Morgunblaðið - 20.09.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.09.2016, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2016 Ég er að taka upp kartöflur, rauðar og gullauga. Er með 100 fer-metra garð við hliðina á húsinu okkar,“ segir Finnbogi Her-mannsson þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Finnbogi hefur búið á Bakkavegi 11 í Hnífsdal síðan 1982, eða í 34 ár. „Ég er bú- inn að setja niður í þennan garð síðan ég flutti hingað og það hefur aldr- ei verið eins mikil uppskera og núna. Þetta sumar var alveg geysilega gott og gróðursælt. Þegar Auður dóttir mín sá uppskeruna fyrir þrem árum sagði hún bara: „Global warming!“ Finnbogi hefur verið að skrifa ævisögu Gísla Ferdinandssonar skóara. „Ég tafðist við það verkefni því ég fékk nefnilega kransæða- stíflu í vor og var það sem kallað er þræddur og settur í mig gormur. Eftir það fór ég að stinga upp kartöflugarðinn og hef allt annað vinnu- þrek og er mjög hress. Ég hef einnig verið að vinna að annarri bók, heimildaskáldsögu, en vinnuheitið er Ástir á tímum Bahia Blanca. Bahia Blanca var þýskt flutninga- og farþegaskip sem var á leið frá Brasilíu til Þýskalands í janúar 1939. Bretar höfðu sett hafnbann á þýsk skip og skipið fór því mjög óvenjulega leið heim og var statt milli Íslands og Grænlands þegar það rakst á hafís. Allri áhöfninni, 63 manns, var bjargað, og dvaldist hún á Íslandi. Svo var áhöfnin send í fangabúðir þegar Bretar hernámu Ísland fyrir utan tvo sem lögðust út. Þeir dvöldu í Landmannahelli í Rangárvallasýslu en áður höfðu tekist ástir með öðrum þeirra og reyk- vískri stúlku. Svo fer tvennum sögum af því hvort þeir voru njósnarar eða vildu forðast að vera teknir nema hvorttveggja hafi verið.“ Finnbogi ætlar að halda áfram að taka upp kartöflur í dag, á afmælis- deginum. „Síðan ætla ég að fara með gamla Bensinn minn á verkstæði og láta skipta um kol í alternatornum.“ Rithöfundurinn Finnbogi er að vinna að tveimur bókum. Aldrei fengið jafn góða uppskeru og í ár Finnbogi Hermannsson er 71 árs í dag E dda Borg Ólafsdóttir fæddist á Ísafirði 20.9. 1966 en ólst upp í Bolungarvík: „Ég æfði nánast allar íþróttagreinar sem voru í boði í Víkinni, keppti í frjálsum íþróttum, hand- og fótbolta og er medalíuhafi á skíðum og í sundi. Auk þess náði ég þeim titli einu sinni að verða Vestfjarðameistari kvenna í skák. En ég gaf mér einnig tíma til að læra á píanó frá sex ára aldri hjá Ragnari H. Ragnar á Ísafirði í tíu ár.“ Ekki verður sagt að Edda hafi aldrei farið suður því hún fór ein- mitt suður, rétt fyrir 16 ára afmæl- ið sitt, og stundaði nám við MH: „Þá fór ég fljótlega að spila í hljómsveitum og hafa atvinnu af tónlist. Ég kynntist manninum mínum í fyrstu hljómsveitinni, gift- ist honum og við fluttum til Holly- wood, þar sem hann var við nám.“ Edda var hljómborðsleikari og Edda Borg Ólafsdóttir tónlistarkona – 50 ára Í góðum félagsskap Björn Thoroddsen, Jón Páll gítarleikari, bandaríski hljómsveitarstjórinn Don Randi, einn þekk- asti hljómsveitarstjóri vestan hafs, var m.a. hljómsveitarstjóri Franks Sinatra, Edda Borg og Bjarni, maður hennar. Með tónlist í blóðinu Flott hjón Bjarni og Edda við skilti skólans sem hún hefur rekið frá 1989. Tvíburasysturnar Ísabel Stefánsdóttir og Marsibil Stefánsdóttir tóku sig til ásamt vinkonu sinni, henni Maríu Elísabetu Gestsdóttur, og héldu tombólu. Þær söfnuðu 7 þúsund krónum sem þær ákváðu að styrkja Rauða krossinn með. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Tíska & förðun Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 7. október Fjallað verður um tískuna haustið og veturinn 2016 í förðun, snyrtingu, útliti og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 3. október. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.