Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Side 14
því þó að ég hafi skrúfað niður rokk- stjörnulifnaðinn var ég samt fár- sjúkur alkóhólisti og neitaði að horf- ast í augu við það og hún gafst upp á því.“ Að drekka sig rólega í hel „Í kjölfarið á sambandsslitunum tók við eitt ár af helvíti sem endaði í tár- um inni á Vogi. Ég var bara búinn á því. Og síðan þá hef ég verið að byggja upp líf mitt á nýjum for- sendum,“ segir hann. „Þarna er ég 41 árs með tvö misheppnuð sambönd að baki, þrjú börn á unglingsaldri og hafði enga stjórn á lífi mínu og leið hörmulega. Var bara búinn að gefast upp. Ég orti vísu sem ég hef verið að rifja upp. Hún er svona: „Ætli dugi ekki best til að drepa sig, að drekka sig rólega í hel, ég get skoðað með haustinu að hengja mig, ef hitt geng- ur ekki vel.“ Dulvitað hafði ég þarna í þessari gamanvísu dottið niður á það sem ég í raun og veru var ómeð- vitað að reyna að gera síðasta árið mitt í neyslu. Ég var búinn að gefast upp að reyna að hafa stjórn á lífi mínu og vildi enda þetta,“ segir hann, en síðasta árið var hann nán- ast hættur í vinnu en hafði þá verið að vinna við þýðingar. „Síðasta árið í neyslu var þetta lóðrétt niður á við.“ Að treysta á æðri mátt Þegar botninum var náð fór Davíð inn á Vog og fór að vinna í spor- unum. „Lausnin var í því fólgin að reka sjálfan sig sem framkvæmda- stjóra í lífi sínu og ráða sinn æðri mátt í það djobb og gerast sjálfur bara starfsmaður á lager! Ef þér er sagt að sækja eitthvað inn á lager geturðu ekki haft neinar skoðanir á því, þú bara gerir eins og þér er sagt.“ Og gekk það vel? „Það gekk. Mér fannst það rosa- lega gott því ég tók langan tíma í að hugsa ekki, taka ekki ákvarðanir. Maður sem hefur dælt eitri í heilann á sér í 10-15 ár og biður guð að taka það frá sér fer ekkert að hugsa skýrt og taka góðar ákvarðanir daginn eftir. Þannig að ég tók mér tvö ár þar sem ég lifði bara einn dag í einu og tók engar ákvarðanir heldur tók leiðsögn,“ útskýrir hann. Á þessum tíma kynntist hann núverandi konu sinni, Þórunni Grétu Sigurðar- dóttur, og eftir að hafa ráðfært sig við hana ákvað hann að snúa tilbaka í guðfræðina. „Ég fann að guðfræðin var farin að kalla á mig aftur, ég saknaði hennar rosalega mikið og 2007 fer ég aftur. Þannig að með fullri vinnu klára ég hana á tveimur árum og hellti mér svo í kandídatsnámið,“ segir Davíð, sem vann þá sem þýð- andi á teiknimyndum og leikritum. Missti traustið en ekki trú Davíð segist aldrei hafa misst trúna í gegnum alla erfiðleikana. „Ég hef alltaf fundið það og verið sannfærður um að það sé til eitthvað æðra mann- legum mætti, að það sé til gott og illt. Ég hef alltaf verið leitandi og and- lega þenkjandi. Ég hef alltaf verið trúaður. En ég missti traustið á Guði. Hvernig getur Guð verið almáttugur og algóður og horft á heiminn og skipt sér ekki af. Annaðhvort er hann siðblint villidýr eða hann er full- komlega vanmáttugur.“ Hvernig útskýrirðu það? „Ég get ekki útskýrt það. Eftir að ég tók þá ákvörðun að láta líf mitt lúta handleiðslu æðri máttar er reynsla mín að líf mitt tók U-beygju. Þá trúi ég að það sé hægt að vera í persónulegu vitundarsambandi við æðri mátt. Það er mín reynsla. Og ég segi það stundum að Guð vill ekki að það sé allt í drasli heima hjá þér, en hann kemur ekki heim til þín og tek- ur til. En hann hugsanlega getur gefið þér kraft til að taka til ef þú biður hann um það! Guð tekur ekk- ert brennivínið úr lífi þínu en getur, ef þú nógu auðmjúklega felur líf þitt í hendur honum, gefið þér styrk til að vera andlega heilbrigður í heimi sem er fullur af brennivíni,“ segir Davíð. Faðir eftir fimmtugt Enn á ný hefur lífið tekið beygju því ekki einungis tók Davíð við sem sóknarprestur í Laugarneskirkju nú fyrir skemmstu, heldur á hann nú litla átta mánaða stúlku. „Það var al- gjörlega nýtt líf eftir fertugt með því að hætta að drekka og henda mínu gamla lífi í ruslið og byrja hægt og rólega að byggja mig upp á nýtt, ljúka menntun minni og slíkt. Og svo 49 ára er ég vígður prestur og flyt austur á Eskifjörð. Nú er ég orðinn 51 árs og orðinn sóknarprestur og með nýja fjölskyldu. Það eru 25 ár á milli yngsta barnsins og þess næst- yngsta og svo á ég þrjú barnabörn,“ segir Davíð, sem viðurkennir að til- finningin að verða „faðir eftir fimm- tugt“ eins og hann orðar það sé dá- lítið skrítin. „Það er yndislegt og að mörgu leyti er maður tilbúnari. Mér finnst nýja barnið mitt miklu rólegra og værara en systkini hennar voru. Kannski af því ég sjálfur er miklu rólegri og værari en ég var,“ segir hann og hlær. „En ég verð líka svo- lítið sorgmæddur þegar ég vagga þessu barni og hugsa með mér að ég verði orðinn hálfsjötugur þegar hún verður unglingur. Ég verð ábyggi- lega ekki í fimmtugsafmælinu henn- ar, ekki eins og ég hef hagað lífi mínu, og það gerir mig svolítið sorg- mæddan að hugsanlega geti ég ekki fylgst með henni og verið til staðar eins lengi og fyrir systkini hennar.“ Kirkjan er ekki sápukúla Davíð hlakkar til að takast á við nýja starfið. „Áherslur mínar í prestskap mínum eru að vera góður prestur, vera trúr sannfæringu minni og fagnaðarerindinu eins og ég skil það. Í predikuninni sem ég er að skrifa núna segi ég að kirkja er ekki eins og sápukúla; við komum ekki hingað til að vernda okkur fyrir heiminum, til að pakka okkur inn í bómull. Við komum hingað til að minna okkur á skyldur okkar við umheiminn. Jesús dró sig ekki í hlé frá umheiminum heldur stakk sér til sunds í hið mannlega hlutskipti og hikaði ekki við að benda á félagslegt óréttlæti í kringum sig. Mætti náunganum allt- af með samúð, mætti þjáningunni alltaf með líkn, aldrei með aðdáun eða skeytingarleysi. Við getum ekki talað um að það ríki friður með ’ Ég orti vísu sem ég hef verið að rifja upp. Hún ersvona: „Ætli dugi ekki best til að drepa sig, að drekkasig rólega í hel, ég get skoðað með haustinu að hengja mig,ef hitt gengur ekki vel“. Dulvitað hafði ég þarna í þessari gamanvísu dottið niður á það sem ég í raun og veru var ómeðvitað að reyna að gera síðasta árið mitt í neyslu. VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2016

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.