Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2016
Kim Kardashian West varð
næsta fórnarlamb Sediuk á
eftir Gigi Hadid. Sediuk kast-
aði sér að henni þar sem hún
var stödd á tískuviku í París.
Hann virtist miða á rass
stjörnunnar en öryggis-
verðir voru snöggir í snún-
ingum og stöðvuðu mann-
inn. Þetta er í annað sinn
sem hann ræðst að raun-
veruleikastjörnunni en þá
féll hún næstum til jarðar.
Atvikið var tilkynnt til
lögreglu í Frakklandi.
Sediuk áreitir ekki ein-
ungis konur því áður
hafa Leonardo DiCap-
rio, Will Smith og Brad
Pitt orðið fyrir barðinu
á honum.
Fyrir skemmstu gekk um netiðmyndband af fyrirsætunniGigi Hadid þar sem hún sést
berja af sér mann. Hadid var stödd
á tískuviku í Mílanó og er mynd-
bandið af henni á leið út í bíl þegar
maður ræðst aftan að henni, grípur
utan um hana og lyftir henni. Henni
tekst að rífa sig lausa og slær af
krafti til mannsins, sem hleypur á
brott á meðan hún öskrar gífuryrði
á eftir honum. Það er eitthvað
óhugnanlegt við þetta myndband,
fyrirsætunni og fylgdarliði er skilj-
anlega brugðið og þau keyra á brott.
Maður hefði haldið að málinu lyki
þar með og gagnrýnin myndi að
minnsta kosti beinast að manninum
sem réðst á hana en svo var ekki.
Hadid sætti gagnrýni fyrir að hafa
brugðist við, fyrir að hafa varið sig.
Fyrsta fréttin um atvikið birtist
með eftirfarandi fyrirsögn sem er
orðaleikur á ensku: „Not model be-
haviour“, sem birtist í The Sun, sem
útleggst, „Ekki fyrirmyndarhegðun
fyrirsætu“. Þar er því lýst hvernig
Hadid hafi rekið olnbogann í andlit
aðdáanda. Daily Mail skrifaði að of-
urfyrirsætan hefði verið brjáluð og
ráðist á mann, sem ýmist er kall-
aður aðdáandi eða hrekkjalómur.
Síðastnefndi titillinn virðist loða við
manninn sem um ræðir en þessi 27
ára gamli úkraínski sjónvarps-
maður að nafni Vitalii Sediuk er víð-
ast hvar kallaður hrekkjalómur.
Þessi titill gerir lítið úr atburðinum
því hrekkur hlýtur helst að eiga að
vera saklaus og enda með því að all-
ir hlæja.
Bresku slúðurblöðin skrifa það
sem þau halda að seljist en skila-
boðin sem þau senda með þessu, að
það sé ekki í lagi að verja sjálfan sig
gegn árásarmanni, eru fráleit.
Hadid greip til þess ráðs í vikunni
að verja sig með pistli á lenny-
letter.com í fréttabréfi og vefsíðu
Lenu Dunham og Jenni Konner,
sem vinna saman í hinum vinsælu
þáttum Girls.
„Hreinskilnislega sagt, mér
fannst ég vera í hættu og ég hafði
fullan rétt til að bregðast við eins og
ég gerði. Ég vil að stelpur horfi á
myndbandið og viti að þær mega
svara fyrir sig ef þær lenda í sam-
bærilegum aðstæðum. Það er mik-
ilvægt að æfa sjálfsvörn því ef eitt-
hvað gerist þá grípur vöðvaminnið
inn í og hindrar að þú frjósir,“ skrif-
ar Hadid, sem lýsir því að hún sé
þakklát fyrir það að æfa box og
vöðvaminnið hafi því tekið við.
Í inngangi að viðtalinu bendir
Dunham á bókina The Gift of Fear
eftir Gavin de Becker. Bókin er vel
þekkt metsölubók, sem er auglýst
sem „bókin sem getur bjargað lífi
þínu“. Hún byggist að einhverju
leyti á þeirri kenningu að fólk, sér-
staklega konur, hafi misst tengslin
við innsæið. Nánar tiltekið hlusti
þær ekki á viðvörunarbjöllur hvað
varðar ókunnugt fólk af ótta við að
virðast kaldar, stjórnlausar
eða brjálaðar. Þetta var
Hadid ásökuð um í blöð-
unum þó það hafi ekki
staðist nánari skoðun.
Götuáreitni
alvarlegt
vandamál
Á vefsíðunni
stop-
streetharass-
ment.org
kemur fram
að götu-
áreitni sé
ekki eins
rannsakað
málefni og það ætti að vera þó það
sé að breytast. Þar kemur enn-
fremur fram að götuáreitni sé alvar-
legt vandamál sem ekkert lát sé á.
Þar er líka bent á að kannanir Gall-
up frá 143 löndum um öryggis-
tilfinningu fólks leiði í ljós að tölu-
vert fleiri karlar en konur upplifi sig
örugga séu þeir einir á ferð um
kvöld í hverfinu sínu.
Á þessari vefsíðu stendur líka að
það sé engin ein „rétt“ leið til að
takast á við áreitni. „Aðstæður og
manneskjur eru ólíkar og stundum
er aðeins ein eða tvær sekúndur til
að meta stöðuna og eigið öryggi og
ákveða hvað skuli gera,“ segir þar
og er alveg í takt við lýsingu Hadid.
Hadid skrifaði að lokum í pistl-
inum: „Ég veit að fólk lendir í miklu
verri aðstæðum á hverjum degi og
er ekki með myndavélar í kringum
sig og í kjölfarið stuðning á sam-
félagsmiðlum. Mig langaði bara að
nota það sem kom fyrir mig til að
láta í ljós að allir hafa rétt á, og það
getur verið valdeflandi, að verja
sig.“
Hvorki
aðdáandi né
hrekkjalómur
Ofurfyrirsætan Gigi Hadid þurfti ekki aðeins að
verjast árás ókunnugs manns heldur þurfti hún
að verja sjálfa sig í fjölmiðlum fyrir að hafa varist.
Kim
Kardashian
West
Næsta
fórnarlamb
AFP
Gigi Hadid er vön því að allra augu og linsur ljósmyndaranna beinist að henni. Hér er hún á tískusýningu Tommy Hilfiger.
’
Þeir sem eru illa innrættir öfunda og hata, það er þeirra
aðferð við að sýna aðdáun.
Victor Hugo
ERLENT
INGA RÚN SIGURÐARDÓTTIR
ingarun@mbl.is
Japanskir og
vikunni að þeir hefðu fundið eitt stærsta
risaeðlufótspor sem nokkurn tímann hefur
fundist í heiminum. Fótsporið er rúmlega
risaeðlur gengu.
ÍTALÍA
NAPÓLÍ Ítalska lögreglan hefur endurheimt
tvö málverk eftirVan Gogh sem stolið var í
BANDARÍKIN
WASHINGTON, D.C. Tímaritið Newsweek
greinir frá því að Donald Trump hafi brotið lög
þegar fyrirtæki í hans eigu hafi átt í leynilegum
Fyrirtækið braut
viðskiptabann við
landið og eyddi að
minnsta kosti um
átta milljónum króna
í landinu árið 1998.