Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Síða 26
Þetta er búið að taka langan tíma og end-aði í rauninni sem ævisaga með upp-skriftum. Ég var alltaf með það í huga
að gefa út matreiðslubók en kom því aldrei í
verk. Það gerist svo margt skemmtilegt í lífinu
sem maður man ekki eftir að skrifa niður. Eitt
augnablik gerði ég það, þegar ég var með
kaffihúsið Mensu á horni Lækjargötu og Aust-
urstrætis. Þá punktaði ég niður með það í huga
að gera bökubók með sögum en svo náði það
aldrei neitt lengra. En ég átti alltaf sögurnar
sem ég geymdi,“ segir Ingibjörg sem dró þær
annað slagið fram sér og öðrum til skemmt-
unar. „Við vorum kallaðar Mensumeyjarnar
og við hittumst um daginn og þær mundu allar
eftir sögunum.“
Postulín á jöklum
Eftir Mensuævintýrið langaði Ingibjörgu að
vera „í dragt inni á skrifstofu og ekki angandi
af matarlykt“ eins og hún orðar það og fékk
vinnu á ferðaskrifstofu. En matreiðsla virtist
toga hana til sín hvert sem hún fór. „Ég var svo
beðin um að fara í veiðihús og elda fyrir franska
laxveiðimenn og ég sló til. Var heilu sumrin í
veiðihúsum og þá áttaði ég mig á því að þetta
væri meira fyrir mig, að stússast í mat. Þannig
að ég hætti að vinna á skrifstofu og setti veislu-
þjónustu á stofn sem hentaði mér mjög vel því
þá gat ég ráðið mínum tíma sjálf. Við fórum oft
með veislur upp á jökla og þar var borðað af
postulíni og drukkið úr glerglösum, ekkert ein-
nota þar,“ segir Ingibjörg. „Við vorum með fín-
ar veislur á alls konar ómögulegum stöðum.
Það var mjög skemmtilegt.“
Giftist Frakka átján ára
Matarævintýrið mikla hófst allt miklu fyrr.
Átján ára gömul kynntist Ingibjörg frönskum
manni og unga og ástfangna parið dreif sig
upp að altarinu og flutti til Frakklands. „Ég
dreif mig til Frakklands og vissi ekkert hvað
ég var að fara út í og gat ekkert talað frönsku.
Þarna talaði enginn ensku og ég varð bara að
gjöra svo vel. Það tók hátt í ár að læra frönsku.
Foreldrum mínum fannst ég nokkuð bráðlát
og voru ekkert samþykk endilega en svo
kynntust þau auðvitað manninum og fjölskyld-
unni og fannst þetta mjög huggulegt fólk.
Lögðu blessun sína yfir þetta allt saman. Þetta
var auðvitað alltof ungt, en mér fannst ég vera
fullorðin,“ segir Ingibjörg sem hafði áður
Ævisaga í
gegnum mat
Ingibjörg segir að
laukbaka með ansjós-
um og sítrónubaka
séu í uppáhaldi.
Ingibjörg Ásta Pétursdóttir gaf nýlega út bókina Mensa, matur,
minningar og litlir hlutir sem skipta máli. Í bókinni rifjar Ingi-
björg upp sögur úr lífinu ásamt því að deila með lesendum sín-
um uppáhalds uppskriftum sem hafa þróast í gegnum árin,
bæði íslenskum, frönskum og marókkóskum.
Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Ingibjörg giftist átján ára og
flutti til Frakklands.
Ingibjörg uppgötvaði nýjan heim í matargerð í Frakklandi. Ferskt hráefni var þar á boðstólum dag-
lega. Hún fór að prófa sig áfram í eldamennskunni en áður hafði hún lítið kunnað í þeim efnum.
Ingibjörg nýtur þess að vera í Flatey þar sem hún hefur rekið hótelið.
Hún er nú komin á eftirlaun en er hvergi nærri hætt að elda.
MATUR Ef hungrið sverfur að um miðjan dag er gott að fá sér heilsudrykk.Settu í blandara einn banana, 1-2 bolla af frosnum berjum að eigin vali
og appelsínusafa sem nær yfir ávextina. Blandið og drekkið ískalt.
Berja- og bananasprengja
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2016