Fréttablaðið - 27.12.2016, Side 18

Fréttablaðið - 27.12.2016, Side 18
2 7 . d e s e m b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U d A G U r18 s p o r t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð Enska úrvalsdeildin Staðan Úrslit Watford - C. Palace 1-1 0-1 Yohan Cabaye (26.), 1-1 Troy Deeney (72.). Arsenal - West Brom 1-0 1-0 Oliver Giroud (87.). Burnley - M. Boro 1-0 1-0 Andre Gray (81.). Chelsea - Bournemouth 3-0 1-0 Pedro Rodríguez (24.), 2-0 Eden Hazard (49.), 3-0 Pedro Rodríguez (90.). Leicester - Everton 0-2 0-1 Kevin Mirallas (51.), 0-2 Romelu Lukaku (90.). Man. Utd - Sunderland 3-1 1-0 Daley Blind (39.), 2-0 Zlatan Ibrahimovic (82.), 3-0 Henrik Mkhitaryan (86.), 3-1 Fabio Borini (90.). Swansea - West Ham 1-4 0-1 André Ayew (13.), 0-2 Winston Reid (50.), 0-3 Michail Antonio (78.), 1-3 Fernando Llo- rente (89.), 1-4 Andy Carroll (90.). Hull - Man. City 0-3 0-1 Yaya Touré (72., víti), 0-2 Kelechi Ihe- anacho (78.), 0-3 Curtis Davies (90., sm). FÉLAG L U J T MÖRK S Chelsea 18 15 1 2 38-11 46 Man. City 18 12 3 3 39-20 39 Liverpool 17 11 4 2 41-20 37 Arsenal 18 11 4 3 39-19 37 Tottenham 17 9 6 2 29-12 33 Man. Utd. 18 9 6 3 27-18 33 Everton 17 7 5 5 23-20 26 Southampt. 17 6 6 5 17-16 24 WBA 18 6 5 7 23-22 23 Watford 18 6 4 8 22-30 22 West Ham 18 6 4 8 23-32 22 Stoke 17 5 6 6 19-24 21 Bournem. 18 6 3 9 23-31 21 Burnley 18 6 2 10 17-28 20 M’Brough 18 4 6 8 16-20 18 Leicester 18 4 5 9 23-31 17 C. Palace 18 4 4 10 29-33 16 Sunderland 18 4 2 12 16-31 14 Swansea 18 3 3 12 21-41 12 Hull City 18 3 3 12 16-39 12 Okkar menn Íslendingar í efstu tveimur deildunum í Englandi Swansea City Gylfi Þór Sigurðsson Var að vanda í byrjunarliði Swansea sem tapaði, 4-1, fyrir West Ham. Swansea er búið að tapa þremur í röð. Cardiff City Aron Einar Gunnarsson Var í byrjunarliði Cardiff sem missti sigur niður í jafntefli. Wolverhampton Wanderers Jón Daði Böðvarsson Er enn fastur á bekknum en kom inn á 77. mínútu. Fulham Ragnar Sigurðsson Kom inn á sem varamaður og skoraði jólamark. Bristol City Hörður B. Magnússon Var í byrjunarliði Bristol sem tapaði fyrir Wolves. Burnley Jóhann Berg Guðm. Sneri aftur eftir meiðsli og spilaði síðasta kort- erið í flottum sigri gegn Middlesbrough í nýliðaslag. Leikmaður annars dags jóla Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic skoraði eitt mark og lagði upp annað í sigri Manchester United á Sunderland á Old Trafford. Svíinn átti góðan leik en markið sem hann lagði upp fyrir Henrikh Mkhitaryan var eitt það fallegasta sem skorað verður í deildinni þennan veturinn. Markið hjá Zlatan var hans 50. fyrir félagslið á almanaksárinu en hann var líka að raða inn fyrir PSG fyrri hluta þessa árs. Aðeins Lionel Messi er búinn að skora fleiri mörk á þessu ári en þessi 35 ára gamli Sví virðist eldast eins og gott rauðvín. FótboLtI Chelsea vann leik í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar hin víð- fræga umferð á öðrum degi jóla fór fram (mínus tveir leikir). Það þykir ekki saga til næsta bæjar þessa dag- ana því Chelsea getur ekki tapað. Lærisveinar Antonios Conte unnu tólfta leikinn í röð í ensku úrvals- deildinni í gær sem er met en ekkert lið hefur áður unnið svo marga leiki í röð á einu tímabili. Metið átti Manc- hester United sem er reyndar komið á skrið líka. Chelsea heldur sex stiga forskoti á toppi deildarinnar en allt hefur breyst hjá Lundúnaliðinu eftir að knatt- spyrnustjóri þess, Antonio Conte, breytti í 3-4-3 leikkerfið sem hann fór langt með að fullkomna með Juven- tus á Ítalíu. Conte var nóg boðið eftir 3-0 tap gegn Arsenal í lok september og frumsýndi 3-4-3 í næsta leik gegn Hull. Síðan þá er liðið búið að inn- byrða 36 stig af 36 mögulegum og þykir líklegast til að vinna deildina. Ný skammstöfun í bænum Í spænsku 1. deildinni snýst meira og minna allt um baráttu Cristianos Ronaldo og Lionels Messi. Þegar menn eru ekki bara uppteknir