Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.12.2016, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 27.12.2016, Qupperneq 12
LÁTTU SJÁ ÞIG Blikkljós með klemmu fylgir öllum hlaupabuxum og -jökkum í desember. Samfélag Í lok september voru 826 umsækjendur á biðlista eftir félags- legu leiguhúsnæði í Reykjavík, þar af voru 612 í mikilli þörf. Þetta kemur fram í svari velferðarsviðs Reykja- víkurborgar við fyrirspurn borgar- ráðsfulltrúa Framsóknar og flug- vallarvina. Fjöldi barna umsækjenda eru 331 og miðar velferðarsviðið við börn yngri en 18 ára sem lúta forsjá umsækjenda og/eða dvelja hjá þeim í reglubundinni umgengni. Ungt fólk er í mestri þörf fyrir húsnæði en 371 á aldrinum 18-39 ára eru sögð í mikilli þörf, 216 á aldrinum 40-66 og 25 eldri en 67. Langflestir umsækjendur eru ein- hleypir karlmenn eða 363 slíkir eru sagðir í mikilli þörf á móti 163 ein- hleypum konum. Einstæðar mæður eru 69 talsins en fjórir einstæðir feður eru í mikilli þörf. Af þeim 826 sem voru á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði fengu 156 almennar húsaleigubætur. Á sama tíma fengu 908 notendur sér- stakar húsaleigubætur á almennum markaði. Velferðarsviðið segir í svari sínu að erfitt sé að meta hvort bið- listinn endurspegli þörf sem er til staðar fyrir félagslegu leiguhúsnæði því margir þættir hafa áhrif á eftir- spurnina. Fyrst og fremst er það þó framboð á öðru ódýru húsnæði. Af þeim sem voru á biðlista voru 74 pró- sent í brýnni þörf fyrir húsnæði. -bb Yfir 600 í mikilli þörf fyrir húsnæði Af þeim sem voru á biðlista eftir félagslegu húsnæði voru 74 prósent í brýnni þörf fyrir húsnæði. FréttAblAðið/Vilhelm RúSSland Hrap rússneskrar herflug- vélar í Svartahaf á jóladag er ekki talið stafa af hryðjuverkaárás. Þetta sagði Maxim Sokolov, samgöngumálaráð- herra Rússa, í gær. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið er árás ekki ein líklegra ástæða. Við erum að líta annars vegar til bilunar eða mistaka flugmanns,“ sagði Soko- lov enn fremur. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað forsætisráðherranum Dmitrí Medvedev að hafa umsjón með rannsóknarnefnd sem á að skera úr um hvað olli flugslysinu. Á hljóðupptöku úr stýriklefa vélar- innar sem spiluð var í rússneskum fjölmiðlum í gær mátti ekki greina nein merki um örðugleika flugmanna. Raddir þeirra voru rólegar þar til flug- vélin hvarf af ratsjám og þeir reyndu í örvæntingu að ná sambandi við flugturn flugvallarins í Sochi-borg við strönd Svartahafs. Alls voru 92 um borð í vélinni og eru allir taldir af. Um þrjú þúsund manns, þar af rúmlega hundrað kafarar, auk skipa, flugvéla og þyrla leituðu í Svartahafi í gær og höfðu 11 lík og 154 líkamspartar fundist þegar Fréttablaðið fór í prentun. Tíu líkanna og 86 líkamspörtum hefur verið skilað til Moskvu svo hægt verði að bera kennsl á þau. Flugvélin var af gerðinni Tup- olev-154 og voru hermenn, tónlistar- menn og blaðamenn um borð í henni. Þeirra á meðal voru rúmlega sextíu meðlimir Alexandrov-hópsins, opin- bers skemmtihóps rússneska hersins sem átti að skemmta hermönnum í Sýrlandi en þangað stefndi vélin. Flug- vélin hafði upphaflega lagt af stað frá Moskvu en stoppað í Sochi til þess að fylla á eldsneytistank vélarinnar. Rússneski herinn hafði gert flug- vélina út frá árinu 1983 en umfangs- miklar viðgerðir voru gerðar á henni í desember árið 2014. Þá greindi hers- höfðinginn Igor Konashenkov frá því í gær að flugmenn vélarinnar hefðu verið einkar reynslumiklir. Þjóðarsorg var í Rússlandi í gær vegna slyssins og flykktust íbúar Moskvu, sem og annarra borga, út á götur til þess að leggja blóm að hinum ýmsu minnismerkjum er tengjast rússneska hernum. Hvorki flugritar vélarinnar né skrokkur hennar var fundinn þegar Fréttablaðið fór í prentun en BBC greindi frá því að skrokkurinn væri líklegast á 27 metra dýpi tæplega tvo kílómetra frá ströndinni. Þá greindi