Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Page 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Page 19
rakt, alveg 99% raki. Þessari veðráttu fylgja móskítóflugur og þar með malaría. Það var ekki malaría í Cayenne þegar við bjuggum þar, en við fórum oft á stað við á sem heitir Mana. Við vissum að það var malaría mun ofar upp eftir ánni, en á staðnum sem við vorum hafði ekki verið malaría á mörg ár. En hún virðist hafa komið niður með gullgrafar- mönnum sem voru að vinna ofar í ánni, en við höfðum ekki hugmynd um það, og bæði ég og Victor fengum malaríu. Þessi tegund af mala- ríu heitir Vivax og er ekki banvæn en lifir í lík- amanum í 20 ár og maður fær hana oftast aft- ur. Ég fékk hana tvisvar, en aumingja Victor sem var bara þriggja ára fékk hana þrisvar sinnum. Þetta var alveg hræðilegt.“ Ásta segir að maður þurfi að taka pillur við malaríu þegar maður er að ferðast, en það sé ekki hægt að taka þær í mörg ár því þær séu svo ofboðslega slæmar fyrir lifrina. „Það er hitasótt sem heitir „dengue fever“ sem maður getur fengið af frá moskítóflug- unum og við fengum hana líka. Við fengum há- an hita, höfuðverk, beinverki. Ég titraði öll og skalf og svitnaði svo mikið að ég þurfti að skipta um lak á rúminu tvisvar sömu nóttina. Svo batnaði okkur, en einn daginn var hringt í mig úr leikskólanum hans Victors og ég var beðin um að sækja hann. Hann var með 40,6 stiga hita, og það var haldið að hann væri með svokallaða „dengue hemorrhagic fever“ sem er banvæn út gáfa af þessari hitasótt og manni getur blætt út af henni. Mér var sagt að fara beint upp á spítala með hann, en ég varð svo ofsalega hrædd að ég skalf öll og treysti mér ekki til að fara með hann. Lucien kom og fór með hann á spítalann. Klukkustund síðar hringdi hann í mig og sagði: „Þetta er allt í lagi, þetta er bara malaría!“ Þetta var komið á það stig að okkur fannst það æðislegt að litli strákurinn okkar væri bara með malaríu, og því ekki í lífshættu.“ Maður verður að standa sig Því miður voru ekki allir fjölskyldumeðlimir þar með úr lífshættu, því tveimur árum seinna, þegar Eva litla var þriggja ára, greindist hún með eitlakrabbamein á fjórða stigi. „Eva fékk bólu á lærið sem stækkaði svo mikið að að lokum þurftu læknarnir að taka hana af. Það var sent í ræktun og úr því kom að þetta væri mögulega krabbamein. Eva var alltaf með smá hita og hósta upp og ég fór með hana á spítalann. Yfirlæknirinn var í jólafríi en hinir læknarnir sögðu okkur að hafa engar áhyggjur, „við vitum ekki hvað þetta er en þetta er ekkert alvarlegt“. Þegar yfirlæknir- inn kom tilbaka 10 dögum seinna sendi hann okkur með næstu vél til Parísar.“ Eva var greind með non-Hodgkińs eitla- krabbamein sem er frekar sjaldgæf tegund og á ekki að vera mjög erfitt að lækna, en hún var komin með krabbameinið út um allt; í beinin, hryggjarliðina, lifrina, lungun og eitlana. „Það voru taldar 50% líkur á að hún lifði þetta af. En jafnframt var okkur sagt að þetta væri krabbamein sem kæmi aftur í 50% tilvika. Þegar við heyrðum það kom ekki til greina að fara aftur til Gvæjana að búa þar. Þá ákváðum við að flytja hingað til að vera nálægt tengda- foreldrum mínum.“ Í París flökkuðu þær svolítið á milli spítala til að byrja með. „Eva var ekki sögð vera í lífs- hættu ennþá, en þeir þurftu að halda henni sofandi á meðan var byrjað á lyfjagjöfinni, og ætluðu svo að vekja hana aftur. Svæfingar- læknirinn sagði við mig: „Ég get alveg svæft hana en ég get ekki lofað þér að ég geti vakið hana!“ Ég stóð bara með opinn munninn og átti ekki orð. En svo vaknaði hún í annarri til- raun og byrjaði í meðferðinni á fullu,“ segir Ásta, sem tárast við tilhugsunina. „Ég var alltaf jafn hissa þegar ég hitti for- eldra á barnaspítölum hvað þeir voru rosalega sterkir. En það er ekkert annað í boði, maður verður bara að standa sig. En svo þegar allur ferillinn er búinn getur maður leyft sér að smám saman brotna niður.“ Köfunarlöngunin er komin á stjá Í dag er Eva alveg búin að ná sér og er rosa- lega hress og dugleg. „Hún var það reyndar allan tímann og neitaði aldrei að fara á spít- alann eða í lyfjagjöf. Stundum bað hún sjálf um að fá að fara á spítala ef henni var mjög illt. Hún gekk í gegnum þetta eins og hetja,“ segir Ásta, greinilega stolt af stelpunni sinni. „Ég er að fylgjast með hvað er að gerast í heilbrigðiskerfinu heima og mér finnst þetta alveg grátlegt og þakka bara fyrir að hafa ekki verið með hana veika heima á Íslandi. Það má setja út á margt í franska kerfinu og þeir hefðu getað fundið út fyrr hvað hún var orðin veik, en þegar þetta fór allt af stað tók ég ekki upp budduna einu sinni. Ég fékk flugmiðann í hendurnar, ég var sótt allt í sjúkrataxa, jafnvel landshornanna á milli, við fengum matarmiða og ókeypis hótelherbergi. Það var hugsað fyrir öllu, borgað fyrir allt.“ Ásta segir að nú sé lífið komið aftur í fastan farveg. „Þar sem við búum núna er klukkutími upp í fjall á skíði og klukkutími að fara niður á strönd á sumrin. Þetta er voðalega þægilegt en mig langar að fara að ferðast aftur núna og þá með krakkana. Það var ekki hægt að kafa í Gvæjana því hún er rétt fyrir ofan Amazon- ána og með henni kemur svo mikil drulla að sjórinn þar er brúnn. Það eru því 16 ár síðan ég hef kafað,“ segir Ásta, en Lucien lærði líka að kafa þegar hann bjó í Nýju-Kaledóníu. „Löngunin er komin aftur hjá okkur að fara að kafa. Við höfum horft með öðru auganu á Silfru en það er svo voðalega dýrt að við höfum ekki látið af því verða ennþá,“ segir Ásta að lokum og viðurkennir að hana dreymi um að komast aftur til Karíbahafsins eða í Indlands- haf að kafa í tærbláum sjó, með því litríka sjáv- arlífi sem þar er að finna og sjá. Mynd sem Ásta tók úr þyrlu við Seychelles-eyjar af bátnum sem þau ferðuðust á við gerð þátt- anna Carnet de Noé. Fjölskyldan við fossinn Glym sumarið 2016. Ásta starfaði sem ljósmyndari og neðansjávar kvikmynda- tökukona við frönsku sjón- varpsþættina Carnet de Noé. Fjölskyldan var mikið á ströndinni í Frönsku Gvæjana. Victor og Eva eru sannir Íslendingar. Við fyrirsætu- störf í Malasíu fyrir ljósmynda- fyrirtæki. Forsíðufyrir- sætan Ásta. 2.10. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.