af þeim þykir mikið sport að tala um framherjatríóin sem hafa verið skírð MSN (Messi, Suárez, Neymar) og BBC (Bale, Benzema, Cristiano Ronaldo). Erfitt var að ímynda sér að hægt væri að búa til betri þrenningar en Chelsea er búið að finna sína heilögu þrenningu. Pedro Rodríguez, Eden Hazard og Diego Costa eru óstöðvandi þessa dagana og hafa fengið sína eigin skammstöfun. Hún tengist ekki fréttavefjum eins og MSN og BBC heldur er leitað í læknisfræðina. Þre- menningarnir eru kallaðir PhD og má því segja að þeir séu komnir með doktorsgráðu í markafræði enda gera þeir lítið annað en að skora eða leggja upp mörk. Pedro skoraði tvö og lagði upp eitt í 3-0 sigrinum á Bournemouth í gær og er nú búinn að skora fimm og leggja upp fimm önnur. Hann er baneitraður á Brúnni en þar hafa öll mörkin og stoðsendingarnar litið dagsins ljós. Á pari við MSN Eden Hazard skoraði eitt og er nú búinn að skora níu og leggja upp eitt en Diego Costa er þeirra hættu- legastur með þrettán mörk og fimm stoðsendingar. Samtals er PhD-tríóið búið að skora 27af 38 mörkum Chel- sea og leggja upp önnur ellefu. Þetta er á pari við hið ótrúlega MSN-tríó Börsunga sem er búið að skora 28 mörk og leggja upp önnur 16 í spænsku 1. deildinni. Chelsea er vissulega ekki í Meistaradeildinni en sé tölfræðin þar tekin með er MSN í sérflokki. BBC-tríóið hefur verið svolítið meitt og aðeins spilað ellefu leiki á kjaft í spænsku deildinni en það er „aðeins“ búið að skora 19 mörk og leggja upp fimm. Ronaldo ber það tríó á herðum sér með tíu mörk eða meira en Benzema og Bale til samans. Kominn í hóp með Eiði Smára Markið sem Eden Hazard skoraði fyrir Chelsea í gær er það 50. sem Belginn magnaði setur í búningi Chelsea. Hann varð um leið sjötti maðurinn til að skora 50 mörk fyrir Lundúnaliðið og er þar kominn í hóp með ansi góðum mönnum. Einn þeirra er okkar eigin Eiður Smári Guðjohnsen en auk hans skoruðu Frank Lampard, Didier Drogba, Jimmy Floyd Hasselbaink og Gianfranco Zola allir að minnsta kosti 50 mörk fyrir Chelsea. Haldi Pedro, Hazard og Costa áfram í framhaldsnáminu er erfitt að sjá nokkurt lið stöðva Chelsea á leið að titlinum. tomas@365.is Doktorsgráða í markafræði Chelsea vann tólfta leikinn í röð í ensku úrvalsdeildinni sem er met. Allt hefur breyst síðan Antonio Conte skipti um leikkerfi. Chelsea er meira að segja komið með sitt eigið ofurtríó sem er á pari við þau á Spáni. PhD: Pedro, Eden Hazard og Diego Costa, eru búnir að skora 27 mörk og leggja upp ellefu en það er svipað og MSN og betri árangur en hjá BBC. FRÉTTABLAðið/GETTy Stóru málin eftir gærdaginn í enska Stærstu úrslitin Arsenal komst aftur á sigurbraut sem var hrikalega mikilvægt fyrir Skytturnar. Læri- sveinar Wengers eru enn þá níu stigum á eftir Chelsea en þó í séns. Að vera ellefu stigum frá toppnum fyrir áramót hefði verið dauðadómur. Hvað kom á óvart? Það kemur ekki á óvart lengur að Leicester tapi leik en það kemur þó á óvart að þeir tapi leik á heimavelli. Refirnir lágu heima í gær, 2-0, gegn Everton sem var aðeins annað tap liðsins á heimavelli á öllu árinu. Það var tapalust á heimavelli frá september í fyrra og fram að titlinum í maí. Mestu vonbrigðin Það eru algjör von- brigði að Gylfi Þór Sigurðsson þurfi að vera í liði með jafn ömurlega vörn og raun ber vitni hjá Swansea. Van der Horn og hinir sprel- likarlarnir í Svanavörninni fengu á sig fjögur mörk í tapinu gegn West Ham í gær. Swansea er búið að fá á sig 19 mörk í síðustu fjórum leikjum. Swansea er í heildina að fá á sig 41 mark í 18 leikjum. Slakasta vörn deildarinnar. Hazard 9-1 BBC: 19-5 MSN: 28-16 Costa 13-5 Pedro 5-5 SPOrt 2 7 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :1 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B C 9 -9 2 A C 1 B C 9 -9 1 7 0 1 B C 9 -9 0 3 4 1 B C 9 -8 E F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 2 6 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.