Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Side 15
Morgunblaðið/Ásdís kirkjuna ef sá friður byggir á órétt- læti. Fyrst verðum við að fá réttlæti, þá getum við fundið frið,“ segir hann. Má grínast í kirkju? „Auðvitað má grínast í kirkju, það má grínast alls staðar og með allt, en það er ekki sama hvernig það er gert. Og síðan er svo mikil líkn í hlátri og ég reyni við útfarir, þegar það á við, að rifja upp hversu skemmtilegur hinn látni var. Það léttir á fólki. Ég nota húmor og held ég geri það bara ómeðvitað. Maður vill halda athygli og gerir það ekki með því að vera leiðinlegur,“ segir hann. Aðskilnaður ríkis og kirkju Talið víkur að kirkjunni sem stofn- un. „Það er munur á því að trúa á Guð og trúa á kirkjuna, kirkjan sem stofnun er sannarlega ekki yfir gagnrýni hafin frekar en aðrar upp- finningar mannanna. Hún sem tól getur verið verkfæri til góðs í sam- félaginu. Hún er vissulega griða- staður og skjól og opið hús fyrir bæn og tilbeiðslu en hún hefur líka rödd, hún hefur spámannlegt hlutverk. Það er skylda hennar að þegja ekki um óréttlæti,“ segir Davíð. Hvað með að kirkjan sé undir rík- inu, myndir þú vilja breyta því? „Já, ég talaði um það í mörg ár að það þyrfti algjörlega að aðskilja ríki og kirkju og sumir segja að það hafi verið gert. En á meðan prestar eru ekki launþegar kirkjunnar heldur ríkissjóðs hljómar slíkt tal ankanna- lega,“ segir Davíð. „Fjárhagshliðin er þannig að kirkjan á gríðarlega miklar eigur sem gætu alveg staðið undir rekstri hennar ef vel væri á haldið en síðan er annað mál að allar þessar eigur eru í höndum ríkisins og ríkið borgar af þeim arð til kirkjunnar í formi launa til presta,“ segir Davíð og útskýrir að hann sé mikill aðdáandi Barmen-yfirlýsingarinnar, sem er yf- irlýsing sem lúterskir guðfræðingar í Þýskalandi undirrituðu á dögum Weimar-lýðveldisins. „Hún gengur út á það að stjórnvöld megi ekki hafa nein áhrif á boðun kirkjunnar. Nú er ég ekki að segja að íslensk stjórnvöld hafi áhrif á boðun kirkjunnar en þeg- ar stjórnmálamenn ganga á fund biskups til að biðja hann um að reka starfsmann kirkjunnar hlýtur að fara um mann. Það er erfitt fyrir kirkju að hafa hátt um óréttlæti þegar kirkjan er fjárhagslega háð þeim sem standa fyrir óréttlætinu.“ Hvaða máls ertu að vísa til? „Til dæmis mál með hælisleitendur, hvernig komið er fram við þá. Það er erfitt fyrir kirkjuna að koma fram með gagnrýni á framkomu hins opin- bera við hælisleitendur á Íslandi ef kirkjan er orðin svona fjárhagslega háð hinu opinbera. Brynjar Níelsson lét hafa það eftir sér að það væri ekki hlutverk kirkjunnar að gagnrýna stjórnvöld og ef hún ætlaði að halda því áfram þyrfti aðskilnað ríkis og kirkju og ég er alveg hjartanlega sam- mála honum, þarna kemst ekki hníf- urinn á milli okkar. Það er hlutverk kirkjunnar að gagnrýna stjórnvöld og til þess að hún hafi frelsi til þess er nauðsynlegt að aðskilja þetta. Þú glefsar ekki í höndina sem fóðrar þig.“ Ertu ekki hræddur að segja skoð- un þína á þessu máli? „Nei. Fagnaðarerindið í tveimur orðum er þetta: Verið óhræddir. Ég ætla ekki að þykjast ekki þekkja ótt- ann í mínu lífi. Það er margt sem ég óttast,“ segir hann. Þjóðernishyggja og rasismi Hvað óttastu? „Ég óttast uppgang þjóðernis- hyggju. Ég óttast það sem ég er að sjá í stjórnmálaþróun bæði í Banda- ríkjunum og meginlandi Evrópu. Ég óttast forheimsku og óttavæð- ingu. Í vaxandi útlendingahatri og íslamsfóbíu,“ segir hann. „Mér finnst voðalega skrítið að fólk sem er að koma hingað og þráir ekkert annað en að vera nýtir borgarar sé sent dýrum dómum úr landi, hugs- anlega út í opinn dauðann. Á sama tíma og við erum að flytja inn vinnu- afl. Það er þetta sem ég óttast. Ótt- inn nærir hatrið. Þetta er stóra ógn- in okkar núna. Þess vegna þurfum við að hafa hugrekki til þess að sigr- ast á óttanum. Það að trúa er ekki að efast ekki. Það að trúa er að horf- ast í augu við efann en að hafa hug- rekki til að láta hann ekki ráða ferð- inni.“ Guðlaus klámkarl prestur Finnst þér að fólk beri trausts til þín sem prests, manns með fortíð eins og þína? „Ég verð ekki var við annað í dag en ég veit líka af langri reynslu að maður fær jákvæð viðbrögð í andlit- ið og hnífana í bakið. Það fór ekkert framhjá mér þegar ég var ráðinn prestur í Laugarneskirkju að það er fólk sem sér ástæðu til þess að blogga um það og finna því allt til foráttu,“ segir hann, en meðal ann- ars voru rituð orð eins og: „Guðlaus klámkarl orðinn prestur hjá Þjóð- kirkjunni.“ Davíð segist ekki láta það á sig fá. „Þetta dæmir sig sjálft. Mér finnst það leiðinlegt gagnvart ástvinum mínum en það snertir mig ekki neitt. Þetta eru bara kjánar. Þetta eru ekki raddir sem eiga að ráða neinu. Því miður eru til asnar í mannlegu samfélagi. Ég finn það frekar í mínum samskiptum að fólk treystir mér enn frekar af því að það hefur fylgst með leið minni í hemp- una. Ég veit að ég hef glímt við eitt og annað. Sumum finnst það vissu- lega ljóður á ráði prests en öðrum finnst það kostur.“ „Ég hef alltaf fundið það og verið sannfærður um það að til sé eitt- hvað æðra mannlegum mætti, að það sé til gott og illt. Ég hef alltaf verið leitandi og andlega þenkj- andi. Ég hef alltaf verið trúaður. En ég missti traustið á Guði,“ segir Davíð, sem fann traustið aftur þegar hann sagði skilið við áfengið. 2.10. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Heyrðumeðbleiku Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Fáðu heyrnartæki til prufu í 7 daga Október er mánuður Bleiku slaufunnar. Heyrnartækni leggur málefninu lið. Allur ágóði af sölu á rafhlöðum og 10.000 kr. af hverju seldu bleiku heyrnartæki renna óskiptar til Krabbameinsfélagsins. Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu Sími 568 6880 www.heyrnartaekni.is Ofurnett - ósýnileg í eyra eða falin á bak við eyra Njóttu þess að taka virkan þátt í samræðum í góðra vina hópi eða fjölmenni. Áratuga þróunarstarf hjá Oticon hefur nú fært okkur ný heyrnartæki sem hjálpa þér að greina talmál betur og skýrar en nokkurn tímann áður í krefjandi aðstæðum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.