Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.12.2016, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 27.12.2016, Qupperneq 36
 Við erum óttumst ekkert að þetta gangi of nærri fólki, en ég mæli ekkert með þVí að fólk sem er ViðkVæmt fyrir háum hljóðum sé að koma. Skoðaðu litríkt úrval á bros.is Bros auglýsingavörur, Norðlingabraut 14. Bros auglýsingavörur með þínu merki M ER KI Ð M IT T www.nordanfiskur.is | 430-1700 | pantanir@nordanfiskur.is Yfir 300 vörutegundir fyrir veitingastaði, mötuneyti og fyrir þig ! Flestir Íslendingar þekkja söguna Ferðin að miðju jarðar, eftir franska snill-inginn Jules Verne, en þó fáir vart jafnvel og fólkið á Snæfellsnesi. Það kemur því ekki á óvart að Kári Viðarsson, forsvarsmaður leikhúss- ins í Rifi, skuli hafa ákveðið að ráðast til atlögu við þetta merka verk enda Kári stórhuga leikhúsmaður sem hefur gert magnaða hluti í Frysti- klefanum í Rifi á síðustu árum. Sýningin Journey to the Center of the Earth er eftir Kára Viðarsson, sem einnig leikur í verkinu, verður frumsýnd í Frystiklefanum í Rifi næstkomandi föstudag. Leikstjóri er Árni Kristjánsson en aðrir sem koma fram eru þau Smári Gunnarsson, Stephanie Lewis og Dóra Unnars- dóttir ásamt 17 krökkum af svæðinu. Hönnun leikmyndar og búninga er í höndum Francescu Lombardi frá Ítalíu, Ragnar Ingi Hrafnkelsson sér um tónlist og hljóðmynd og dans- höfundur sýningarinnar er hin ástralska Jordine Cornish. Hér er því svo sannarlega á ferðinni fjölþjóðleg stórsýning og Kári segir að það sé vissulega gaman að takast á við þetta verk á þessum stað. „Við erum með leikhúsið nánast við innganginn að miðju jarðar. Við gætum eiginlega ekki verið mikið nær enda leikhúsið næsti nágranni jökulsins. Það hefur líka blundað í mér að takast á við þetta allt frá því að ég stofnaði þetta leikhús.“ Rússibanareið Kári segist vera frá Hellissandi, leik- húsið að Rifi og að þetta séu nánast einn og sami staðurinn. „Ég held að við sem búum á þessu svæði þekkj- um öll þessa sögu og við erum svona pínu stolt af því að þessi bók hafi eiginlega verið fyrsta alþjóðlega aug- lýsingin fyrir þetta svæði. Þessi bók hefur líka haft gríðarlega mikil áhrif á allt mannlíf og alla ferðamennsku á svæðinu. Þetta er saga sem leikhúsið mitt á að segja og er sérstaklega gaman fyrir okkur að takast á við.“ En hvaða leið er þá farin með svona kunnuglegt verk á þessum slóðum. „Hvað á ég að segja? Hún er áhættusöm út af því að mér fannst, þegar ég var að takast á við sögu sem þessa, að þá þyrfti að taka áhættu. Einfaldlega vegna þess að sagan fjallar um að taka áhættu. Jules Verne, með sinn vísindaskáldskap, var mikill frumkvöðull í bókmennt- um. Hann var að búa til og finna upp hluti í sínum sögum sem urðu svo að veruleika einhverjum hundrað árum síðar. Þannig að þegar ég fór að pæla í þessu þá vildi ég vera þessu trúr og skapa leikhús á ystu nöf þó svo við hefðum ekki mikla peninga umleikis. En við erum að taka áhættu og prófa að búa til einhvers konar leikhúsbræðing, einhvers konar rússí banareið af alls konar leikhúsi.