Fréttablaðið - 27.12.2016, Page 17

Fréttablaðið - 27.12.2016, Page 17
Mikil hækkun kaupmáttar og launa“, „kaupmáttur aldr-ei verið meiri“, „2015 – ár mikilla launahækkana“. Þetta eru örfá dæmi um yfirskriftir frétta um launahækkanir og kaupmáttaraukn- ingu launa á þessu ári og því síðasta, en fjölmargar fréttir hafa verið fluttar af kaupmáttaraukningu. En hvernig hefur þróun kaupmáttar verið hjá örorkulífeyrisþegum síð- ustu ár? Fjármálaráðherra sagði fjálg- lega í fjárlagafrumvarpsumræðu á Alþingi í desember í fyrra að sú hækkun sem ætluð væri örorkulíf- eyrisþegum myndi hafa gríðarleg áhrif á kaupmáttaraukningu örorku- lífeyris. En þar sagði hann „… verð- bólgan [hefur] farið minnkandi og hún hefur verið stöðugt lág sem hefur tryggt gríðarlega kaupmáttar- aukningu fyrir launþega og mikla kaupmáttaraukningu bóta, reyndar þannig að bætur munu aldrei í sögu Íslands hafa haft hærri og meiri kaupmátt en 2016 …“. Ég hef lengi leyft mér að efast um að orð fjármálaráðherra um þessa gríðarlegu kaupmáttaraukningu yrðu orð að sönnu. Ég bið almenn- ing um að láta ekki villa um fyrir sér þegar talað er um prósentuhækkanir, sem jafnvel gætu í huga einhverra hljómað háar, því prósentuhækk- anir á mjög lágan lífeyri þýða afar lága krónutöluhækkun. En það eru einmitt krónurnar sem skipta máli í þessu samhengi. Allir þurfa ákveðna lágmarkskrónutölu í framfærslu á mánuði til að geta lifað af í íslensku samfélagi, krónur sem duga fyrir fæði, klæði, húsnæði og í tilfellum örorkulífeyrisþega fyrir lyfjum, læknisþjónustu og þjálfun. Við leituðum til Hagfræðistofn- unar Háskóla Íslands um útreikninga á samanburði kaupmáttarþróunar heildartekna örorkulífeyrisþega og heildarlauna fullvinnandi fólks frá árinu 2009 til ársins 2015 en tölur fyrir árið 2016 koma ekki fram fyrr en á næsta ári og því vantar forsendur til að reikna út þróunina fyrir árið 2016. Útreikningar Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands staðfesta þennan efa, hrekja orð ráðherra um gríðar- lega kaupmáttaraukningu. Samanburður við þróun kaup- máttar fullvinnandi Útreikningarnir byggjast á tölum á vef Hagstofu Íslands og Trygg- ingastofnunar ríkisins (TR). Niður- staðan er sláandi eins og sjá má á mynd 1. Ka u p m átt u r h e i l d a r t e k n a örorkulífeyrisþega var 9% lægri árið 2011 en árið 2009 og lækkaði því mun meira hjá örorkulífeyris- þegum en hjá launafólki. Hagur ýmissa hópa fór að vænkast eftir hrun en örorkulífeyrisþegar sátu eftir. Samkvæmt frumvarpi til fjár- laga fyrir árið 2017 segir að „Vax- andi vinnuaflseftirspurn, miklar launahækkanir í kjarasamningum, hagstæð gengisþróun, minnkandi verðbólga og batnandi kaupmáttur einkenndu árið 2015“. Ka u p m átt u r h e i l d a r t e k n a örorkulífeyrisþega árið 2015 var nær sá sami og árið 2009, hafði einungis hækkað um 1%, þrátt fyrir lága verðbólgu. Hins vegar hafði kaupmáttur heildarlauna fullvinn- andi hækkað um 15% á tímabilinu. Þessar tölur sýna fram á ósamræm- ið í orðum fjármálaráðherra í lok árs 2015 um að örorkulífeyrir hafi hækkað í samræmi við lög á hverju ári eftir því hvort verðlag eða laun hafi hækkað meira. Þróun kaupmáttar óskerts lífeyris almannatrygginga og lágmarkslauna Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Kaupmáttur hefur aldrei verið meiri, fyrir suma ✿ Þróun kaupmáttar heildartekna árin 2009-2015 – Miðgildi heildartekna. 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 100 100 93 91 98 99 99 10198 99 100 103 106 115 n Fullvinnandi n Örorkulífeyrisþegar 100 100 101 105 110 112 116 126 95 101 99 99 100 102 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 ✿ Þróun kaupmáttar 2009-2015 n Óskertur lífeyrir n Lágmarkslaun NÝÁRSTÓNLEIKAR STÓRSVEITAR REYKJAVÍKUR GLÆSILEGIR GALATÓNLEIKAR Leikin vera mörg af þekktustu lögum merkustu stórsveita swing stílsins s.s. Benny Goodman, Artie Shaw, Jimmy Lunceford, Cab Calloway, Charlie Barnet, Les Brown, Glenn Miller, Duke Ellington og Count Basie. GESTASÖNGVARAR Sigríður Thorlacius og Jón Jónsson SÉRSTAKUR HEIÐURSGESTUR Ragnar Bjarnason STJÓRNANDI OG KYNNIR Sigurður Flosason Silfurberg Hörpu 4. janúar kl. 20:00 Styrkt af Miðar á tix.is og í miðasölu Hörpu á harpa.is Þann 21. desember sl. felldi Evr-ópudómstóllinn veigamikinn dóm varðandi viðskipta- samning Marokkó og Evrópusam- bandsins. Dómurinn er á þá leið að samningurinn nái ekki til varnings sem framleiddur er í hinu her- numda landi Vestur-Sahara. Þetta er stórsigur fyrir Saharawi-þjóðina, sem berst gegn hernámi lands síns en að sama