Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Page 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Page 17
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Það er ekki eitt heldur nánast allt sem hefur breyst á þeim áratugum sem liðu frá því að ljós- myndarar Morgunblaðsins stóðu á þessum stað þó Arnarhóllinn og styttan af Kristjáni níunda séu þarna enn. Harpa, demanturinn við sjóinn, setur mikinn svip á svæðið nú og Seðlabankinn gnæfir sömuleiðis yfir umhverfi sitt. Söluturninn stóð í hálfa öld á þessu horni en hann var fluttur árið 1973, þegar þessi mynd af tekin, á Árbæjarsafn, þar sem hann stóð í þrjú ár og hefur síðan verið endurbyggður. Þetta svæði er það sem hefur breyst hvað mest í Reykjavík á síðustu árum. Nú er öðruvísi mannlíf við höfnina. Gömlu verbúðirnar iða af lífi og þar eru margir veitingastaðir. Þarna leggur fjöldi ferðamanna af stað í skoðunarferðir á báti til að leita hvala eða lunda. Ferðamannaiðnaðurinn er nú meira áberandi en sjávarútvegur og íbúða- húsum og hótelum hefur fjölgað. Útsýnið niður Frakkastíginn hefur breyst, það hefur að minnsta kosti minnkað en stóru turn- arnir í Skuggahverfinu hindra sjávarútsýnið. Sum hús hafa fengið andlitslyftingu og trén hafa vaxið. Aukinn trjágróður hefur breytt ásýnd borgar- innar til hins betra á síðustu árum. 2.10. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.