“ Óður til leikhússins Sýningin markar ákveðinn enda- punkt fyrir það ferli sem hann hefur unnið hörðum höndum að síðustu ár með Frystiklefanum. „Þetta er níunda sýningin sem ég er að gera og þessi verður sú síðasta hjá mér sem ég ætla að gera, alla vega í mjög langan tíma, hér fyrir vestan. Ástæð- an er einfaldlega sú að mig langar til þess að gera eitthvað annað. Ég hafði ákveðna sýn á það sem ég vildi gera og hvaða sögur ég vildi segja og ég lít á þetta sem ákveðinn endapunkt. En þó ég sé að hætta að gera nýjar sýn- Krefjandi ákvarðanir gera sýninguna skemmtilega kári Viðarsson hefur á undanförnum árum sett upp fjölda leiksýninga í frystiklefanum í rifi. næsta föstudag verður frumsýnd þar stærsta sýningin til þessa og reyndar einnig sú síðasta á vegum kára. Félagarnir Þorvaldur Sigurbjörn Helgason og Ástvaldur Axel Þóris- son vinna þessa dagana að undir- búningi á all sérstæðum listviðburði í Mengi næstkomandi fimmtudag. Ástvaldur er raftónlistarmaður og rekur einnig útgáfufyrirtæki oqko í Berlín þar sem hann er búsettur um þessar mundir líkt og svo margir íslenskir listamenn. Bakgrunnur Þorvalds er hins vegar í sviðslist- unum en hann er útskrifaðist sem sviðshöfundur frá Listaháskóla Íslands. Þorvaldur segir að verkið sem þeir ætli að flytja kallist Vald og sé í raun blanda af hljóð- og sviðs- verki. „Við köllum þetta leikrænt hljóðverk. Unnið í framhaldi af því að við vorum að kynna okkur áhrif hljóða og ljósa á mannslíkamann. Í framhaldinu skoðuðum við hvern- ig hljóð og ljós hafa verið notuð í hernaðarlegum tilgangi og þá ekki síst hvernig herir, öryggislögregla og leyniþjónustur nýta sér slíkt við yfirheyrslur og þá aðallega í Banda- ríkjunum.“ Þorvaldur segir að Vald sé samið út frá þessari rannsókn og það sé sett upp með þeim hætti að áhorf- andinn gengur inn í yfirheyrslu þar sem það er aðeins einn áhorfandi í einu. „Þetta er svona eins og þú sért að fara inn í yfirheyrslu en svo eru eingöngu hljóð og ljós notuð í verkinu því það er engir eiginlegir flytjendur. Þetta er óneitanlega soldið inten- síft verk, það eru notaðar raddir sem yfirheyra áhorfandann en við gætum þess þó að þetta verði ekki of óþægileg upplifun. Við erum auðvitað ekkert að fara að pynta áhorfandann en hugmyndin er að þetta gefi fólk samt ákveðna innsýn í þennan heim og hvernig þessum áhrifum er beitt á manneskjur víða um veröld til þess að afla upplýsinga eða ná brjóta fólk undir vilja stjórn- valda.“ Hver og einn flutningur tekur um fimmtán mínútur og Þorvaldur segir að með því að hafa aðeins einn áhorfanda í einu þá náist fram þessu tilfinning fyrir viðkomandi að hann sé inni í verkinu. „Áhorfandinn verður þannig órjúfanlegur hluti af því sem við erum gera. Við óttumst ekkert að þetta gangi of nærri fólki, en ég mæli ekkert með því að fólk sem er viðkvæmt fyrir háum hljóðum sé að koma. En ég hef persónulega mjög gaman af því að fara á verk Við erum ekkert að fara að pynta áhorfandann Kári Viðarsson í Frystiklefanum í Rifi þar sem hann hefur byggt upp öflugt leikhús- og menningarlíf á síðustu árum. Þorvaldur Sigurbjörn Helgason og Ástvaldur Axel Þórisson verða í Mengi á fimmtudaginn með verk sitt Vald. FRéttAblAðið/Anton bRinK Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 2 7 . d e s e m b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U d A G U r28 m e n n I n G ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð menning 2 7 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :1 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 _ N Y .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B C 9 -6 6 3 C 1 B C 9 -6 5 0 0 1 B C 9 -6 3 C 4 1 B C 9 -6 2 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 2 6 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.