Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Page 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Page 21
Hér er líkaminn beinn og stöðugur í hliðarstöðu og kviðvöðvar halda á móti þyngdaraflinu. Morgunblaðið/Eggert Ýmsar útfærslur af plankaæfingu eru vinsælar og góðar kviðæfingar. Mikilvægt er að halda beinni línu í gegnum líkamann. Kviðvöðvunum er eðlilegt að halda á móti mótstöðu og gott er að styrkja þá í þeirri stöðu sem er þeim eðlileg. 2.10. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 N ýbýlavegur8.-200 Kópavogur-S:527 1717 - dom usnova@ dom usnova.is -w w w .dom usnova.is Ábyrgðarmaður Domusnova: Haukur Halldórsson, hdl., lgf. TALSVERT UPPGERÐ EIGN OFAN VIÐ TJÖRNINA Í REYKJAVÍK. GÓÐUR PALLUR OG SVALIR BÍLASTÆÐI OG BÍLSKÚR 501 M2 EIGNARLÓÐ Vilborg sýnir húsið sunnudaginn 2.október BÓKIÐ SKOÐUN Í SÍMA 891-8660 EÐA vilborg@domusnova.is EINBÝLISHÚS SUÐURGÖTU 35, 101 REYKJAVÍK 149.900.000 kr. 268,3 m2 Vilborg Gunnarsdóttir Löggiltur fasteignasali vilborg@domusnova.is S: 6918660 Áherslan á gamaldags kvið-æfingar hefði auðvitað áttað breytast fyrir löngu en þetta er hægfara breyting,“ segir Fannar Karvel íþróttafræðingur, þjálfari Íslandsmeistara Hauka í handbolta og einn af eigendum lík- amsræktarstöðvarinnar Spörtu. „Það er til dæmis ekki nema rúmur mánuður síðan bandaríski herinn tók ákvörðun um að hætta að nota þessa æfingu sem hluta af prófunum hjá sér, eftir um fimm ára rann- sóknir á því hver munurinn er á æf- ingunni „planka“ og svo gömlu, klassísku magaæfingunum. Niður- staða hersins var sú sem flestir í þessum geira eru orðnir sammála um, þ.e. að gamla kviðæfingin getur valdið og veldur oft bakmeiðslum,“ segir Fannar. „Bandaríski herinn er mjög hægfara og þung stofnun, þannig að ég held að þetta hljóti að hafa verið síðasti naglinn í kistu hefðbundinna kviðæfinga.“ Slæmt að enda í rækjustellingu Fannar segir gömlu uppsetuæf- inguna vissulega gera það sem sagt er að hún eigi að gera en þar sé þó ekki öll sagan sögð. „Hún vinnur á kviðvöðvum en hún gerir líka margt fleira sem ekki er talað um og sem er í raun óæskilegt. Þetta er í fyrsta lagi af því að æfingin vinnur ekki með vöðvana í þeim tilgangi sem þeir sinna í daglegum störfum og í öðru lagi af því að líkamsstaðan verður svakalega slæm á meðan æfingarnar eru gerðar. Fólk endar hreinlega í einhvers konar rækjustellingu, sem er bæði óeðlilegt og óhollt,“ útskýrir Fannar og segir hið sama gilda um æfingar á flestum öðrum líkams- hlutum – þær eigi allar að gera í eðli- legri líkamsstöðu. „Líkaminn á að vera uppréttur og helst á að vera hægt að draga beina línu í gegnum búkinn. Ef maður heldur þeirri stöðu getur maður yfirleitt verið nokkuð viss um að maður sé að beita sér rétt og þá sér maður strax að þetta á alls ekki við um hefðbundnu kviðæfingarnar. Þar er bakið rúnn- að og hryggurinn spengdur í sundur.“ Fyrir utan þetta bendir Fannar á að æfingin styrki ekki einungis kvið- vöðva líkt og hún á að gera, heldur einnig vöðva í mjöðmum og of- anverðum lærum. „Við erum lang- flest frekar stíf í þessum vöðvum fyrir, þannig að það er algjör óþarfi að vera að þjálfa þá sérstaklega,“ segir Fannar. „Lokaniðurstaðan er því sú að gamla kviðæfingin gerir bakvandamál verri eða hreinlega býr þau til og þjálfar þar að auki vöðva sem þurfa ekki á þjálfuninni að halda.