Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Page 16
Gatnamót Lækjargötu, Austur- strætis og Bankastrætis. Fólkið var kannski með öðruvísi höfuðfatnað þá og Morgunblaðshöllin er orðin að hóteli en það var ys og þys í Austurstræti bæði árið 1973 og 2016. Höfuðborg Íslands hefur tekið miklumbreytingum síðustu áratugi. Þettavita allir en gaman er að sjá það með eigin augum á þessum samanburðarmyndum ljósmyndara Morgunblaðsins frá ólíkum tím- um. Sumir hlutir í umhverfinu hafa breyst smám saman á meðan stærri byggingar hafa breytt borgarlandslaginu á áhrifaríkan hátt á skömmum tíma. Fólkið hefur líka breyst, að minnsta kosti klæðnaðurinn, og bílarnir á götunum. Fólki hefur jafnframt fjölgað mjög en nú búa um 120.000 manns í Reykjavík sem eru jafn marg- ir og bjuggu á öllu höfuðborgarsvæðinu árið 1975. Þessi tala er nú um 200.000 manns. Fólksfjölgunin hefur auðvitað áhrif á borg- arbraginn. Eins fjölgun ferðamanna sem kall- ar á meiri þjónustu í formi verslana, veit- ingastaða og hótela. Reykjavík er borg í stöðugri þróun eins og meðfylgjandi myndir bera vott um. Kjartan Þorbjörnsson ljósmyndari fetaði í nokkurra áratuga gömul fótspor forvera síns hjá Morgunblaðinu, Ólafs K. Magnússonar. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Reykjavík þá og nú Morgunblaðið/Golli Strætisvagnar gengu Aðal- strætið í báðar áttir árið 1972. Hér er horft í áttina að Herkastalanum, sem senn skiptir um hlutverk. Nú tekur fólk ekki lengur strætó í Aðalstræti heldur leigubíl eða kemur í rútu á hótel. Í MYNDUM 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2016

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.