varnarmálaráðuneytið frá því að tveir hlutar úr stýribúnaði vélarinnar hafi fundist og verið dregnir á land. Rússar hafa stutt her sýrlensku ríkisstjórnarinnar með loftárásum í baráttunni gegn uppreisnarmönnum í borgarastyrjöldinni í landinu. thorg- nyr@frettabladid.is Hryðjuverk ekki talin orsök flugslyssins yfir Svartahafi Þúsundir leituðu farþega rússneskrar herflugvélar sem hrapaði í Svartahaf. Allir farþegarnir 92 eru taldir af. Þjóðarsorg var lýst yfir í gær. Flugritarnir ekki enn fundnir. Flugvélin var af gerðinni Tupolev-154 og voru hermenn, tónlistarmenn og blaðamenn um borð. Rússneski herinn hafði gert flugvélina út frá árinu 1983. Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið er árás ekki ein líklegra ástæða. Maxim Sokolov, samgöngumála- ráðherra Rússa maður leggur blóm að húsnæði Alexandrov-hópsins í moskvu. Sextíu meðlimir hópsins eru taldir af eftir slysið. NordicphotoS/AFp Tækni Snap Inc., framleiðandi Snapchat og Spectacles, hefur keypt ísraelska sprotafyrirtækið Cimagine á nærri átta milljarða króna. Frá þessu er greint á fréttasíðu Calcalist News í Ísrael. Cimagine sérhæfir sig í sýndar- veruleika. Forritið sem fyrirtækið vinnur nú að mun gera notandan- um kleift að beina myndavél síma síns eða spjaldtölvu að hvaða rými sem er og sjá hvernig nýtt húsgagn sem stendur til að kaupa myndi sóma sér á viðkomandi stað. Samkvæmt upplýsingum á Lin- kedIn-síðu Cimagine vinnur fyrir- tækið nú þegar með Jerome's, hús- gagnakeðjunni í Kaliforníu og Coca-Cola. Kaupin eru langt frá því að vera þau fyrstu sem Snap gerir á árinu sem er að líða. Fyrirtækið hefur einnig fest kaup á auglýsingafyrir- tækinu Flite, leitarvélinni Vurg og þrívíddarsjálfuforritinu Seene. - þea Snapchat í sýndarveruleika mögulega mun notendum Snapchat bjóðast ný tækni frá cimagine. NordicphotoS/AFp Samfélag Í hagræðingaraðgerðum Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár er lagt til að innleitt verði kerfi sem auðveldi starfsmönnum að finna símanúmer og tengiliðaupplýs- ingar annarra starfsmanna borgar- innar. Ástæðan er sú að starfsmenn borgarinnar hringja svo mikið í þjónustuverið eftir upplýsingum. „Þjónustuverið í Borgartúni gegnir nú svipuðu hlutverki og upplýsinga- þjónusta á borð við 1818. Að jafnaði er um eitt stöðugildi að svara starfs- mönnum borgarinnar og gefa upp- lýsingar um símanúmer annarra starfsmanna borgarinnar,“ segir í tillögunni. Er sparnaður áætlaður um 5,5 milljónir króna á ári. – bb Í vandræðum með að finna símanúmer filippSeyjaR Fjórir létu lífið í gær vegna hitabeltisstormsins Nock-Ten á Filippseyjum, þar af þrír í Albay- fylki nærri höfuðborginni Maníla. Stormurinn skall á austurströnd landsins á jóladag og hefur dregið úr honum síðan þá. Þó náði hann nærri 40 metra hraða á sekúndu í gær. Stormurinn stefnir nú að höfuðborginni. Þá hefur stormurinn einnig valdið gríðarlegu tjóni. Meðal annars hafa rafmagnslínur slitnað og tré rifnað upp með rótum. Almannavarnastofa Maníla var- aði við því í gær að von væri á hvöss- um vindi og úrhelli sem kynni að valda flóðum. „Almannavarnastofa er í viðbragðsstöðu,“ sagði Mina Marasigan, talskona stofunnar, í viðtali við BBC í gær. „Við höfum dreift birgðum og nauðsynlegum búnaði víðs vegar um borgina,“ sagði Marasigan enn fremur. Þá hafa góðgerðarsamtökin Save the Children varað við því að allt að milljón manna gæti þurft á neyðar- skýli að halda í dag. - þea Stormurinn Nock-Ten veður yfir Filippseyjar Strákur leitar skjóls frá Nock-ten innan um illa farin hús. NordicphotoS/AFp 2 7 . d e S e m b e R 2 0 1 6 Þ R i Ð j U d a g U R12 f R é T T i R ∙ f R é T T a b l a Ð i Ð 2 7 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :1 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B C 9 -5 C 5 C 1 B C 9 -5 B 2 0 1 B C 9 -5 9 E 4 1 B C 9 -5 8 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 6 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.