Fréttablaðið - 27.12.2016, Qupperneq 4
VELDU GÆÐI!
PREN
TU
N
.IS
................................................
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
Fálkagata 18 • Dalbraut 1
....................................................Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
PREN
TU
N
.IS
3 TEGUNDIR AF SÚRDEIGSBRAUÐUM
Samfélag Hjúkrunarheimilið
Sunnuhlíð tekur þátt í tilraunaverk-
efni um nýtt og breytt fyrirkomu-
lag á greiðsluþátttöku íbúa. Íbúum
Sunnuhlíðar verður ekki úthlutað
vasapeningum. Með afnámi svo-
kallaðs vasapeningakerfis er stefnt
að auknu sjálfræði aldraðra.
Í Sunnuhlíð verða teknar upp sér-
tækar greiðslur fyrir húsaleigu og
annan kostnað sem fylgir heimilis-
haldi og íbúar ráða eigin fé.
Starfshópi sem Eygló Harðar-
dóttir, húsnæðis- og félagsmála-
ráðherra, skipaði 3. maí á þessu
ári var falið að útfæra og koma til-
raunaverkefninu á. Starfshópurinn
er skipaður fulltrúum frá Lands-
sambandi eldri borgara, Sam-
tökum fyrir tækja í velferðarþjón-
ustu, Sjúkratryggingum, Sambandi
íslenskra sveitarfélaga, Trygginga-
stofnun og velferðarráðuneytinu.
Annað hjúkrunarheimili á höfuð-
borgarsvæðinu er með mögulega
þátttöku til skoðunar.
Tilraunaverkefnið fékk lagastoð
þegar Alþingi samþykkti þann 13.
október síðastliðinn breytingu á
lögum um málefni aldraðra.
Þar er kveðið á um tilraunaverk-
efnið og hjúkrunar- og dvalarheim-
ilum sem rekin eru af opinberum
aðilum og taka þátt í verkefninu
gert kleift að innheimta þau gjöld
sem nýtt fyrirkomulag greiðsluþátt-
töku kallar á.
Eygló sagði í viðtali við Frétta-
blaðið á árinu að hún teldi vasa-
peningakerfið úrelt. „Ég vil fá nor-
ræna kerfið þar sem þú færð bara
peninginn í hendurnar og þá hefur
viðkomandi oft meira valfrelsi um
það hvernig peningunum er ráð-
stafað. Þetta verður að vera svolítið
einstaklingsmiðað,“ sagði Eygló. –
kbg
Íbúar í Sunnuhlíð ekki á vasapeningum
Íbúar í Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi, fá að njóta þess að taka
þátt í tilraunaverkefni um afnám vasapeninga. Fréttablaðið/antonbrinK
Samgöngur Alls fóru 472.672 ferða-
menn um Keflavíkurflugvöll árið
2008. Þá voru virk leigubílaleyfi í
landinu 537 talsins. Árið 2015 fóru
1.261.938 ferðamenn um Kefla-
víkurflugvöll en virk leigubílaleyfi
voru 547. Á meðan fjöldi ferða-
manna næstum þrefaldaðist fjölgaði
virkum leigubílaleyfum um tíu.
Þetta kemur fram í svari Sam-
göngustofu við fyrirspurn Frétta-
blaðsins. Eru þar gefnar tölur um
fjölda virkra leigubílaleyfa undan-
farin ár. „[H]eildartalan hverju sinni
er alltaf hærri þar sem leyfishafi má
leggja leyfið inn tímabundið í allt
að fjögur ár á tíu ára tímabili og
taka þarf tillit til þeirra leyfa,“ segir
í svarinu.
Eins og er er takmörkun á
útgefnum leigubílaleyfum. Þannig
er heimild á höfuðborgarsvæðinu
og Suðurnesjum fyrir samtals 560
leigubíla, að teknu tilliti til þeirra
leyfa sem eru lögð inn tímabundið.
Þá er einnig heimild fyrir 21 leigubíl
á Akureyri og átta í Árborg.
Þessi takmörkun er sömuleiðis
það sem stendur bandaríska leigu-
bílafyrirtækinu Uber fyrir þrifum.
Greint var frá því fyrir rétt rúmum
tveimur árum að nógu margar
undirskriftir hefðu safnast til þess
að Uber gæti hafið starfsemi í
Reykjavík. Ekkert hefur hins vegar
heyrst af þeim áformum síðan þá
og er Reykjavík enn eina höfuðborg
Norðurlanda þar sem þjónusta
Uber er ekki aðgengileg.
„Uber fellur því eins og staðan er
í dag ekki undir þau lög og reglur
sem gilda um leigubifreiðar. Til að
Uber gæti starfað hér á landi þyrfti
því að koma til breyting á regluverk-
inu. Eitt það helsta er að gefa þyrfti
starfsemina frjálsa,“ segir í svarinu
frá Samgöngustofu.
Fréttablaðið sendi fyrirspurn
bæði á Samgöngustofu og innan-
ríkisráðuneytið um hvort Uber
hefði haft samband síðastliðin tvö
ár varðandi hugsanlega komu til
Íslands. Samkvæmt svörum við
þeim fyrirspurnum hefur það ekki
gerst.
Enn er því óljóst hvort Uber
hyggist bjóða upp á þjónustu sína á
Íslandi þrátt fyrir að margt hafi bent
til þess árið 2014.
thorgnyr@frettabladid.is
Ekkert útlit fyrir Uber á Íslandi
541 leigubílaleyfi er virkt í ár en þau voru 537 árið 2008. Leyfum hefur því ekki fjölgað þrátt fyrir aukinn
ferðamannastraum. Gefa þyrfti starfsemina frjálsa ef leyfum ætti að fjölga. Það myndi opna á komu Uber.