“ Á bráðamóttöku eftir kviðæfingar Á tímabili urðu litlar kviðæfingar (e. crunches), þar sem efsta hluta lík- amans er lyft upp en mjóbak klesst ofan í gólf, vinsæl útgáfa af kviðæf- ingum. „Þarna gildir í raun það sama og um hefðbundnu uppseturnar, það er ákveðin náttúruleg sveigja á mjó- bakinu og þess vegna er það óeðlileg líkamsstaða að þröngva því í beina línu að gólfinu. Og um leið og við er- um komin út fyrir eðlilega líkams- stöðu erum við yfirleitt farin að gera eitthvað slæmt. Þetta eru skárri æf- ingar en klassísku uppseturnar en engan veginn jafngóðar og vel gerð- ur planki,“ segir Fannar. Fannar þekkir til margra tilfella þar sem uppsetuæfingar hafa komið af stað miklum verkjum í baki. „Fólk sem er nýbúið að jafna sig eftir bak- meiðsl og er orðið nokkuð gott í bak- inu aftur hefur t.d. lent í því eftir kvi- ðæfingar að hreinlega festast í bakinu, þurft að leita á bráða- móttöku og síðan þurft að hefja alla endurhæfinguna upp á nýtt.“ Meiðslalausir Íslands- meistarar Nokkuð hefur borið á því að fólki sem veikt er í baki hafi gagngert verið ráðlagt af heilbrigðisstarfsfólki að styrkja kvið- vöðva með hefð- bundnum kviðæf- ingum. Fannar segir þetta alranga nálgun. „Hreyfi- og líffærafræðin sem okkur í heilbrigð- isstéttum er kennd er góð og gild út af fyrir sig en hún gengur almennt út frá því að hver vöðvi vinni einn og sér í tómarúmi en þannig vinna vöðvar auðvitað aldrei í raunveru- leikanum,“ segir Fannar. „Ef þú lít- ur t.d. bara á ítaugun kviðvöðva og festur þeirra, þá má alveg segja að þeir dragist saman og virki eins og þeir virka í hefðbundnu kviðæfing- unum. En þetta er hins vegar alls ekki raunverulegur tilgangur kvið- vöðvanna – sú staða kemur nær aldr- ei upp í daglegu lífi að við þurfum að nota kviðvöðvana til að draga okkur saman í rækjustellingu. Þvert á móti er þessum vöðvum ætlað að hjálpa til við að halda okkur uppréttum og stöðugum. Það er því rétt að það er mikilvægt að styrkja kviðvöðvana til að létta álagi af bakinu en þá þarf líka að styrkja þá í þeirra eðlilegu stöðu, til dæmis með æfingum á borð við plankann, þar sem kviðvöðvarnir eru notaðir til að halda á móti þyngd- arafli,“ segir Fannar og bætir því við að hefðbundna uppsetuæfingin þjálfi einungis um 6 vöðva en plankinn hins vegar í kringum 20 vöðva. Þeir sem kvarti yfir því að plankinn sé of létt æfing eða vilja sækjast eftir meiri vöðvastækkun geti síðan próf- að að lyfta upp öðrum handleggnum og fara þannig í svo- kallaðan þriggja punkta planka. „Ég fór í gegnum síðasta tímabil með alla Haukana meiðslalausa, fyrir utan höggmeiðsli sem ekki er hægt að koma í veg fyr- ir. Enginn af mínum liðsmönnum tognaði til dæmis,“ segir Fannar og segist vera sannfærður um að lykill- inn að þessu hafi verið hversu mikil áhersla var lögð á miðjuvinnuna. „Plankaæfingar, kyrrstöðuæfingar þar sem haldið er á móti álagi og fleiri slíkar miðjuæfingar voru sam- tals þriðjungur af öllum æfingatíma á tímabilinu. Og það skilaði sér í því að við vorum meiðslalausir allt tíma- bilið, í fantaformi og einfaldlega bestir, enda urðum við síðan Íslands- meistarar.“ Æfing sem getur verið skaðleg Fannar Karvel ’ Bandaríski her-inn ákvað nýver-ið, eftir 5 ára rann-sóknir, að hætta að nota þessar æfingar. SVONA ER BETRA AÐ STYRKJA KVIÐINN

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.