyttum bílum. Þessi tækni hefur aukið búsetuöruggi í okk- ar harðbýla landi þar sem lög- regla, sjúkraflutningalið, björg- unarsveitir, Neyðarlína, vísindamenn, veitufyrirtæki og fjölmargir aðrir njóta góðs af þessu grasrótarstarfi sem Guðni gaf tækifæri til að skjóta fyrstu rótunum. Fjölmargir hafa nú atvinnu af breytingum á jeppum og óteljandi störf tengjast breyttum jeppum beint eða óbeint og er íslensk tækniþekking vegna breyttra jeppa nú verðmæt útflutnings- vara. Jafnframt má nefna að ekið hefur verið á íslenskum jeppum bæði á suðurpólinn og á segulpól í norðri. Guðna minnumst við einnig fyrir óbil- andi áhuga hans á íslensku málfari og hann lagði til mörg nýyrði á sviði bíltækni sem okkur er orðið tamt að nota í dag. Við sendum fjölskyldu Guðna samúðarkveðjur og þökkum ánægjuleg kynni. Fyrir hönd fyrstu tækni- nefndar Ferðaklúbbsins 4x4, Þorvarður Hjalti Magnússon. Guðni Karlsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVEINBJÖRG EYÞÓRSDÓTTIR, áður til heimilis að Miklubraut 86, lést miðvikudaginn 7. september á dvarlar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 21. september klukkan 13. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á dvarlar- og hjúkrunarheimilinu Grund, Frúargangi A3, fyrir alúðlega umönnun og hlýju. . Þórhallur Borgþórsson Gróa R. Bjarnadóttir Eyþór Borgþórsson Bára Emilsdóttir Sigurborg Borgþórsdóttir Jón Svanþórsson Halldór Borgþórsson Aðalheiður Alfreðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGUNN K. ÞORMAR, lést á heimili sínu Hrafnistu í Hafnarfirði 10. september. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 23. september klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. . Sigfús Þormar, Þóra Steindórsdóttir, Sigríður Þormar, Sigfríð Þormar, Jón Pétursson, Kristinn Þormar, Jónína Samúelsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, GUNNLAUGUR ÁRNASON sjómaður, frá Gnýstöðum á Vatnsnesi, Háaleitisbraut 17, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 14. september. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd ættingja og vina, . Helga Berndsen frá Karlskála, Skagaströnd. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, ÅSE JOHANNE JÓNASSON, lést á deild 14 E Landspítalanum 13. september. Útförin fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu miðvikudaginn 21. september klukkan 13. . Daníel Jónasson, Ólafía Daníelsdóttir, Jón Ragnar Sigurðsson, Guðbjörg Daníelsdóttir. Elskulegur faðir minn, BJÖRN ÞORSTEINSSON, Ferjubakka 6, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi síðastliðinn fimmtudag, 15. september. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík klukkan 11 föstudaginn 23. september 2016. Fyrir hönd ættingja, . Þorsteinn Björnsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL SIGURÐSSON frá Nauteyri, Sauðármýri 3, Sauðárkróki, áður Hólmagrund 11, andaðist á Sjúkrahúsi Sauðárkróks föstudaginn 16. september. Útför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 24. september klukkan 11. . Hólmfríður Pálsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Ólafur Bernódusson, Anna S. Pálsdóttir, Sveinn Geirmundsson, afabörnin og langafabörnin. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR JÓHANNES GUÐFINNSSON frá Odda, Borgarfirði eystra, lést á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum 12. september. Útförin fer fram frá Útskálakirkju föstudaginn 23. september klukkan 14. . Sigríður Björg Halldórsdóttir, Jón Hjálmarsson, Árni Þór Halldórsson, Jón Már Halldórsson, Kristín Jónsdóttir, Karl Vilhelm Halldórsson, Ásgerður Þorsteinsd., Inga Dóra Halldórsdóttir og afabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, DÓRA PÁLSDÓTTIR, Tjarnargötu 44, lést laugardaginn 17. september á lungnadeild Landspítalans, umvafin fjölskyldu sinni. Útför fer fram frá Neskirkju, Hagatorgi, föstudaginn 30. september klukkan 13. . Jens Tollefsen Páll Ásgeir Davíðsson Þórdís Filipsdóttir Tryggvi Björn Davíðsson Fabienne Soulé Davíð Tómas Davíðsson Elísabet Hafsteinsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.