Uber hefur hvorki átt
samskipti við Samgöngu-
stofu né innanríkisráðu-
neytið.
leigubílstjórar víða um heim eru ósáttir við Uber og hafa mótmælt starfsemi fyrirtækisins harðlega. Þessir tveir krefjast þess
að fyrirtækið stöðvi og líkja því við mafíu. nordicphotoS/aFp
S TJ Ó r n SÝS l a U m b o ð s m a ð u r
Alþingis hefur beint þeim tilmælum
til innanríkisráðuneytisins að gerð
verði úttekt á stöðu upplýsinga-
gjafar til erlendra fanga í fangelsum
landsins. Þetta kemur fram í nýju
áliti hans.
Málið má rekja til kvörtunar
fanga af erlendum uppruna sem var
færður úr opnu fangelsi yfir í lokað
vegna agabrota. Við komuna í lok-
aða fangelsið voru henni kynntar
reglur þess munnlega á ensku og að
auki fékk hún bækling á íslensku
með reglunum.
Í lögum um fullnustu refsinga
kemur fram að skylt sé, við upphaf
afplánunar, að afhenda fanga upp-
lýsingar um réttindi hans og reglur
á tungumáli sem hann skilur. – jóe
Geri úttekt á
upplýsingagjöf
til fanga
VIÐSKIPTI Megind ehf. þarf að greiða
250 þúsund krónur í sekt eftir að
fyrirtækið gerði Fjármálaeftirlitinu
ekki viðvart um að eignarhlutur
félagsins í rekstrarfélaginu Summu
fór yfir 50 prósent. Sátt náðist um
sektina.
Í mars keypti Megind ehf. 26 pró-
senta hlut í Summu en átti fyrir 49
prósenta hlut í félaginu. Með því fór
félagið yfir 50 prósenta þröskuldinn
og bar því að tilkynna Fjármála-
eftirlitinu um kaupin fyrir fram. Það
var ekki gert.
Með hliðsjón af umfangi brotsins,
atvikum máls að öðru leyti og í ljósi
þess að málinu var lokið með sátt
við upphaf athugunar þótti sektin
hæfilega ákveðin 250 þúsund.
Summa hefur verið í eigu Meg-
indar og Íslandsbanka. – jóe
Sektað sökum
gleymsku
STJÓrnSÝSla Skipað hefur verið
í eftirlitsnefnd með störfum lögreglu
í samræmi við breytingar á lögreglu-
lögum sem Alþingi samþykkti síðast-
liðið vor. Eftirlitsnefndinni, sem er
sjálfstæð stjórnsýslunefnd, er meðal
annars ætlað að taka við erindum
frá borgurum og greina hvort um
sé að ræða kæru um refsiverða hátt-
semi eða kvörtun er lúti að starfsað-
ferðum lögreglu. Þetta kemur fram í
tilkynningu frá innanríkisráðherra.
Aðdragandi málsins er sá að
innanríkisráðherra skipaði nefnd í
byrjun árs 2015 sem fjallaði um með-
ferð kvartana og kærumála á hendur
lögreglu. Var nefndin skipuð í kjöl-
far ábendinga frá umboðsmanni
Alþingis og ríkissaksóknara um að
úrbóta væri þörf.
Engin bein fyrirmæli um innra
eftirlit með starfsháttum lögregl-
unnar var að finna í lögreglulögum
og ekkert slíkt innra eftirlit var starf-
rækt með formlegum hætti. Á tíma-
bilinu 2005 til 2014 var fjöldi kæra
á hendur lögreglu á bilinu 17 til 36
á ári og leiddi lítill hluti málanna til
ákæru, eða á bilinu ekkert til þrjú
ákærumál á ári. Flestar kærurnar
vörðuðu handtökur og aðrar þving-
unarráðstafanir lögreglu.
„Hvað varðar fjölda kvartana
vegna starfa lögreglu á tímabilinu
þá gáfu þær upplýsingar sem bárust
frá lögreglustjórum tilefni til þess að
ætla að nokkuð skorti á að haldið
hafi verið utan um mál vegna kvart-
ana með viðeigandi hætti,“ segir í
greinargerð frumvarpsins að breyt-
ingum á lögreglulögum.
Nefnd innanríkisráðherra gerði
tillögur að breyttu verklagi og laga-
breytingum sem Alþingi samþykkti
með breytingum á lögreglulögum
síðastliðið vor.
Formaður eftirlitsnefndarinnar er
Trausti Fannar Valsson, dósent við
Háskóla Íslands, sem skipaður er án
tilnefningar, og aðrir nefndarmenn
eru Þorbjörg Inga Jónsdóttir hæsta-
réttarlögmaður, tilnefnd af Mann-
réttindaskrifstofu Íslands og Kristín
Edwald hæstaréttarlögmaður, til-
nefnd af Lögmannafélagi Íslands.
Eftirlitsnefndin er skipuð til fjögurra
ára. – þh
Skipað hefur verið í eftirlitsnefnd með störfum lögreglunnar
lögreglan við störf í miðborg reykjavíkur. Fréttablaðið/danÍel
2 7 . d e S e m b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J u d a g u r4 f r é T T I r ∙ f r é T T a b l a Ð I Ð
2
7
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:1
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
C
9
-7
5
0
C
1
B
C
9
-7
3
D
0
1
B
C
9
-7
2
9
4
1
B
C
9
-7
1
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
2
6
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K