skapi mikið áfall fyrir stjórnvöld í Marokkó. Vestur-Sahara hefur verið kallað síðasta nýlendan í Afríku, en Mar- okkó lagði landið undir sig með hervaldi eftir að spænskum yfir- ráðum lauk þar árið 1975. Frá þeim tíma hefur gegndarlaus rányrkja á auðlindum Vestur-Sahara átt sér stað, auk þess sem Marokkóstjórn hefur reynt að fá alþjóðasamfélagið til að viðurkenna landvinninga sína. Hernámið er skýlaust brot á alþjóðalögum og fer fram í trássi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna, en hernaðarlegir og efnahagslegir hagsmunir stórþjóðanna, einkum Frakka, hefur orðið til þess að Mar- okkó hefur fengið að fara sínu fram. Saharawi-fólkið, hinir réttmætu eigendur landsins, hefur lagt mikla áherslu á að fríverslunarsamningar Marokkó við önnur ríki geti ekki náð til hernuminna svæða og um það var tekist í dómsmáli þessu. Fyrir okkur Íslendinga er áhugavert og um leið gleðilegt að vita að meðal þeirra gagna sem lágu til grund- vallar í málflutningnum var yfir- lýsing utanríkisráðherra Íslands í umræðum á Alþingi fyrr á þessu ári. Þar staðfesti Lilja Dögg Alfreðsdóttir þann skilning Íslands að viðskipta- samningar við Marokkó tækju ekki til hernumins lands. Gott er að sjá svo áþreifanlegt dæmi um að afstaða Íslands geti haft bein áhrif til góðs fyrir baráttu valdalausrar smáþjóðar. Alþingi hefur falið utanríkisráðherra að beita sér í málefnum Vestur-Sahara og tryggja að sjálfsákvörðunarréttur íbúanna verði tryggður. Vonandi verður haldið áfram á þeirri braut. Afstaða Íslands hafði áhrif – Stórmerkur dómur Evrópudómstólsins Gott er að sjá svo áþreifan- legt dæmi um að afstaða Íslands geti haft bein áhrif til góðs fyrir baráttu valda- lausrar smáþjóðar. Stefán Pálsson sagnfræðingur og vinur Vestur- Sahara reiknaði enn fremur út þróun kaupmáttar fyrir óskertan lífeyri almannatrygginga og lágmarkslaun frá árinu 2009. Örorkulífeyrisþegi sem er með óskertan lífeyri hefur engar aðrar tekjur til framfærslu en lífeyri almannatrygginga. Lífeyrisþegar með lágar aðrar tekjur geta einnig fallið hérna undir, en vegna „krónu á móti krónu skerðinga“ geta þeir verið með sömu heildartekjur og lífeyr- isþegar sem einungis fá greiddan óskertan lífeyri. Nú er svo komið að óskertur lífeyrir er um 80% af lágmarks- launum. Rétt er að geta þess að þrátt fyrir hækkanir síðustu ára eru lágmarkslaun einungis 260.000 kr. fyrir skatt og duga ekki til mann- sæmandi framfærslu. Fjármálaráð- herra hefur svarað því til að hann myndi ekki treysta sér til að lifa af lægstu launum og hann mun því varla treysta sér til að lifa af óskert- um lífeyri. Samkvæmt útreikningum Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands er kaupmáttur lágmarkslauna fyrir skatt um 26% hærri 2015 en árið 2009. Kaupmáttur óskerts lífeyris hefur hins vegar aðeins hækkað um 2% á sama tímabili eins og sjá má á mynd 2. Sem sagt ágæti lesandi þá hefur kaupmáttur óskerts lífeyris engan veginn haldist í hendur við kaup- mátt launa. Bilið er mikið. Einstakl- ingur getur ekki lifað á um 197.000 krónum á mánuði ef hann á að geta greitt fyrir fæði, klæði, húsnæði auk lyfja-, læknis- og þjálfunarkostn- aðar. Þetta er sú upphæð sem gert er ráð fyrir að óskertur lífeyrir verði 1. janúar næstkomandi samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 og fjármálaráðherra lagði til að örorku- lífeyrisþegar ættu að lifa á. Ekki treystir fjármálaráðherra sér til þess að lifa á þessum fjármunum. Myndir þú gera það? Finnst þér ekki að samfélagið okkar eigi að tryggja langveiku og fötluðu fólki þau kjör sem þarf til að geta lifað mannsæm- andi lífi í íslensku samfélagi? Gleðilega hátíð. Einstaklingur getur ekki lifað á um 197.000 krónum á mánuði ef hann á að geta greitt fyrir fæði, klæði, hús- næði auk lyfja-, læknis- og þjálfunarkostnaðar. Þetta er sú upphæð sem gert er ráð fyrir að óskertur lífeyrir verði 1. janúar næstkomandi samkvæmt fjárlagafrum- varpi fyrir árið 2017 og fjármálaráðherra lagði til að örorkulífeyrisþegar ættu að lifa á. Ekki treystir fjármála- ráðherra sér til þess að lifa á þessum fjármunum. Myndir þú gera það? Ellen Calmon formaður ÖBÍ s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 17Þ R i ð J u D A G u R 2 7 . D e s e M B e R 2 0 1 6 2 7 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :1 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B C 9 -8 D B C 1 B C 9 -8 C 8 0 1 B C 9 -8 B 4 4 1 B C 9 -8 A 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 2 6 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.